NT


NT - 10.07.1984, Side 10

NT - 10.07.1984, Side 10
kák Þriðjudagur 10. júlí 1984 10 Sovétríkin - „Heimurinn" T ukmakov var lykil- maður sovéska liðsins ■ Alls voru tefldar 40 skákir í keppni heimsliðsins gegn Sovétríkjunum í London á dögunum. Yfirleitt var liart barist í þessum skákum, lítið um stutt jafntefli því í keppni sem þessari mæta menn ekki til leiks í þeim tilgangi að semja stutt jafntefli. Þó sáust nokkrar stuttar jafnteflisskákir sem vilja renna stoðum undir þá kenningu mína að sumir þátttakenda í heimsliöinu hafi fyrst og fremst teflt fyrir sjálfa sig en ekki liðið í heild. Hvern- ig má t.d. skilja örstutt jafntefli Ulf Andersson gegn Karpov í síðustu umferð þegar heimslið- ið gerði tilraun til að vinna upp þriggja vinninga forskot Sov- étmanna? Ulf hafði hvítt og sættist á skiptan hlut cftir að- eins 18 leiki. Að þessu sinni vantaði í heimsliðið hina stóru pers- ónuleika sem gerðu keppnina 1970 svo skemmtilega. En lítum á árangur einstakra keppenda. Fjöldi skáka þeirra sem ekki tefldu allar umferð- irnar eru í svigum: Hcimurinn: 1. borð: Andcrsson 1 1/2 v. 2. borð: Timman 1 1/2 v. 3. borð: Kortsnoj 2 1/2 v. 4. borð: Ljubojevic 2 v. 5. borð: Ribli 2 1/2 v. 6. borð: Seirawan 0 v. (2) 7. borð: Nunn 1 v. (3) 8. borð: Hiibner 2 v. 9. borð: Mifes 2 1/2 v. 10. borð: Torre 2 v. (3) 1. varamaður: Larsen 1/2 v. (2) 2. varamaður: Chandler 1 v. (2) Sovétríkin: I. borð: Karpov 2 1/2 v. 2. borð: Kasparov 2 1/2 v. 3. borð: Polugajevskí 1 v. (3) 4. borð: Smyslov 1/2 v. (2) 5. borð: Vaganian 1 1/2 v. 6. borð: Beljavskí 3 1/2 v. 7. borð: Tal 2 1/2 v. 8. borð: Ra/.uvajew 2 v. 9. borð: Yusupov 1 1/2 v. (3) 10. borð: Sokolov 1 v. (3) t Innileqar þakkir til allra sem sýnt hafa okkur samúð og vinarhug við andlát og útför fööur okkar, tengdaföður, afa og langafa Snæbjarnar Guðmundssonar Ottesen bónda, Syðri-Brú. Guðrún Ottesen, SigurðurSigurðsson, Ása Snæbjörnsdóttir, Inga Snæbjörnsdóttir, Þorkell Kjartansson, Bergþóra Ottesen, BjörnGuðmundsson, Guðmundur Snæbjörnson, Gréta Jónsdottir, HildurOttesen, Guðmundur Gissurarson, Lars Wennström. Sumarbústaður til sölu Þessi glæsilegi sumar- bústaður er til sölu Þessi glæsilegi sumarbústaöur í landi Klausturhóla í Grímsnesi er til sölu. Upplýsingar á skrifstofunni. FASTÐGNASALAN FJÁRFESTING ÁRMÚLA1I05 REYKiAVlKSjMI 687733 LjSðnaMOR ■ Ptrui Mkt skudsmm . Helgi Olafsson skrifar um skák ■ Vladimir Tukmakov. 1. varamaður: Tukmakov 2 v. (3) 2. varamaður: Romanishin 1/2 v. (2) Athygli vakti hversu inná- skiptingar Sovétmanna voru markvissar. Þeir fundu fljótt út að hægfara stíll Smyslovs hentaði illa gegn baráttujaxlin- um Ljubojevic og sendu Tukm- akov inná sem þegar í stað jafnaði um Júgóslavann. f síð- ustu umferð þegar forskot þeirra var komið í þrjá vinn- inga, var Polugajevskí settur út og Tukmakov barðist með svörtu gegn Kortsnoj sem sál- fræðilega var settur út af lag- inu; hann hefur um langt skeið unnið Polu eftir nótum. Tuk- makov hefur löngum átt gott með að tefla við Kortsnoj og hann var aldrei í hættu. Styrk- ur Sovétmanna fólst rn.a. í því hversu varamaðurinn Tuk- makov stóð sig vel. Þessar 40 skákir verða ugg- laust varðveittar í bók um keppnina skákunnendum til ánægju um ókomin ár. Við skulum líta á eina viðureignina sem tefld'var í 1. umferð. Lubomir Ljubojevic sýndi all- ar sínar bestu hliðar er hann lagði Vasily Smyslov að velli: 4. borð: Hvítt: Lubomir Ljubojevic Svart: Vasily Smyslov Petroffs-vörn 1. e4 eS 2. RB Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. d4 Be7 6. Bd3 Rf6 7. 0-0 0-0 8. Hel Bg4 9. Rbd2 c5 (Smyslov hefur beitt Pet- roffs-vörninni mikið í seinni tíð, einkum þó þegar hann sækist eftir jafntefli. Hann beitir hér afbrigði sem ekki sést oft. Reyndar hefur hvítur stundum hmdrað biskuplepp- unina með 8. h3.) 10. h3 Bh5 11. Rfl Rc6 12. Rg3 Bxf3 13. Dxf3 Rxd4 (Biskuparnir fá vel að njóta sín eftir þennan leik. Eftir 13. - cxd4 14. Rf5 á svartur í erfiðleikum.) 14. Dxb7 He8 (E.t.v. hefur Smyslov ætlað að leika 14. - c4. Falli hvítum ekki í geð flækjurnar sem koma upp eftir 15. Bxc4 Rxc2 getur hann leikið 15. Rf5 sem tryggir honum öruggt frum- kvæði.) 15. Rf5! Rxf5 16. Bxf5 Bf8 17. Hxe8 Dxe8 18. Bd2 g6 19. Bd3 (Biskuparnir leika við hvurn sinn fingur í þessari stöðu. Smyslov hefði sjálfsagt haldið jafntefli gegn flestum í þessari stöðu, en Ljubojevic teflir öðrum betur þegar hann hefur stöðuyfirburði af þessu tagi í höndunum.) 19... d5 20. c4 Db8 21. Dxb8 Hxb8 22. b3 dxc4 23. Bxc4 Re4 24. Ba5 Rd6 25. Bd5 He8 26. Kfl Bg7 27. Hel Hxelt 28. Kxel Kf8 29. Ke2 Ke7 30. Kd3 Bd4 31. f4 h5 32. a4 Kd7 (?) mistökin. Með 32. - Bf2 er alls óvíst hvort Ljubojevic hefði unnið.) 33. I>4! Bf2 34. b5 f6 35. Bc3 Bg3 36. Bxf6 Bxf4 37. Bc3 g5 38. Bel Kc7 39. Ba5t Kb8 40. Bd8 g4 41. hxg4 hxg4 42. b6! (Áður en 5 klst. setunni lauk lét Ljubojevic andstæðing sinn glíma við þennan ónotalega leik. Hugmyndin er vitaskuld sú að eftir 42. - axb6 43. Rxb6 hótar hvítur að þeyta a-peðinu upp í borð með aðstoð biskup- anna og hvíta kóngsins, í þeim tilvikum þegar riddarinn verð- ur að bregða sér í vörnina. Svarti biskupinn getur á engan hátt tekið þátt í þessum gráa leik. Smysiov, annálað enda- taflsgeni, beitti allri hugarorku sinni til að finna vörn. í umslagið stakk hann leiknum....) 42. .. Rb7 - Rannsóknir Sovétmanna leiddu í ljós að stöðu svarts verð- ur ekki bjargað. Smyslov tefldi því skákina ekki áfram og gafst upp. Vinningsleiðin gæti verið: 43. Bxb7 Kxb7 44. bxa7 Kxa7 45. Kc4 Bf2 46. Kb5. Eftir að hvítur hefur unnið c-peðið hraðar hann sér yfir á kóngvænginn þar sem g-peðið fellur, biskupinn og a-peðið halda svarta kóngnum frá og g-peðið hvíta gerir síðan út um taflið. Hvítur verður að vísu að gæta þess að biskupinn nái ekki að fórna sér fyrir þetta peð en með nákvæmum tilfær- ingum á það að vera hægt. abcdefgh (Sennilega hefur Smyslov verið t' tímaþröng ella hefði hann ekki leyft Ljubojevic að þróa peðastöðu sína á drottn- ingarvæng. Staðan var vita- skuld erfið en þetta eru úrslita- 8 7 6 5 4 3 2 1

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.