NT - 10.07.1984, Side 24
í\\ Þriðjudagur 10. júlí 1984 24
LlL Útlönd
Olympíuleikamir:
40 þúsund
öryggisverðir
■ 40 þúsund manns munu
annast öryggisgæslu á með-
an Olympíuleikarnir standa
yfir í Los Angeles. Fimmtíu
stofnanir leggja örygg-
isverðina til, og spanna þær
allt frá FBI, sem bandaríska
alríkislögreglan til Pinker-
ton fyrirtækisins, sem er
einkafyrirtæki sem annast
uppljóstranir fyrir einstakl-
inga gegn þóknun.
Alhr í þúsund manna lið-
inu gangast undir námskeið
í hvernig verjast á sprengju-
árásum af öllu tagi og að
þekkja í sjón þekkta hermd-
arverkamenn. Útvalinn
hópur 42 manna sem er
flinkur að fara með skot-
vopn verða hvarvetna til
taks með stuttum fyrirvara
ef á þarf að halda.
Varla þarf að taka það
fram að svo fjölmennt lið
öryggisvarða hefur ekki ver-
ið til kallað að gæta öryggis
á Olympíuleikum.
Nýjar kjarnorkueldflaugar
settar upp í Austur-Evrópu
■ Atlantshafsbandalagið hef-
ur glögga vitneskju um að verið
er að setja upp SS-22 éldflaugar
á þrem stöðum í Evrópu. Tvær
eldflaugastöðvanna eru í Aust-
ur-Þýskalandi og ein í Tékkó-
slóvakíu. SS-22 eldflaugar eru
búnar kjarnorkusprengjum og
draga þúsund km. Þessi tegund
vopna er endurbætt gerð SS-12
eldflauga. Þær voru ekki til
umræðu á fundum Sovétmanna
og Bandaríkjanna um tak-
mörkun kjarnorkuvopna í Evr-
ópu í Genf.
Sérfræðingar Nato telja að
uppsetning þessara nýju atóm-
stöðva hafi ekki mikla hernað-
arlega þýðingu. Það er nóg til af
SS-20 flaugum, sem draga 5000
km og eru í skotstöðu. Eina
ástæðan fyrir uppsetningu þess-
ara nýju vopna rétt austanvert
við járntjaldið hlýtur að vera að
Sovétmenn ætla að ná betri
samningsstöðu þegar afvopnun-
arviðræður hefjast að nýju.
SS-20 flaugunum fjölgar einn-
ig á sovésku yfirráðasvæði og
eru nú 378 slíkar í skotstöðu. I
þeim eru samtals 1138 sprengju-
hleðslur, en í hverri eldflaug
eru þrjár sprengjur sem hægt er
að beina á sitthvert skotmarkið.
243 SS-20 flauganna eru í Evr-
ópuhluta Sovétríkjanna.
Áður en uppsetning þeirra
flauga hófst að nýju var tilkynnt
að ekki yrðu settir upp fleiri
skotpallar. Það var vorið 1982,
og þá lýsti Bresjnev þáverandi
forseti því yfir að fleiri SS-20
flaugum yrði ekki komið fyrir
nema að komði væri upp meðal-
drægum kjarnorkuflaugum í
Vestur-Evrópu. En eigi að síður
héldu Sóvétmenn áfram að
smíða skotpalla undir flaugarn-
ar á þeim stöðum sem þær hafa
síðan verið settar á. Er nú verið
■ Auk fastra skotstöðva fyrir kjarnorkueldflaugar eru einnig
til í Sovétríkjunum hreyfanlegar skotstöðvar og er hægt að aka
flaugunum á þástaði semþörfjþykir hverju sinni. Hér er teikning
af hreyfanlegum SS-20 eldflaugum. Hver þeirra ber þrjár
kjarnorkusprengjur, sem hægt er að varpa á jafnmörg skotmörk.
SS-20 flugum er beint að löndum í Vestur-Evrópu, Japan og
Kína.
að koma fyrir skotpöllum fyrir
kjarnorkueldflaugar í vestan-
verðum Sóvétríkjunum, að því
er sérfræðingar Atlanthafs-
bandalagsins fullyrða.
Þessar athafnir koma heim og
saman við hótanir Sovétmanna
er þeir slitu samningaviðræðun-
um um takmörkun kjarnorku-
vopna í Evrópu í Genf á síðasta
ári, og eftir að farið var að setja
þær flaugar upp í Vestur-Evr-
ópu. Sovétmenn gera þá kröfu
fyrir að samningaviðræður hefj-
ist á ný, að þær flaugar verði
fjarlægðar.
Rúmenía er eina landið í
Austur-Evrópu þar sem ekki
eru atómherstöðvar. Rúmenar
þvertaka fyrir að sovéskur her
hafi bækistöðvar í landi þeirra.
En það er ófrávíkjanleg regla í
sovéska hernum, að eingöngu
sovéskir hermenn hafi allan veg
og vanda að meðfara kjarnorku-
vopn hvar sem þau eru staðsett.
Búlgaría hefur lagt fram
kröfu um að Balkanskagi verði
kjarnorkulaust svæði. Samtsem
áður eru kjarnorkuvopn í land-
inu. Þar er nú verið að endur-
nýja skotstöðvar fyrir SS-12 eða
SS-22 kjarnorkueldflaugar sem
verið hafa í Kákasus, nærri
landamærum Tyrklands.
Bhindranwale í hópi varðmanna sinna í musterinu helga.
■ Bhindranwale hafði valið spjót sem merki sjálfstæðisbarátt-
unnar.
Bhindranwale virðist hafa
meiriáhrif dauður en lifandi
Sjálfstæðishreyfing Sikha færist sennilega í aukana
■ ÞVÍ virðist fara fjarri, að
Indira Gandhi sé búin að sigr-
ast á uppreisnarmönnum
Sikha, þótt henni tækist með
hervaldi að hrekja leiðtoga
uppreisnarhreyfingarinnar úr
musterinu í Amritsar og aðal-
leiðtoginn, Jamali Singh
Bhindranwale, félli þar.
Meðal margra fylgismanna
Bhindranwale er sú trú ríkj-
andi, að hann hafi ekki fallið í
átökunum við herinn, sem
varð mörgum að bana, því að
liðsmenn Bhindranwales börð-
ust hraustlega.
Þessir fylgismenn Bhind-
ranwales trúa því, að hann hafi
komizt undan og muni aftur
koma fram á sjónarsviðið, þeg-
ar hann álíti réttan tíma
kominn. Meðal þeirra, sem
eru þessarar trúar, er 73 ára
gamall faðir hans og flestir
ættingjar.
Talsmenn indverska hersins
halda því hins vegar eindregið
fram, að hann hafi fallið og
verið jarðaður í kyrrþey eftir
að nákomnir fylgismenn hans
hefðu staðfest, að um lík hans
var að ræða. Ættingjum hans
var ekki boðið að vera við-
staddir.
En þótt Bhindranwale eigi
samkvæmt þessu ekki eftir að
koma fram á sjónarsviðið, mun
hann ekki reynast áhrifaminni
dauður en lifandi. Margir
munu verða til þess að taka
upp merki hans og hann mun að
líkindum verða eitt helzta á-
trúnaðargoð Sikha í framtíð-
inni.
Þeirri baráttu, sem hann
hóf, er því ekki lokið, heldur
mun sennilega réttara að segja,
að hún sé nú að hefjast. Hún
getur átt eftir að valda stjórn-
endum Indlands í framtíðinni
enn meiri vandræðum en
Indira Gandhi hefur þegar orð-
ið að glíma við.
BHINDRANWALE var 37
ára, þegar hann féll, ef sú
frásögn reynist rétt, og ekki
virðist ástæða til að efa að svo
sé. Hann var kominn af ættum
efnaðra bænda og hafði öll
skilyrði til að ganga mennta-
veginn, ef hann hefði óskað
þess.
Hann hætti skólanámi, þeg-
ar hann var tólf ára gamall og
gerðist strangtrúaður. Hann
kepptist við að læra hina helgu
bók Sikha, Guru Granth
Sahib, frá orði til orðs og lauk
því á rúmum mánuði. Eftir
það gerðist hann helgur maður
og lagði fyrst og fremst stund á
trúariðkanir.
Bhindranwale kom fyrst við
sögu opinberlega í apríl 1978,
þegar hann stjórnaði árás á
útifund, sem nirankarisar
héldu, en svo nefndi sig nýr
trúarflokkur Sikha, sem hafn-
aði ýmsum gömlum siðvenjum
Sikha eins og þeim að láta sér
vaxa skegg. Bhindranwale
taldi þá trúvillinga og því yrði
að brjóta samtök þeirra á bak
aftur.
Þessi árás á fund nirankar-
isara leiddi til blóðugra átaka
og féllu um átján manns og er
talið, að meirihluti þeirra hafi
verið fylgismenn Bhindranwa-
les. Hann ákvað því að búa
liðsmenn sína betur til átaka
og hóf að skipuleggja eins
konar skæruliðasveitir.
Jafnhliða þessu lét Bhind-
ranwale sjálfstæðismál Sikha
meira til sín taka. Sérstakur
stjórnmálaflokkur þeirra hafði
krafizt þess, að meira tillit yrði
tekið til ýmissar sérstöðu
þeirra. Bhindranwale gekk
miklu lengra og krafðist þess
að stofnað yrði sérstakt ríki
þeirra í Punjab, en það er eina
fylkið, þar sem þeir eru í
meirihluta, en annars eru þeir
dreifðir um allt Indland.
Bhindranwale taldi að sjálf-
stæði Sikha yrði ekki komið
Þcrarinn Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar
fram, nema gripið yrði til
skæruhernaðar. Hann lét því
fylgismenn sína vinna ýms
hryðjuverk, sem beindust gegn
hindúum. Til þess að komast
hjá handtöku, tók hann sér
bólfestu í hinu helga musteri
Sikha í Amritsar.
Áhrif Bhindranwale virtust
fara sívaxandi. Hann storkaði
indversku stjórninni með því
að hún þyrði ekki að ráðast
gegn sér í musterinu. Eftir
langa bið, taldi stjórnin sig
ekki eiga annan kost en að láta
hertaka það og hrekja Bhind-
ranwale og fylgismenn hans á
brott.
HERTAKA musterisins og
fall Bhindranwales virðast ætla
að hafa önnur áhrif en stjórnin
hugði. Bhindranwale er orð-
inn þjóðhetja Sikha og krafan
um sjálfstætt ríki" Sikha er
síður en svo liðin undir lok.
Það dregur ekki úr henni, að
hún nýtur stuðnings Pakistans,
sem telur alla sundrungu í
Indlandi sér til hagsbóta.
Uppreisn Sikha kemur að
ýmsu leyti á óvart. Þeir hafa
verið í miklum metum í Ind-
landi bæði sem hermenn og
athafnamenn. Að ýmsu leyti
hafa þeir verið eins konar for-
réttindastétt. Kröfur þeirra
hafa hingað til einkum beinzt
að því að halda þeirri stöðu
áfram, en fulls sjálfstæðis hafa
þeir ekki krafizt fyrr en eftir að
Bhindranwale kom til sögu.
Indira Gandhi hefur reynt
að leysa deiluna við Sikha með
ýmissi undanlátssemi. T.d.
hefur hún valið núverandi for-
seta Indlands úr hópi Sikha.
Þá er rætt um að veita trúar-
brögðum Sikha meiri viður-
kenningu og forréttindi. Slík
lausn hefði verið vel hugsanleg
fyrir daga Bhindranwales, en
vafasamt að hún dugi nú.