NT - 10.07.1984, Side 13
Ll'
viss um, að ef þriðja möguleik-
anum hefði verið bætt við í
ofannefndri hlustendakönnun,
þ.e.a.s. finnst þér Rás 2 sæmi-
leg, þá hefði sá valkostur orðið
hlutskarpastur. Ég er nefnilega
á þeirri skoðun að miðað við
slaka Rás 1, lætur fólk sig hafa
það að hlusta á Rás 2, en það
segir okkur alls ekki að fólk sé
raunverulega ánægt með Rás-
ina sem slíka.
Einhliða tónlist
Ég rökstyð þessa skoðun
mína með því að vísa til hins
mjög svo einhliða tónlistarvals
á Rás 2 í heild. Bæði ég og
aðrir, sem ég þekki til, eru
orðnir hundleiðir á að heyra
lítið annað, daglangt og viku-
langt, en þessa 10 vinsælustu
slagara af vinsældarlista ykkar,
sem allt snýst um hjá yickur á
Rásinni. Éinkum hefur þó
morgundagskráin undanfarna
mánuði verið hreint út sagt
fáránleg í einhliða flutningi á
sömu gatslitnu vinsælda-
görmunum vikurnar út í gegn.
Hér á eftir ætla ég að lýsa því
í stórum dráttum, hvernig mál-
in ganga fyrir sig á Rásinni:
Frá mánudegi til fimmtudags
hamast morgunhanarnir og
hjakka í belg og biðu á sömu
lapþunnu vinsældalögunum af
blessaða ástkæra vinsældalist-
anum, sem ég hef heyrt að
kominn sé í guðatölu. Eftir
hádegið er síðan tekið til við
að spila létt og „skemmtileg“
dægurlög, sem velflest höfðu
verið leikin um morguninn og
í þessum dúr er dagskráin
allan liðlangan daginn með
örfáum undantekningum.
Trúarhátíð
En um helgar rennur svo
upp hin eiginlega trúarhátíð
þeirra Rásar 2 manna og
kvenna.- Á föstudagsmorgn-
um er spilaður hinn heilagi
vinsældalisti Rásarinnar,
sem var valinn við hátíðlega
athöfn daginn áður. Ekki er
samt nægilegt þeim sanntrú-
uðu að hlýða á guðspjallið sitt
einu sinni á þeim helga degi,
heldur skal það endurtekið um
nóttina og er það vel, því þá er
fólk almennt í óða önn að
blóta Bakkus, guð víns og
frjósemdar. Hápunktur helgi-
dagsins rennur síðan upp á
þriðja tímanum á þessari helgu
nótt, þegar vinsælasta og jafn-
framt helgasta.lag vikunnar er
leikið. Á þessari heilögu
stundu fyllast aðstandendur
og tilbiðjendur Rásarinnar
miklum guðmóði, skála í botn
og tauta,Það er fullkomnað.
Á laugardögum heldur trúar-
hátíðin áfram um miðnætur-
skeið, þegar hið ægihelga Lista-
popp og hopp er spilað við
gífurlegan fögnuð Rásardýrk-
enda. Nú skyldi maður ætla að
aðstandendur Rásarinnar væru
búnir að fá sig fullsadda af
vinsældatilbeiðslu, en því er
ekki lengur að heilsa. Á sunnu-
dögum bætist nú við hinn
alheilagasti vinsældalisti 20
helgustu laga vikunnar og er
mér tjáð af sannfróðum, að við
flutning listans komist að-
standendur Rásarinnar í meiri
trúarvímu, en hinar fornu
grísku Bakkynjur í sínum al-
villtustu orgíum. Á mánu-
dagsmorgnum hefst síðan hin
lögmálsbundna hringrás á nýj-
an leik: haldið er áfram að
spila hin 10 eða 20 ginnheilögu
lög út vikuna og enn áfram út
í það óendanlega.
Einn stór vinsældalisti
Nú þegar enn einn vinsæld-
arlisti hefur bæst við dagskrá
Rásarinar, er ekki nema von
að maður spyrji: Er það stefna
ykkar að gera Rásina að einum
allsherjar vinsældalista, þar
sem lítið annað en 20 vinsæl-
ustu lögin eru leikin í gríð og
erg? Miðað við að 10 vinsæl-
ustu lögin voru þetta rúmfrek
hjá ykkur á dagskránni, er þá
ef til vill í bígerð að bola burt
þeim fáu Ijósu punktum sent
eru á Rásinni, til að hægt verði
að tilbiðja hin 20 heilögu lög
nægilega oft og mikið? Ég held
að hver heilvita maður hljóti
að skilja, að 10 eða 20 laga
lapþunnur vinsældalisti getur
aldrei orðið sá grunnur, sem
heil ríkisútvarpsrás getur
byggst á. Slíkt leiðir ekki til
neins annars en lágkúru af
verstu gerð.
Tryggvi Gunnarsson, kennari
Eskihlíð 14 A, R.
Sími: 16461.
atvinnu sína af landbúnaði eða
við úrvinnslu á landbúnaðaraf-
urðum. Hvers vegna á þá að
stofna til hættuástands fyrir
allt þetta fólk og kannske eyði-
leggja framtíð þess?
Þau eru ekki ófá dæmin um
það að eyfirskir bændur hafa
bjargað heilum sveitum um
hey, þegar illa hefur árað vítt
og breitt um landið. Það hafa
oftast verið til umfram hey í
Eyjafirðinum.
Það hugsar kannske einhver
sem svo: það er offramleiðsla í
landbúnaði, það gerir því ekk-
ert til þó einhverjir í firðinum
hætti búskap. En ef einhver
hugsar svona þá er hann alveg
á villigötum. í Eyjafirði er
tiltölulega ódýrt að framleiða
og við ætlum okkur að stunda
hér landbúnað um langa
framtíð.
Þess vegna viljum við
ekki álver við Dysnes!
Það er mikið talað um að
taka upp nýjar búgreinar og
bændur hér á svæðinu eru nú
mjög hvattir til að fara út í
skógrækt, það er að framleiða
nytjaskóga og margir bændur
hafa nú þegar hafist handa um
uppbyggingu þessarar nýju
búgreinar. En þarna er vísvit-
andi verið að kasta peningun-
um á glæ, ef álver rís í firðin-
um, þá verða seint til nytja-
skógar.
Einnig er mikið rætt um
ýmis konar fiskeldi og talið að
það geti orðið mjög arðvænleg
búgrein ef rétt er að staðið. En
þá þarf líka að vera fyrir hendi
aðgangur að nægu ómenguðu
vatni og ómenguðum sjó. Þessi
búgrein á því ekki heldur
framtíð fyrir sér ef upp rís
álver.
Framan af var talað um að
reisa meðalstórt álver en nú
vilja menn gjarnan reisa
170.000 lesta iðjuver. Þar gætu
unnið 500-600 manns flest allt
karlmenn á besta aldri. Hvert
eitt starf í svona iðjuveri er
óheyrilega dýrt í uppbyggingu,
vinnan er erfið og áhættusöm,
heilsuspillandi og starfsæfin
stutt. Álverið í Straumsvík
hefur fram að þessu nánast
fengið gefins raforkuna en hef-
ur samt ekki getað borið sig.
Hvað er það þá sem gerir það
svona áhugavert að reisa ann-
að álver á íslandi?
Við íslendingar eigum að
kappkosta að vera áfram sjálf-
stæð þjóð og nota sem mest
það sem er heimaaflað en ekki
gína við hverju því sem ná-
grannaþjóðir okkar eru búnar
að fá nóg af og vilja losna við.
Það er ekki fýsilegt að hleypa
erlendum auðhringum inn í
landið frekar en orðið er. Þeir
svífast einskis til að hlunnfara
smáþjóð eins og okkur.
Bændur hafa farið fram á
það að fá orku til súgþurrkunar
og til fjósa á sama verði og
álverið í Straumsvík. Það er
ekki hægt segja stjórnvöld.
Þetta er talin vera bölvuð
frekja í bændum. Lægra orku-
verð til búvöruframleiðslu
myndi fljótt skila sér til neyt-
andans í lækkuðu vöruverði.
Við vitum öll sem hér erum
inni að atvinnu vantar hér
norðan lands og það er mikil
þörf fyrir hraða uppbyggingu
á nýjum atvinnutækifærum.
Én mér hefur fundist nú
síðustu misserin að ekkert
komist að hjá stjórnvöldum
hér norðan heiða annað en
þetta álver. Þeim væri þó nær
að opna á sér augun og einbeita
sér að því að byggja upp ný
fyrirtæki sem væru mannlegir
vinnustaðir fyrir fólk á öllum
aldri. Fyrirtæki sem myndu
skila arði þegar sigrast hefur
verið á byrjunarörðugleikum
þeim sem alltaf fylgja nýrri
uppbyggingu.
1 þessu sambandi má benda
á rafeindaiðnað, lífefnaiðnað,
fullvinnslu landbúnaðar- og
sjávarafurða, niðursuðu mat-
væia, fataiðnað margskonar,
endurvinnslu á hvers konar
pappírs- og plastrusli, fiski-
rækt, álarækt, ylrækt, fóður-
framleiðslu og margt fleira.
Að lokum þetta:
Komst þú auga á firði fegri
þó færirðu víða um höf og
álfur?
Var ekki öðrum unaðslcgri
akurinn sem þú plægðir
sjálfur?
Hlaust þú uppsekru frjórri
foldar?
Hvar falla til sjávar straumar
tærri?
Tókst þú höndum til mýkri
moldar?
Hvar markaði fótur þinn spor
þér kærri?
(Ármann Dalmannsson)
Góðir fundarmenn. Ég vona
að við berum þá gæfu að það
rísi ekkert álver í Eyjafirði.
Þóranna Björgvinsdóttir,
Leifshúsum,
Svalbarðsströnd,
Eyjafirði.
Áskorun frá áhugamönnum
um framfarir við Eyjafjörð:
Næsta stóridjufyrir-
tæki verði valinn
staður við Eyjafjörð
■ Áhugamenn um framfarir
við Eyjafjörð vinna þessa dag-
ana að undirskriftasöfnun á
Akureyri og Eyjafjarðarsvæð-
inu undir kjörorðunum:
Höfnum fordómum - Könnum
stóriðjukostinn til hlítar.
Segja þeir sem að undirskrift-
unum standa að fórdómafullur
áróður hjá andstæðingum stór-
iðju að undanförnu hafi orðið
hvatinn að þessu átaki.
Meðfylgjandi er áskorun
ýmissa forystumanna verka-
lýðs- og iðnaðarmannafélaga,
verslunar og iðnaðar, skóla og
landbúnaðar, ásamt bæjarfull-
trúum og bæjarstjóra Akur-
eyrarkaupstaðar.
Okkursem Eyjafjörð byggjum
má vera ljós sá vandi sem við
okkur blasir í atvinnumálum.
Nú gætir samdráttar og
fólksflótta í þessu gjöfula
byggðarlagi. Við svo búið má
ekki standa, engu tækifæri til
fjölgunar starfa megum við
kasta frá okkur í bráðræði og án
gaumgæfilegar athugunar.
Hingað til hafa landbúnaður,
sjávarútvegur, iðnaður og
þjónusta ýmiss konar myndað
burðarás atvinnulífs í þessu
héraði. Leggja verður
höfuðáherslu á að tryggja vöxt
þessara atvinnuvega. Ovíst er
þó að þeir geti tekið við þeirri
fólksfjölgun sem æskileg
verður að teljast eigi byggðir
Eyjafjarðar að mynda
nauðsynlegt mótvægi við
þéttbýlið á Suðvesturlandi.
í tilefni þeirrar umræðu sem
nú á sér stað um staðsetningu
nýs álvers á íslandi teljum við
undirritaðir ljóst, að tilkoma
nýrrar stóriðju á Reykjanesi
geti hrint af stað verulegum
fólksflótta frá landsbyggðinni.
Það mun hafa í för með sér
röskun á menningu og efnahag
þjóðarinnar. Því skorum við á
íbúa Eyjafjarðar að sýna
samstöðu og skrifa undir
eftirfarandi áskorun til
stjórnvalda:
Við undirrituð, íbúar á
Akureyri og í Eyjafirði, teljum
nauðsynlegt að næsta
stóriðjufyrirtæki, sem byggt
verður á íslandi verði valinn
staður við Eyjafjörð, enda
verði talið tryggt, að rekstur
þess stefni ekki lífríki
fjarðarins í hættu. Við
krefjumst þess, að
umhverfisrannsóknum og
öðrum undirbúningi vegna
byggingarálvers viðEyjafjörð
verði hraðað þannig, að
niðurstaða í þessu mikla
atvinnuhagsmunamáli fáist hið
Sævar Frímannsson, varaform. Einingar ^
Birkir Skarphéðinsson, form. Kaupmannafélags Ak.
Gísli Bragi Hjartarson, Híbýli hf.
Valgerður Sveinsdóttir, kaupmaður í Skemmunni.
Jórunn G. Sæmundsdóttir, bæjarfulltrúi.
Hákon Hákonarson, form. fél. málmiðnaðarmanna.
Hjörtur Eiríksson, framkv.stjóri Iðnaðardeildar Sambandsins.
Margrét Kristinsdóttir, bæjarfulltrúi.
Þórður Gunnarsson, Brunabótafél. ísl.
Sigurður Jóhannesson, bæjarfulltrúi.
Steindór Steindórsson frá Hlöðum, fyrrv. skólameistari M.A.
Ingólfur Jónsson, form. meistarafél. byggingam. á Norðurlandi.
Bernharð Haraldsson, skólameistari Verkmenntaskólans.
Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri.
Ingólfur Árnason, rafveitustj. hjá Rafm.veitum ríkisins.
Þóra Hjaltadóttir, forseti Alþyðusamb. Norðurlands.
Hjörtur E. Þórarinsson, bóndi.
BirgirMarinósson,form. Landssamb. ísl. Samvinnustarfsmanna.
Jón Sigurðsson, bæjarfulltrúi.
Helgi Bergs. bæjarstjóri. Gunnar Ragnars, bæjarfulltrúi.
Þriðjudagur 10. Júli 1084 1 3
Málsvari frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgef.andi: Nútíminn h.f.
Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm)
og Þórarinn Þórarinsson
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar:
Síðumúli 15, Reykjavík. Sími:
686300. Auglýsingasími: 18300.
Kvöldsímar: 686387 og 686306.
Verð í lausasölu 25 kr.og 30 kr. um
helgar.
Áskrift 275 kr.
Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Bla&aprent hf.
Frjálsu
kartöflurnar
■ í síðastliðinni viku birtist grein hér í blaðinu eftir
Árna Benediktsson framkvænidastjóra. Greinina
nefndi hann Óðinn til frjálsrar verzlunar. Eins og
vænta mátti kom margt athyglisvert fram í grein
Árna og þykir því rétt að birta hér kafla úr henni:
„Jæja, þá höfum við haft frjálsar kartöflur á öllum
borðum um skeið. Að vísu eru þær ekki nema
hálffrjálsar enn. En þvílíkur munur. Nú þarf maður
ekki lengur að sætta sig við að fá eingöngu finnskar
kartöflur. Maður geturvaliðséregypzkar, ísraelskar,
ítalskar, finnskar, hollenzkar og guð má vita hvað.
Þær eru svo sem ekkert betri á bragðið þessar frjálsu
kartöflur, þær gætu svo sem allar verið finnskar þess
vegna. En þær eru frjálsar, að minnsta kosti
hálffrjálsar, og það gerir gæfumuninn.
Þær eru frjálsar og þær eru stoltar. Brezku
kartöflurnar, sem Hagkaup flutti inn, héldu að þær
væru komnar hingað til að sigra í þorskastríði og
verða frægar. Þær sneru óðar til síns heima aftur
þegar þær komust að raun um að hingað voru þær
einungis komnar til að vera étnar. Þær egypzku,
ísraelsku, ítölsku, hollenzku og hvað það heitir nú
allt saman, sætta sig að vísu við að vera étnar, en þær
láta sig samt ekki fyrir ekki neitt. Þær eru dýrar á sig.
Ekkert stoðar, þó að sjö innflytjendur keppist um að
hafa þær sem ódýrastar. Þær eru miklu dýrari en
ánauðugar finnskar kartöflur sem eiga ekkert stolt.
Hvernig skyldi það verða þegar alfrjálsar kartöflur,
stoltar eins og fjallageitur, mæta hér til leika með
aðstoð fjölmennrar sveitar innflytjenda. Haldið þið
að það verði munur.
Þessar frjálsu dýru kartöflur eru að sjálfsögðu með
hærri álagningu í krónum talið en ánauðugar kart-
öflur.
En að öllu gamni slepptu, sú reynsla sem nú hefur
fengizt af vísi til breytts skipulags á innflutningi
kartaflna gefur tilefni til að staldra við og huga betur
að málum áður en lengra er haldið.
Kenningin um frjálsa verzlun segir að hún tryggi
betri vöru og lægra verð. Kartöfludæmið bendir nú
ekki til þess að svo sé undir öllum kringumstæðum.
Nú má segja að kartöfluverzlunin hafi ekki verið
frjáls að öllu Ieyti og þessi litla tilraun, sem gerð
hefur verið hafi ekki geta sýnt varanlegan árangur.
Að undanförnu hefur verið slakað mjög á öllum
reglum um álagningu og er verðlagning nú frjálsari
en hún hefur verið um mjög langt árabil. Égætla ekki
að efast um að frjáls verðmyndun sé oftast betri en
verðlagshöft. En því miður hafa margir þeirra, sem
fengið hafa þetta aukna frelsi ekki staðist prófið.
Frelsið hefur í mörgum tilfellum ekki verið notað til
þess að samræma álagningu raunverulegum kostnaði
og lækka hana þar sem það hefur í raun verið hægt.
Þvert á móti hefur of lág álagning verið hækkuð en
of há álagning hefur fengið að standa óbreytt. Rétt
er að taka það fram að þetta á ekki við um alla. En
það er full ástæða til að vara þá sem óska eftir
verðlagsfrelsi við. Það er full ástæða til að vara þá
við því að misnota þetta aukna frelsi til hóflausrar
álagningar. Aukið verzlunarfrelsi á að leiða til
hagstæðara vöruverðs og meiri vörugæða. Ef það
gerist ekki, ef þessi kenning reynist röng, er hætta á
því að þeim sem telja að frjáls verðmyndun sé ekki
af hinu góða vaxi fiskur um hrygg. Þá gæti svo farið
að langur tími líði áður en verðmyndun yrði gefin
frjáls að nýju.“