NT - 10.07.1984, Blaðsíða 28
►
Á leið til
Byggðastefna:
Landsbyggðin
byggir fyrir
Reykvíkinga
■ Fjórða hver lóð sem
úthlutað hefur verið í
Grafarvoginum í Reykja-
vík eða 113 lóðir, gekk til
einingahúsaverksmiðja.
Þar af fengu verksmiðjur
á landsbyggðinni úthlutað
36 lóðum. Að auki hafa
margir einstaklingar sem
fengu úthlutað beint pant-
að einingahús frá þessum
verksmiðjum. Það má því
segja að það sé vaxandi
atvinnuvegur á lands-
byggðinni að byggja hús
fyrir Reykvíkinga.
Trésmiðjan Osp í Stykk-
ishólmi hefur fengið út-
hlutað 20 lóðum, Tré-
smiðja Fljótsdalshéraðs
Fellabæ 8, Trésmiðja SG
á Selfossi 5 og Flúseiningar
á Siglufirði 3, skv. upplýs-
ingum Hjörleifs Kvaran
lóðaskrárritara í Reykja-
vík. Að sögn Hjörleifsvar
þessum lóðum úthlutað
þegar eftirspurnin eftir
lóðum var hvað minnst.
Pá hefur Húsasmiðjan í
Reykjavík fengið 42 lóðir
til ráðstöfunar og Bygg-
ingariðjan 35 lóðir.
Við þetta má bæta að
það hefur.að sögn kunn-
ugra, verið mikið um það
í sumar að byggingar-
iðnaðarmenn af lands-
byggðinni flyttu til Reykja-
víkur, því að þenslan í
byggingariðnaðinum er
greinilega mest þar.
- sjónvarpsmynd um Amundsen og Scott
■ Seglskipið Kaskelot, danskt
með enskri áhöfn, hinn fríðasta
flokk eins og hæfir jafn renni-
legu fleyi. Skipið er í nítjándu
aldar stíl þó svo að þegar
grannt er skoðað megi finna
nútímalegt eldhús. Samkvæmt
heimildum NT er þessi flokkur
á leið til Angmagssalik þar sem
til stendur að halda áfram
myndatöku sjónvarpsmyndar
um kapphlaup Amundsen og
Scotts á Suðurpólinn. En eru
þeir þá ekki að villast á akkurat
vitlausan pól? Nema hvað, lík-
lega ekki, landslagið er ekki
ósvipað á báðum pólum. Fros-
vatn og aftur frosvatn, eins og
■ Hvað sem annars má segja
um lífið um borð í þessu skipi
horfíns tíma, þá er það víst að
ekki er heppilegt að vera loft-
hræddur þarna uppi.
■ ... að mér skyldi kaupa, fley
og fagrar árar. Sigla burt með
víkingum... - Egill hefði nú
plumað sig vel á svona nýmóð-
ins tæki.
NT-rnynd Árni Bjama
kerlingin sagði, og þá er bara að
munda myndavélarnar.
Hingað til kom Kaskelot frá
Noregi þar sem einhverjar tökur
á myndinni um Amundsen og
Scott fóru fram, en betri heimild-
ir um þessa mynd verða að bíða
betri tíma. NT tókst ekki að ná
í fulltrúa kvikmyndafyrirtækis-
ins hér á landi í gærdag enda
enginn inni við í þessari veður-
blíðu sem nú herjar á landann.
Leggja net í
Haffjarðará
■ I dag munu Halldór Júl-
íusson veitingamaður í
Glæsibæ og Gunnar Svein-
björnsson leggja net í ós
Haffjarðarár en þeir félagar
hafa nýlega tekið veiði í
ósnum á leigu af eigendum
eyðibýlisins Litla Hraun í
Kolbeinsstaðahrcppi. Eins
og skýrt hefur verið frá í NT
hefur veiði í Haffjarðárá
verið alfarið í höndum
Thorssystkina í Reykjavík
sem eru eigendur þeirra 10
jarða sem að ánni liggja.
Mikill styr hefur staðið milli
eigendanna annars vegar og
hcimafólks við Haffjarðará
til þessa en margirþaryestra
eru landsetar Thorssystkina.
Fram til þessa hefur ekki
verið leigð út veiði í ós
árinnar en almennt er talið
að netalögn þar muni verka
til stórminnkandi veiði í ánni.
Leigjendur óssins hafa
tilkynnt fyrirætlanir sínar
til veiðimálastjóra sem
að sögn Halldórs Júlíusson-
ar hafði ekkert við þær að
athuga. Ætlunin er að
leggja tvö net í ósinn.