NT - 10.07.1984, Blaðsíða 25

NT - 10.07.1984, Blaðsíða 25
Þriðjudagur 10. júlí 1984 25 Jórvík: Ometanlegir dýrgripir eyðileggjast í eldsvoða Jórvík, Englandi-Reuter ■ Prestar hlupu inn í eldhafið til að reyna að bjarga alda- gömlum helgigripum úr dóm- kirkjunni í Jórvík, þegar kvikn- aði í kirkjunni snemma í gær- morgun. Talið er að elding hafi valdið brunanum. Sjónarvottar sáu prestana mynda keðju með hjálp lög- reglu og slökkviliðsmanna og handlanga þannig dýrgripina út úr þessari elstu og glæsilegustu gotnesku dómkirkju í Evrópu. Með þessu móti tókst að bjarga miklu en annað fór forgörðum þar á meðal flestir steindir gluggar kirkjunnar sem taldir voru þeirglæsilegustu í Evrópu. Sumir glugganna bráðnuðu en aðrir brotnuðu í hitanum. Þá féll þak suðurálmu kirkjunnar sem byggð var á 13. öld. Lög- reglan hefur metið tjónið á 40 miljónir ísl. króna, en ýmsir dýrgripir, m.a. gluggarnir eru ómetanlegir. Þrumuveður gekk yfir Jórvík í þann mund og eldsins varð vart og talið er að elding hafi kveikt í dómkirkjunni. Sjónar- vottar sögðu að fyrst hefði reyk- ur komið upp um þakið, síðan eldtungur og skyndilega hefði allt þak kirkjunnar staðið í ljósum logum. Rúmlega 150 slökkviliðsmenn börðust við eldinn í þrjá klukkutíma til að reyna að hefta útbreiðslu hans. íbúar í Jórvík voru þrumu iostnir vegna eldsvoðans og sumir töldu að borgin yrði aldrei söm eftir. En erkibiskupinn í Kantaraborg Dr. Robert Run- ice, sagði að það gengi krafta- verki næst hvað tjónið var í raun lítið. „Kirkjan mun rísa aftur" sagði hann. Umsjónarmaður kirkjunnar, Charles Brown, sagði að líklega yrði hægt að bjarga rósaglugg- anum fræga en það gæti tekið langan tíma þar sem taka yrði hann í sundur og endurvinna. Hann taldi að endurbygging kirkjunnar tæki mörg ár en vonaðist til að bráðabirgðavið- gerð yrði lokið innan fárra vikna. Leiðtogar ensku kirkjunnar undirbúa nú fjársöfnun til endurbyggingar kirkjunnar þar sem þeir óttast að tryggingarféð dugi hvergi nærri. Margaret Thatcher sagði að ríkisstjórnin kynni að hlaupa undir bagga. Og Neil Balfour, fyrrum þing- rnaður Jórvíkur á Evrópuþing- inu, sagðist myndi kanna hvort Efnahagsbandalag Evrópu gæti veitt fjárstuðning. ■ Erkibiskupinn af Kantaraborg, Robert Runice, kannaði skemmdirnar á dómkirkjunni í Jórvík í gær. POLFOTO-Símamynd Danir flytja út bíla ■ Danir eru farnir að framleiða rafmagnsbíla og hefur Hope verksmiðjan í Hadsund gert samning við bandarískt fyrirtæki um sölu á 4.500 bílum á næsta ári. Bílaframleiðsla er ný af nálinni í Danmörku en Hope verksmiðjan hefur þegar hafið framleiðslu á rafmagnsbílum sem eru eftirsóttir og segja for- ráðamenn fyrirtækisins, að góðar vonir standi til að gerðir verði enn stærri samningar um útflutning í framtíðinni. Fyrstu bílarn- ir verða sendir vestur um haf í febrúar n.k. Læknir í Englandi: London-Reuter ■ Virtur breskur læknir var fundinn sekur í síðustu viku um að hafa skipulagt þjófnað á nærri 12.000 lítrum afblóði sem hermenn höfðu gefið, og selt blóðvökvann til danskrar læknamiðstöðvar. Læknirinn sem heitir Mark Patterson, hef- ur neitað sakargiftum. Dómur- inn hefur ekki verið kveðinn upp enn. Stal og seldi 12.000 lítra af gjafablóði Blóði þessu var stolið á árun- um 1977 til 1981 frá sjúkrahúsi í London þar sem Patterson starfaði sem sérfræðingur í blóðsjúkdómum. Saksóknari hélt- því fram að Patterson hefði skipað starfsfólkinu að vinna blóðvökvann, sem hann síðan seldi fyrir 158.000 pund (tæpar 6,5 milljónir ísl. kr.) til lækna- miðstöðvar í Danmörku til lyfjaframleiðslu. Danirnir sem héldu að blóð- vökvinn kæmi frá einkafyrirtæki Pattersons, hættu í fyllingu tím- ans að kaupa blóðvökvann eftir að sjúklingar höfðu kvartað um ígerðir. Saksóknarinn sagði það ekki vera undarlegt þar sem blóðvökvinn var framleiddur við frekar óbeysnar aðstæður, m.a. í bílskúr. Norsk tilraun: Sakamaður dæmdur til vinnu í stað sektar eða fangelsis 27 ára gamall Norðmaður var nýlega dæmdur til að inna af hendi starf fyrir samfélagið í stað sektar eða fangelsisvistar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur dómur er upp kveðinn t' Noregi. Dómsmálaráðuneytið norska ákvað að slíkir dómar skyldu kveðnir upp til reynslu og að hegning skuli vera vinnuskylda fyrir opinbera aðila án launa og fari fram í frítíma hins dæmda. Stavangerlögsagnarumdæmið varð fyrir valinu og þar verða þessar refsingar við lýði f tvö ár til að byrja með. Refsing þessa tiltekna saka- manns hefði að öllum líkindum verið ákveðin árs fangelsi af dómstóli. Þess í stað var hann dæmdur til 200 stunda vinnu og 60 daga óskilorðsbundna fang- elsisvist. En hana hefur maður- inn þegar afplánað, en hann er búinn að sitja í tvo mánuði í varðhaldi. Hann var dæmdur fyrir mörg innbrot og ítrekaða ölvun við akstur. Samkvæmt þeim reglum sem dómsmálaráðuneytið hefur sett mun dómsuppkvaðning um vinnuskyldu ekki ná til þeirra sem teknir eru ölvaðir við akstur, en fangelsisdómurinn sem maðurinn hefði þegar af- plánað er sú refsing sem álitin er hæfileg fyrir þau brot. Sá dæmdi mun starfa við viðhald opinberra eigna. Ef hann skrópar frá vinnu tvisvar sinnum verður hann að mæta aftur fyrir rétti og heimilt er að dæma hann þá í skilorðsbundið fangelsi. Talið er líklegt að 20-30 manns verði dæmdir til vinnu- skyldu í stað hefðbundinna refsinga á einu ári í því lögsagn- arumdæmi sem tilraunin fer fram í. Nicaraguastjórn: Segir CIA undirbúa innrás í Nicaragua Managua-Reutcr Nicaraeua. ob bar saeði að ráð- iúlí n k verður hess minnst að Managua-1 ■ Nicaraguastjórn sakaði í gær leyniþjónustu Bandaríkj- anna, CIA um að undirbúa sókn 4500 uppreisnarmanna inn í landið og sóknin verði hafin um leið og fyrirhuguð hátíða- höld vegna fimm ára afmælis stjórnarbyltingarinnar í landinu á að hefjast. Ásóknin var birt í opinberri yfirlýsingu utanríkisráðuneytis Nicaragua, og þar sagði að ráð gert væri að nertaka landsvæði í norðurhluta Nicaragua, lýsa það nýlendu og biðja síðan um erlenda íhlutun í nafni nýlendu- stjórnarinnar. Þá segir að áætlunin standist á við ákvörðun Reaganstjórnar- innar um að senda 20 herskip til Mið-Ameríku áður en hátíða- höld vegna afmælis Sandinista- byltingarinnar hefjast en 19. júlí n.k. verður þess minnst að fimm áreru liðin síðanSandin- istum tókst að steypa einræðis- herranum Anastasio Somosa af stóli. í yfirlýsingunni segir að Nic- aragua sé tilbúið að halda áfram viðræðum við Bandaríkjastjórn þrátt fyrir þetta. Embættismenn frá Bandaríkjunum og Nicarag- ua ræddust við í síðasta mánuði. Þó lítill árangur virðist vera af þeim viðræðum. Bandaríkin hafa stutt og fjár- magnað um 10.000 uppreisnar- menn gegn Sandinistastjórninni í Nicaragua, en þeir hafa bæki- stöðvar í Honduras og Costa Rica. Reaganstjórnin telur að Sandinistar kyndi undir ófriði í Mið-Ameríku og sakar þá um að undirbúa vinstri byltingu í álfunni. ■ Danir hafa kvartað sáran yfir veðrinu undanfarið, eins og kom fram í orðum Schliiters forsætisráðherra í heimsókn hans til íslands fyrir skömmu. En nú skín sólin á Dani á ný og allir eru glaðir og ánægðir, þeirra á meðal þessi ísbjörn sem kælir sig í sundlauginni sinni í dýragarðinum í Kaupmannahöfn. PLOKOTO-Símamynd Pundið lækkar London-Rcuter ■ Sterlingspundið lækk- aði enn í verði gagnvart Bandaríkjadollar í gær þegar fréttir bárust um fyrirhugað verkfall hafn- arverkamanna. Lægst komst pundið að jafngildi 1,3025 Bandaríkjadollars en hækkaði síðan um Vi sent áður en bankar lok- uðu. Vextir í Bretlandi voru hækkaði á föstudag -%% og talið er að þeir verði hækkaðir um x/i% í viðbót til að reyna að styrkja pundið. Hafnarverkfallið, sem hefjast átti á miðnætti í nótt, var ákveðið eftir að verkamenn voru látnir flytja járngrýti sem hafn-. arverkamenn í Imntong- ham höðfu neitað að vinna við í samúðarskyni við verkfall námumanna.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.