NT - 10.07.1984, Side 15
Miklu lengri tími líði
á milli listahátíðanna
■ „Par sem fullnaðaruppgjör höfum ekki ennþá hist til að það þarf að grípa til einhverrar skoða fleiri lík fyrirbæri,“
iggur ekki fyrir veit ég ekki ræða þessi mál, en ég er sam- endurskoðunar á þessu fyrir- sagði Albert Guðmundsson
neira en það sem stendur í mála því sem eftir honum hef- tæki. Ég vona bara að við fjármálaráðherra, þegar hann
ílöðum. Ég og borgarstjóri ur verið haft í fjölmiðlum að verðum sammála um aðendur- var spurður álits á framtíð
Tapið réttlætir ekki að
hætt sé við listahátíð
■ „Ég hef nú ekki fengið
indanlegt yfirlit yfir útkomu
istahátíðar í ár, en það verður
;reinilega einhver talsverður
talli á henni. Mér finnst það
,amt ekki réttlæta það að mað-
ír dragi þá ályktun að það beri
:kki að halda þessari starfsemi
ífram, það geta alltaf komið
ipp einhver ófyrirséð atvik,
;em valda halla", sagði Ragn-
hildur Helgadóttir mennta-
málaráðherra.
„Hins vegar tel ég að þarna
séu mjög miklir kostir sem
þurfi að nýta, bæði hvað varðar
fjölbreytni í menningarlífi og
listaháðið hefur aðdráttarafl
fyrir fleiri en okkur sem hér
búum. Það hefur ýmsum
stöðum í heiminum tekist að
koma því orði á listahátíðir
sínar að staðirnir hafa sérstakt
aðdráttarafl fyrir ferðamenn
af þeim sökum.“
Þú ert sem sagt ekki tilbúin
að leggja til að hætt verði að
halda listahátíðir í Reykjavík.
„Alls ekki. Auðvitað þykir
mér slæmt að hátíðin skuli
hafa komið illa út fjárhagslega,
en ég geri mér grein fyrir því
að ófyrirsjáanleg atvik geta
■ Ragnhildur Helgadóttir.
skeð og það sýnist sitt hverjum
eins og gengur um þau atriði
sem í boði eru, en mér finnst
sjálfsagt að gera fleiri tilraun-
ir.“
Þriðjudagur 10. júlí 1984 15
Meginsjónarmið að sem flest-
ir fyndu atriði við sitt hæfi
I Er listahátíð hér ekki í
arðri samkeppni við sjálfa sig
g ofgerir hún ekki með þess-
m hætti þeim litla markaði
:m hún gerir út á og mögu-
;ikum sínum á hæfilegri kynn-
tgu á þeim dagskráratriðum
sm boðið er upp á? Þorkell
igurbjörnsson, formaður
ramkvæmdanefndar hátíðar-
tnar var ekki á því máli.
lann sagði að það gæti að
jálfsögðu hist þannig á að fólk
missti af einhverju sem það
hefði viljað sjá og heyra, en
það fengi þá eitthvað annað og
betra í staðinn, og meginsjón-
armiðið hefði verið að bjóða
upp á sem fjölbreyttasta
dagskrá þar sem allir fyndu
eitthvað við sitt hæfi. Auk þess
benti Þorkell á að ekki væri
auðvelt að hnika til dagsetn-
ingum á atriðum erlendu lista-
mannanna sem yfirleitt væru
bókaðir mörg ár fram í tímann.
Þorkell var spurður álits á
þeirri gagnrýni, sem fram hef-
ur komið að ekki hafi verið
vandað nægilega til dagskrár-
atriða, ejnkum hvað sígilda
tónlist snerti. „Sígild tónlist
skipaði jafnmikið rúm á lista-
hátíð nú og áður. Við fengum
Fílharmóníuhljómsveitina og
Ashkenazy feðgana, sem var
geysilega dýrt fyrirtæki að
vísu, en atriði sem hvaða lista-
hátíð í heiminum gæti verið
fullsæmd af. Við urðum fyrir
því óhappi að Christa Ludwig
varð að aflýsa tónleikum sín-
um en Lucia Valentina Terrani
er að flestra dómi sem heyrðu
einhver besti söngvari, sem
fram hefur komið á íslandi.
Og þá er ótalið framlag ís-
lensku tónlistarmannanna,
sem var óvenju glæsilegt og
fjölbreytt.”
Þorkell sagði að sú breyting
sem hann teldi mikilvægasta á
skipulagi listahátíðar væri að
gera starf hennar samfelldara,
þannig að skipuleggja mætti
a.m.k. fjögurárfram í tímann.
Nú hefði stjórn li'stahátíðar
ekki nema \'A ár til að skipu-
leggja hátíðina, en frægustu
listamennirnir væru yfirleitt
bókaðir í nokkur ár fram í
tímann. Sem dæmi um þá
vankanta sem núverandi
skipulag leiddi af sér nefndi
Þorkell að núverandi stjórn
hefði ekki haft leyfi til að
reyna að fá Christu Ludwig til
að koma á næstu hátíð þegar
ljóst varð að hún forfallaðist
nú. Hins vegar kvaðst Þorkell
vilja vara við að meta árangur
af listahátíð einungis í krónum
og aurum. Menn virtust alltaf
sjá ofsjónum yfir þeim fjár-
munum sem til hennar væri
varið, sem væri smámunir mið-
að við ýmislegt annað sem fé
væri veitt til íþessu þjóðfélagi.
■ Albert Guðmundsson.
listahátíðar. I NT um síðustu
helgi sagði Davíð Oddsson
borgarstjóri að hann myndi
ræða um stöðu og framtíð
listahátíðar við fjármálaráð-
herra á næstunni.
Ertu tilbúinn að leggja það
til að listahátíð verði lögð
niður?
„Ég er alveg tilbúinn að
leggja til að miklu lengri tími
líði milli listahátíða og að allt
öðru vísi verði að henni staðið.
Hvernig þá?
„Það verði staðið að henni á
miklu meira „prófessjónal"
hátt en gert hefur verið fjár-
málalega séð.
Þú ert þeirrar skoðunar að
það sé unnt að sameina hið
listræna og fjárhagslega í
sambandi við það að halda
svona hátíð?
„Það er ekkert sem fer fram
erlendis í sambandi við svona
prógrömm, eins og hér eru sett
á svið öðru vísi en að það sé
vel að öllum fjármálum staðið.
Ég tek fram að þetta er
persómdeg skoðun mín og ég
á eftir að ræða þessi mál við
menntamálaráðherra. Lista-
hátíð heyrir undir hann, þótt
peningamálin komi að lokurn
til mín.
Hvað um það sjónarmið að
ríkið verði hluta af söluskatts
tekjum sínum af menningar-
starfsemi, bókaútgáfu, leik-
sýningum og fleiru, til að skapa
listahátíð fastan tekjustofn?
„Ég er algjörlega á móti þvi
að eyrnamarka ríkissjóðstekj-
ur til hinna og þessara verk-
efna, þannig að ríkissjóður
verði bara innheimtustofnun
fyrir hin og þessi gæluverkefni
úti í bæ. Alþingi verður að
ráða því hve mikið af skattfé
þjóðarinnar fer í hvert verk-
efni fyrir sig. Alþingi er æðsta
stofnun þjóðarinnar og það er
ekki hægt að taka þetta áhrifa-
vald af því. Sjálfur sit ég hér
allan daginn og reyni að fram-
fylgja fyrirmælum alþingis til
mín.
Hve htngur tími á að líða
milli listahátíða? Fjögur ár,
sex ár?
„Eitthvað þar á milli.“
■ Þorkell Sigurbjörnsson, Hrafn Gunnlaugsson og Ann Sandelin öll úr stjórn listahátíöar og Bjarni Olafsson framkvæmdastjóri á
tlaðamannafundi þar sem dagskrá Listahátíðar 1984 var kynnt. NT-mynd Róbert
Texti: Jón Guðni Kristjánsson,
blaðamaður