NT - 10.07.1984, Qupperneq 8
lír
Þriðjudagur 10. júlí 1984 8
AnyTrouble
á niðurleið
- Any Trouble/
Wrong end of the
EMVFálkinn
■ Ég hef alltaf haft dálítið
gaman af Any Trouble, sem
er þó langt trá því að vera
einhver súper-grúppa.
Fyrsta platan þótti mér ein-
staklega hressileg, hrá og
fjörgandi. Önnurplatan aðeins
síðri og síðan virðist ekkert
hafa gengið hjá sveitinni. Bæði
hvað varðar að heilla hljóm-
plötugagnrýnendur eða hlust-
endur tónlistar. Vinsældarlist-
arnir hafa reynst Any Trouble
erfiðir viðfangs.
Nýjasta plata Any Trouble
heitir Wrong end of the Race
og er eilítið einkennileg finnst
mér. Fyrir þá sök að á þessari
11 laga plötu eru alla vega 4 lög
sem Any Trouble hafa áður
sent frá sér á hljómplötu, og
eitt lag sem ekki er eftir með-
limi hljömsveitarinnar. Af-
gangurinn er því 6 ný lög,
aðeins. Clive Gregson, er
söngvari og gítarleikari hljóm-
sveitarinnar og semur yfirleitt
öll lög og texta sveitarinnar.
Platan hefst á laginu Open
Fire sem var að finna á annarri
plötu Any Trouble (Wheels in
Motion ). Open Fire er gott
lag en útsetningin er mjög lítið
frábrugðin fyrri útgáfu lagsins
svo ég sé engan tilgang með
því að setja það á plötuna.
Ætli Gregson sé kominn í
hönk með lög??? Þá kemur
gamla Foundations lagið Baby
Now That I’ve found you og
það cr virkilega vel tlutt. Út-
setningin góð og mikill og
skemmtilegur Motown fílingur
í því. Þá kcmur nýtt lag, Old
before Time. Ágætis popp en
enginn smellur. Þá kemurann-
að nýtt, coming of age og um
það er sama saga sögð. Síðasta
lagið á hliðinni er svo Playing
Bogart sem var eitt albesta lag
fyrstu Any Trouble plötunnar.
Þar var það keyrt á gífurlegum
hraða, en hér er lagið í gjör-
breyttri útgáfu. Mjög róíegt
vangalag í næstum 7 mínútur!
Allt of langt fyrir minn smekk
og ekki næstum því jafn gott
og það var á fyrstu plötunni.
Hlið tvö hefst á titillagi Whe-
els in Motion plötunnar og það
er svo sem allt í lagi. Þá koma
tvö ný lög. Lovers Moon, með
kántrí-rokk blæ, fiðlum og
öllu. Ansi skemmtilegt lag. All
the time in the world heitir 3
lagið á hlið 2. Fullt af blásurum
og ágæt útsétning bjargar lag-
inu engan veginn. Það er hund-
fúlt vægast sagt. Þá kemur
lagið Like a man, nýtt. Áferð-
arfallegt vangalag en ekki
mjög smcll-kennt. Næst kem-
mur gamalt lag af fyrstu plöt-
unni, Turning up the Heat í
reggae útsetningu. Enn finnst
mér gamla útsetningin mun
betri. Síðasta lagið heitir svo
Wrong end of the Race og er
rólegt en ekkert sérstakt. Mér
finnst ferskleikinn vera ansi
mikiö horfinn af Any Trouble
og ég er afar óánægður með
plötuna. Hún er barasta væmin
á köflum. Clive Gregson og
félagar þurfa nú að taka á
honum stóra sínum ef ekki á
illa að fara. -Jói.
Agætur
Kershaw
- Nik Kershaw/
Human Racing
MCA/Skífan. '
■ Nik Kershaw nýtur þessa
dagana mikilla vinsælda hér á
íslandi og ekki síður í landi
Margrétar Thatcher. Maður-
inn er seigur hljóðfæraleikari
ogglúrinn lagasmiður. A.m.k.
3 lög af plötunni hans Human
Racing liafa náð hátt á breska
vinsældalistanum. Human
Racingereinmitt til umfjöllun-
ar hér.
Dancing Girls heitir fyrsta
lagið og er eitt þessara þriggja
laga sem náð hafa feikna vin-
sældum. Lagið er ágætt en
útsetningin leiðinleg miðað við
mörg önnur lög á plötunni.
Dancing Girls er algjört tölvu-
popp og tilfinningasnautt skv.
því. Lagið sem kemur á eftir
heitir Wouldn’t it be good og
það naut líka mikilla vinsælda
og í því lagi finnst mér Kers-
haw takast mun betur upp.
Synthesizerar látnir eiga sig í
nokkrar mínútur en „akústísk"
hljóðfæri því meira áberandi
og laglínan er falleg. Þriðja
lagið er svo Drum Talk. Tölvu-
yfirbragðið yfirmáta leiðinlegt
og laglínan ekki grípandi. Þá
kemur lagið Bogart. Ágætt lag
með einföldu yfirbragði. Gone
To Pieces er síðasta lagið á
hlið númer eitt. Þar eru áhrif
frá Thomas Dolby greinileg.
Lagið hefði alveg getað verið
á síðustu plötu Dolby, The
Flat Earth.
Síðari hliðin hefst á laginu
Shamc on you, fönkaðri laga-
smíð og bassinn framarlega
sem og svo oft á plötunni.
Lagið er hálf þunglamalegt og
leiðinlegt á að hlusta. Cloak
and Dagger heitir næsta lag.
Tölvupopp en skemmtilegar
synkópur einkenna viðlagið og
fleyta því upp yfir meðallagið.
Faces er númer þrjú á hlið tvö.
Það er nokkuð gott lag en út-
setningin ákaflega mónótónísk
og einhæf. Þá kemur lagið I
won’t let the sun go down on
me, sem hefur verið hrikalega
mikið spilað undanfarið á Rás
númer tvö t.d. og nýtur mikilla
vinsælda í Bretlandi. Lagið er
gott og grípandi og í því finnur
maður meiri tilfinningu en í
flestum öðrum lögunum á plöt-
unni, þ.e. að segja þessum hreinu
tölvupopplögum. Lokalagiðer
svo Human Racing og það
finnst mér virkilega vel samið.
Niðurröðun hljóma fruntleg og
sannfærandi og áhrif manna
eins. og Stevie Wonder og
Lionel Richie greinileg. Kers-
haw syngur meira að segja
ekki ósvipað Wonder í laginu
(þetta er satt!!)
Human Racing er þrátt fyrir
allt hin sæmilegasta plata. Ég
held þó að Kershaw ætti að
hvíla hljóðgervla en einbeita
sér að rómantískum lögum,
þar er hann sterkastur á svell-
inu. Hljóðfæraleikur á plöt-
unni er mjög góöur og sándið
skemmtilegt. Bestu lög eru
Wouldn’t it bc good, I won’t
let the sun go down on me og
Human Racing.
Gott lag, en
fremur kraft-
laust
Human League -
Life On Your Own
■ Life On Your Own heitir
nýjasta smáskífa Human
League. Þetta er önnur smá-
skífan sem tekin er af stóru
plötunni Hysteria. sem ekki
hefur fengið neitt sérstaklega
góða dóma. Sú fyrri var Leban-
on, og komst hún ekki eins
hátt á lista og hljómsveitin
hafði átt von á.
Hvort þessi plata bætir úr
því er erfitt að segja. Þetta er
faglega unnið lag, með gríp-
andi viðlagi og raunar er allt
lagið fremur grípandi. Undir-
leikur er nijög einfaldur, tveir
synthar og trommuheili. Einn-
ig er gítarsóló einhversstaðar.
Lagið er mjög líkt ýmsu því
sem var að gerast á Dare,
vinsælustu plötu hljómsveitar-
innar. en þótt það sé grípandi
þá vantar einhvern neista í
það. Það er ekki nógu mikið
fjör í því, og á það reyndar við
um aíla plötuna sem það er
tekið af. Ég veit ekki hvort ég
ætti að fara að spá nokkru, en
ég á varla von á því að lagið
verði nsitt gríðarlega vinsælt.
- ÁDJ
(7 af 10)
Frábær
söngkona
- Helen Terry/
Love lies lost
Virgin/Steinar
■ Helen Terry vakti fyrst á
sér athygli er hún söng með
Boy George í Church of the
poisen mind. Terry hefur frá-
bæra rödd mjög negralega, þið
skiljið. Nú hefur hún sent frá
sér litla netta sæta sólóplötu.
Á henni er að finna tvö lög sem
hún hefur samið í samvinnu
við strákana í Culture Club. Á
hlið eitt er lagið Loves Lies
Lost, pottþéttur gamall Mo-
town fílingur og lagið er
skemmtilegt og grípandi. Á
hlið tvö er svo lagið Laughter
on my mind, róleg og falleg
ballaða. Terry hefur stór-
brotna rödd og þó ekki væri
nema vegna hennar þá hvet ég
alla til að festa kaup á þessari
plötu.
- Jól.
(8af 10)
Einkunnaskali plötudóma NT:
10 Meistaraverk
9 Frábært
8 Mjöggott
7 Gott
6 Ágætt
5 Sæmilegt
4 Ekkert sérstakt
3 Lélegt
2 Afburða lélegt
1 Mannskemmandi
ma ao iaia. -joi. m mm m Æ ^ ■
(4 af 10) (6a,1°)
Springsteen
klikkar ekki
- Bruce Spring-
steen/Dancing in
the dark.
CBS/Steinar.
■ Maður bíður alltaf spennt-
ur eftir að heyra í Bruce
Springsteen. Kappinn sá kann
að láta bíða eftir sér. Dancing
in the dark komst á topp 10 í
Bandaríkjunum og klifrar nú
hægt og rólega upp vinsældar-
lista Rásar tvö. Lagið er af
breiðskífunni Born in the USA
sem ekki er enn komin hingað
til lands, þegar þetta erskrifað.
Ég held að þetta sé í fyrsta sinn
sem Springsteen notar synthe-
sizer á plötu hjá sér, og kannski
kominn tími til. Dancing in the
Dark er ekta Bruce Spring-
steen lag. Rám rokk-röddin
þanin til hins ýtrasta og maður
fær gæsahúð þegar hann
öskrar. Ég skelli níu á Spring-
steen. -Jól.
(9 af 10)
Dálítið mis-
heppnuð, en
góð samt
Siouxsie & The
Banshees -
Hyaena
Polydor/Wonder-
land
■ Eftir eins og hálfs árs hlé
j kemur loks stúdíóplata frá
Siouxsie & The Banshees.
Platan A Kiss In The Dream-
house kom út seint á árinu
1982, og taldist með betri verk-
um hlómsveitarinnar. Þar
voru lög eins og Cascade,
Green Fingers, Painted Bird
og Melt, sem gerður plötuna
mjög eftirminnilega.
Nýja platan nefnist Hyaena.
Á henni spilar Robert Smith
úr Cure á gítar, en hann hefur
verið fastur meðlimur hljóm-
sveitarinnar í tvö ár.
Siouxsie & The Banshees
hafa aldrei slegið neitt af. Þau
hafa alltaf reynt að búa til
músík sem hefur verið frumleg
og fersk, stöðugt reynt að ýta
tónlistarsköpun sinni lengra.
Þrátt fyrir það hafa ekki orðið
verulegar breytingar á yfir-
bragði tónlistarinnar, þetta
hafa verið tilbrigði um sama
stefið. Kannski væri réttara að
segja að tilfinningin í tónlist-
inni hafi í meginatriðum verið
sú sama, en þeirri tilfinningu
hafi verið náð eftir ýmsum
leiðum.
Á Hyaena, sem þau segja
sjálf að hafi verið nokkuð erfitt
að gera, reyna þau enn að ýta
sjálfum sér lengra. Oft hefur
verið sagt að hljómsveitin sé
fyrst og fremst „singles-band,"
þ.e. geri góðar litlar plötur en
LP-plöturnar séu síðri. Ég er
ekki sammála þessu hvað varð-
ar margar fyrri plötur þeirra,
en á þessari plötu standa lögin
Dazzle og Swimming Horses
upp úr eftir að hafa hlustað oft
á plötuna. Þetta eru ólík lög,
Dazzle er taktvisst og hratt lag
með grípandi melódíu, en
Swimming Horses er rólegra.
Ég verð að játa að í heild
finnst mér erfitt að gefa þessari
plötu sömu meðmæli og A
Kiss In The Dreamhouse og
Ju-Ju, plötunum sem komu á
undan þessari. Til þess er hún
of þung, ekki eins markviss og
hinar tvær fyrri (alls hafa þau
gert 6 stúdíóplötur) og fyrir
utan Dazzle og Swimming
Horses eru ekki nein lög sem
verulega standa upp úr. Að
sumu leyti líkist platan A Kiss
In The Dreamhouse. Að öðru
leyti ekki, það ber mun meira
á austrænum áhrifum á þessari.
En platan vinnur stöðugt á við
hlustun og lög eins og Blow
The House Dowm, Bring Me
The Head Of The Preacher
Man og Belladonna búa yfir
vissurn sjarma.
Þetta er sem sagt erfið plata,
ein sú erfiðasta sem frá þeim
hefur komið, og ntann fer að
gruna að hljómsveitin sé að
nálgast endalokin. Þau hafa
þó alltaf getað komið á óvart
eftir að hafa gert slappa hluti
(sem hjá flestum öðrum væru
mjög góðir), og tekið sig á.
ÁDJ
Kalt ný-
bylgjupopp
MissingPersons-
Rhyme & Reason
EMI/Fálkinn
■ Missing Persons er hljóni-
sveit sem ég veit nánast ekkert
um, nema að hún er amerísk
og einhver sagði mér að þetta
væri fólk sem unnið hefði með
Frank Zappa. Ég veit hins
vegar að platan er tekin upp í
Los Angeles, og upptökustjóri
er Bruce Swedien.
Hljómsveitarmeðlimir heita
Dale Bozzio, söngkona, Terry
Bozzio. trommur og synthar,
Warren Cuccurullo, gítar,
Chuck Wild, synthar og Patr-
ick 0‘Hearn bassi og synthar.
Þau semja sjálf öll lögin á
plötunni.
Tónlist hljómsveitarinnar er
nýbylgjutónlist af einhverju
tagi. Takturinn er hraður og
taugaspenntur í flestum lög-
unum og hljófæraleikurinn er
taugaveiklunarlegur. Að vissu
leyti er ekki mjög þægilegt að
hlusta á plötuna, til þess er hún
of taugaspennt.
Bestu lögin eru á fyrri hlið-
inni, en það eru lögin The
Closer That You Get, Surr-
ender Your Heart og Clandest-
ine People. Þau standa þó
ekkert verulega upp úr, því í
heild er platan jöfn að gæðum,
það er svipað yfirbragð á allri
plötunni.
Söngur söngkonunnar, Dale
Bozzio, er ekki verulega
góður. Hún hefur skæra og
skerandi rödd sem minnir á
blöndu af Siouxsie Sioux og
Lene Lovich, en tveim þrem
gæðaflokkum neðar. Hljóð-
færaleikurinn er eins og áður
segir taugaveiklaður, cn liann
er mjög öruggur, og útsetning-
ar fjölbreyttar, oft um of. Það
er stundum of mikið að gerast,
þannig að eyrun verða þreytt.
Ef líkja ætti þessari tónlist
við tónlist einhverra ákveðinna
listamanna. þá má greina áhrif
frá Lene Lovich, töluverð
fönk-áhrif eru víða, sérstak-
lega í gítarleiknum, einnig
dettur manni stundum í hug
Devo. Hljómsveitin er amer-
ísk, og fer ekki hjá því að það
komi í ljós. Þótt tónlistin sé á
yfirborðinu hratt, firrt og
skemmtilegt nýbylgjurokk, þá
greinir maður vissan tómleika
undir yfirborðinu, eins og tón-
listin sé bara umbúðir utan um
ekkert. Hljómsveitin nær sér
aldrei verulega á flug, og tón-
listina skortir þá mannlegu eig-
inleika og hlýju sem gera
plötur Siouxsie & The Banshe-
es, svo dæmi sé tekið af hljóm-
sveit sem er ekkert mjög fjarri
í stíl, svo eftirtektarverðar og
áhugavekjandi.
Maður fær það sem sagt á
tilfinninguna að hér sé á ferð-
inni iðnaðarpopp. Platan er
þó öllu betri en flest það iðnað-
arpopp sem frá Ameríku
kemur, og það er í sjálfu sér
allt í lagi að hlusta á þessa
tónlist. Hún er ekkert ægilega
leiðinleg.
ÁDJ
-Jól.
(7 af 10) (51/2 af 10)