NT - 10.07.1984, Blaðsíða 23

NT - 10.07.1984, Blaðsíða 23
m Þriðjudagur 10. júlí 1984 23 IlI Útlönd Breska ríkisstjórnin: Vill yfirheyra sendirádsmenn - vegna ránsins á Dikko London-Keuter ■ Breska ríkisstjórnin sagði í gær að hún hefði hug á að yfirheyra nokkra sendi- fulltrúa Nfgeríu í London vegna ránsins á Umaro Dikko, fyrrum samgöngu- ráðherra Nígeríu. Utanríkisráðherra Breta, Sir Geoffrey Howe sagði í breska þinginu í gær að lög- reglunni hefði orðið talsvert ágengt við rannsókn málsins, en samt sem áður væri ljóst að til að lögreglan gæti lokið rannsókninni yrði hún að ræða við nokkra af starfs- mönnum nígeríska sendi- ráðsins. Heimildir innan ríkis- stjórnarinnar sögðu að með þessu hefði ríkisstjórnin lýst því opinberlega yfir að yfir- völd grunuðu Nígeríustjórn um að vera viðriðin ránið á Dikko. Dikko fannst meðvitundar- laus í kistu á Stansteadflug- velli en kistan var merkt utanríkisráðuneyti Nígeríu. Fjórir menn eru nú í haldi vegna ránsins, þar á meðal tveir ísraelskir málaliðar. Israelska sendiráðið í London sagði í yfirlýsingu að ferill Isrealsmannanna tveggja hefði verið rann- sakaður gaumgæfilega og ekkert benti til að þeir tengd- ust Mossad, leyniþjónustu ísrael eða annarri opinberri starfsemi. í Moskvu hélt Tass frétta- stofan því fram að ránið á Dikko væri hlálegt sjónarspil sviðsett af leyniþjónustum Israels og annarra vestrænna ríkja. Tass sagði að vestræn- ar fréttastofur viðurkenndu að ýmislegt benti til að sér- sveitir ýmissa vestrænna ríkja og síonista í ísrael væru viðriðnar þetta rán, sem væri greinilega framið til að valda Nígeríu vand- ræðum. Tass sagði einnig að vest- ræn fyrirtæki og ríkisstjórnir vildu ekki að Dikko yrði leiddur fyrir rétt í Nígeríu þar sem þá gætu ýmsar óþægilegar staðreyndir kom- ið í ljós um hvernig ráða- menn í Nígeríu mötuðu krókinn, fyrir tíma herfor- ingjastjórnarinnar. ■ Nígeríustjóm hefur svarið af sér að hún sé viðriðin ránið á Dikko, en flestir em á öðru máli, þar á meðal breska ríkisstjórnin. Á myndinni sést sendiherra Nígeríu í Bretlandi, Hananiaya, hrista höfuðið við spurningum fréttamanna. Frakkland og V-Þýskaland: Opna landamæri sín Bonn-Kculer Frá og með næsta mánu- degi þurfa franskir og vestur- þýskir rfkisborgarar ekki að undirgangast vegabréfa og tollskoðun þegar þeir fara yfir landamærin milli þessara landa. Leit verður að vísu gerð öðruhvoru af handahófi í bílum en annars þurfa ferðamenn ekki að stöðva á landamærunum. Talsmaður vestur-þýsku stjórnarinnar sagði i gær að bæði löndin ætluðu að opna landamæri sín fyrir ríkis- borgurum annarra Efnahags- bandalagsþjóða Evrópu frá og með 1. ágúst n.k. flokksstarf Sumarferð Fram- sóknarfélaganna í Reykjavík verður farin laugardaginn 21. júlí n.k. farið verður að Sólheimajökli, Dyrhólaey og ásögustaði Njálu. Upplýsingar eru veittar í síma 91-24480 Ferðanefndin. atvinna - atvinna tilboð - útboð Útboð Tilboð óskast í að byggja skóladagheimili - leikskóla við Hálsasel í Reykjavík fyrir bygginga- deild Borgarverkfræðings. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík gegn kr. 3000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 19. júlí n.k. kl. 11. f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVlKURBORGAR Fríkirkjuvcgi 3 — Sími 25800 PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða tvo SKRIFSTOFUMENN. Vélritunarkunnátta áskilin. Nánari upplýsingar hjá starfsmannadeild sími 91-26000. tilkynningar Happdrætti heyrnarlausra ’84 Dregið var í happdrættinu þ. 29. júní s.l. Vinnings númer eru þessi: 1. 22.646 8. 26.997 2. 27.449 9. 18.388 3. 28.096 10. 1.777 4. 26.236 11. 6.288 5. 21.437 12. 3.116 6. 2.517 13. 15.587 7. 12.342 14. 21.305 Félag heyrnarlausra Klapparstíg 28, sími13560 Útboð Tilboð óskast í byggingu á hafnarbakka í Sundahöfn viö Kleppsvík í Reykjavík. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 1500 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 26. júlí n.k. kl. 14. e.h. INNKAUPASTOFNUN REYKlAVlKURBORGAR Frikirkjuv«gi 3 — Simi 25800 Bygging W á Landspítalalóð - 3. áfangi Tilboð óskast í jarðvinnu, uppsteypu, einangrun, lagnir og frágang innan- og utanhúss fyrir bygg- ingu W á lóð Landspítalans við Eiríksgötu í Reykjavík. Húsið er 1 hæð, að flatarmáli um 450 m2. Verkinu skal að fullu lokið 19. nóv. 1984. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 3.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 19. júlí 1984, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Útboð Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiöar, sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. 2 vörubifreiðar VolvoF1025 (árekstur) árg. 1982 Scania 111 (velta) árg. 1982 Fíat 127 árg. 1978 Mazda 3231500 árg. 1983 Mazda929 árg 1978 B.M.W.520I árg 1983 Ford Escord XR3 árg 1983 Lada st. árg. 1981 Bifreiðarnar verða til sýnis að Skemmuvegi 26, Kópavogi, mánudaginn 16.7 ’84 kl. 12-16. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga, Ármúla 3, Reykjavík, fyrir kl. 16, þriðjudaginn 17.7’84. steinsteypusögun býður þér þjónustu sína við nýbyggingar eða endurbætur eldra húsnæðis. Við bjóðum þér alhliða kranaþjónustu til hífinga á t.d. einingum úr steypu eða tré, járni, sperrum, límtrésbitum, þakplötum. Já,hverju sem er. Við sögum í steinsteypu fyrir dyrum, gluggum, stigaop- um, lögnum - bæði í vegg og gólf. Ennfremur kjarnaborum við fyrir lögnum í veggi og gólf. Þvermál boranna 28 mm. til 500 mm. Þá sögum við malbik og ef þú þarft að láta fjarlægja reykháfinn þá tökum við það að okkur. Einnig vörubifreið með krana og krabba, annast allan brottflutning efnis, og aðra þjónustu. Hífir leitast við að leysa vanda þinn fljótt og vel, hvar sem þú ert búsettur á landinu. Greiðsluskiimálar við allra hæfi. Bílasími: 03-2183 Fifuseli 12 109 Reykjavik simi 91-73747 KRANALEIGA - STEINSTEYPUSÖGUN - KJARNABORUN

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.