NT - 10.07.1984, Blaðsíða 12
Þriðjudagur 10. júlí 1984 12
Einn alls-
herjar
vinsælda-
listi!
- eftir Tryggva Gunnarsson, kennara
Hlustendakönnun DV
( hlustendakönnun DV
varðandi Rás 2hérádögunum.
■ ...„Égheldaðhverheilvita
maður hljóti að skilja, að 10
eða 20 laga lapþunnur vinsæld-
alisti getur aldrei orðið sá
grunnur, sem heil ríkisútvarps-
rás getur byggst á...“
fengu þeir sem spurðir voru að
velja nrilli tveggja valkosta: 1.
ertu ánægður með Rásina, og
2. ertu óánægður með Rásina.
Meirihluti þessa fólks taldi sig
„ánægðan" nteð Rás 2. Nú er
það einu sinni svo, að breitt bil
er á milli ánægju og óánægju
fólks með hina ýmsu hluti og
það er ýmislegt sem rúmast í
þeirri breiðugjá. Égernokkuð
Sjónarmið bóndans:
Alver eða ekki álver
- erindi flutt á Svalbarðs-
strönd á fundi 19. júlí sl., eftir
Þórönnu Björgvinsdóttur,
Leifshúsum
■ Ég átti því láni að fagna að
vera kornung scnd í sveit fram
í Eyjafjörð. Þar var gott að
vera og ntér fannst þá að
hvergi á íslandi myndi vera
eins fallegt og búsældarlegt og
þar. Þetta sjónarmið mitt hefur
ekkert breyst með aukinni víð-
sýniminni. Þarsem égdvaldist
lærði ég að bera virðingu fyrir
öllu sem lifir og grær, hversu
smátt sem það væri. Ég hef æ
síðan reynt að búa með því
hugarfari að við bændur hefð-
um land okkar aðeins að láni
um skamman tíma og okkur
bæri því að virða það og ganga
hvarvetna vel unt það og um-
fram allt að skila því af okkur
í betra ástandi en þegar við
tókum við því.
Því miður sjáum við alltof
oft illa gengið um, ekkert síður
í sveitum en í þéttbýli. Sumt
bændafólk virðist elska ruslið
sitt meira en nokkuð annað og
kappkostar að dreifa því sem
mest um bæjarhlaðið eða þar
sem vegfarendur fá best séð
allt draslið. Þetta er mengun af
versta tagi, svona framkoma
er blettur á íslenskri bænda-
menningu, blettur sem verður
að hverfa burt sem allra fyrst.
En stórmál þessa fundar er
ekki nútímaruslið í sveitum
landsins heldur hugmynd sú að
reisa stórt álver í Eyjafirði.
Ég hef hingað til ekki opin-
berlega haft mig í frammi gegn
álveri. Ég hef hugsað sem svo:
Það verður komið í veg fyrir
þessa framkvæmd án þess að
ég skipti mér af henni. En ef
allir hugsa nú svona. Þá er
voðinn vís. Þögn er sama og
samþykki. Fyrst þegar ég
heyrði minnst á álver við Eyja-
fjörð þá varð ég lostin ein-
kennilegri, ólýsanlegri ónota-
tilfinningu en hugsaði: Þeim
getur ekki verið alvara. Þetta
hlýtur að vera einhver loftbóla
sem hjaðnar niður fljótlega.
Það er best að bíða og sjá til.
Nokkur tími leið og ekkert
sérstakt gerðist. En svo fréttist
að staðarvalsnefnd hefði verið
skipuð og net'ndin væri nú búin
að ákveða hvar ferlíkið skyldi
reist. Ýmis rannsóknartæki
voru sett upp. Ég var og er því
mjög hlynnt að rannsókn fari
frarn á hugsanlegri mengun,
bæði á lofti, landi og legi.
Þessari rannsókn má alls ekki
hraða um of. Ég trúði því
alveg þar til í vetur að ef þessar
rannsóknir yrðu neikvæðar
fyrir fjörðinn þá yrði ekkert
álver reist.
Háværar raddir hljóma um
það að nú séu öll hreinsitæki
svo fullkomin og öll tækni svo
þróuð að það sé nánast engin
hætta á megnun frá þessu ál-
veri.
í vetur kontu tveir starfs-
menn stóriðjunefndar á fund
nteð hreppsnefnd hér lieima til
að ræða um þessa stóriðju.
Annar þeirra sagði í fyllstu
einlægni:
„Það verður aldrei komist
hjá einhverri mengun, hversu
fullkominn sem hreinsibúnaður
verksmiðjunnar verður.“
Ég bið ykkur sérstaklega að
taka eftir þessu. Ef völ er á svo
fullkomnum hreinsitækjum,
hvers vegna eiga þá frændur
vorir, Norðmenn og Svíar í
erfiðleikum vegna mengunar
frá sínum álverum?
íslendingar hafa nú ekki ver-
ið svo uppnæmir fram að þessu
að fylgja lögum og reglum eða
að framfylgja reglum um holl-
■ «... Her er líka eitt stærsta og hagkvæmasta landbúnaðarhéraðið á landinu. Einnig er hér í firðinum ræktað mjög mikið af
kartöflum og unnið úr þeim. Mikill Ijöldi fólks hefur atvinnu sína af landbúnaði eða við úrvinnslu á landbúnaðarafurðum. Hvers
vcgna á þá að stofna tií hætt
ustuhætti og aðbúnað á vinnu-
stöðum að ástæða sé til að
ætla að þessum málum yrði
betur borgið í nýju álveri.
Ekki má gleyma því að þessi
hreinsitæki þarf að hreinsa af
stands fyrir allt þetta fólk og
og til og sjálfsagt geta þau
bilað eins og annar tæknibún-
aður. Hvað gerist þá? Verður
ekki öllum ósómanum sleppt
óhindrað út í andrúmsloftið og
í sjóinn á meðan lagfæring fer
kannske eyðileggja framtíð þess'
fram? Varla verður verksmiðj-
an stöðvuð á meðan!
Allir sem til þekkja á þessu
svæði vita það að óvíða er
meiri veðursæld en einmitt hér
fram í Eyjafirðinum og hér á
þessu svæði er líka eitt stærsta
og hagkvæmasta landbúnaðar-
héraðið á landinu. Einnig er
hér í firðinum ræktað mjög
mikið af kartöflum og unnið úr
þeim. Mikill fjöldi fólks hefur