NT - 10.07.1984, Blaðsíða 4
Reisa fiskeldi-
stöð í Djúpuvík
Þriðjudagur 10. júlí 1984 4
Álsamningar í Reykjavík:
Rætt um verðtrygg
ingu og skattamál
- að sjálfsögðu einnig um hækkun orkuverðs
■ 19. júlí halda áfram hér í
Reykjavík viðræður Alusviss og
íslendinga um endurskoðun á
samningi aðila. Búist er við að
fundurinn standi í 2 daga. Fram-
haldsfundur hefur verið ákveð-
inn í Zúrich í Sviss í ágúst.
í íslensku samninganefndinni
eru Jóhannes Nordal, Guð-
mundur G. Þórarinsson og
Gunnar G. Schram. Með nefnd-
inni starfar undirnefnd frá
Landsvirkjun í sambandi við
orkuverðið.
Viðræðurnar snúast að mestu
um verðtryggingu rafmagnsins
sem við seljum verksmiðjunni í
Straumsvík og um skattamál.
Að sögn kunnugra hefur gengið
erfiðlega að finna hagstæða
tryggingaformúlu fyrir okkur ís-
lendinga. Enn hefur engin að-
ferð fundist sem hefði t.d. gefið
okkur hærra orkuverð en við
höfum núna ef hún hefði gilt frá
upphafi samninga. Aðilar eru
sammála um að raforkuverðið
verði verðtryggt, en ekki
hvernig. í íslensku sendinefnd-
inni hafa verið uppi hugmyndir
um að binda það við verð á áli
og virkjunarkostnað á íslandi
(byggingavísitölu virkjana).
Þá eru menn að velta fyrir sér
hvort annað skattafyrirkomu-
lag, en þetta hefðbundna að
skattleggja tekjuafgang, komi
til greina. En það hefur reynst
erfitt fyrir smáþjóðina að grafa
upp raunverulegar tekjur ál-
hringsins. Veltuskattur hefur
þannig borið á góma eða fram-
leiðsluskattur. f>á kemur það að
Alusviss er örugglega ekkert
hrifið af því að greiða skatt án
tillits til þess hvort fyrirtækið er
rekið með bókhaldslegu tapi
eða gróða. Raforkuverðið er
nú 9 Vi mill og það er nokkurn
veginn meðalverð sem álver í
Noregi greiða. Við gerum okkur
hinsvegar vonir um að fá þetta
verð hækkað talsvert.
Þeir Alusvissmenn hafa í
hendi sér að segja upp bráða-
birgðasamkomulagi því sem
gert var í vetur ef samkomulag
næst ekki, og lækkar þá orku-
verð aftur.
hvernig við getum fengið heitt
vatn fyrir fiskeldið og er von á
jarðfræðingum hingað seinna í
sumar til að kanna þessi mál,“
sagði Árni Sigurbjörnsson, einn
fimmmenninganna. „Þá eigum
við einnig von á norskum sér-
fræðingum um fiskeldi, en í
bígerð er að reisa stöðina í
samvinnu við norska aðila.“
Ekki vildi Árni þó láta neitt
frekar uppi um það samstarf,
kvað málið allt á frumstigi og of
snemmt að skýra nánar frá því.
Til stendur að rækta aðallega
lax í fiskeldistöðinni, en það er
þó ekki afráðið. Þá er heldur
ekki komið á hreint hversu stór
stöðin á að vera.
■ Fimmmenningarnir úr Reykjavík settu ekki fúna planka og ryðgað járn fyrir sig. í Djúpuvík skal
fískeldistöð rísa, hvað sem aliri niðurníðslu tautar og raular.
■ Þótt síld sé ekki lengur
brædd í Djúpuvík er ekki þar
með sagt að verksmiðjurnar
þurfi að standa þar engum til
gagns og í niðurníðslu. Svo
fannst alltént ekki fimm
mönnum úr Reykjavík, sem
keyptu síldarbræðsluna sl. haust
og stofnuðu hlutafélag um að
breyta henni í fiskeldistöð. í
sumar hafa þeir unnið að við-
gerðum og lagfæringum á verk-
smiðjunni og vonast þeir til að
geta hafið fiskeldi í Djúpuvík
haustið 1985.
Um 10 manns vinna nú við
breytingarnar, en það hefur
staðið þeim mjög fyrir þrifum
að rafmagn er ekki í verksmiðj-
unni. Þaðverðurþólagt þangað
á næstunni og þá fyrst geta
endurbæturnar hafist fyrir al-
vöru.
„Við erum nú að athuga
Hofsá í Vopnafirði
■ Hofsá var opnuð seinni
partinn í gær og flytjum við
fljótlega fréttir af veiði þar.
Frábær veiði
í Haukadalsá
Þar hafa fengist 240 laxar á
23 dögum og eru þeir að
meðaltali 9,8 pund á þyngd.
Þetta er með því albesta sem
þekkist hér á landi. Torfi Ás-
geirsson veiðivörður segir að
þetta sé það albesta sumar sem
komið hafi á þeim sex árum
sem hann hafi verið við ána.
Áin hefur verið opin síðan
16. júní. í henni eru 5 stangir
og að meðaltali hafa því veiðst
2 laxar á stöng daglega. Litlar
flugur ganga best á laxinn. Þá
er bleikja einnig farin að sýna
sig.
Haukadalsá er 7,3 km á
lengd upp í Haukadalsvatn og
bestu veiðistaðirnir rét: fyrir
neðan vatnið. Þá er 3-4
km stubbur fyrir ofan vatn og
bítur þar lax og lax, en einnig
bleikja.
Góðveiði í Álftá
í Álftá á Mýrum er einnig
góð veiði. Hún hefur verið
opin st'ðan 20. júní og er
heimild fyrir 2 stöngum. Þar
Umsjón
Skafti Jónsson
hafa komið á land 52 laxar. Er
tíðindamaður NT átti leið hjá
um miðjan dag í gær, hafði
Brynjólfur Brynjólfsson feng-
ið tvo fiska og þá var mikill
fiskur um alla á. 20 punda lax
fékkst í Alftá fyrsta veiðidag-
inn.
Álftá er 10 km löng og
kemst laxinn upp eftir henni
allri . Bestu veiðistaðirnir eru
við Kerfoss, sem er rétt fyrir
neðan brú, og þar fyrir neðan.
Dúnká í Hörðudal
Hún er lítil og gullfalleg,
5 km löng og laxinn kemst
upp að Hestfossi. Hún hefur
verið opin síðan 27.júní og er
veitt á tvær stangir. Þar hafa
aðeins veiðst tvær tíu punda
hrygnur enn sem komið er.
Um þessar mundir hamlar
mjög gott veður veiðum.
Skipulagsbreytingu lokið:
Áslaug skipuð
fræðslustjóri
í Reykjavík
■ Skiptingu fræðsluráðs
Reykjavíkur, skólaskrifstofu
Reykjavíkur og fræðsluskrif-
stofu Reykjavíkurumdæmis
er nú lokið og hefur síðar-
nefndar skrifstofan fengið
aðstöðu að Tjarnargötu 20,
en skólaskrifstofan er til húsa
að Tjarnargötu 12, þar sem
fræðsluskrifstofa Reykjavík-
ur var áður til liúsa. Jafn-
framt hefur Áslaug Brynj-
ólfsdóttir, sem verið hefur
settur fræðslustjóri undan-
farið 1 1/2 ár fengið skipun í
starf fræðslustjóra.
Samkvæmt samkomulagi
Reykjavíkurborgar og
menntamálaráðuneytisins
fer fræðslustjórinn með þann
hluta skólareksturs í borg-
inni, sem heyrir undir mennta-
málaráðuneytið, en sveitar-
stjórnarverkefni í skólamál-
um heyra undir skólaskrif-
stofuna, en forstöðumaður
hennar er Björn Halldórsson
lögfræðingur. Þar með er
sama skipan komin á í
Reykjavík og tíðkast í
öðrum skólaumdæmum, að
öðru leyti en því að sam-
kvæmt grunnskólalögum fer
fræðsluráð Reykjavíkur
bæði jafnframt með hlutverk
skólanefnda, en fram-
kvæmdastjóri fræðsluráðs
samkvæmt sömu lögum er
fræðslustjóri, óháð því hvort
það fjallar um ríkis- eða
sveitarstjórnarmál. Að
óbreyttum lögum er því ekki
annað sýnna en fræðslustjóri
verði að framselja hluta lög-
bundinna verkefna sinna til
skólaskrifstofunnar, eigi það
samstarf að takast sem reynt
er að stofna til með sam-
komulaginu.
igs Tvö slvs
sama daqinn
Slysagildran í Breiðholti:
Úrbóta er þörf -
■ Margir hafa haft orð á
því að úrbóta væri þörf, og
það skjótt, á gatnamótum
Álfabakka og Stekkjar-
bakka í Breiðholti en þar
urðu tveirmjögharðir árekstr-
ar, sama daginn, fyrir
skömmu, eins og NT greindi
frá. Urðu í bæði skiptin slys
á fólki og bílar skemmdust
mikið og eru jafnvel taldir
ónýtir.
Olafur Guðmundsson
yfirverkfræðingur hjá
gatnamálastjóra var spurð-
ur hvort ekki mætti búast við
úrbótum á þessum hættulegu
gatnamótum strax, til að
reyna að hindra frekari
harmleiki. Sagði hann, að
biðskyldumerki væru við
Stekkjarbakkann, báðum
megin, en ljóst væri orðið að
það dygði ekki. Sagðist hann
ekki sjá fram á neinar að-
gerðir alveg á næstunni.
Þetta hefði verið rætt á
sínum tíma í umferðarnefnd
og þá m.a. komið fram til-
laga um að setja hraðahind-
run á Álfabakka, þar sem
farið er inní íbúðarhverfið.
En auðvitað þyrfti að ljúka
þessari umræðu í umferða-
nefnd fyrst og samþykkja
breytingar í borgarráði, áður
strax!
en úrbætur gætu hafist.
Steinþór Nygaard varðstjóri
í umferðardeild lögreglunn-j
ar vísaði sömuleiðis á um-
ferðarnefnd um úrlausnir til
frambúðar en sagði jafn-
framt að þeir hefðu hert
eftirlit þarna á svæðinu, m.a.
útaf aukinni umferð vegna
byggingaframkvæmda í nág-
renninu.
Umferðarnefnd heldur
fund á morgun og verður
það að teljast mjög óeðlilegt
ef þetta mál verður ekki
tekið til umfjöllunar og við-
unandi úrlausna leitað snar-
!ega.
sair
■ Framkvæmdastjórn
íslenska álfélagsins hf.
hefur ákveðið að verja allt
að 200 þúsund krónum til
að fegra umhverfi verk-
smiðjunnar að veginum.
Reynt verður að sá beggja
vegna girðingarinnar og
snyrt verður í kringum
bygginguna austur af ál-
verinu.
Ákvörðun þessi kemur
í kjölfar þess að Ferða-
málaráð hefur snúið sér til
ýmissa fyrirtækja í tengsl-
um við „átak ’84“ og
hvatt til bættrar um-
gengni.________
Gæslanfær
lánsþyrlu
■ Hin nýja franska
Dophin þyrla Landhelgis-
gæslunnar er ekki væntan-
leg fyrr en í júní á næsta
ári. Hins vegar fær gæslan
lánsþyrlu, sömu gerðar,
frá hinum frönsku fram-
leiðendum og kemur hún
3. sept. n.k.