NT - 10.07.1984, Blaðsíða 5
Matjurtatilraunir á Hvanneyri:
Jarðarberjarækt
ágæt aukabúgrein
ef fólk hefur krakka til að tína berin, segir Magnús Óskarsson
■ „Ég trúi því að hægt værí að
gera það að atvinnuvegi að
rækta jarðarber í ódýrum óupp-
hituðum gróðurhúsum eða und-
ir plasti og öðrum álíka yfír-
breiðslum. Þetta ætti að geta
veríð ágætis aukabúgrein fyrir
fólk sem hefur krakka til að tína
berin, því það er töluvert mikil
vinna,“ sagði Magnús Óskars-
son umsjónarmaður matjurta-
tilrauna við Bændaskólann á
Hvanneyri. Söluverð berjanna
taldi hann þurfa að vera um 150
krónur kðóið.
Magnús var einmitt að tína
fyrstu jarðarber sumarsins í
síðustu viku, af berjaplöntum
sem hann hafði í litlu gróðurhúsi
úr plastdúk. Berin voru stór og
falleg, um 20 gr. stykkið. Yfir
uppskerutímann sagði Magnús
að tína beri berin annan hvern
dag. Spurður um uppskeru taldi
hann mega reikna með um 700-
800 grömmum af berjum af
hverjum fermetra í beði miðað
við að plönturnar séu hafðar
undir plasti eða öðrum álíka
yfirbreiðslum. Afbrigði sem
hann sagði hafa gefið góða raun
á Hvanneyri eru: Njös-Glima,
sem gefur uppskeru í byrjun
ágúst, Zephyr og Jonsok sem
gefa uppskeru um miðjan ágúst
og Senga-Sengana sem er sein-
sprottnust með uppskeru síðast
í ágúst.
I tilraunareitnum á Hvann-
eyri var Magnús m.a. að gera
tilraun með nýja gerð akrílyfir-
breiðslna yfir grænmeti, sem
hann telur gefa góða raun.
Akrílefni þetta líkist örþunnu
hvítu filti og vegur hver fermetri
aðeins 17 grömm.
Kostirnir við efni þetta eru
m.a. þeir, að það hleypir vatni í
gegn og ekki þarf að setja boga
undir það eins og gert er með
plastyfirbreiðslurnar. Akrílefn-
ið er aðeins lagt yfir beðin -
plönturnar vaxa síðan upp í það
og halda því uppi - og aðeins
þarf síðan eitthvert farg - spítur
Þriðjudagur 10. júlí 1984 5
■ Magnús Oskarsson umsjónarmaður matjurtatilrauna á Hvann-
eyri sýnir Mjólkurdagsnefnd og fréttamönnum tilraunareiti sína
með hinum ýmsu tegundum grænmetis og mismunandi tegundum
yfirbreiðslna. Mikill munur var á plöntum þeim sem breitt var yfír
og hinum þótt sáð væri og plantað á sama tíma.
eða kekki - til að halda því
niðri.
Undir akríldúknum sagði
Magnús hitastigið verða um 4-6
gráðum hærra yfir daginn en
næturhitinn sé svipaður og án
dúks. Eftir framleiðendum
hafði Magnús að akrílefnið eigi
að vera nokkur vörn gegn næt-
urfrostum, en eðlilega hafði
hann ekki reynslu af því ennþá.
Mjög áberandi var hve hinar
ýmsu tegundir af grænmetis-
plöntum þroskast fyrr og meira
undir plasti eða akríl heldur en
þær sem plantað hafði verið á
santa tíma án yfirbreiðslu.
■ Val á frætegundum getur haft gífurlega mikið að segja. Hér sáði Magnús 5
frætegundum sama daginn í vor - einni tegund í hverja röð. Sem glöggt má sjá er
uppskeran ákaflega mismunandi milli einstakra tegunda. NT-myndir: Heiður.
Nýjungar í síma-
málum fyrirtækja:
Gamla skipti-
borðið úrelt!
■ Póstur og sími undirritaði ný-
lega samning við norska fyrirtækið
EB-Scanword um afhendingu á
FOX símakerfum.
FOX * nýtt kerfi frá EB-Scan-
word sem miklar vonir eru bundnar
við. Er það ætlað fyrir lítil og
meðalstór fyrirtæki og býður uppá
möguleika sem fyrir nokkrum árum
| voru óhugsandi fyrir kerfi af þessari
stærðargráðu. Samningurinn snýst
| fyrst og fremst um svokallaða
„lykla-síma“, sem gera innanhúss-
kerfi óþörf. Meðal þess sem lykla-
síminn gerir er að gefa upplýsingar
um síðasta númer sem hringt var f,
skilaboð um að einhver hafi hringt
eða bíði á línunni og einnig er hægt
að halda uppi samtali án þess að
lyfta tólinu aff
Við hönnun FOX kerfisins hefur
verið lögð mikil áhersla á að halda
tengingar- og uppsetningarkostnaði
í lágmarki og gera kerfið sem skjót-
I virkast. Vonast Póstur og sími og
! EB-Scanword því til að það hljóti
I góðar undirtektir á íslandi. Þess
' má geta að EB-Scanword er deild í
norska fyrirtækinu Elektrisk Bur-
[ eau sem á fjórða áratugnum setti
| upp fyrstu sjálfvirku símstöðina á
íslandi.
Franska sjónvarpið:
Hugðist gera
sjónvarpsþátt
á íslandi
- en hætti síðan við
■ íslendingar misstu heldur betur spón
úr aski sínum fyrir stuttu, er franska
sjónvarpið ákvað að hætta við að gera hér
á landi einn þátt í vinsælli framhalds-
myndaröð. Stóð til að kvikmynda þátt-
inn í sumar og voru fulltrúar sjónvarpsins
væntanlegir til viðræðu við íslendinga um
þessi mál um síðustu mánaðarmót. Á
síðustu stundu barst svo bréf frá Frökkum
þar sem þeir sögðust vera hættir við allt
saman, a.m.k. í bili.
Þættir þessir fjalla um leit að fjársjóði
og fylgjast áhorfendur með leit sjón-
varpsmanna að huldum „fjársjóði."
Þættirnir hafa verið teknir víða um heim,
t.d. í nokkrum löndum Asíu og eru afar
vinsælir í Frakklandi. Þá hafa þættirnir
einnig verið góð landkynning fyrir við-
komandi lönd og mun ferðamanna-
straumur til þessara landa hafa aukist
verulega eftir sýningu þáttanna.
Frönsku sjónvarpsmennirnir ætluðu að
hafa hér viðdvöl á leið til Alaska og taka
hér efni í einn þátt. Hvar á landinu til
stóð að kvikmynda mun vera nokkuð á
huldu, enda voru viðræður ekki komnar
það vel á veg að það væri ljóst.
Einn innbrotsþjófur?
■ Aðeins eitt hinna fimm ungmenna
sem handtekin voru vegna innbrota í
kirkju Óháða safnaðarins, sænska
sendiráðsbústaðinn og fleiri staði hefur
játað á sig innbrotin. Er að sögn
lögreglu talið líklegt að hann hafi verið
þar einn að verki en hin hafi gerst sek
um viðtöku þýfi og yfirhylmingu. Nú
hefur verið kveðinn upp gæsluvarð-
haldsúrskurður í Sakadómi Reykja-
víkur og var hann heldur mildari en
krafa rannsóknarlögreglu. Þar voru
drengirnir báðir dæmdir til varðhalds
til 1. ágúst.en annarþeirra hefurjátað
innbrotin á sig. Þá var einni stúlknanna
ennfremur gert að sitja inni til 1. ágúst
en hinar tvær aðeins til 11. júlí.
Rannsóknarlögreglan hafði aftur á
móti farið fram á gæsluvarðhald yfir
tveimur stúlknanna til 1. ágúst.
Bikararnir 50 sem á vantaði í þýfið
úr kirkjunni eru ekki enn komnir í
leitirnar.
MEGRUN
án mæðu
FIRMALOSS GRENNINGARDUFT
Útsölustaðir:
Reykjavík og nágr.
Líkams og heilsuræktin,
Borgartúni,
Árbæjarapotek,
Borgarapotek,
Háaleitisapotek,
Reykjavíkurapotek,
Vesturbæjarapotek,
Lyfjabúðin Iðunn,
Ingólfur Óskarsson,
Laugavegi 69,
Orkubót, Grensásvegi 7,
Orkulind. Brautarholti 22.
Æfingastöðin,
Engihjalla 8, Kóp.,
Apotek Norðurbæjar.
Hafnarfirði,
Þrekmiðstöðin,
Dalshrauni 4, Hafn.,
Sólnes, Austurströnd 1,
Seltjarnarnesi,
Landið
Brimhólabr.31, Vestm.eyj.
Borgarsport, Borgarnesi,
Sporthúsið, Akureyri,
Ölfusapotek, Hveragerði,
Álfhildur Steinbjörnsd.,
Reykjabr. 19, Þorlákshöfn,
Erlingur Jónsson,
Hólagata 15, Sandgerði,
Baðstofan Grindavík.
Þel Hárhús, Keflavík,
Apotek Akranes.
Heilsuræktin Borgarnesi,
Partreksapotek, Patreksf.,
Helga Kristinsd.,
Móholt 2, Ísafirði,
Kristin Gunnlaugsd..
Brimnesv. 28, Flateyri,
Siglufjarðarapotek,
Stjörnuapotek, Akureyri,
Apotek Akureyrar,
Blönduósapotek,
Dalvíkurapotek,
Sauðárkróksapotek,
Apotek Austurlands,
Seyðisfirði,
Elva Ólafsdóttir,
Vtxknræklin
Dugguvogi 7, sími 35000
PÖNTUNARSÍMI 35000
OKKUR ER ANNT UM HEILSU
I
ÞÍNA