NT - 11.07.1984, Blaðsíða 24

NT - 11.07.1984, Blaðsíða 24
Miðvikudagur 11. júlí 1984 24 Sri Lanka: Ólympíufarar fá líflátshótun Colombo-Reuter ■ Ólympíunefnd Sri Lanka til- kynnti í gær að ólympíuförum landsins hefði verið hótað lífláti af Ku Klux Klan samtökunum. Hót- unin kom í bréfi sem bar póst- stimpil frá Virginíuríki í Banda- ríkjunum. og stóð í því að Ólympíuleikarnir væru fyrir hvíia menn en ekki fyrir svarta og gula apa. íþróttamálaráðherra Sri Lanka, Vincent Perera, sagði Reuters-fréttastofunni að hann tæki þessa hótun ekki alvarlega, en bætti við að ríkisstjórnin myndi ræða þetta mál í vikunni. Ólymp- íulið Sri Lanka, sem telur fjóra íþróttamenn, ér þegar komið til Los Angeles. Ólympíunefnd Malaysíu til- kynnti í síðustu viku að hún hefði fengið bréf frá öfgasamtökum þar sem því var lýst yfir að Ólympíu- leikarnir væru fyrir menn en ekki skepnur. London: Slæmur dagur hjá strompum ■ Turner gefur merki um að hann sé sigurviss ráðherra og utanríkisráðherra og hækkaði hann þannig í tign. Chrétien er ættaður frá Qu- ebec og þykir líklegur til að treysta stöðu Frjálslynda flokksins þar, en það hefur verið aðaivígi hans. íhalds- flokkurinn hyggst nú styrkja stöðu sína þar, en Mulroney er ættaður þaðan. Turner hefur ákveðið að vinna þingsæti í því fylki, þar sem Frjálslyndi flokkurinn er veikastur, í British Columbia. Frjálslyndi flokkurinn fékk engan þingmann kjörinn þar í síðustu kosningum. Turner þykir því tefla í tvísýnu, þegar hann býður sig fram þar. í Kanada er kosið í einmenn- ingskjördæmum. Eins og áður segir, glíma Kanadamenn við erfiða efna- hagsstöðu. Atvinnuleysi ergíf- urlegt, eða um 12%. Halli á ríkisrekstrinum hefur numið samanlagt 30 milljörðum doll- ara síðustu sjö árin. Efnahagsstefna sú, sem Turner hefur boðað, þykir heldur íhaldssamari en stefna Trudeaus. Hann leggur mikla áherslu á að efla einkaframtak- ið og auðvelda erlenda fjárfest- ingu, án þess þó að afnema þau höft, sern henni hafa verið sett í stjórnartíð Trudeaus. í utanríkismálumfylgirhann stefnu Trudeaus óbreyttri og ekki síst þeirri viðleitni hans að bæta sambúð austurs og vesturs. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar ■ í SÍÐUSTU viku átti hinn nýi forsætisráðherra Kanada, John N. Turner, stutta viðdvöl á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Lundúna. Erindi hans þangað var að ræða við Elisa- betu drottningu um fyrirhugað ferðalag hennar til Kanada. Gert hefur verið ráð fyrir því, að drottningin heimsækti Kanada í sumar. Fráfarandi forsætisráðherra, Picrre Elliot Trudeau, vildi ekki ákveða endanlega hvenær heimsóknin yrði, heldur eftirláta það eftir- manni sínum. Astæðan var sú, að fyrsta verk hins nýja for- sætisráðherra var að ákveða hvenær gengið skyldi til þing- kosninga. Það haföi verið álitið, að hinn nýi forsætisráðherra vildi efna til kosninga sem fyrst. í síðasta lagi á að kjósa í febrú- ar, en flest benti til, að fyrir nýja forsætisráðherrann væri betra að kjósa fyrr eða meðan nýjabrumið væri mest og ekki væri farið að reyna verulega á nýju stjórnina. Kosningarnar yrðu því í ágúst eða septem- ber. Elísabet drottning mun helst hagsaðgerðir, sem stefni jöfnum höndum að því að minnka rekstrarhallann hjá ríkissjóði og útrýma atvinnu- leysi. Þctta tvennt getur orðið erfitt að samræma og Turner segir, að það veröi ekki gert nema með traustum þingmeiri- hluta, en hann skorti nú. Það rekur einnig á eftir, að Turner á sjálfur ekki sæti á þingi. Hann afsalaði sér bæði þingmennsku og ráðherra- embætti 1975 vegna ágreinings við Trudeau og fór í eins konar pólitíska útlegð, sem mun þó hafa reynst honum vel fjár- hagslega, því að hann vareftir- sóttur í stjórn fyrirtækja. Það virðist ekki hafa spillt fyrir Turner, að hann er búinn að vera utan þings og ríkis- stjórnar um nær tíu ára skeið. Hann nýtur þess, að áður en hann sagði af sér þingmennsku og ráðherradómi, var hann búinn að gegna ýmsum ráð- herraembættum í áratug, síð- ast verið fjármálaráðherra. 1 því starfi gat hann sér gott orð. Það spillti ekki heldur fyrir Turner að hafa farið í eins konar pólitíska útlegð vegna Reynsla Turners er líkleg til að koma honum að góðu haldi Hann býður sig fram í frekar vonlitlu kjördæmi hafa kosið að heimsækja Kan- ada í síðari hluta júlí, en álls tekur heimsóknin tvær vikur. Það hefur hins vegar ekki þótt tilhlýðilegt, að heimsóknin ætti sér stað meðan kosningabar- áttan stæði yfir. í Lundúnaferð kanadíska forsætisráðherrans varð niður- staðan sú, að drottningin frest- aði Kanadaferð sinni þangað til í síðari hluta september, en kosningar færu fram 4. septem- ber. Þá þurfti þeim að vera lokið, því að páfinn heimsækir Kanada 11. september. EÐLILEGAR ástæður ollu því, að Turner vildi láta kjósa sem fyrst. Hann hefur boðað, að ráðist verði í víðtækar efna- ágreinings við Trudeau. Margt hefur snúist á verri veg í efnahagsmálum Kanada síðan Turner fór úr stjórninni og Trudeau verið kcnnt um. Trudeau var því orðinn svo óvinsæll, að skoðanakannanir spáðu orðið Frjálslynda flokknum miklum ósigri. Þetta hefur breyst síðan lík- legt þótti að Turner tæki við forustunni, en hann var kosinn formaður flokksins á þingi hans í síðasta mánuði, en vitað var um alllangt skeið, að hann myndi sigra í formannskjör- inu. Trudeau hafði tilkynnt með góðum fyrirvara, að hann gæfi ekki aftur kost á sér. Turner sigraði keppinauta sína á flokksþinginu vegna Turner og Trudeau þess, að hann þótti þeirra reyndastur. Sennilegt þykir, að það tryggi honum einnig sigur í þingkosningunum. Brian Mulroney, sem var kosinn formaður íhaldsflokksins á síðastliðnu ári, hafði ekki átt sæti á þingi áður og þykir lítt reyndur þótt hann hafi verið gróðasæll í viðskiptalífinu. TURNER, sem er 55 ára, þykir hafa farið vel af stað sern forsætisráðherra. Hann hefur fækkaðráðherrum. íráðuneyti hans eiga 29 ráðherrar sæti í stað 37 áður. Hann hefur gert helsta keppinaut sinn í formanns- kjörinu, Jean Chrétien orku- málaráðherra, að varaforsætis- ettuna sína ákaft meðan lestin rann upp að brautarpallinum. Einn maður fór inn í lest með logandi sígarettu en lét undan þegar hinir farþegarnir litu hann óhýru auga. niBui ■ Snemma beygist krókurinn. Börn Husseins Jórdaníukonungs hafa það á hreinu hvernig á að hegða sér við opinberar athafnir. Þcgar Mitterrand Frakklandsforseti kom í þriggja daga opinbera heimsókn til Jórdaníu í gær heilsuðu börn Husseins honum á flugvellinum að hermannasið. Frá vinstir eru Hamzah prins, 4 ára, Hashem prins, 3já ára, og Iman prinsessa, eins árs. Potofoio-símamynd London-Keuter ■ Stórreykingamenn meðal farþega neðanjarðarlestanna í London áttu slæman dag í gær því þá tók gildi reykingarbann í lest- unum. Reykingarbannið var ákv- eðið í síðasta mánuði. „Þetta er mannréttindabrot", sagði kona nokkurogtottaði sígar- Japan: Framleiðir glasakálfa iokyo-Reuter ■ Japönskunt vtsinda- mönnum hefur tekist að láta kýr bera tveim kálfum, með því að græða tvö frjóvguð egg í hverja kú. Með þessu telja þeir sig hafa fundið leið til að stórauka nautakjöts- framleiðslu með litlum til- kostnaði. Talsmaður landbúnaðar- ráðuneytisins sagði að sex kýr af 18, sem í voru grædd tvö frjóvguð egg á síðasta ári, hefðu alið 11 kálfa það sem af er þessu ári, þar á meðal fimm tvíbura. Af þessum 18 kúm festu 13 fang en þrjár kýr létu fóstrunum og fjórar cru óbornar. Tilraunir af þessu tagi hafa staðið yfir í Japan síðan 1970 en ekki borið árangur fyrr en nú. Talsmaður land- búnaðarráðuneytisins sagði að vísindamennirnir hefðu þróað aðferð þar sem sér- stakur vökvi er notaður til að geyma fryst frjóvguð egg og einfaldar það mjög í- græðslurnar. Talsmaðurinn sagði að þessi árangur myndi koma til með að auka mjög nautakjötsframleiðslu Jap- ana og lækka um lcið fram- leiðsluverðið til ntuna. Bandaríkjastjórn hefur þrýst á Japan að auka mjög innflutning á bandarísku nautakjöti vegna hagstæðs viðskiptajöfnuðar Japans. Smæð búa í Japan og hár fóðurkostnaður hafa i för mcð sé'r að kostnaður við framleiðslu nautakjöts er mun hærri þar cn í Banda- ríkjunum og í Astralíu. En bændasamtökin í Japan hafa barist á móti auknum inn- flutningi á nautakjöti.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.