NT - 11.07.1984, Page 28

NT - 11.07.1984, Page 28
HRINGDU ÞÁ f SflVSA6865-38 Við tökum við ábendingum um ííértir allan sólarhringinn. Greiddar verda 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leiðir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur ffyrir ábendingu sem leiðir til bitsstaeðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt Feðgarnir í Belgsholti: Stórminnka kjarnfóðurgjöf - með ,,turnheyi“ og grænfóðri úr rúlluböggum ■ Ný heyverkunaraðferð er nú að byrja að ryðja sér til rúms hér á landi. Á fjóruin bæjum: Belgsholti í Leirár- og Melasveit, Kirkjubóli á Hvalfjarðarströnd, Svarfhóli í Svínadal og Skarði í Landsveit eru nú risnir bláemaleraðir stálturnar um 24 metrar að hæð, sem taka um 55 kýrfóður. Það jafngildir um 2.200 hestburðum af þurrheyi. Llpp komnir með öllum búnaði segja menn turna þessa kosta um 2 til 2,5 millj. króna Heyverkunin er mitt á milli þurrheys og votheys. Grasið er forþurrkað - á að hafa um 40% þurrefnisinnihakl. Ef t.d. er slegið að kvöldi í þurru veðri, snúið þegar tekið hefur af morg- uninn eftir, er heyið sagt tilbúið til hirðingar síðar þann sama dag. Það er fínsaxað og því blásið upp í turninn, sem er lokaður nema hvað sérstakur ventill hleypir loftinu út. Verk- unin er skýrð þannig út að súrefnið eyðist fljótt úr heyinu og þar með hættan á að það skemmist. Það á að geymast einstaklega vel og ekkert að missa af sínu upphaflega fóður- gildi. Heyið á ekki að súrna eins og vothey, aðeins að verða af því sætur ilmur. „Ég tek upp þess nýbreytni til að reyna að minnka vinnu- álagið - því ég held að flestum sé ljóst að íslenskir bændur eru vinnuþrælar“, sagði Magnús Ólafsson, bóndi í Belgsholti, en hann býr þar félagsbúi með syni sínum Haraldi. Magnús sagði útbúnað í turninum létta vinnu við gjafir til mikilla muna. Neðst í honum sé sérstakur armur, sem gangi hringinn og krafsi heyið jafn óðum neðan af stæð- unni og færi það út úr turninum að neðan, og áfram inn í fóður- gang í fjósinu á sérstöku færi- bandi. Þeir feðgar hafa um 60 mjólkur- ■ kýr auk geldneyta og nokkurs annars búfénaðar og þurfa því mikinn heyfeng. Einnig segjast þeir venjulega selja töluvert af heyi, fyrst og fremst til hesta- manna, enda eru túnin í Belgs- holti um 80-90 hektarar. Turninn er ekki eina nýjungin í heyskaparháttum í Belgs- holti. Magnús sagðist í fyrra hafa bundið og sett í plastpoka 98 rúllubagga af grænfóðri, sem enst hafi fram undir áramót og gefist alveg sérstaklega vel. í ár kvaðst hann verða með enn meira grænfóður. Þeir feðgar vinna nú við að brjóta niður flatgryfjur, sem þeir hafa notað undir vothey á undanförnum árum og hyggjast þess í stað nota rýmið fyrir grænfóður í rúlluböggum. Með þessum tveim fóðurverkunaraðferðum telja þeir sig geta dregið mjög mikið úr kjarnfóðurgjöf, eða jafnvel nær alveg. Spurður kvaðst Haraldur ekki vilja giska á hvort margir fieiri fari út í slíkar turnbygging- ar. Óneitanlega sé þetta gífurleg fjárfesting og þurfi því töluverð- an rekstur til að standa undir slíku. Nefndi Haraldur sem dæmi að votheyshlöður fyrir sama magn af fóðri mundu kosta um l,4 millj. kr. og þurr- heyshlöður eitthvað minna. í Belgsholti hafi hins vegar verið nauðsynlegt að bæta töluvert við hlöðurými og valið hafi þar m.a. staðið um turninn, sem hægt var að byggja við hliðina á fjósinu eða að rífa niður mikið af gömlu hlöðunum og byggja upp á nýtt. ■ Gljáandi bláemaleraður turninn í Belgsholti gnæfir við himin, líkastur vita. Þar sem söluskattur af ýmsum aðföngum til landbúnaðar var felldur niður á s.l. sumri þykir Belgsholtsbændum heldur hart að þurfa að borga fullan söluskatt af mannvirki þessu, sem flutt var inn frá Englandi. Sömuleiðis þykir þeim furðulegt að þeir geta blásið heyi sínu söluskatts- fritt en verða að punga út með fullan söluskatt ef þeir vilja flytja það á færiböndum úr eða í hlöður. Magnús í Belgsholti (á miðri mynd) lýsir kostum turnsins fyrir heimamönnum og gestum, þeirra á meðal BrynjólFi, mjólkurbússtjóra á Hvammstanga. NT-myndir Heidur. Borgin getur sparað í sorpinu: Keflavíkurflugvöllur: Tilboð í sorpvörslu 44% lægri en kostnaðaráætlun ■ Tveir verktakar telja sig geta sparað Reykjavík- urborg 18 milljónir króna við vörslu og jörðun sorps á sorphaugunum við Gufu- nes á næstu tveimur árum. Þegar tilboð í sorpvörsluna voru opnuð í gær kom í Ijós að tvö tilboðin voru um 44% lægri heldur en skrif- stofa borgarverkfræðings hafði áætlað að verkið myndi kosta. Tvö tilboðanna voru því sem næst jöfn og lægst, annað frá Jarafli, upp á 22,5 milljónir króna, og hitt frá Sverri Bjarnasyni og Ragnari Guðjónssyni, upp á 22,6 milljónir. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 40.3 milljónir króna. Hæsta tilboðið var um 48,7 milljónir. Ingi Ú. Magnússon, gatnamálastjóri, sagði í samtali við NT að það væru um 10 ár síðan sorpvarsla hefði síðast verið boðin út. Þá hefði útboðum verið hætt vegna þess að verkin hefðu þótt illa unnin. Nú hefðu í útboðslýsingu verið gerðar mun strangari kröfur um frágang haug- anna. Borgin eyddi í fyrra 12 milljónum ícróna til verks- ins sem nú var boðið út. Út- boðstímabilið er til l. ágúst 1986. Ingi tók fram að þessar tilboðstölur væru „hráar“, eftir væri að yfirfara tilboð- ' in vegna hugsanlegra reiknivilla, og með tilliti til hvort þau væru í samræmi við útboðslýsingu, áður en þau færu fyrir borgarráð. Malbikun tefur Ameríkuflug ■ Flugleiðavéiar á leið til Bandaríkjanna verða að milli- lenda á Ganderflugvelli á Ný- fundnalandi til eldsneytistöku í nokkra daga upp úr miðjum mánuðinum. Ástæðan fyrir því er malbikunarframkvæmd- ir á Keflavíkurflugvelli. Malbikuð verða flugbrauta- mót, sem hefur þær afleiðing- ar, að flugvélar verða að lenda og taka á loft á mun styttri braut en áður. Vesturvélarnar geta þvf ekki tekið á loft full- hlaðnar. Framkvæmdirnar hafa hins vegar ekki áhrif á Evrópuflugið. „Þetta hefur í för með sér einhverjar tafir, sem er mjög slæmt á háannatímanum,“ sagði Sæmundur Guðvinsson, fréttafulltrúi Flugleiða, í sam- tali við NT. Aðspurður sagði hann, að Flugleiðir hefðu ekki tekið saman kostnaðaraukann, sem þessu fylgdi. „En þetta hefur óhjákvæmilcga í för með sér aukakostnað og óþægindi sagði Sæmundur. Ásgeir Einarsson, skrif- stofustjóri flugvallarstjóra á Keflavíkurflugvelli, sagði í samtali við NT, að ekki hefði verið talið hægt að geyma framkvæmdirnar til haustsins, þegar mestu annirnar í milli- landafluginu væru um garð gengnar. „Það verður að nota besta veðrið í þetta og þessar fram- kvæmdir eru óhjákmæmilegar til að halda vellinum við. Þetta var löngu vitað og kemur eng- um á óvart,“ sagði Ásgeir Einarsson.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.