NT - 21.07.1984, Qupperneq 2
Laugardagur 21. júlí 1984 2
Gjaldtakan:
„Ykkar málM
- segir Lord Carrington framkvæmdarstjóri NATO
■ „Það er mál Bandaríkj-
anna og Islands. Það kcmur
NATO ekki vlð,“ sagði Lord
Carrington NT í gær, þegar
hann var spurður um afstöðu
NATO til gjaldtöku fyrir
herstöðina á Miðnesheiði.
En haft var eftir Albert
Guðmundssyni, fjármála-
ráðherra, í fréttum í gær, að
nauðsynlegt væri að endur-
skoða þann hluta varnar-
samningsins sem kvæði á um
skattfríðindi varnar.liðs-
manna.
■ Lord Carrington og Geir
Hallgrimsson á Mímisbar í
gær.
Lord Carrington sagði
einnig að hann áliti ekki að
skoðanakönnunin, sem sýnir
að 63 prósent íslensku þjóð-
arinnar eru fygljandi gjald-
töku, sýndi að almenningur
féllist ekki á grundvallarsjón-
armið NATO. Hann sagði
að slíkt þýddi að fólk vill fá
greitt fyrir eitthvað sem það
lætur af hendi.
Hann sagði einnig að
NATO væri varnarbandalag
allra ríkja sem eru í banda-
laginu. Lord Carrington vís-
aði algjörlega á bug hug-
myndum um að varnarliðið
á Keflavík væri frekar til
varnar Bandaríkjunum en
tslandi. „Við erum öll í
þessu saman,“ sagði barón-
inn.
A blaðamannafundi sem
haldinn var í gær, sagði Car-
rington að hann teldi ekki
mikla stríðshættu nú. Hann
sagði að leiðtogar Sovétríkj-
anna gerðu sér Ijósa grein
fyrir afleiðingum styrjaldar.
Hann kvað Atlanthafs-
bandalagsríkin ekki hafa
aukið vopnabúnað sinn held-
ur aðeins endurnýjað, m.a.
vegna endurnýjunar Sovét-
manna á vopnum sínum.
Heimsókn Lord Carring-
ton lýkur í dag, en hádeg-
isverð mun hann snæða á
Þingvöllum með Halldóri
Ásgrímssyni, staðgengli for-
sætisráðherra.
Mæsur og
hafrahringir
■ Tilraunir okkar íslendinga
til að íslenska alla skapaða
hluti eiga sér langa sögu og er
sú málhreinsunarstefna vafa-
lítið helsta haldreipi íslensk-
unnar á síðari tímum. Sumar
þessar þýðingar takast af-
bragðs vel þannig að við
skerum okkur úr flestum eða
öllum öðrum þjóðum fyrir orð
eins og smjörlíki, sjónvarp og
sími. Annars staðar gengur
verr að fá þýðingarnar til að
tolla við og er þá þrautarlend-
ingin að farin er sama leið og
allir aðrir, útlenda orðið tekið
og lagað að málinu. Þannig er
það upp og ofan hvort fólk fæst
til að kalla kornfleks kornf-
lögur og sýeríós er ævinlega
nefnt sínu útlenska nafni sem
fellur illa að íslenskri tungu.
En Baldur Jónsson í ís-
lenskri málnefnd hefur bætt úr
þessu. í síðasta fréttabréfi sínu
bendir hann á fyrirtaksþýðingu
fyrir þá sem ekki vilja nota
orðið kornflögur: mæsur. I
litlu orðasafni sem fyrst var
prentað árið 1926 er orðið
kornflakes þýtt með kvenkyns
fleirtöluorðinu mæsur. En ser-
íósið er aldrei kallað annað á
heimili Baldurs en hafrahringir
að hans eigin sögn og þá getum
við sungið:
Súrmjólk í hádeginu og
hafrahringir á kvöldin...
Önnur málfarsábending í
fréttabréfi máinefndar er frá
Bjarna Vilhjálmssyni þjóð-
skjalaverði þar sem hann
bendir á að orðið jógi samrým-
ist ekki þeim kröfum sem gera
verður til íslenskra þýðinga.
Eðlilegur ritháttur á orðinu
væri að það væri ritað með k-i
þar sem það stendur milli
tveggja sérhljóða.
Ný íslands-
soguskoðun
■ Ný söguskoðun DV manna
sem valinn er vettvangur í
Dagfara á fimmtudag er allrar
athugunar verð. Þar er okkur
boðað að forfeður okkar hafi
nú ekki átt annan fararskjóta
en Grána eða göngustaf og
þóst góðir með bæjarferð á 10
ára fresti, gott og vel. Síðan
heyrum við að í ferðalög milli
landshluta (sem helst voru
reyndar vorferðir norðan-
manna suður) hafi ekki aðrir
farið en föru- og fyrirfólk! Þeir
vita líka alveg á DV hvernig
þessi lýður lifði: „Þá nærðust
menn og kættust af frelsis-
þránni ogfullveldisbaráttunni.
Átthagarnir og ættjörðin var
lífsakkeri og þeir voru menn
að meiri sem fæddust, lifðu og
dóu á sömu þúfunni án fland-
urs og ferðafiðrings".
Hér skiptir auðvitað engu
máli að íslensk sjálfsstæðisvit-
und komst ekki inn í torfkof-
ana fyrr en seint á síðustu öld,
fram til þess og raunar miklu
lengur elskuðu menn bara
kónginn. Og bændaþjóðin hef-
ur svo sannarlega mátt líta upp
til þeirra sem lifðu og dóu á
sama jarðarsneplinum því það
gerðu svo örfáar undantekn-
ingar í gamla bændasamfélag-
inu að nálgaðist sjaldgæfi.
Á hvern skal nú
trúa?
■ Því er ekki að neita að
móðurmálskunnáttu - og
stundum ekki síður framburði
í útvarpi - er í sumum tilvikum
nokkuð ábótavant. Það kemur
fyrir að manni líður hálfónota-
m
I
lega undir lestrinum en þó er
líka til í dæminu að af þessu
megi hafa nokkra skemmtun.
Það var þannig ekki með
öllu laust við að dropateljari
brosti út í annað undir morg-
unorðum útvarpsins í gær-
morgun þegar morgunyrðir
hélt því fram að ekki værum
við öll sammála um mikilvægi
„kriss“ og trú á „kriss“. Þessu
næst mátti skilja af morgun-
orðinu að lútherskar-evan-
gelískar kirkjur færu nú af stað
með hrópum og myndu ekki
létta ferðinni fyrr en þær væru
allar komnar á einn stað. Og
hvar skyldu nú blessaðar
kirkjurnar ætla að safnast
saman?Jú,- í„Buddhapest“.
Tvó félög í viðbót
höfnuðu uppsögn
launaliðarins
■ Tvö verkalýðsfélög hafa nú
slegist í lið með Borgnesingum
og hafnað því að segja upp
launaliöi kjarasamninganna 1.
september næstkomandi. Það
eru Félag málmiðnaðarmanna
á Akureyri og Félag starfsfólks
í veitingahúsum, en þau héldu
fundi með félagsmönnum sínum
í fyrrakvöld.
Vinnuveitendasambandi ís-
lands hafa aðeins borist form-
legar uppsagnir launaliðarins
frá 12 verkalýðsfélögum, og er
Dagsbrún ekki talin þar með.
aðildarfélög ASÍ eru á bilinu
240-250.
Útför Ragnars í Smára
■ Útför Ragnars Jónssonar í Smára var gerð frá Dómkirkjunni í
Reykjavík í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Séra Þórir Stephensen
jarðsöng, Marteinn H. Friðriksson lék á orgel og Ljóðakórinn söng.
Erling Blöndal Bengtson lék einleik á selló og Haukur Guðlaugsson
á Orgel. NT-mynd: Róbert.
ÁSKRIFT
í bæklingum Vörukynningar er fjöidi
góðra uppskrifta, handavinna og
húsráð. Askriftagjald er kr. 300 fyrir
næstu 10 bæklinga; möppu og þá af
eldri bæklingum sem enn eru til; einnig
eru áskrifendur þátttakendur í áskrif-
endahappdrætti Vörukynningar.
Áskriftarsími 91-14287 (einnig um
helgar).
-
Hvar er fært og hvar ekki
■ Nú eru fjallvegir að
verða færir. Þannig eru sam-
kvæmt upplýsingum frá
vegaeftirliti, Uxahryggir,
Kaldidalur og Þverárfjall
opin allri umferð. Jeppafært
er hins vegar um Arnavatns-
heiði, Tröllatunguheiði og
Kjalvegur. Fært er í Kerl-
ingafjöll og í Hveradali að
norðan.
Steinadalsheiði, milli Kolla-
fjarðar og Gilsfjarðar, er
jeppafær.
Illfært er á Steingríms-
fjarðarheiði, og vissast er að
fara Gæsafjallaleið vestan
frá vegna snjóskafla.
Jeppafært er yfir Kjöl og
Sprengisand og einnig urn
Skagafjarðarheiði og Eyja-
fjarðarheiði.
Vilji fólk bregða sér í
laugarnar, þá er Dómadals-
leið opin, og báðar Fjalla-
baksleiðirnar jeppafærar.
Þó ber að vara við miklu
vatni í Markarfljóti, og ættu
aðeins stórir jeppar að leggja
í það.
Fært er í Lakagíga og
jeppafært er á Öxi, Kverk-
fjöll og Öskjuleið.
Loðmundarfjörður og
Hellisheiði eystri eru jeppa-
fær.