NT


NT - 21.07.1984, Side 9

NT - 21.07.1984, Side 9
Þórarinn Þórarinsson ritstjóri skrifar byggja togara eða önnur fiski- skip, og ákveður stjórn út- gerðarinnar fjölda þeirra, stærð og gerð, að fengnu sam- þykki sjávarútvegsráðherra. Skulu þau, eftir því sem unnt er, byggð innanlands. Útgerðin heldur skipum sín- um til veiða í því skyni að hagnýta sem bezt fiskimiðin og stuðla með því að öflun hráefn- is fyrir fiskiðnað landsmanna. Við ákvörðun um, hvar afla skuli landað, skal höfð hliðsjón af atvinnuástandi einstakra byggðarlaga, sem til greina koma. Stjórn útgerðarinnar skal skipuð 7 mönnum: Fjórum, sem Alþingi kýs. Tveim, sem skipshafnir á skipum Toga- raútgerðar ríkisins tilnefna, og skal annar vera frá yfir- mönnum, en hinn frá öðrum skipverjum. Ráðherra setur nánari reglur um þessa tilnefn- ingu. Sjöunda stjórnarmann- inn skipar sjávarútvegsráð- herra án tilnefningar, og er hann formaður. Ráðherra set- ur stjórninni erindisbréf og ákveður laun hennar. Umboð stjórnarinnar skal vera til 4 ára í senn. Nú telur stjórn Togaraút- gerðarinnar eigi lengur þörf á því, að hún geri út togara til hráefnisöflunar og atvinnu- miðlunar, og er henni þá heim- ilt, að fengnu samþykki sjávar- útvegsráðherra, að selja fisk- verkunarstöðvum og félags- samtökum, sem stofnuð eru fyrir forgöngu sveitarfélaga, togara sína, enda skuldbindi kaupandi sig til að leggja upp afla hjá tilteknum fiskvinnslu- stöðvum. Þá skal Togaraút- gerðin jafnan eiga og gera út a.m.k. 4 togara. Ríkisstjórninni er heimilt að verja allt að 75 millj. kr. til kaupa á hlutafé í útgerðarfé- lögum, sem stofnuð eru fyrir forgöngu sveitarstjórna og með þátttöku sveitarfélaga í byggðarlögum, þar sem at- vinna er ótrygg og fiskvinnslu- stöðvarskórtirverkefni. íengu félagi skal hlutafjárframlag ríkisins nema meira en 40%. Þó skal ríkið og sveitarfélagið jafnan hafa þar meiri hluta. Ekki talsmenn ríkisrekstrar í greinargerð frumvarpsins var skýrt tekið fram, að fram- sóknarmenn væru ekki fylgj- andi ríkisrekstri, þótt þeir flyttu umrætt frumvarp. í greinargerðinni sagði á þessa leið: „Flutningsmenn þessa frum- varps eru ekki sérstakir tals- menn ríkisrekstrar. Þeir telja almennt heppilegra, að at- vinnutækin séu í einkaeign og rekin af einstaklingum eða fé- lögum. En þegar einkaaðila eða félagssamtök brestur bol- magn til að eignast og starf- rækja nauðsynleg framleiðslu- tæki, er óhjákvæmilegt að grípa til ríkisrekstrar, a.m.k. um tíma. Þannig er nú að okkar dómi háttað í málefnum togaraútgerðarinnar. Þess er alls ekki að vænta, að nein endurnýjun eða aukning tog- araflotans eigi sér stað í bráð, nema ríkið beiti sér fyrir smíði togara og útgerð þeirra, svo sem hér er gert ráð fyrir. En landsmenn mega ekki við því að missa þessi fengsælu fram- leiðslutæki, sem oft hafa verið styrkasta stoðin undir atvinnu- lífi þeirra. En auk þess er það svo, að ef að er gáð, þá er hér í raun og veru um að ræða stuðning við einkarekstur. Með togaraútgerð ríkisins er fyrst og fremst stutt við bakið á fiskvinnslustöðvunum, en þær eru yfirleitt í einkaeign og einkarekstri. Það er skoðun flutnings- manna þessa frumvarps, að stefna eigi að því, að útgerð togara verði í framtíðinni fyrst og fremst í höndum félagssam- taka og einstaklinga. Þess vegna er í 9. gr. veitt heimild til að ráðstafa togurum ríkisút- gerðar til einkaaðila að þeim skilyrðum fullnægðum, sem þar greinir. Um slíkt verður þó tæplega að ræða, nema aðstaða togaraútgerðar verði bætt frá því, sem nú er." Eins og áður er rakið, var svo sérstakur kafli í frumvarp- inu um stuðning ríkisins við útgerðir bæjar- og sveitarfé- laga. Ný togaraöld Þetta frumvarp framsókn- armanna náði ekki fram að ganga á þinginu 1970. Á næsta þingi var ekki þörf á því að ilytja það að nýju. Þá var komin til valda ný ríkisstjórn og trú manna aukin á togaraút- gerð og eflingu fiskvinnslu- stöðva. Ríkisúgerðar var ekki lengur þörf, en efling togaraút- gerðarinnar byggðist þá víða á framtaki sveitarfélaga og ann- arra félagasamtaka, en á þá lausn hafði Framsóknarflokk- urinn lagt áherzlu. Spurningin er þó sú, hvort þessi samtök hefðu ekki þurft að vera víðtækari og að því leyti í samræmi við hugmynd- ina um Togaraútgerð ríkisins, að hægt hefði verið með miðl- un milli fiskvinnslustaða að hafa skipin færri en þau hafa orðið. En vel mættu menn hafa hugfast, hversu atvinnuástand- ið í útgerðarstöðum landsins er nú breytt frá því, sem var fyrir fjórtán árum. Það má líkja því, sem hér hefur gerzt, við byltingu. Togararnir hafa átt mestan þátt í því. Með tilkomu vinsíri stjórnarinnar 1971 hófst ný togaraöld, sem hefur valdið ekki minni bylt- ingu en sú, sem hófst upp úr aldamótunum. Lauaardagur 21. júlí 1984 f 9 Málsvari frjáislyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 686387 og 686306. Verð í lausasölu 25 kr.og 30 kr. um helgar. Áskrift 275 kr. : Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Bla&aprent hf. Sjálfboðalið Ronalds Reagan á íslandi ■ Pað fór ekki svo, að fimmtán manna sendinefnd- in frá Shultz og Weinberger færi erindisleysu til íslands. Þetta kemur reyndar ekki á óvart, því að Bandaríkin hafa oft fengið stuðning þess hérlends fólks, sem sízt hefur verið búizt við að tæki upp hanzkann fyrir þau. í forustugrein Þjóðviljans í gær er tekið undir með Bandaríkjamönnum og það talin hrein gróðahyggja og brask af íslendingum að fara fram á frjálsar siglingar milli íslands og Bandaríkjanna. Það sjón- armið er eindregið stutt, að íslendingar eigi þegjandi að sætta sig við það, að erlend ríki geti einokað vissa flutninga til íslands og bannað íslenzkum siglinga- félögum að keppa um þá á frjálsum markaði. Þegar þetta hefur tekizt á einu sviði siglinganna, er vissulega hætta á, að það geti náð til fleiri. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem forustumenn Alþýðubandalagsins hafa skipað sér til liðs við Ronald Reagan þegar deila hefur risið milli íslenzkra og bandarískra stjórnvalda. Þeir hafa t.d. barizt gegn því, að Bandaríkin hefðu einhver útgjöld af því, að byggð yrði flugstöð á Keflavíkurflugvelli utan her- stöðvarsvæðisins og með því dregið stórlega úr samskiptum landsmanna og bandaríska herliðsins. Það væri frekja að krefjast slíkra útgjalda af Bandaríkjunum, þótt það sé ekki síður í þágu þeirra en íslendinga að dregið sé úr umræddum sam- skiptum. Ronald Reagan getur þannig treyst á öruggt sjálfboðalið hér á landi, ef í odda skerst milli íslenzkra og bandarískra stjórnvalda vegna þess að íslendingar krefjast þátttöku Bandaríkjanna í kostn- aði, sem leiðir af dvöl hersins, eða æskja þess að siglingafrelsi ríki varðandi flutninga milli íslands og Bandaríkjanna og eðlileg samkeppni fari fram á grundvelli þess. Brement sendiherra veit vissulega hvað hann er að gera, þegar hann sýnir þessari sjálfboðaliðasveit verðskuldaða gestrisni. Maður líttu þér nær ■ Verzlunarráð íslands hefur sent frá sér plagg, gæða þessarar vöru þegar fram í sækti, m.a. vegna meiri og fjölbreyttari framleiðslu. Lokaorð • Það er óréttlátt að önnur lög gildi um útlendinga sem búa á íslandi en um Islend- inga sjálfa. • íslendingar geta framleitt allt það kjöt sem varnarliðið þarf. • Islenskt nauta-, svína-, ali- fugla- og kindakjöt er í háum gæðaflokki. • Innflutningur á hráu kjöti til varnarliðsins hefur í för með sér mikla hættu á flutn- ingi smitsjúkdóma til landsins. Ég tel mig hafa leitt rök að því að enginn ástæða sé til þess að leyfa bandarískum hernað- aryfirvöldum að flytja kjöt til íslands, þegar öllum öðrum er bannað að gera það. Það er skoðun mín að við- eigandi yfirvöld eigi nú þegar að grípa í taumana. ReykjavíkjlS. júlí 1984. ■ Hinum megin við veginn er hins vegar bandaríski herínn með sinn varning. Hann fer inn í landið án þess að nokkur skipti sér af því sem þar er verið að flytja inn.“ sem það kallar: Næstu skref í efnahagsmálum, og mun ætlað að vera Sjálfstæðisflokknum til leiðbein- ingar í væntanlegum viðræðum stjórnarflokkanna. Af plaggi þessu má draga þá ályktun, að flestir eða allir efnahagslegir erfiðleikar stafi frá sjávarútvegi og landbúnaði og vandamálin eigi að leysa á kostnað þeirra. Hins vegar virðist koma fram, að allt sé í bezta lagi hjá milliliðunum. Þar fer ekki neitt í súginn varðandi húsnæði og fjölda starfsfólks. Ekki er neitt við það að athuga, þótt innflutningur til landsins sé langt úr hófi fram og erlend skuldasöfnun síaukist í hlutfalli við það. Við það er ekki neitt að athuga, þótt milliliðirnir blómstri á meðan haldið er niðri kaupi þeirra, sem lágt eru launaðir. Að sjálfsögðu verður þetta plagg Verzlunarráðsins ekki tekið alvarlega, enda meira en hæpið, að verzlunarstéttin standi almennt á bak við það, heldur hafi nokkrir Friedmanistar tekið sér bessaleyfi til að gefa það út í nafni hennar. Réttasta svarið við þessu plaggi er hið fornkveðna: Maður líttu þér nær. Vissulega er margt athugavert hjá sjávarútvegi og landbúnaði, en óhófs fjárfesting, eyðsla og sukk finnst þó hvergi meira en í milliliða- starfseminni.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.