NT - 21.07.1984, Page 32

NT - 21.07.1984, Page 32
Skagaströnd: Útvarp Kántrí- bær, góðan dag ■ „Málið er komið í höfn,“ sagði Hallbjörn J. Hjartarson, kántrísöngvari á Skagaströnd, er hann var spurður að því hvort leyfí hefði fengist til að starfrækja útvarpsstöð nú um helgina í tengslum við kántríhátíðina sem þar verður haldin.Áttu útvarpssendingar að hefjast klukkan 19 í gær. Upphaflega stóð til að byrja að senda út frá Kántríbæ á hádegi í gær, en babb kom í bátinn er Póst- og símamála- stjórn neitaði að samþykkja sendinn sem nota átti. Var talin hætta á því að sendirinn gæti truílað önnur fjarskipti á svæð- inu. Hallbjörn brá því hart við og útvegaði annan sendi, en yfirvöld vildu fyrst í stað ekki heldur leggja blessun sína yfir notkun hans. „Þeir sögðu að sendirinn væri óstyrkur í rás og hlutsendur myndu því alltaf þurfa að vera að stilla útvarps- tæki sín,“ sagði Hallbjörn. Að lokum var ákveðið að tækni- maður frá Póst- og símamála- stofnun myndi vera á Skaga- strönd um helgina og hafa auga með útsendingum. Útsendingu mun Ijúka á sunnudagskvöld, en útvarpað er í FM steríó. Og að sjálfsögðu verður aðeins leikin kántrítón- list. Akranes: Ekið á dreng ■ Tólf ára drengur var fluttur á Sjúkrahúsið á Akranesi í gærdag eftir að hafa orðið fyrir bíl á Skagabraut. Talið er að einhverjir hafi orðið vitni að slysinu og eru þeir beðnir að hafa samband við lögregluna á Akranesi. Drengurinn var á reið- hjóli er hann lenti framan á bifreið sem á móti kom. Við áreksturinn brotn- aði framrúða bílsins og flaug drengurinn síðan -aftur fyrir bílinn og skall í götuna. Hann hlaut höfuðá- verka og lærbrotnaði. að því er talið var. Bílstjóri bílsins telur sig hafa farið framúr annarri bifreið framan við verslun Einars Ólafssonar, rétt áður en slysið varð, og vill lögreglan biðja þann bíl- stjóra að hafa samband. Slysið varð klukkan 3 í gær. \ Maður úr Grindavík lætur fylla bfl sinn af ódýra bensíninu í Botnsskálanum um hádegisbilið í gær. Aðrir bíða þolinmóðir eftir afgreiðslu. NT-mynd G.E. Enn lækkar bensín í Botnsskálanum ■ Það er ekki á hverjum degi, að bensínverð á fslandi lækkar, og allra síst þegar verðhækkun er tilkynnt. Samt varð nú raunin sú um síðustu helgi í Botnsskál- anum í Hvalfirði, þegar verðið var lækkað um 70 aura á meðan það hækkaði um 40 aura annars staðar á landinu. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem verðlækkun verður á bens- íni í Botnsskálanum. í byrjun júlí var bað lækkað um 50 aura og um hvítasunnuna var í gildi tímabundin lækkun. Núverandi verðlækkun mun standa út þennan mánuð til að byrja með. Jón Pétursson í Botnsskálan- um sagði í samtali við NT í gær, að hann gerði þetta m.a. vegna óánægju með fyrirgreiðslu frá olíufélögunum, sem að hans áliti hafa látið sjálfstæða dreif- endur sitja á hakanum. „Við fáum 70 aura fyrir hvern seldan lítra, sem hingað til hefur ekki dugað fyrir kostnaði, og við höfum verið að leita eftir leiðréttingu á því,“ sagði Jón. Jón sagði, að viðskiptavinirn- ir kynnu vel að meta verðlækk- unina og hefði hann orðið var við töluvert meiri sölu en áður. í gær kom m.a. að Botnsskálan- um bifreið úr Grindavík með hálffullan tank og lét fylla fyrir langferðina. En hvernig skyldu olíufélögin líta á málið? „Þau tóku þessu afar illa,“ sagði Jón. „Pau hótuðu að loka á okkur eftir hvítasunnuna, en þau hafa ekki sýnt nein við- brögð eftir síðustu lækkun. Olíufélagið skeljungur á dæl- urnar við Botnsskáfann og NT spurði Indriða Pálsson forstjóra Skeljungs hvað honum fyndist um verðlækkunina. „Ég hef ekkert um þetta að segja,“ sagði Indriði. Þegar verðlækkunin spurðist út, linnti ekki símhringingum á skrifstofu Félags íslenskra bif- reiðaeigenda og í gærmorgun sendi félagið menn upp í Hval- fjörð til að fá staðfestingu á lækkuninni. Opinbera verðið er skráð á dælurnar, en afgreiðslu- mennirnir endurreikna það með aðstoð vasareiknivéla. Rækjuveiðisvæðið fært út: Rækjuveiði- svæðið stækkað norðanlands vegna hafíss ■ Svæðið sem rækjuveiði er leyfð á hefur nú verið stækkað og var það gert að hluta til vegna hafíss fyrir Norðurlandi. Jón B. Jónasson, skrifstofu- stjóri í Sjávarútvegsráðuneyt- inu, sagði NT í gærkvöld að nýja svæðið afmarkaðist af línu sem dregin væri frá Gjögri að Kálfshamarsvita. Jón sagði að menn hefðu verið sammála um að reyna þetta svæði, en það hefði ekki verið veidd rækja þar áður. Stórir rækjubátar munu geta haldið áfram veiðum en þeir minni gætu leitað á Breiða- fjarðarmið eða út fyrir Snæ- fellsnes. Á meðfylgjandi mynd sést hvar ísinn liggur, en hann er ekki mjög þéttur á miðunum. I i I i I i i i i I i -I' i ' i' -i - A ■ A þessu korti Veðurstofu íslands sést dreifíng íss fyrir norðanverðu land- * inu. Isinn hefur nú þegar truflað rækju- veiðar. Á innfelldu myndinni sést hvern- ig ísinn er flokkaður eftir þéttleika. Kort: Veðnrstofa Islunds. m/to SAMFROSTA 'lS 7.9/lO ÞÉTTUR ÍS 4-6/lO GISINN ÍS 1-3/10 MJOG GISINN is <j/ÍO ÍSDREIFAR ÍS i MYNDUN borgarÍsjaki 000 00 »>: ** A Bl: Saga félagsins fannst á Lands- bókasafninu ■ Það rak heldur betur á fjörurnar hjá Blaða- mannafélagi Islands á dögunum þegar tíu öskjur, fullar af gömlum fundargerðum og alls kyns skjölum, fundust í Lands- bókasafni íslands. Töldu menn þessa pappíra, sem sumir eru mikilvæg heim- ild um sögu félagsins, að eilífu glataða. Lúðvík Geirsson, blaðamaður á Þjóðviljan- um, rakti slóð skjalanna í Landsbókasafnið. Hann sagðist í samtali við NT hafa frétt fyrir nokkru að Jón Bjarnason, fyrrum fréttastjóri á Þjóðviljan- um, sem eitt sinn var for- maður BÍ, hefði haft skjöl- in í sinni vörslu til dauða- dags, en Jón er dáinn fyrir allmörgum árum. „Það vildi þannig til að ég þekki dótturdóttur Jóns og ég fór að forvitnast um þetta hjá henni og hún sagðist muna eftir einhverjum pappakössum, sem ætt- ingjar Jóns hefðu farið með í handritadeild Landsbókasafnsins. Þegar ég fór að athuga málið_ fundust skjölin fljótlega vel geymd í tíu öskjurn." „Meðal pappíranna sem hér um ræðir, er fundar: gerð frá stofnfundi BÍ 1934. Einnig eru í öskjun- um félagatöl og ýmislegt fleira allt aftur til ársins 1956. Þessar heimildir geta komið að miklu gagni ef einhven tíma verður ráðist í að gefa út blaða- mannatal, sem nokkuð hefur verið rætt um, og jafnvel sögu félagsins.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.