NT - 09.11.1984, Side 7
Vettvangui
tugum. Ég fullyrði að lífskjör
væru hér 15% verri en þau eru
þó í dag, ef þeirra ny ti ekki við.
Frystan fisk vantar á alla
markaði í V-Evrópu. Við get-
um ekki fremleitt hann í nein-
um mæli vegna þeirra gengis-
stefnu sem hérna ríkir. ísfisk-
verð í V.-Evrópu er hátt og
stöðugt. Mikil aukning hefur
orðið á útflutningi, sérstaklega
í gámum.
Verð á saltfiski er hækkandi
allt þetta ár, þrátt fyrir mjög
sterka stöðu dollarans. Vantar
nú verulegt magn af saltfiski til
að unnt sé að anna eftirspurn.
Þrátt fyrir erfiðari markaðs-
skilyrði en nokkurn tímann
áður tókst Síldarútvegsnefnd
að selja 185.000 tunnur af síld
til Sovétríkjanna á viðunandi
verði. 40.000 þúsund tunnur 1
eru seldar til Finnlands og
Svíþjóðar og þetta gerist á
sama tíma og Norðmenn setja
áttatíu prósent af sínum síldar-
afla beint í bræðslu. Er hér um
næstum ótrúlegt söluafrek að
ræða. Sama er að segja um sölu
frystra afurða til Sovétríkj-
anna. Miklar sölur hafa tekist
fyrir viðunandi verð. Ég vil
nota þetta tækifæri til að undir-
strika hina miklu þýðingu sem
hin hagstæðu viðskipti við
Sovétríkin hafa fyrir þjóðar-
búið og hvern einstakan íbúa
þessa lands. Hörðustu sam-
keppnisaðilar okkar á fisk-
mörkuðum erlendis öfunda
okkur mjög af þessum vinsam-
legu og hagstæðu viðskiptum.
Þeir sem með vanhugsuðum
aðgerðum vonandi og viljandi
leggja stein í götu þessara
viðskipta, vinna þjóðinni mik-
ið tjón. Stjórnskipan við-
skiptalanda okkar er þeirra
einkamál.
Verð á rækju og hörpudiski
hefur verið í lægra lagi, en
sölur eru nú komnar í gang og
verð heldur hækkandi. Verð á
lýsi og mjöli lækkaði að vanda
þegar nálgaðist verðlagningu
á loðnu. Yfirboð byrjuðu um
leið og verðlagningu var lokið
og voru orðin 20% á sunnudag-
inn var. Verðlagning þessara
afurða er kapituli út af fyrir
sig, þar sem íslenska ríkið á
allar stærstu verksmiðjurnar.
Að loknum þessum lestri,
þar sem fram kemur að árið er
eitt af fimm eða sex mestu
aflaárum í sögu landins og
afurðaverð yfirleitt gott og í
flestum tilfellum mjög gott sé
miðað við aðra gjaldmiðla
heims en tvo hina sterkustu,
dollar Reagans og krónu Jó-
hannesar, þá ætti ekki að vera
vandi eða langt mál að tala um
afkomu sjávarútvegsins.
Hlýtur hún ekki að vera nokk-
uð góð, eða í það minnsta
sæmileg.
Þjóðhagsstofnun telur hana
erfiða, þó ekki fjarri hinu
fræga Þjóðhagsstofunúlli.
í skýrslu stofnunarinnar er
miðað við 3% raunvexti, eins
og vextir eru í siðuðum
löndum, en ekki 10% raun-
vexti eins og þeir eru hér á
landi.
Ekkert tillit er tekið til 2000
milljóna króna uppsafnaðs
skuldahala eða vaxta af
honum. Frystihús á að endast
í 50 ár. Eigið fé er ekki metið
til verðs. Þó er vöntun á eigin
fé talið mesta vandamál at-
vinnugreinanna. Langvarandi
óðaverðbólga og sú markaða
meginstefna íslenskra stjórn-
valda um langt árabil, að láta
nær allan þann auð sem skap-
ast við fiskveiðar og vinnslu
sjávarafurða renna til annarra
en þeirra fáu sem afla hans og
vinna, er búið að koma þessari
atvinnugrein á kné og er vel á
veg komið með að gera þessa
vinnusömu þjóð gjaldþrota.
Aðeins16.1%erlendu
skuldanna vegna
sjávarútvegs
Endalaust dynur yfir okkur
í fjölmiðlum söngur um að
samfélagið styrki sjávarútveg-
inn og að hann sé að sökkva
landinu í erlent skuldafen.
Staðreynd er hinsvegar að
aðeins er um 16,1% af er-
lendum skuldum þjóðarinnar
tilheyrandi sjávarútvegi. Það
er bjargföst sannfæring mín að
þeim þjóðum vegni best sem
veita þegnum sínum mikið
frelsi til athafna og þar sem
ríkið er sem allra minnst að
vafstra í atvinnumálum. Við
eðlilegar aðstæður og langvar-
andi jafnvægi í þjóðarbúskap
tel ég líka að opinber afskipti
af verðlagi og vaxtaákvörðun-
um séu til ills eins. En þegar-
verðskyn fólks er ekkert vegna
langvarandi verðbólgu og þar
við bætast hin skelfilegu hag-
fræðilegu mistök og hin hrika-
lega eignatilfærsla sem krónu-
skiptin ollu, þá er frjáls álagn-
ing óskiljanleg aðgerð. Þegar
fjármagnshungur er jafn
gengdarlaust og það er hér á
landi eru þó frjálsir vextir
ennþá óskiljanlegri aðgerð.
í útflutningsgreinum sjávar-
útvegs eru vextir þegar best
lætur þriðji stærsti gjaldaliður-
inn, fast á eftir kaupi. Ef
endalaus hækkun á vöxtum
veldur ekki verðbólguspreng-
ingu, af hverju er þá verið að
halda í kaupið. Núverandi
ríkisstjórn naut yfirgnæfandi
trausts fólks úr öllum stjórn-
málaflokkum, meðan menn
töldu hana vera að berjast við
verðbólguna af alvöru. Eftir
því sem stjórnin hefur sleppt
fleiri spottum lausum og þar
með losað fleiri þjóðfélags-
hópa undan árum við lífróður-
inn fyrir efnahagslegu sjálf-
stæði þjóðarinnar, hefur
traustið dvínað. Nýlokið er
fyrsta rælnum í þeim dansi sem
hafinn er vegna þess trúnaðar-
brests. Einnig er nýlokið út-
boði á flutningum á frystum
fiski til Evrópu. Tilboðið var
aðeins til tveggja skipafélaga.
Morgunblaðið skýrir okkur
frá því að fragtir lækki um
40% vegna þessara aðgerða.
Flestir liggja flatir
Ef við viljum í alvöru fullt
frelsi af hverju byrjum við þá
ekki á byrjuninni og gefum
gengisskráninguna frjálsa eins
og Freedmann gamli leggur til.
Af hverju erum við skikkaðir
til að selja gjaldeyri okkar á
föstu verði, en sá sem kaupir
hann má selja hann á því verði
sem honum sýnist. Það er því
miður vegna þess að frelsið
sem við búum við í dag er fyrst
og fremst frelsi hinna fáu til að
knésetja hina mörgu.
Við sem erum svo óham-
ingjusamir að standa í rekstri
sjávarútvegsins í dag, erum í
besta falli komnir á kné. Flestir
liggja flatir. Ef við slíðrum
ekki sverð í okkar innbyrðis
deildum og komum fram sem
einn samstæður hópur allir sem
einn, sjómenn, útvegsmenn,
fiskverkendur og starfsfólk í
fiskvinnslu og krefjumst þess
réttar að þokkalega rekin fyrir-
tæki geti greitt mannsæmandi
kaup og önnur gjöld, þá er
stutt í það að íslendingar búi
við verstu lífskjör í Evrópu.
Það er búið að upplýsa okk-
ur um það ítrekað í fjölmiðlum
að verðlag hafi lækkað við
álagningafrelsið. Svari þar
hver fyrir sig. Ég vil hins vegar
biðja ykkur þingfulltrúar góðir
að keyra hér um Reykjavík og
nágrannabæjarfélög og sjá
hvað verið er að gera. Hér
fyrir vestan okkur er að rísa
ákaflega hófleg bygging sem er
geymsla fyrir annan sterkasta
gjaldmiðil heims. Kostnaður
við þá byggingu er ekki tekinn
af neinum, um það höfum við
yfirlýsingu sem ekki er hægt að
rengja.
Að öðru leyti er verið að
byggja hér á Stór-Reykjavík-
ursvæðinu mikið stærri bæ en
Akureyri.
Allar þessra byggingar eru
fyrir þjónustuverslun og þjón-
ustuiðnað eða íbúðarhús fyrir
væntanlega starfsmenn þessara
fyrirtækja. Á þessu svæði býr
yfir helmingur þjóðarinnar,
70% íbúanna lifa á þjónustu
og verslun. Haldið þið að
höfuðið sé ekki að verða við
vöxt miðað við aðra líkams-
hluta. Verslun og þjónusta eru
nauðsynlegar atvinnugreinar
sem verða að hafa þokkalega
afkomu.
Engum er þessi óheillaþróun
hins vegar hættulegri en þess-
um greinum sjálfum.
Ætli þessi ofvöxtur í þeim
hafi ekki svipaðar afleiðingar
fyrir þær og síðustu tuttugu
skuttogarnir höfðu fyrir sjávar-
útveginn.
Sjávarútvegurinn er og verð-
ur enn um langt árabil aðal-
auðsuppsprettta þessara
þjóðar. Éngum er kærara en
okkur að fleiri stoðum verði
rennt undir þjóðartekjur og
gjaldeyrissöfnun.
Við bjóðum velkomnar allar
nýjar atvinnugreinar og óskum
þeim velfarnaðar. Við ætlum
okkur hinsvegar ekki lengur
að búa við þau kjör sem sam-
félagið býður okkur upp á í
dag.
Sé samfélagið ekki reiðubú-
ið til að láta þessi kjör í té,
virðist eðlilegast að ríkið taki
allt heila klabbið yfir. Þetta
verða stjórnmálamenn að
skilja. Ég vil svo Ijúka þessum
orðum með tilvitnun í Reykja-
víkurbréf Morgunblaðsins 28.
' október s.l. þar sem segir að
meðan rekstrarskilyrði sjávar-
útvegs sé eins og þau eru í dag
og hafa lengi verið þá hljóti allt
annað í þjóðfélaginu að vera á
brauðfótum. Ætli þetta sé svo
fjarri lagi.
og er þó ótalið það sem hann
er þekktastur fyrir.
Þetta kom allt stig af stigi.
Fyrst var Vilhjálmur kosinn í
hreppsnefnd Mjóafjarðar-
hrepps árið 1946. Var oddviti
árin 1950-1978. Hann var fyrst
í framboði til Alþingis árið
1942 og þá í fjórða sæti á lista
Framsóknarflokksins í Suður-
Múlasýslu, en Vilhjálmur hefir
jafnan verið mikil framsóknar-
og félagshyggjumaður. En
áhugi hans beindist m.a. mjög
að byggðamálum og þar með
framtíð dreifbýlisins. Hann var
einnig á listanum í seinni kosn-
ingunum 1942 og síðan árið
1946.
í alþingiskosningunum 23.
og24. okt. 1949varVilhjálmur
kosinn þingmaður Suður-
Múlasýslu ásamt Eysteini
Jónssyni. Var hann þingmaður
til ársins 1956, en féll þá fyrir
Lúðvík Jósefssyni og munaði
örfáum atkvæðum. Þetta sner-
ist við í fyrri kosningunum
1959 en þá urðu þeir Eysteinn
og Vilhjálmur seinustu þing-
menn Suður-Múlasýslukjör-
dæmis í kosningunum 1959.
Með breyttri kjördæmaskip-
an varð nú langt hlé á þing-
mennsku Vilhjálms, en hann
var varaþingmaður árin 1959-
1967. Það ár varð hann þing-
maður Austurlandskjördæmis
og síðan samfleytt til ársins
1979 og fyrsti þingmaður frá
1974 til 1978. Vilhjálmur sat
því á Alþingi um 20 ára skeið.
Við áttum samleið sem fram-
bjóðendur í 12 ár og sátum
saman á Alþingi í 5 ár.
Það var mjög ánægjulegt að
starfa með Vilhjálmi á Brekku.
Við þekktumst frá blautu
barnsbeini, enda náfrændur.
Amma mín og móðir hans
voru systur. Hann er eins og
alþjóð veit ákaflega skemmti-
legur maður og vel heima á
mörgum sviðum. Þótt skóla-
ganga Vilhjálms væri ekki löng
er hann gagnmenntaður. Hann
hefir mjög gott vald á íslensku
máli og er ritfær í besta lagi og
hagmæltur. Hann hlaut í
vöggugjöf frábæra kímnigáfu
og einstaka frásagnarlist. Er
unun að hlusta á Vilhjálm
segja frá, enda margfróður og
stálminnugur. Hann er jafnan
hrókur alls fagnaðar á manna-
mótum.
En auk þess er Vilhjálmur
gáfaður mannkostamaður og
dugandi í því sem hann tekur
sér fyrir hendur. En bestu
eðliskostir hans eru heiðarleiki
og samviskusemi. Hann er
traustur og áreiðanlegur í sam-
starfi. Að sjálfsögðu hlýtur
slíkur maður að vinna sér vin-
sældir og traust samtíðar-
manna sinna. Já! með Vil-
hjálmi er gott og lærdómsríkt
að starfa.
Að sjálfsögðu hlaut Vil-
hjálmi að vera trúað fyrir
vandasömum verkefnum á
vettvangi þjóðmála. Hann átti
sæti í framleiðsluráði landbún-
aðarins um langa hríð, svo og
verðlagsnefnd landbúnaðar-
afurða. Hann sat í mörgum
nefndum, sem fjölluðu um lög-
gjöf landbúnaðarins og fleiri
þýðingarmikil málefni. En það
sýndi þó best hvers álits Vil-
hjálmur naut, þegar hann var
skipaður menntamálaráðherra
í samstjórn Framsóknarflokks-
ins og Sjálfstæðisflokksins 28.
ágúst 1974, en ráðherrastörf-
um gegndi hann í rétt fjögur
ár. Ekki skal hér rekja marg-
háttuð ráðherrastörf en Vil-
hjálmur hefir sjálfur skrifað
fróðlega og skemmtilega bók
um „fjögur ár í ráðherrastarfi
og fjórum dögum betur“. Vil-
hjálmur vakti í upphafi athygli
með því að afnema vínveiting-
ar í Menntamálaráðuneytinu.
Sýndi hann með því samræmi
í orðum og gjörðum.
Vilhjálmur lét af þing-
mennsku árið 1979 að eigin
ósk. En trúnaðarstörfin hlóð-
ust á hann áfram. Hann var
skipaður formaður útvarps-
ráðs. Þá kosinn formaður
stjórnar Sambands austfirskra
sveitarfélaga. En nú hefir
hann látið af flestum trúnaðar-
störfum og situr á friðarstóli
ýmist heima á Brekku eða
suður í Reykjavík.
En hann er alls ekki verk-
laus. Vinnur þrotlaust og nú
að ritstörfum. Hann skrifaði
eins og áður getur bókina
„Raupað í ráðuneyti“. í þeirri
bók kemur glöggt fram áhugi
Vilhjálms á samneyti við ann-
að fólk og hve auðvelt hann á
með að blanda geði við aðra.
Hann var mjög vinsæll af ráðu-
neytisfólki og kom raunarfram
öðrum þræði sem vinnufélagi
þess. En þótt Vilhjálmur sé
Ijúfur maður á hann til að beita
ákveðni og hörku, ef nauðsyn
ber til.
Þá hefir hann þegar lokið
við fyrsta bindi sögu Eysteins
Jónssonar. Er það gagnmerkt
heimildarrit ekki aðeins um
Eystein heldur og um samtíð
hans og stjórnmál þeirra tíma.
Hygg ég að annað bindi sög-
unnar komi út á þessu ári.
Og nú stendur Vilhjálmur á
Brekku á sjötugu og ber aldur-
inn mjög vel. Vinir hans og
samherjar senda honum og
fjölskyldu hans hljýjar afmæl-
isóskir og þakka samstarf og
vináttu. Hið fjölmenna
frændalið sendir hamingjuósk-
ir að Brekku. Ég og fjölskyld-
an sendum sérstakar kveðjur
og þökkum liðnu árin. Það
birtir alltaf í húsinu þegar Vil-
hjálmur kemur. Við vonum að
hann haldi þvi áfram um langa
hríð. j september 1984
Tómas Árnason
Föstudagur 9. nóvember 1984 7
Málsvari frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútíminn h.f.
Framkvæmdastjóri: Sigurður Skagfjörð
Sigurðsson
Markaðsstjóri: Haukur Haraldsson
Ritstjóri: Magnús Ólafsson (ábm).
Fréttastjóri: Kristinn Hailgrímsson
Innblaðsstjóri: Oddur Ólafsson
Tæknistjóri: Gunnar Trausti
Guðbjörnsson
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík.
Simi: 686300
Auglýsingasími: 18300
Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 25 kr. og 30 kr. um
helgar.
Áskrift 275 kr.
Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun:
Blaðaprent h.f.
Þýsk leid eða bresk?
■ í leiðara NT fyrr í vikunni var rætt um þá
annmarka, sem að undanförnu hafa komið í Ijós
varðandi fyrirkomulag kjarabaráttu á íslandi. Meg-
inniðurstaða þeirrar umfjöllunar var,að í núverandi
kerfi væri tekið alltof lítið tillit til afkomu einstakra
greina innan hagkerfisins.
Kröfur eins hóps launþega eru byg’gðar á óljósum
hugmyndum um afkomu annarra launþega og í slíkri
samanburðarbaráttu er ekkert tillit tekið til þess
hvort um þenslu eða samdrátt er að ræða í þeim
greinum, sem viðkomandi launþegar starfa í. Þetta
fyrirkomulag getur leitt til þess að greinar í samdrætti
lenda oft í slíkum erfiðleikum að til gjaldþrota og
atvinnumissis kemur, enda þótt sumar atvinnugrein-
ar geti hæglega greitt umsamdar kauphækkanir,
þannig að allt þjóðfélagið tapar þegar upp er staðið.
í Bretlandi er málum svo háttað, að í sama
fyrirtæki þarf oft að semja við tugi verkalýðsfélaga
um kaup og kjör. Þannig getur aðeins örlítill hópur
launþega stöðvað heila atvinnugrein og ógnað at-
vinnuöryggi allra hinna. Bretland er líka þekktasta
verkfallsland heims.
í Vestur-Þýskalandi er hins vegar mun meira um
það, að launþegar heilu starfsgreinanna séu í sama
verkalýðsfélagi og langflestir þeirra síðan í sama
verkalýðssambandinu. Þegar einstakt verkalýðsfélag
leggur út í kjarabaráttu er fyrst og fremst tekið mið
af afkomu greinarinnar. Sé um samdrátt að ræða,
taka launþegarnir á sig hluta hans, en á uppgangstím-
um fá þeir góðan skerf af velgengninni. Enda þótt
fyrirtækjum í sömu starfsgrein gangi misvel, er
sveiflan innan greinarinnar hins vegar mun minni en
innan alls hagkerfisins.
Gagnrýnendur þessa kerfis hafa helst í huga, að
kjör tveggja manna, sem vinna nákvæmlega sama
starfið en innan mismunandi atvinnugreina, geta
verið mjög ólík eftir t.d. árferði. Stuðningsmennirnir
segja á hinn bóginn, að þetta sé hvetjandi kerfi og
óneitanlega virðist þessi skynsemisleið hafa margt
gott í för með sér.
í athyglisverðri kjallaragrein í DV í gær, fjallar
Jón Ásgeir Sigurðsson, blaðamaður, um nákvæmlega
þessi sömu mál. Þar ræðir hann þær þrjár leiðir, sem
hafa verið ræddar, þ.e. ÍSAL-leiðin, sem hefur
ókosti, leið Bandalags Jafnaðarmanna, sem er mjög
slæm, og að lokum leið, sem er í samræmi við
ályktanir ýmissa ASÍ-þinga. Sú leið er í raun
vestur-þýska leiðin, sem hér hefur verið rætt um. í
niðurstöðum greinarhöfundar segir m.a.:
„Ákjósanlegust frá sjónarmiði launafólks hlýtur
sú leið að vera sem Alþýðusamband íslands hefur
oftsinnis ályktað um. Állir starfsmenn á sama
vinnustað væru í sama félagi, launajöfnuður ykist og
öryggi gagnvart vinnustöðvunum væri meira.
Atvinnurekendur þyrftu ekki að eiga í viðræðum við
þrjá mismunandi aðila heldur aðeins einn og ættu
þess vegna mun betri möguleika á að komast hjá
vinnustöðvunum. Með sömu formerkjum yrði stétt-
arfélagið öflugra og frá sjónarmiði starfsmanna, sem
væru allir í sama félaginu, fengist með þessum hætti
mun betri trygging fyrir bættum kjörum.“
Undir þessar niðurstöður er óhætt að taka.