NT - 09.11.1984, Qupperneq 9
(TÍ7 Föstudagur 9. nóvember 1984 9
LlL Neytendasíðan
■ Bilaðar vatnsæðar eru ekki óalgengar í Reykjavík, þótt ekki myndist alltaf jafn myndarlegur gosbrunnur og á þessari mynd. Undanfarið
hefur verið kalt í Fossvoginum vegna bilana í stofnlögnum Hitaveitunnar þar.
Hitaveita Reykjavíkur:
Bilanirekkibættar
Hvers konar
þjónusta er
þetta eiginlega?
- siíkar kröfur þó athugaðar
■ Hitaveita Reykjavíkur sér
ekki ástæðu til að lækka hita-
veitureikninga borgarbúa, sem
verða fyrir óþægindum og jafn-
vel beinu peningatapi vegna bil-
ana í hitaveitukerfinu.
Að undanförnu hafa íbúar í
Fossvogshverfi í Reykjavík
mátt þola býsna lágt hitastig í
húsum sínum. Astæðan mun
hafa verið bilun eða bilanir í
stofnleiðslum.
Gunnar Kristinsson hjá Hita-
veitu Reykjavíkur sagði að
þetta gerðist svo oft að varla
■ í þá góðu gömlu daga var tíl bensínsjálfsali á Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík. Sífelld
skemmdarverkastarfsemi varð honum að aldurtila.
H Hvernig í ósköpunum
stendur á því að ekki er
hægt að kaupa sér far með
strætisvagni í Reykjavík án
þess að eiga sérstaka miða
eða þá að eiga fyrir farinu
upp á krónu.
Þú stígur um borð í
strætisvagn og tínir upp úr
vösunum 13 krónur og 75
aura í klinki. Það er ekki
nóg og þú ferð í seðlavesk-
ið.
Þar er því miður ekki að finna neitt smærra en
fímmtíukall. Þú verður annað hvort að fóma fímmtíukall-
inum eða labba!
Sveinn
Bjömsson,
forstjóri SVR
Þú sérð það í hendi þér að ef maður þyrfti að standa þvf
að skipta fyrir þriðjung eða fjórðung farþega, þá mundi
það valda alvegfeikilegum töfum. Allarokkartímaáætlanir
eru miðaðar við það að þetta gangi mjög fljótt oggreiðlega
fyrir sig. Ástæðan fyrir þessu er því fyrst og fremst
tímasparnaður.
- Þetta er nú samt gert erlendis.
Ja, ég get nú sagt þér að t.d. úti í Osló er staðgreiðslu-
gjaldið núna 9 kr. norskar og þeir hafa vfsvitandi spennt
það upp úr öllu valdi, því þeir vilja umfram allt losna við
þessi staðgreiðslu viðskipti.
væri unnt að fylgjast með því.
Gunnar kvað stofnleiðslurnar
þarna orðnar mjög lélegar og
væru þær sífellt að bila. Nú
stæði því til að taka þetta allt í
gegn og skipta um þær meira
eða minna á næsta ári.
Gunnar viðurkenndi að með-
an á viðgerðum stæði gæti fólk
orðið fyrir beinu peningatapi,
þar eð kaldara vatn streymdi þá
inn í gegnum hitaveitumæla.
Hann kvað þó fyrirtækið ekki
hafa séð ástæðu til að lækka
hitaveitureikninga hjá fólki sem
yrði fyrir bilunum.
Gunnar sagði þó að ef fólk
kæmi af eigin frumkvæði og
krefðist afsláttar vegna bilana,
yrðu slík mál tekin til athugun-
ar.
Fiskur er ódýr og
fjölbreyttur matur
Fiskkynning á Seltjarnarnesi
■ Pað eru ekki ýkja mörg ár
síðan þeir íslendingar voru auð-
veldlega teljandi, sem þekktu
dæmi þess að fiskur væri öðru
vísi fram borinn en soðinn eða
steiktur. Á síðari árum hefur
þetta breyst verulega og ýmiss
konar gómsætir fiskréttir verða
nú æ algengari bæði á veitinga-
húsum og eldhúsborðinu heima.
Úrval meira og minna tilbú-
inna fiskrétta hefur líka farið
sívaxandi í verslunum og þeim
tegundum hefur fjölgað að mun
sem landinn þorir að leggja sér
til munns.
Ein þeirra verslana sem lagt
hafa áherslu á að hafa jafnan á
boðstólum fjölbreytilegt úrval
fiskjar í ýmsum myndum, er hið
rúmlega ársgamla útibú Vöru-
markaðarins á Seltjarnarnesi.
Á sunnudag og mánudag
verður þar haldin sérstök fisk-
hátíð að því er segir í fréttatil-
kynningu frá Vörumarkaðnum.
„Útbúið verður 18 metra langt
afgreiðsluborð, sem verður
troðfullt af fiski í öllum stærðum
og gerðum og tilbúnum fiskrétt-
um ýmiss konar,“ segir enn-
fremur í fréttatilkynningunni.
Tilgangur fiskhátíðarinnar er
sagður annars vegar að kynna
fyrir fólki hversu mikið úrval af
fiski og fiskafurðum er til á
markaðnum, en hins vegar að
gera grein fyrir þeim mögu-
leikum sem bjóðast í matreiðslu
þessara afurða, jafnt hversdags
sem til hátíðabrigða.
■ Fiskúrvalið í Vörumarkaðnum á Seltjarnarnesi.
Sjálfsögð þjónusta í útlöndum óþekkt hér:
Bensínsjálfsali
hvað er nú það?
■ Pað hefur um langan aldur
verið nokkurt vandamál ís-
lenskra nátthrafna, að erfitt eða
nánast ómögulegt er að fá ben-
sín að næturlagi. í Reykjavík
loka bensínstöðvar almennt kl.
9.15 en eftir það er að vísu hægt
að fá bensín á Umferðarmið-
stöðinni fram til kl. eitt og allt
til kl. tvö á föstudags- og laugar-
dagskvöldum. Víða annars
staðar á landinu er ástandið enn
verra.
Eins og mörgum þeim íslend-
ingum er kunnugt sem ferðast
hafa erlendis stafar þessi nætur-
lokun tæpast af neinni nauðsyn.
Það er nefnilega löngu búið að
finna upp sjálfsala sem gleypa
sjálfkrafa seðlana úr veski
ferðalangsins og láta í té bensín
í staðinn.
Með tilkomu krítarkorta
jókst þessi þjónusta enn nokkuð
og má nú víða erlendis sjá
sjálfsala sem veita slíkum kort-
um viðtöku.
Þessi nætursala á bensíni þyk-
ir sjálfsögð þjónusta í ýmsum
löndum og má nefna sem dæmi
að á Norðurlöndum eru bensín-
sjálfsalar á hartnær hverri ben-
sínstöð og jafnvel má nú orðið
finna ómannaðar bensínstöðv-
ar.
Þótt bensínsjálfsalar þyki
þannig fyrir löngu sjálfsögð
þjónusta í mörgum löndum, er
éngu líkara en hérlendum dreif-
ingaraðilum hafi ekki dottið í
hug að til kynni að vera fólk
hérlendis sem gæti haft áhuga
fyrir bensínkaupum á náttar-
þeli. Það er út af fyrir sig
athyglisvert að ekkert olíufélag-
anna þriggja skuli hafa gripið til
þessa ráðs í samkeppninni við
hin, ekki síst með tilliti til þess
að kostnaðarauki af þessu mun
enginn vera, þvert á móti sýnir
erlend reynsla að bensín er á
lægra verði í sjálfsölum.
Samkvæmt upplýsingum frá
olíufélögunum mun hafa verið
gerð tilraun með einn sjálfsala
á Umferðarmiðstöðinni í
Reykjavík fyrir allnokkrum
árum. í þann sjálfsala gengu þó
ekki venjulegir seðlar, heldur
aðeins mynt sem kaupa þurfti
sérstaklega. Þessi tilraun varþó
gefinn upp á bátinn vegna síend-
urtekinnar skemmdarstarfsemi.