NT - 09.11.1984, Page 10

NT - 09.11.1984, Page 10
 13 Föstudagur 9. nóvember 1984 10 |\/| = Böðvar Eyjólfsson Fæddur 4. okt 1921 Dáinn 10. sept. 1984 Okkar biðu ei œfintýri: önn og strit á túni og mýri. Kannski voru viðfangsefnin venjuleg og hversdagsgrá. Pó er í hverju lífi lifuð leynd, sem aldrei verður skrifuð, til er heimur hulinn bak við hinn sem allir mega sjá. Fagurt galaði fuglinn sá. Guðmundur Böðvarsson Böðvar Eyjólfsson var fædd- ur á Melum í Melasveit í Borg- arfjarðarsýslu, sonur hjónanna Sigríðar Böðvarsdóttur frá Vogatungu f. 1891 og Eyjólfs Sigurðssonar frá Fiskilæk f. 4.4. 1891. Viðstaða þeirra var stutt á Melum, því leið þeirra lá fljótlega að Fiskilæk á föður- leifð Eyjólfs, þar sem þau bjuggu allan sinn búskap. Eyjólfur varð strax sem ungur maður heillaður af ungmenna- og samvinnuhreyfingunni og til- einkaði sér þá lífsspeki sem hann nam af sér fróðari mönnum. Hann kynnti sér ung- ur að árum sauðfjárrækt norður í Þingeyjarsýslu, sem kom sér vel eftir að hann fór að búa sjálfur, því fjárbúið á Fiskilæk var eitt hið stærsta utan Skarðs- heiðar í hans tíð. Eyjólfur gegndi margvíslegum ábyrgðar- störfum fyrir sveit sína, svo sem í hreppsnefnd, sýslunefnd, oddvitastörfum og var fulltrúi Borgfirðinga í Stéttarsambandi bænda ásamt fl. og fl. Á þessu myndar-og menning- arheimili ólst Böðvar upp með systkinum sínum Sigurði og Jóni sem búa á Fiskilæk með Höllu systur þeirra og Guðrúnu Unni sem er búsett á Akranesi, litla telpu misstu Fiskilækjarhjónin er Diljá hét. Alla tíð var mjög kært með þeim systkinum og í æsku þeirra var alltaf nóg að Lyf sem hafa áhrif á athyglisgáfu og viöbragösflýti eru merkt meö RAUÐUM VIÐVÖRUNAR- ÞRlHYRNINGI yujJERCWfl starfa og nóg til að gleðjast yfir þá tómstund gafst. Var þá ekki ónýtt að fara á bak góðum reiðskjóta. „Pví engi er vin fár sem á góðan hest“. Samband móður og sonar var mjög náið og hún unni heitt þessum blíð- lynda hlédræga dreng sem í látleysi sínu gat innt af hendi öll sín skyldustörf, af ósérhlífni. Böðvar lauk tveggja vetra námi frá héraðsskólanum á Laugarvatni með góðum vitnis- burði og þeir gripir sem hann smíðaði og vann í skólanum bera vott um hagleik. Þegar tími gafst frá bústörfum heima á Fiskilæk vann hann að ýmsu svo sem hjá vegagerðinni og stjórnaði þá veghefli. Ekki fannst honum nóg að gert að hafa einfalt ökupróf heldur réðst í það að taka meirapróf sem hann stóðstmeð ágætum, og öðlaðist eftir það réttindi til að taka nemendur í bifreiða- akstri. Á sumardaginn fyrsta 22. 4. 1954, kvæntist Böðvar Önnu Margréti f. 8. 7.1934, Sigurðar- dóttur, Magnússonarfrá Stardal og konu hans Sæunni Bjarna- dóttur frá Gerðum í Garði. Brúðkaupið fór fram í Saurbæj- arkirkju á Kjalarnesi, en þar var Anna Margrét alin upp hjá Guðlaugu Jónsdóttur f. 19. 11. 1899 í Bakkakoti í sömu sveit og manni hennar Ólafi f. 22.10. 1879 Eyjólfssyni, Runólfssonar kirkjubónda í Saurbæ og Ijósa fjölda barna; allt að 600, að talið er. Eyjólfur faðir Böðvars bar nafn frænda síns Eyjólfs Runólfssonar í Saurbæ og Sig- ríður móðir Böðvars bar nafn Sigríðar Runólfsdóttur frá Saur- bæ, en var kona Þórðar Sigurðs- sonar er fyrr bjó á Fiskilæk og voru þau foreldrar Matthíasar Þórðarsonar fornminjavarðar. Ein systir Eyjólfs og Sigríðar í Saurbæ var Guðrún síðasta kona séra Matthíasar Jochums- sonar. Talið er að í Saurbæ hafi sama ættin búið allt frá árinu sextánhundruð. Böðvar og Anna Margrét voru bæði alin upp á traustum og góðum menn- ingarheimilum og höfðu því gott veganesti og var jafnræði með þeim. Fyrsta árið dvöldu ungu hjónin í Saurbæ en árið eftir fengu þau til ábúðar smá- býlið Ártún í sömu sveit og voru þau síðustu ábúendur þar. í- veruhúsið var sumarbústaður sem reyndist lítið eða ekkert einangraður, svo vetrarvistin varð heldur kuldaleg. Vorið 1956 fá þau ábúð á hluta af Saurbæ og síðar allan Saurbæ- inn og þar hafa þau búið allan sinn búskap í sambýli við Guð- laugu Jónsdóttur fósturmóður Önnu, sem dvelur nú háöldruð á Reykjalundi. Fljótíega eftir að Böðvar sett- ist að í Saurbæ var honum falið það ábyrgðarmikla starf að vera fjallkóngur og stjórna leitum og má segja að þar hafi hann verið í essinu sínu, því vart var hægt að hugsa sér fjárgleggri mann. Ær sínar þekkti hann þó í mikilli fjarlægð væru og nöfn þeirra og ættir gat hann rakið eins ogFaðirvorið. Bú þeirra hjóna Böðvars og Önnu í Saurbæ var alla tíð smátt í sniðum en samheldni og nægjusemi bættu það upp. Bæði höfðu þau ánægju af því að umgangast búsmalann og voru mjög samhent við hvað eina sem að því laut, áhugamál þeirra beggja voru hestar og þá ánægju veittu þau sér að stíga á bak góðum hesti þegar tími vannst til. Þau eignuðust sex börn og eru þau þessi í aldurs- röð. Ölafur f. 27. 9. 1954. Eyjólfurf. 10. 5. 1956. Sigríður f. 25.6. 1957. Guðlaug f. 22. 2. 1959. Halldóra f. 23. 3. 1960. Ragnheiður f. 23. 6. 1961. Nú að leiðarlokum vil ég minnast með þakklæti þeirrar vináttu sem hefur ríkt milli heimila okkar og þá gagnkvæmu tryggð sem hefur haldist í gegn- um áranna rás án þess að skugga hafi borið á milli. Ég vil einnig minnast þess ofur þunga sem hvert heimili ber er þarf að annast fatlaða einstaklinga. Um nokkurra ára skeið hefur Böðvar barist við þungbær veik- indi, en það er ekki hægt að segja annað en að hann stóð á meðan stætt var og þó öllu lengur. Böðvar andaðist á Reykja- lundi mánudaginn 10.9. 1984. Við hjónin vottum Önnu konu hans innilega samúð og biðjum henni, börnum þeirra og Guðlaugu fóstru Önnu guðs blessunar. Hulda Pétursdóttir A) BÍLASMIfXJAN V KTMDIXJL Stórhöfða 1 8 II Bilamálun Bílaréttingar Vönduð vinna SÍMI35051 KVÖLDSÍMI 35256 DESOUTTER LOFTVERKFÆfil blTZLER BÍLALAKK. BINKS SPRAUTUKÖNNUR Bíleigendur athugið Við höfum margra ára reynslu í viðgerðum á mikið löskuðum bifreiðum, þess vegna notum við eingöngu Guy Chart réttingar og mælitæki. Við bjóðurh viðskiptavinum okkar staðgreiðsluafslátt á allri tækjavinnu, greiðslukjör og föst verðtilboð á aliri vinnú.'A málningarverkstæði okkar notum við Ditzler málningarefni sem er' amerískt efni og sú staðreynd að General Motors og margar aðrar amerískar bílaverksmiður nota Ditzler efni tryggir fagmönnum árangur. Þar ætlum við líka að koma viðskiptavinum á óvart. Við sækjum bílinn og sendum eiganda að kostnaðarlausu. Eigum á lager Desoutter loftverkfæri, amerískar Binks sprautukönnur og varahluti í þær og Ditzler málningarefni stórhofð' FUNAHÖFOt SMIÐSHOFOt HAMARS HÖFÐI OVE RGS HÖFOI VAGNHÓFOl ; 8ILDSHOFOI Hrefna Pétursdóttir Fædd 28. nóv. 1919 Dáin 14. okt. 1984 Skammt er bilið milli lífs og dauða. Enginn veit hver kallað- ur verður næst, en stundum kemur eitt andlát óvæntara en annað. Líkja má mannsævinni við kertisloga, andvaralaus sitj- um við í ylnum, ornum okkur og horfum í logann, en gleymum því í dagsins önn að lítil vindhviða getur slökkt hið skærasta ljós á einu augabragði. Þannig geta okkar kærustu og nánustu horfið okkur fyrirvara- laust, þar fáum við ekki gripið inn í. Hrefna Pétursdóttir fæddist 28. nóvember 1919 að Sigríðar- stöðum í Vesturhópi. Foreldrar hennar voru þau hjónin Láretta Stefánsdóttir og Pétur Jónsson er þar bjuggu. Þeim varð þriggja barna auðið, dætranna Hrefnu og Jónínu, sem búsett er í Svíþjóð, og sonarins Þorbjarn- ar, sem dó sextán ára gamall. Heimilisföðurins naut ekki lengi við á Sigríðarstöðum, hann dó frá börnum sínum ungum og ekkjan megnaði ekki að halda við búinu. Hrefna var flutt í fóstur að næsta bæ, Ásbjarnar- nesi, aðeins fjögurra ára gömul. Þar ólst hún upp hjá einstöku úrvalsfólki, þeim Éggert Jak- obssyni og Margréti, systur hans, en þau ólu upp þrjú börn önnur, sem Hrefna tengdist sterkum böndum: Rannveigu Guðmundsdóttur, Hauk Ólafs- son og Jóhannes Jónsson. Hrefna stundaði á unglingsár- unum alla algenga sveitavinnu, það kom fljótt í ljós, að hún var forkur bæði til náms og starfs. Að loknu barnaprófi í Vestur- hópi gekk hún í Ingimarsskóla í Reykjavík og dvaldist þar hjá móður sinni á vetrum. Síðan fór hún í Kvennaskólann á Blöndu- ósi, lauk þaðan prófi og stóð sig alls staðar með prýði. Hún starf- aði um nokkurt skeið í Reykja- vík, vann þar m.a. á saumastofu og einnig sem verkstjóri hjá Efnagerð KRON, en í sumar- leyfum dvaldist hún oftast í Nesi og hjálpaði til við bústörfin þar. Sumarlangt var hún ráðs- kona á Hótelinu á Blönduósi, en síðan var hún beðin að taka að sér ráðskonustarf á Sjúkra- húsinu á Hvammstanga og þar starfaði hún samfellt í hartnær 25 ár. Fóstru sína, Margréti í Nesi, tók hún þangað til sín, en hún lést snemma á þessu ári. Hrefna var tvígift. Fyrri mað- ur hennar var Jón Ólafsson frá Reynisvatni í Kjós, en þau skiidu eftir skammar samvistir. Þau eignuðust eina dóttur, Mar- gréti Eddu, kennara, ólst hún að nokkru leyti upp í Nesi en er nú búsett í Noregi. Edda og maður hennar, Halvard Fjell- heim, eiga tvö börn, Anders Jón tíu ára, og Steinunni Hrefnu sex ára. Mjög kært var með Hrefnu og barnabörnunum og forsjónin hagaði því svo til, að Edda dvaldist hér á landi með manni sínum og börnum þetta síðasta ár Hrefnu, svo að fundir þeirra urðu tíðari en annars hefði verið. Sá tími var dýr- mætur og nú ómetanlegur. Síðari maður Hrefnu var bróðir okkar, Tryggvi Karlsson, kennari, frá Stóru-Borg í Víði- dal. Þau Hrefna eignuðust einn son, Guðmund, hann er nú átján ára og stundar nám við Fjölbrautaskólann á Sauðár- króki. Ætlun þeirra Hrefnu og Tryggva var að fylgja syni sínum eftir, er hann hygði á frekara nám og flytjast suður á höfuð- borgarsvæðið. Sú för verður ekki sem fyrirhugað var, stórt skarð er komið í hópinn. Missir- inn er mikill og sár, en megi minningin um mikilhæfan maka og hjartahlýja móður verða þeim feðgum styrkur á því skeiði sem nú fer í hönd. Hrefna var óvenjulega glæsi- leg kona. Hjá henni fór saman reisn og alþýðleiki sem best varð á kosið. Skapgerð hennar var sterk og skýrt mótuð. Hún bjó yfir þeirri hógværð og lipur- leika að alla laðaði að. Ávallt geislaði hún af lífsorku og krafti, en rósemi var henni líka í blóð borin. Hún var glaðvær og létt í skapi og við minnumst margra stunda þegar við spaug- uðum og hlógum saman eins og ærslafullir krakkar. En hún var líka föst fyrir og ákveðin ef á reyndi, þótt ekki vildi hún ráðskast með annarra hag. Hún hafði sterka samúð með lítil- magnanum og oft rétti hún fram hjálpar- og líknarhönd ýmsum þeim sem hún hafð kynnst í starfi sínu á sjúkrahúsinu og öðrum þeim sem áttu um sárt að binda eða voru vanmegnugir fyrir einhverra hluta sakir. Hún hafði ekki hátt um þessi tóm- stundastörf sín, þau voru henni of sjálfsögð til að fara að ræða þau við vini og vandamenn, enda var henni tamara að láta verkin tala. En kannski var hún stödd í Reykjavík og mátti ekki stansa of lengi þar sem hún var stödd það sinnið, aðspurð var hún þá gjarnan að skreppa eitthvað með glaðning, e.t.v. til gamallar konu að norðan, e.t.v. til barns á Kópavogshæli, eða reka önnur viðlíka erindi. Sið- fræði Hrefnu var einföld og sönn: Gerðu öðrum gott, hag- nýttu þér ekki bágindi annarra eða veikleika í þágu eiginhags- sjónarmiða, lifðu lífi þínu þann- ig að það geti verið öðrum til fyrirmyndar og þínir nánustu þurfi ekki að bera kinnroða fyrir þig heldur geti lært af dæmi þínu. Þannig var Hrefna, hún kaus ekki ávallt auðveldustu leiðina, heldur þá sem hún taldi leið velfarnaðar. Við biðjum henni blessunar og erum þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast svo góðri manneskju og notið samvista við hana um skeið. Megi sá sem öllu ræður styrkja eftirlifandi maka, börn og aðra ástvini. Guðrún og Ólöf Hulda Sævar Sigurðsson Fæddur 17.051941 Dáinn 01.11 1984 ■ Hann Sævar dómari er dáinn! Þessi fregn kom eins og reiðarslag, okkur setti hljóða, hann sem var með okkur á fundi fyrr í vikunni hress að því best við sáum. Knattspyrnudómarafélag Reykjavíkur á Sævari margt að þakka. Hann var í stjóm félagsins og sem formaður í eitt ár og þegar leitað var til hans með eitthvert verkefni sama hvort það var að dæma leiki eða vera» prófdómari fyrir K.D.R. eða lána krafta sína áannan hátt var hann boðinn og búinn til þess, því hjálpsemin var eitt af hans bestu einkennum. Sævar Sigurðsson tók knatt- spyrnudómarapróf árið 1970 og á síðastliðnu sumri var hann útnefndur milliríkjadómari. Lengra er ekki hægt að kom- ast á knattspyrnuferlinum sem dómari og segir það allt um það hvernig dómari Sævar var. Hann var ákveðinn við leik- menn en það var alltaf stutt í brosið enda var borin virðing fyrir honum bæði innan valla sem utan. Við hið skyndilega fráfall Sæ- vars er höggvið stórt skarð í raðir okkar dómara, við missum - góðan vin og hjálpsaman félaga og verður það skarð vandfyllt. Eiginkonu og börnum sendir Knattspyrnudómarafélag Reykjavíkur sínar dýpstu sam- úðarkveðju og um leið er Sævari þökkuð samveran í starfi og leik. Stjórn K.D.R. Þegar maður sest .niður til þess að skrifa fáein minningar og þakkarorð til Sævars Sigurðs- sonar, þá ósjálfrátt hikar maður. Hvar á að byrja og hvar á að enda. Sævar heitinn bjó í Árbæjar- hverfi í Reykjavík og þegar mótun íþróttafélagsins Fylkis stóð yfir gekk hann til liðs við félagið. Sævar var einn af traust- ustu stoðum félagsins og með jafnaðargeði vann hann ómetanleg störf í þágu þess. Ég veit ekki tölu á öllum þeim leikjum sem Sævar dæmdi, en ég fullyrði að hann gat sér góðan orðstír á þeim vettvangi og komst í hóp þeirra dómara sem mest réttindi áunnu sér. Sævar var ákaflega bóngóður maður og trúlega hefur ekki alltaf staðið vel á þegar hann gegndi störfum í þágu félagsins. Sævar hlaut viðurkenningu fyrir störf sín í Fylki og dómarafélag- inu. Með Sævari er genginn góður drengur, duglegur félags- maður og sanngjarn dómari. Skarð það sem hann lætur eftir sig í röðum okkar Fylkismanna verður stórt og vandfyllt, en störf hans verða áreiðanlega yngri mönnum hvatning til þess að feta í fótspor hans. Rut og dætrunum sendi ég innilegar samúðarkveðjur og vona að minningin um góðan dreng verði þeim huggun harmi gegn. Theódór Oskarsson Kveðja frá íþróttafélaginu Fylki. Okkur Fylkismenn setti hljóða þegar okkur barst sú harmafregn, að Sævar Sigurðs- son væri látinn. Sævar átti sæti í fyrstu stjórn Knattspyrnudeild- ar Fylkis og starfaði hann þar í þrjú ár. Einnig var hann fulltrúi félagsins í stjórn Knattspyrnu- ráðs Reykjavíkur um árabil. Hann var fyrsti dómari Fylkis og dæmdi fyrir félagið frá stofn- un deildarinnar til dauðadags. Sævar var sannur félagi, sem aldrei brást þegar til hans var leitað enda var hjálpsemi og greiðvikni hans aðall. Dóm- arastörf sín vann hann af vand- virkni og réttsýni og leituðu menn jafnan til hans, sem nokk- urskonar æðstaráðs hjá félaginu á sviði dómgæslu og verður nú skarðið á því sviði vandfyllt. Á kveðjustund þökkum við félagamir í Fylki Sævari Sigurðs- syni mikil og heilladrjúg störf í þágu félagsins innan vallar sem utan. Við sendum eiginkonu og dætrum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Megi minningin um góðan dreng veita þeim styrk á sorgarstund. Jóhannes Óli Garöarsson

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.