NT - 09.11.1984, Page 16
■ í sýningunni á Carmen taka þátt á annað hundrað manns með hljómsveitinni, þar
af 15 börn sem setja skemmtilegan svip á sýninguna með galsa og glaðværð.
Islenska óperan:
Carmen tvisvar um helgina
■ íslenskaóperansýniróper-
una Carmen eftir Bizet tvisvar
um helgina, á föstudags- og
sunnudagskvöld, bæði skiptin
kl. 20.00 og er uppselt á báðar
sýningarnar. Föstudagssýning-
in er sú þriðja, en frumsýning
var 2. þ.m. við feikigóðar
undirtektir. í aðalhlutverkum
eru Sigríður Ella Magnúsdótt-
ir, Garðar Cortes, Simon
Vaughan og Ólöf Kolbrún
Harðardóttir. Óperan fjallar
um tvo ólíka heima og barátt-
una þeirra á milli, um sígauna-
stúikuna Carmen sem kýs
fremur að láta líf sitt en að
fórna frelsinu.
Blómarósirá Flateyri
■ Leikfélag Flateyrar frum-
sýnir leikritið „Blómarósir"
eftir Ólaf Hauk Símonarson í
Félagsheimilinu á Flateyri,
laugardaginn 10. nóvemberkl.
21. Leikstjóri er Jón Júlíusson.
Onnur sýning verður á sunnu-
dag. Leikfélagið áætlar að sýna
„Blómarósir" víðs vegar um
Vestfirði.
Alþýðuleikhúsið
að Kjarvalsstöðum
■ Beisk tár Petru von Kant
eftir Fassbinder verður sýnt að
Kjarvalsstöðum föstudags-
kvöld kl. 20.30, laugardag og
sunnudag kl. 16.00 og kl. 20.30
á mánudagskvöld. Þetta er
önnur sýningarhelgin.
„Spenntir gikkir“
á Akranesi
■ Skagaleikflokkurinn á
Akranesi hefur sýnt „Spennta
gikki“ við góða aðsókn. Hús-
fyllir var á frumsýningu og
leikstjóranum, Guðrúnu Ás-
mundsdóttur, Jónasi Árnasyni
- sem samdi söngtexta og
öðrum þátttakendum sýning-
arinnar var vel fagnað. Næstu
sýningar verða föstudag 9.
nóvember kl. 20.30, sunnudag
11. nóv. kl. 14.30, mánudags-
og þriðjudagckvöld kl. 20.30 í
Bíóhöllinni. Ellilífeyrisþegar
fá afslátt á sunnudagssýning-
unni.
Föstudagur 9. nóvember 1984 1 6
■ Ævintýralegir búningar og grímur setja svip á leiksýningu
Nemendaleikhússins.
NT-raynd: Sverrir
Grænfjöðrungur í Lindarbæ
■ Nemendaleikhúsið sýnir
Grænfjöðrung í Lindarbæ
föstudaginn 9. nóvember,
sunnudaginn 11. nóvember og
mánudaginn 12. nóvember kl.
20.00 öll kvöldin.
Grænfjöðrungur er ævin-
týralegur skopleikur eftir
Carlo Gozzi í leikgerð Benno
Besson, í þýðingu Karls
Guðmundssonar. Leikstjóri er
Haukur J. Gunnarsson.
Fundir
15. ársfundur
Menningar- og
fræðslusam-
bands alþýðu
■ í dag, föstud. 9. nóv. verð-
ur haldinn 15. ársfundur
Menningar- og fræðslusam-
bands alþýðu. Ársfundurinn
verður í Hreyfilssalnum við
Fellsmúla og hefst kl. 14.00.
Á ársfundinum mun Helgi
Guðmundsson, formaður
MFA flytja skýrslu um starf
MFA, Sigfinnur Sigurðsson
gjaldkeri skýrir reikninga og
Ingjaldur Hannibalsson, for-
stjóri Iðntæknistofnunar
íslands, mun flytja erindi um
tækniþróun og atvinnulífið,
sem er höfuðefni ársfundarins
að þessu sinni. Að loknu erind-
inu verða almennar umræður.
Til ársfundar MFA eru boð-
aðir fulltrúar frá samböndum
og verkalýðsfélögum innan
ASÍ, samtökum og stofnunum,
sem MFA á samstarf við, auk
sambandsstjórnar Alþýðu-
sambands fslands.
Ráðstefna
um kaupskip
- á vegum Det norske
Veritas
■ Laugardaginn 10. nóv.
verður haldin á Hótel Sögu
eins dags ráðstefna á vegum
Det norske Veritas á íslandi.
Umræðuefnið verður flokkun-
arféiagsmál skipa og rekstur
farmskipa. Tveir af sérfræð-
ingum Det norske Veritas í
Oslo, Jan Telle yfirverkfræð-
ingur og Ola Ramton, forstjóri
skipaeftirlitsdeildar, koma til
landsins og flytja erindi. Inn-
gangsorð og kynningu flytur
Agnar Erlingsson yfirverk-
fræðingur Det norske Veritas
á íslandi. Einnig verða um-
■ Gunnar Björnsson og David Knowles
Tónleikar Gunnars Björnssonar
og David Knowles á Egilsstöðum
Tónlist
Rokkbræður
í Klúbbnum
■ Um síðustu helgi tróðu
upp í Klúbbnum skemmti-
kraftarnir „Rokkbræður“ en
það eru þeir Stefán Jónsson,
forsprakki Lúdó-sextettsins,
Þorsteinn Eggertsson teiknari
og textahöfundur, (sem Danir
kölluðu Den islandske Presl-
ey) og Garðar Guðmundsson,
sem stundum hefur verið kall-
aður íslenskur Ciiff Richard.
Þeir syngja lög frá upphafsár-
um rokksins. Þeir munu koma
fram í klúbbnum um helgar út
þennan mánuð.
Klúbburinn er nú starfrækt-
ur á fjórum hæðum. í kjallar-
anum leikur Sigfús E. á raf-
magnspíanó og á miðhæðun-
um eru diskótek. Á efstu hæð-
inni er svo komin ný hljóm-
sveit, er nefnist Babadú.
Rokkbræður koma næst
fram í Klúbbnum upp úr mið-
nætti á föstudagskvöldið.
■ Rokkbræður
■ Laugardaginn 10. nóvem-
ber kl. 17.00 halda Gunnar
Björnsson og David Knowles
tónleika í Valaskjálf á Egils-
stöðum. Á efnisskránni eru
eftirtalin verk: Samstæða fyrir
einsamla knéfiðlu nr. 3 í
C-dúr, Sónasta fyrir píanó og
selló nr. 2 í g-moll eftir
Beethoven og Sónata Arpegg-
ione í a-moll eftir Franz
Schubert. Auk þess er á efn-
isskránni íslenskt tónverk,
„Úr dagbók hafmeyjunnar“
fyrir selló og píanó eftir Sigurð
Egil Garðarsson, sem samið er
í sept. 1978 og frumflutt af
Gunnari Björnssyni og Sigríði
Ragnarsdóttur á ísafirði sama
haust.
David Knowles fæddist 1958
í Bath í Somerset á Englandi.
Hann hóf ungur nám í píanó-
leik en lagði síðar stund á
meðleik sem aðalnámsgrein og
harpsíkordleik sem aukagrein.
Knowles brautskráðist frá
Royal Northern College of
Music í Manchester árið 1980
og vann til tveggja verðlauna.
Hann réðist 1982 til Tónlistar-
skóla Fljótsdalshéraðs, þar
sem hann hefur starfað síðan
sem kennari og kirkjuorgan-
isti. David Knowles kom fram
á Listahátíð í Reykjavík á
liðnu sumri.
Gunnar Björnsson fæddist í
Reykjavík 1944. Hann nam
sellóleik hjá dr. Heinz Edelste-
in og Einari Vigfússyni og lauk
einleiksprófi frá Tónlistarskól-
anum í Reykjavík árið 1967.
Hann hefur stundað fram-
haldsnám við Franz Liszt-tón-
listarháskólann í Weimar á
sumarnámskeiðum. Hann hef-
ur haldið tónleika víða um
land og í Reykjavík.
Ferðalðg
„Haustblót“
Útivistar
á Snæfellsnesi
■ Nú um helgina heldur
Útivist haustblót á Snæfells-
nesi til heiðurs Hallgrími Jón-
assyni, rithöfundi og ferða-
garpi, en Hallgrímur varð ní-
ræður 30. október síðastliðinn.
Lagt verður af stað kl. 20.00
á föstudagskvöld og gist verður
að Lýsuhóli.
Sunnudaginn 11. nóvember
kl. 13.00 verður dagsganga
að Staðarborg á Vatnsleysu-
strönd.
Útivist
Dagsferð
Ferðafélags
islands
■ Sunnudaginn 11. nóvem-
ber kl. 13 fer Ferðafélag ís-
lands í dagsferð á Vífilsfell
(656m). í góðu skyggni er
mjög gott útsýni af Vífilsfelli.
Gangan á fellið er auðveld.
Brottför veðrur frá Umferðar-
miðstöðinni, austanmegin.
Farmiðar seldir við bílinn.
ræður eftir flutning erindanna.
Ráðstefnan hefst kl. 10 og
lýkur væntanlega um kl. 17.
Det norske Veritas er eitt af
fimm stærstu skipaflokkunarfé-
lögum heims, stofnað árið 1864
í Osló.
Fundur í Kvenna-
deild Barðstrend-
ingafélagsins
■ Kvennadeild Barðstrend-
ingafélagsins verður með fund
í Safnaðarheimili Bústaða-
kirkju þriðjudaginn 13. nóv-
ember kl. 20.30.
Basar
Húnvetninga-
félagið heldur
basar
■ Sunnud. 11. nóvember kl.
14.00 efnir Húnvetningafélag-
ið í Reykjavík til basars og
kaffisölu í Domus Medica.
Félagsmenn eru vinsamlega
beðnir að gefa kökur og muni
á basarinn. Tekið verðUr á
móti gjöfum í Domus Medica
frá kl. 10 sama dag. Hittumst í
Domus Medica og fáum okkur
kaffi og kökur. Allar upplýs-
ingar veita: Guðrún 36137,
Brynhildur 75211, Lára 33803
og Halldóra 23088.