NT - 09.11.1984, Side 23
jlt
ísrael:
Föstudagur 9. nóvember 11984
Ógnun við lýðræðið
Kynþáttahatari tekinn á
Jerúsalem-Reuter
■ „Hann er ótvíræð ógnun við lýðræðið og lýðræðið verður að
gera ráðstafanir til að verja sig.“ Svo hljóðuðu ummæli Yitzhaks
Shamirs, sem fer með embætti dómsmálaráðherra í Israel, um hinn
öfgasinnaða rabbía og þingmann Meir Kahane í vikunni. Kahane,
sem var kosinn á þing í kosningunum í sumar, er leiðtogi hinna
öfgasinnuðu og heittrúuðu Kack-samtaka, sem berjast meðal
annars fyrir því að 680 þúsund arabar sem búa í Israel flytjist á brott.
beinið
Til að leggja áherslu á þessar
kröfur sínar hafa samtökin farið
í göngur um byggðir araba og í
ágúst kom til harðra átaka í
arabaþorpi þegar samtökin fóru
þar um með ólátum.
ísraelskir stjórnmálamenn
hafa hingað til fordæmt skoðan-
Indland:
130 börn
drukkna
Nýja Delhi-Reuter
■ Um 150 indversk skólaböm
féllu niður í straumþunga á
þegar hengibrú, sem þau voru
á, lét undan þunga þeirra. Það
tókst að bjarga fimmtán
bömum, sumum illa slösuðum
upp úr ánni en óttast er að flest
hinna barnanna hafí látist.
Lík tólf barna höfðu fundist í
gærkvöldi en þá leitaði lögregl-
an að börnunum með aðstoð
kafara. Börnin höfðu þyrpst út
á brúna til að sjá betur þyrlu
sem var að lenda.
Slvs þetta átti sér stað í litlu
fjallaþorpi í Kerala-rtki í Suður-
Indlandi.
■ ísraelska þingið hyggst nú reyna að koma einhverjum lögum
yfir hinn ofstækisfulla Meir Kahane og stuðningsmenn hans.
Myndin er tekin eftir að Kahane vann þingsæti í kosningunum í júlí.
ir Kahane, en hafa varið rétt
hans til að tala máli sínu. En nú
vilja bæði hægri og vinstri menn
í ísrael grípa til ráðstafana gegn
Kahane, einkum vegna ýmissa
ummæla hans í þinginu sem
þykja mjög lituð af kynþátta-
hatri og kúgun.
Fyrir nokkru lýsti Kahane
ánægju sinni með eldflaugaárás
á strætisvagn þar sem í voru
arabar. Einn lést í árásinni. „Ef
arabar vilja vera öruggir í ísra-
elskum strætisvögnum, þá ættu
þeir að taka sér far með vagnin-
um beint út úr landinu," sagði
Kahane.
Shamír hefur fyrirskipað lög-
reglunni að rannsaka hvort á-
stæða sé til að lögsækja Kahane
vegna þessara ummæla, en hing-
að til hefur hann getað skýlt sér
á bak við þinghelgi sína.
Nú hafa verið gerðar breyt-
ingar á þingsköpum í ísrael sem
gefa forseta þingsins rétt til að
vísa út hverjum þeim þingmanni
sem gefur yfirlýsingar í anda
kynþáttahaturs. Dómsmála-
ráðuneytið er einnig að vinna
að lögum um kynþáttahatur,
sem myndu gera Kahane ókleift
að boða ýmsar hugmyndir sínar.
Þingmenn úr nær öllum ísra-
elskum stjórnmálaflokkum hafa
gagnrýnt Iögregluna harðlega
fyrir linkind við samtök Kahan-
es, og heimta að fastar verði
tekið á þeim í framtíðinni.
Jens Evensen
kosinn dómari
Samcinuðu þjóðirnar-Reutcr
■ Jens Evensen, fyrrum
hafréttarmálaráðherra
Noregs, var í fyrradag kjör-
inn dómari í Alþjóðadóm-
stólnum í Haag. Atkvæða-
greiðslan fór fram á Allsherj-
arþingi Sameinuðu þjóðanna
og hlaut Evensen 133 at-
kvæði. Dómararnir eru
kosnir til níu ára í senn, en
alls sitja fimmtán dómarar í
dómstólnum.
Jens Evensen, verka-
mannaflokksmaður, hefur
löngum verið áhrifamaður í
norskum stjórnmálum og
þykir einn helsti sérfræð-
ingur heimsins í hafréttar-
málum. Hann gegndi lykil-
hlutverki í tilurð hins nýja
alþjóðahafréttarsáttmála,
sem gekk í gildi fyrir nokkr-
um árum.
Upp á síðkastið hefur
Evensen hins vegar átt nokk-
uð erfitt uppdráttar vegna
þess að einn helsti samstarfs-
maður hans um langt árabil
var Arne Treholt, njósnarinn
sem nú situr í fangelsi í Osló.
Á útnefninguna má því
sennilega líta sem nokkra
endurreisn fyrir Evensen.
■ Jens Evensen hefur átt í vök að verjast vegna tengsla
sinna við Arne Treholt. Með dómarasætinu í Haag hefur
hann nú fengið nokkra uppreisn æru. Myndina af þeim
Treholt og Evensen tók Ijósmyndari Tímans, Guðjón
Einarsson, hér á íslandi árið 1975.
Robert Redford
næsti forseti?
■ Breskar veðmálastofur eru strax
farnar að bjóða viðskiptavinum sín-
um veðmál um það hver taki við af
Ronald Reagan í kosningunum áríð
1988. Þær telja George Bush vara-
forseta langlíklegasta forsetaefnið og
um helmingslíkur á því að hann verði
forseti.
Líkurnar á því að Gary Hart verði
forseti segja veðstofurnar að séu
þrjár á móti einum og á því að
Edward Kennedy verði forseti fjórar
á móti einum.
Tilnefndur er einnig Robert
Redford, frægur kvikmyndaleikari og
hjartaknosari. Lfkurnar á því að
hann verði næsti forseti Bandaríkj-
anna eru taldar þrjátíu og þrjár á
móti einum.
Nú hafa repúblikanar getað státað
af kvikmyndastjörnu á forsetastóli í,
fjögur ár. Ef til vill sjá demókratar sér
nú leik á borði og bjóða fram miklu
frægari kvikmyndastjörnu - sem R.
Redford óneitanlega er.
■ Robert Redford hjartaknosarí;
■æsti forseti Baadaríkjaama? Ha?
Bardagar í Thailandi:
Víetnamskir hermenn elta
Khmera inn í Thailand
Bangkok-Reuter
■ Thailenski herinn hefur að
undanförnu lent í átökum við
víetnamska herflokka sem hafa
faríð yfir landamærin á milli
Thailands og Kambódíu. Víet-
namarnir hafa veríð að eltast við
Khmerskæruliða sem eiga bæki-
stöðvar í Thailandi og halda
uppi skæruárásum á víetnamska
setuliðið í Kambódíu.
Hingað til hafa Víetnamar að
mestu reynt að forðast átök við
thailenska herinn sem gætir
landamæranna. En thailensk
yfirvöld segja að fyrr í þessari
viku hafi um 100 manna her-
flokkur Víetnama tekið thai-
lenska landamærastöð sem er á
hæð um tvo kílómetra fyrir inn-
an landamærin. Síðan hafaThai-
lendingar reynt að ná hæðinni
aftur.
Bæði Víetnamar og Thailend-
ingar hafa beitt stórskotaliði í
átökunum í þessari viku. Thai-
lenski hershöfðinginn, Pichit
Kullavanit, segir að Thailend-
ingar hafi misst að minnsta kosti
fimm manns, sex sé saknað og
42 hafi særst.
I
t
HILDUR í sjónvarpi og útvarpi.
Nú er tækitæri lil að hressa uppádönskukunnáttuna. Endur-
flutningur á dönskuefninu um Hildi er nú hafinn í sjónvarþi
og útvarpi og í tilefni þess minnir Námsgagnastofnun á.eftir-
farandi hjálpargögn:
1) Námsbókin Ilildur „ et kursus í dansk l'or voksne".
Katlar úr nýjum og gömlum vcrkum danskra höfunda
um Danmörku og dönsk málefni ásamt mörgum Ijós-
mvndum og teikningum. Málfræði o.fl.. Kr. 436.00.
2)
Hildur-bandudskrift. Fjölritað hefti með afriti af hljóð-
varpsþáttunum tuttugu. Handhægt hjálparefni. Kr.
325.00.
DANSKA
FYRIR
HEIMANÁM
3) Hildur - Hljóðvarpsþættir á hljómböndum. Fimm hljóm-
snældur með 20 hljóðvarpsþáttum. Kr. 840.00.
Efnið um HlLDl fæst í
Skólavörðubúdinni, Laugavegi 166, s. 28088.
_________________________________________________________y