NT - 09.11.1984, Page 24

NT - 09.11.1984, Page 24
Útlönd ísrael ■ ■ Bæjarstarfsmenn fá ekki laun sín - leggja niður vinnu þar sem gjaldþrota bæjarfélög greiða þeim ekki umsamin laun Jerusalem-Keuter ■ Bæjarstarfsmenn í mörgum bæjum og borgum í ísrael hafa Chile: Þessi nýju ritskoðunarákvæði koma í kjölfar útgöngubanns sem sett hefur verið á allar stærri borgir milli tólf á miðnætti og fimm að morgni. Her og lögregla hafa síðustu daga látið til skarar skríða gegn vinstri sinnuðum and- stöðuhópum og er talið að allt að þrjátíu manns hafi verið hand- teknir. Eins og áður segir voru sex blöð bönnuð algjörlega, en nokkrum öðrum blöðum, útvarps- og sjón- varpsstöðvum var skipað að flytja ekki efni nema það hefði áður verið ritskoðað. Ekkert pólitískt efni má nú birtast í fjölmiðlum í verið í verkfalli frá því í viku- byrjun vegna þess að bæjarfé- Chile nema það hafi áður hlotið stimpil herstjórnarinnar. Alvarleg höft hafa einnig verið sett á fundafrelsi. Ekki hefur verið þrengt svo að ritfrelsi í Chile síðan herforingj- arnir tóku völdin í blóðbaði árið 1973. Þessar síðustu aðgerðir stað- festa það hald manna að herlög- unum hafi ekki verið beint gegn skæruliðum eins og stjórnin vill meina, heldur ekki síður þeirri smávægilegu pólitísku opnun sem orðið hefur í Chile síðustu tvö árin. lögin hafa ekki getað greitt þeint umsamin laun. Sorp- hreinsun hefur verið hætt, skól- ar eru lokaðir, heilsugæsla er i lágmarki og bæjarskrifstofur eru lokaðar. Nú eru liðnar næstum því tvær vikur frá því að sorp var seinast hreinsað í Nazareth, næst stærstu borg ísraels. Óttast margir að slíkt geti leitt til sjúkdómsfaraldra. Fyrir tveim- ur dögum bættust borgarstarfs- menn í Tel Avív í hóp verk- fallsmanna eftir að bankar neit- uðu að lána borginni fé til að borga laun starfsmannanna. Verkfallsmenn krefjast þess að ríkið hlaupi undir bagga með bæjarfélögunum og veiti þeim fé til að greiða laun. Geri ríkið það ekki hafa bæjarstarfsmenn hótað allsherjarverkfalli í öllum ísraelskum borgum og bæjum frá og með næstu helgi. Slæmur fjárhagur bæjarfélag- anna, sem flest eru skuldum vafin, stafar m.a. af því að við gerð fjárhagsáætlana þeirra við upphaf ársins var ekki reiknað með því að verðbólgan yrði eins mikil og raun varð á. Einkafyrirtæki í ísrael standa einnig mjög illa. Atvinnuleysi er nú um 5%. Því er spáð að það muni aukast mjög ört á næst- unni þar sem ríkisstjórnin fyrir- hugar mikinn niðurskurð á op- inberri þjónustu og fram- kvæmdum. Enn herðir Pinochet að - útgöngubann og ritskoðun Santiago-Reuter. ■ Herstjórnin í Chile bannaði í gær útkomu sex stjórnarandstöðublaðu og herti á ýmsan hátt enn herlögin sem sett voru fyrr í þcssari viku. Hcrlögin voru sett eftir átján mánaða stigvaxandi baráttu gegn stjóm Pinochets, en á þessum tíma hafa níutíu manns látið lífið í Chile. w Blaðbera vantar í eftirtalin hverfi Laugaveg, Hverfisgötu, Ægissíðu, Kaplaskjólsveg, Granaskjól, Nesveg, Sörlaskjól, Faxaskjól, Meistaravelli, Skúlagötu, Skúlatún, Borgartún, Birkimel, Grenimel, Hagamel. Reykjavík - Akureyri '■ Bandaríska geímferjan, Díscovery, leggur af stad í átta daga ferð Út í geiminn. Símamynd-POLFOTO Bandarísku geimferjurnar: Fjórtánda geimferðin Cape Canaveral-Reuter ■ Geimferjan Discovery lagði í gær af stað í átta daga rannsóknar- og björgunarferð út í geiminn. I þessari ferð sinni mun hún m.a. gera tilraun til að bjarga tveim fjarskiptahnött- um sem ekki tókst að setja á rétta braut í fyrrí ferð. Einnig verður reynt að ná tveim öðrum gerfihnöttum sem ætlunin er að gera við og endurnýta. Geimskotið tókst vel þrátt fyrir lítilsháttar bilanir í tölvubúnaði og smábruna vegna leka í leiðslu sem þó urðu ekki til að tefja það. Geimfararnir byrjuðu strax í gær ýmsar tilraunir. Þetta er fjórtánda ferð bandarískrar geimferju út í geiminn. 9. nóvember 1984 24 Equador: Borgarstjóri í felum Guayaquil-Reutcr ■ Borgarstjórinn í Guayaquil, sem er stærsta borg Equador, var dæmdur í fjögurra daga fangelsi lyrr í þessarí viku, fyrir að móðga forseta ríkisins. En borgarstjórinn var ekki á því að hlýða úrskurði dómarans og fór í felur. Síðast þegar fréttist leituðu þúsund lögreglumenn að borgarstjóranum sem heitir Abdala Bucaram. Borgarstjórinn hafði ásakað forsetann, Leon Febres Cor- dero, fyrir að hylma yfir dráp lögreglustjórans í borginni, sem féll' í átökum milli andstæðra stjórnmálafylkinga. Eftir að Abdala Bucaram hafði verið dæmdur réðust hópar vopnaðra manna bæði á heimili hans og dómarans sem hafði dæmt hann, með byssum og sprengjum. Enginnsærðistsamt í þessum árásum. Sigur fyrir grænfriðunga Kotterdam-Rcutcr. ■ Grænfriðungum tókst í gær að neyða tvö vestur-þýsk fyrir-, tæki til að fresta því að losa efnaúrgang í Norðursjó. Grænfriðungarnir hlekkjuðu gúmmíbáta við skip, sem losa átti úr efnaúrganga , þar sem það lá í höfninni í Rotterdam. Fyrirtækin hafa samþykkt að ræða við grænfriðunga um efna- úrganginn og hvernig best verði hægt að koma honum fyrir. Hollensk stjórnvöld hafa ár- lega gefið leyfi til að fyrir- tæki losi um milljón tonn af efnaúrgangi í hafið um 25 mílur út af Hollandsströndum. Herskáir hafnarverkamenn ■ Síðastliðinn miðvikudag kom til átaka milli hafnarverkamanna í Bilbao og spænsku lögreglunnar. Verkamennirnir mótmæla áformum stjórnar sósíalista um breytta iðnaðarstefnu. Þeir komu upp götuvígjum og skutu á lögregluna með teygjubyssum. símnmynd-poLFO'io Breskar vændiskonur: Mótmæla skattlagningu London-Reuter ■ Hópur vændiskvenna í London hélt í fyrradag mót- mælastöðu fyrir utan dóms- hús í London til að lýsa yfir stuðningi við eina stallsystur sína, sem á í málavafstri við breska ríkið vegna ógreiddra skatta upp á 56 þúsund ster- lingspund. Vændiskonan, Lindi St. Claire sagði við fréttamenn að það væri lítið réttlæti í því að ríkið höfðaði fyrst mál á hendur henni fyrir vændis- starfsemi, og heimtaði síðan að hún greiddi skatt af tekj- um sínum. Hún vann fyrstu lotu máls- ins þegar dómari vísaði frá kröfu um að hún skyldi greiða skattana tafarlaust.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.