NT


NT - 09.11.1984, Side 26

NT - 09.11.1984, Side 26
 sex atvinnumenn í hópnum - einn nýliði Föstudagur 9. nóvember 1984 26 Ísland-Wales: Janus og Asgeir verða ekki með ■ Arnór Guðjohnsen - einn af atvinnumönnunum í hópnum og einn af lykilmönnum íslenska liðsins. NT-mynd Róbert Breytingar í ■ Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á leikreglum í körfuknattleik á þessu hausti. Pær helstu eru: Svokölluð þriggja stiga lína, en ef skorað er utanvið ákveðna línu sem er í 6,25 m fjarlægð frá miðpunkti körfu eru talin þrjú stig. Þess má geta að lína þessi hefur þegar valdið því að menn freist- ast til að taka skot af lengra færi en þeir eru vanir. Reglur um að missa boltann aftur fyrir miðju hafa verið mildaðar þannig að nú er leyfi- körfunni legt að blaka knettinum til baka ef leikmaðurinn hefur ekki fullkomið vald á honum. 30 sek. klukkan er ekki lengur látin byrja að telja upp á nýtt í hvert skipti sem leikur er stöðvaður til að reyna að auka hraðann í leiknum. Vítaskot eru ekki lengur þrjú til að gera tvö stig heldur aðeins tvö og bónusskot sem fást eftir 8. villu andstæðing- anna eru „eitt og eitt“ þ.e. ef leikmaður brennir fyrra skot- inu af þá er boltinn í leik og hann fær ekki annað tækifæri. ■ Nú er búið að velja lands- liðshópinn í knattspyrnu sem fer til Wales og spilar þar hinn 14. þessa mánaðar. Tony Knapp hefur valið 17 menn til fararinn- ar og eru það eftirtaldir: Markverðir: BjarniSigurðsson ÍA Eggert Guðmundsson Halmstad Aðrirleikmenn: Árni Sveinsson í A Arnór Guðjohnsen Anderlecht Ársæll Kristjánsson Þrótti ■ Kevin Keegan er ekki síður áhugasamur hestamaður en knattspyrnumaður. Hann gleðst yfír því að hross sé skírt í höfuðið á honum. Punktar ■■■ Punktar.. ■ ... ÁHUGAM ANNALIÐ í Argentínu, UD Avallo, varð fyrir heldur óskemmtilegu at- viki fyrir nokkru. Liðið átti að leika mjög mikilvægan leik gegn nágrannaliði frá bæ að nafni Torrevieja. Þegar svo leikurinn var um það bil að hefjast kom í ljós að þá vantaði aðalmarkaskorara sinn. Ástæðan kom í ljós seinna. Lögreglan í Torrevieja hafði fengið ósk um það frá knattspyrnuliði bæjarins að þeir tækju markaskorara UD Avello fastan á einhverjum forsendum meðan á leik stæði. Þetta var gert og sat marka- skorarinn inni á meðan félagar hans töpuðu leiknum. Þegar allt komst upp þá var ákveðið að leikurinn færi fram aftur... ...KEVIN KEEGAN, enski knattspyrnumaðurinn, færnafn sitt oft birt á íþróttasíðum blaða þrátt fyrir að vera hættur að keppa sjálfur. Þannig er að í Sviss er einhver besti veð- hlaupahestur landsins kallaður Kevin Keegan og hann hefur unnið fjölda kappreiða. Keeg- an sjálfur er hrifinn af þessu uppátæki og hefur lofað að senda hrossinu nokkra poka af höfrum svona til að hvetja klárinn enda er Keegan mikill hestamaður og á m.a. veð- hlaupahest með vini sínum Mike Channon... ...TVÖ LIÐ sem voru bara skipuð dómurum mættust í góðgerðarleik í Argentínu. Dómari leiksins var hinsvegar leikmaður sem hafði slæmt orð á sér, reyndar hinn versti leik- maður og mjög grófur. Hann tók starf sitt sem dómari mjög alvarlega rak fimm dómara af velli og bókaði fimm aðra... ...STÆRSTA deildarkeppni í heimi er eflaust sovéska 2. deildin í knattspyrnu. Hér er þó átt við flatarmál deildarinn- ar. Hún nær frá Kyrrahafs- ströndinni allt til Evrópulanda- mæra Sovét, og allt frá Barents- hafi í norðri til Pamír-fjalla í suðri. Liðin í deildinni þurfa þó ekki að ferðast mjög langt því þeim er skipt í níu riðla. Liðin 162 eru þó á landsvæði sem þekur um einn sjötta af þurrlendi jarðar... UEFA-keppnina. Næstu fimm þjóðir fá 3 lið hver, þær eru Skotland, Ítalía, Belgía, Port- úgal og Júgóslavía. Síðan koma þrettán þjóðir með 2 lið hver: Sovétríkin, Frakkland, Tékkóslóvakía, Holland, A- Þýskaland, Rúmenia, Sviss, Svíþjóð, Búlgaría, Austurríki, Ungverjaland, Pólland og Grikkland. Að lokum eru 11 þjóðir sem fá að senda einn fulltrúa hver: Danmörk, írland, Albanía, Tyrkland, Noregur, Kýpur, Finnland, N- írland, Lúxemburg, ísland og Malta. Breytingar frá þessu keppn- istímabili Evrópukeppninnar í‘84-‘85) eru helstar þær að ltalir og Grikkir hafa bætt við sig liði svo og Spánverjar en Frakkar, Tékkar og Danir hafa tapað einu liði hvert. íslendingar eru í næst neðsta sæti á þessari töflu en Möltu- búar eru neðstir. Þá vekur athygli að Norðurlandaþjóð- irnar eru allar, utan Svía, með aðeins eitt lið í keppninni. Atli Eðvaldsson Diisseldorf Guðmundur Steinsson Fram Guðmundur Þorbjörnsson Val GunnarGíslason KR Magnús Bergs Braunschweig Njáll Eiðsson KA Pétur Pétursson Feyenoord RagnarMargeirsson ÍBK Sigurður Grétarsson Salonikl SigurðurJónsson ÍA SævarJónsson CS Brugge Porgrímur Þráinsson Val Eins og sjá má þá er einn nýliði í hópnum, Eggert Guð- mundsson markvörður sem leikur með Halmstad í Svíþjóð. Hann kemur inn fyrir Þorstein Bjarnason. Þá er ljóst að Ásgeir Sigur- vinsson kemur ekki og Janus Guðlaugsson verður ekki með vegna meiðsla. Er mikið skarð fyrir skildi að þeir séu ekki með en eins og menn muna þá gerjþi Ásgeir bæði mörk íslendinga í leiknum fræga gegn Wales í Swansea fyrir nokkrum árum, og Janus er sá leikmaður sem hve best hefur komið út í landsleikjum. Sigurður Jónsson er nú í hópnum á ný en hann hefur lítið verið með í sumar vegna meiðsla. UEFA-keppnin: Þýskarar, Tjallar og Spanjólar efstir - íslendingar í næst neðsta sæti ■ Knattspyrnusamband Evrópu hefur sett upp töflu yfir þau lönd sem verið hafa þátttakendur í Evrópukeppn- unum þremur undanfarin fimm ár. Á þessari töflu, sem ákveður fjölda liða fyrir ‘85-‘86 tímabilið er liðunum raðað eftir því hve mörg stig þau hafa fengið fyrir árangur sinn í Evrópukeppnum. Röðin á þessari töflu ákveður síðan hve mörg lið hvert land má senda í UEFA-keppnina. í UEFA-keppninni eru alls 64 lið. Hvert land sem hefur sjálf- stæða deildarkeppni má senda eitt lið, þetta gera 32 lið þar sem Liechtenstein og Wales hafa ekki sjálfstæða deildar- keppni. Þetta þýðir að 32 sæti eru laus og skiptast þau á milli landa samkvæmt árangri þeirra eins og fyrr greinir. Tafla þessi frá UEFA var birt fyrir skömmu og lítur hún þannig út að þrjár efstu þjóð- irnar eru V-Þýskaland, Eng- land og Spánn. Þessar þjóðir fá að senda 4 lið hver í ■ Liverpool er það lið sem halað hefur inn flesta punkta fyrir Tjallana. Farið verður til London á sunnudaginn og dvalið í Bis- ham Abbey íþróttamiðstöðinni skammt fyrir utan borgina. Á þriðjudag verður farið til Car- diff þar sem æft verður á Ninian Park, þar sem leikurinn fer fram, á þriðjudagskvöldið. ■ Janus verður ekki við stjómvölinn í Wales Frá Brasilíu til gamans ■ Til gamans þá birtum við hér úrslit leikja í brasilíska boltanum um síðustu helgi. Ekki fylgjast íslendingar mikið með gangi mála þar en þó ættu nöfn sumra liðanna að líta kunnuglega út: í Brasilíu er keppt í tveim- ur riðlum í 1. deildinni. Þess- ir riðlar byrja þó ekki á sama tíma. En hér koma þá úrslit og stöður: Ríó-riðillinn: Fluminense-Friburguense 4-0 Hamengo-Vasco da Gama . . 1-1 Botafogo-Campo Grande 2-1 Olaria-Americano 1-1 Volta Redonda-America 1-1 Goytacaz-Bangu 2-1 Fluminense er efst í riðlin- um með 10 stig, Bangu og Botafogo hafa 9 stig. Sao Paulo-riðillinn: Corinthians-Palmeiras 2-1 Santo Andre-Portuguesa 3-1 America-Santos 0-0 Botafogo-Sao Paulo 1-1 Guarani-Ponte Preta 3-1 Ferroviaria-Marilia 0-1 Taubate-Sao Bento 1-2 Internacional-Comercial 2-2 Jau-Taquaritinga 1-0 Juventus-Piraciacaba 4-1 Santos er efst með 48 stig og Palmeiras hefur 46 stig. Úrslitaleikir ■ Knattspyrnusamband Evrópu ákvað á fundi sínum í Ziirích fyrír stuttu að úrslitaleikurinn í Evr- ópukeppni meistaraliða færi fram í Belgíu að þessu sinni. Hann verður því leikinn á Heysel leik- vangnum í Brussel þann 29. maí 1985. Þá var einnig tekin ákvörðun um að úrslita- leikurinn í Evrópukeppni bikarhafa færi fram á leikvelli Feyenoord í Hollandi (Feyenoord Stadium) í Rotterdam þann 15. maí 1985. Að venju verða úrslita- leikirnir í UEFA-keppn- inni á leikvöllum liðanna sem mætast í úrslitum, þ.e. heima og heiman. Rapid Vin kærir ■ Rapid Vin hefur nú farið fram á það við Knattspyrnu- samband Evrópu að það snúi við úrslitum í leik liðsins gegn Landsleikurinn ■ Nú er öruggt að landsleikur íslendinga og Wales sem fram fer í Wales þann 14. nóvem- ber verður sýndur í ís- lenska sjónvarpinu í BEINNl útsendingu. Leikurinn hefst kl. 19.25 og verða því fréttir færðar fram fyrir leikian. Celtic og láti Rapid halda áfram keppni í Evrópukeppni bikar- hafa. Krafa liðsins er byggð á því að einn leikmanna Rapid varð fyrir flösku sem kastað var úr áhorfendastæðunum þegar leikmenn Rapid hótuðu að ganga af velli eftir að vafasöm vítaspyrna var dæmd á liðið. Það var varamaðurinn Wein- hofer sem varð fyrir flöskunni. Hann var eini varamaðurinn sem eftir var og því varð Rapid liðið vængbrotið eftir, sögðu forráðamenn þess. UEFA mun dæma í þessu máli er aganefnd sambandsins hittist á fundi 15. og 16. nóvembernæstkomandi.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.