NT - 12.11.1984, Blaðsíða 4

NT - 12.11.1984, Blaðsíða 4
■ Kvöldið áður en fundurínn hófst, fjölmenntu fulltrúar af kvenkyni í sameiginlegt borðhald, þar sem málin fyrir fundinn voru rædd. NT-myiid Róvert. Frá fundarhöldum í gær. Jón Helgason, landbúnaðar- og dómsmálaráðherra í ræðustól. NT-mynd Róbert Aukafundur miðstjórnar Framsóknarflokksins: Stuðningur við stjórnarsamstarfið Mánudagur 12. nóvember 1984 4 - og ný atvinnumálastefna ■ Stuðningur við áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og ný atvinnumálastefna, sem felur í sér nýsköpun á áður óþekktum atvinnusviðum, voru helstu niðurstöður aukafundar miðstjórnar Framsóknarflokksins, sem var haldinn í Reykjavík nú um helgina. Tillaga fyrir Háskólaráði: Hætt verði við mál- sóknina gegn BSRB „Vitanlega komu fram ó- ánægjuraddir með hitt og þetta, meðal annars útkomuna úr kjarasamningunum. En þetta var samt að allra mati mjög gagnlegur og góður fundur“, sagði Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra í samtali við NT í morgun. Á fundinum, sem um eitt hundrað manns víðs vegar af landinu sóttu, var nokkuð deilt á núverandi stjórnarsamstarf. í stjórnmálaályktun fundarins, sem samþykkt var seint í gær- kvöldi segir hins vegar, að mið- stjórnin álykti að núverandi stjórnarsamstarfi beri að halda áfram, enda náist samstaða með flokkunum um aðgerðir í efna- hagsmálum, sem stuðli að áfram- haldandi hjöðnun verðbólgu, en tryggi jafnframt rekstrargrund- völi atvinnuveganna, fulla at- vinnu og verndun kaupmáttar þeirra, sem búa við verstu kjörin. Ályktun fundarins um at- vinnumál var mjög viðamikil, en þar var aðallega fjallað um ný tækifæri á þeim sviðum, sem hingað til hafa verið vanrækt í íslensku atvinnulífí, svo sem í lífefnaiðnaði og rafeindaiðn- aði o.fl. Á fundinum var einnig sam- þykkt ályktun um réttindi heimavinnandi fólks. Var skor- að á þingflokk framsóknar- manna að standa fyrir því á Alþingi, að réttur hinna heima- vinnandi væri sá hinn sami og þeirra, sem eru á hinum al- menna vinnumarkaði. ■ Á annað hundrað kennarar við Háskóla íslands hafa skrifað undir áskorun til Háskólaráðs þess efnis að horfið verði frá málsókn á hendur BSRB. Mál þetta kom til umræðu á Háskóla- ráðsfundi sem haldinn var fyrir helgi og var þar lagt til að Háskólaráð felídi niður skaða- bótakröfu á hendur BSRB. í blaðaviðtölum að undan- förnu, hefur rektor Háskóla ís- lands vitnað til samþykktar Háskólaráðs frá 7. okt. s.l. þar sem ákveðið var að leitað yrði til dómstóla vegna verkfalls- vörslu BSRB við skólann. Á Háskólaráðsfundinum í gær kom hinsvegar fram, að fæstum meðlimum ráðsins var kunnugt um að þannig yrði staðið að málshöfðun sem raun er á. Kom þetta m.a. fram í bókun sem einn námsmannafulltrúanna lagði fram. „Ég tel þessa málsmeðferð ekki sæmandi rektor og engan- veginn drengilegt að veitast með þessum hætti að samtökum BSRB, sem hafa sýnt skilning á vanda Háskólans vegna verk- fallsins og fallist á undanþágur svo kennsla gæti haldið áfram“, sagði Þorleifur Einarsson, deildarforseti verk- og raunvís- indadeildar í samtali við NT f gær. „Þessi málsókn á enga stoð í samþykktum ráðsins og í óformlegum viðræðum við verkfallsnefnd BSRB kom þetta aldrei til umræðu. Enda hefði ég ekki staðið í þeim viðræðum hefði mér verið kunnugt um þennan málatilbúnað“, bætti hann við. Þá var samþykkt með þorra atkvæða að fresta máli þessu til næsta fundar sem haldinn verð- ur eftir tvær vikur. Harður árekstur ■ Harður árekstur varð á Sandskeiði í gærkvöld. Tvær fólksbifreiðar, önnur á suðurleið en hin á austurleið skullu saman. Fernt var flutt á slysadeild en ekki var talið að slys væru mjög alvarlegs eðlis. HUSGOGN OG INNRÉTTINGAR co cq nfl .SUÐURLANDSBRAUT18 DO 03 VV Gullfalleg ítölsk sófasett Margar gerðir - Leður- og tauáklæði Ótrúlega lágt verð: Frá kr. 37.850.- í tauáklæði og frá kr. 45.500,- í leðuráklæði Megas brilleraði ■ Þrumustuð fyrír fullu húsi, - þegar meistari Megas tróð upp eftir margra ára hlé. Kempan söng gömul og ný lög og náðist upp stemmning strax á fyrstu mínútu. Uppselt var á sönginn snemma á þríðja söludegi miða og komust langtum færrí að en vildu. Engu að síður er haft eftir skáldinu að ekki geti orðið úr annarri uppákomu í bráð. Um 700 manns komust í sæti í Austurbæjarbíói og var miðaverð 400 krónur. Kostnaður við samkomu sem þessa er talinn geysilegur en Megas hélt samkomuna á eigin reikning. Þeim til hugarhægðar og huggunar sem ekki komust, skal upplýst að blessað Sjónvarpið tók valda kafla upp á tónleik- unum og fáum við sem heima sátum vonandi einhverjar sárabætur þar. NT-mynd: Sverrir

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.