NT - 12.11.1984, Blaðsíða 8

NT - 12.11.1984, Blaðsíða 8
Mánudagur 12. nóvember 1984 8 Stórfiskmarkaður Vörumarkaðarins: Um 30 fisktegundir og 30 sjávarréttir á boðstólum ■ Það var margt um manninn í Vörumarkaðn- um við Eiðistorg í gær þeg- ar blaðamann NT bar þar að garði. Þar stóð yfir fisk- markaður, í boði vom um 30 tilbúnir fiskréttir, sem mat- argerðarmeistarar fyrir- tækisins höfðu lagað, og þar að auki voru þar til sölu allar fisktegundir sent hægt er að ná til í borginni um þessar mundir, alls um 30 fisktegundir að sögn Lárus- ar Einarssonar kjötiðnað- armanns. Einnig voru á boðstólum allir helstu sjávarréttir, svo sem rækjur, humar, hörpudisk- ur, skötuselur, rcyktur áll og fleira. Þá var sérstök kynning á karfaréttum en karfi, áll og fleira, hefur hingað til ekki verið eftir- læti íslenskra neytenda, en erlendis þykir hann herra- mannsmatur. „Viðbrögð neytenda við þessari nýjung voru mjög góð,“ sagði Lárus, „það hefur verið örtröð viö af- greiðsluborðin í allan dag. „Við höfum hugsað okkur að halda þessu áfram og bjóða upp á fisk og fiskrétti eingöngu suma daga á næst- unni.“ Þeim sem misstu af fisksölunni í gær skal bent á að í dag verður ekkert kjöt í kæliborðum Vöru- markaðarins, heldur ein- ungis fiskur og fiskréttir. Við fengum Ara Dl. Hu- ynh matreiðslumann til að þyija fyrir okkur tvær uppskriftir, meðan hann var að laga fiskrétti á bakka. Hér koma þær, og við vonum að þær komist Þröng á þingi við kæliborðin. NT-myndir Róbert. ■ Lárus Einarsson. og djúpsteikur. Síðan er lúðan sett í eldfast mót, tómatsósa sett á hana og ostsneið þar yfir. Þetta er bakað í ofni í um 15 mínút- ur. Ýsan og skötuselurinn eru sett á fat með lúðunni að því búnu. Saxaður laukur er smjörsteiktur á pönnu og hörpudiskinum og rækjunni bætt við og einnig steinselju ogsítrónu- safa. Þegar þetta het'ur verið steikt er það sett ofan á fiskinn. Bananasósan er löguð úr tveim söxuðum banönum, svolitlu majonesi og rjóma er blandað saman við. Hinn rétturinn er meira til hversdagsbrúks. Karfarúllur með camen- bert osti: 1. karfaflak, barið og kryddað með sítrónupipar. Niðursneiddur camenbert- ostur lagður yfir. Flakinu velt upp úr hveiti og vafið upp í rúllu og steikt þannig. Hrærðu eggi með raspi blandað saman við chanti- liesósu. Verði ykkur að góðu. nokkurn veginn rétt til skila. Blandaðir sjávarréttir með bananasósu: 1 biti stór lúða 1 biti ýsa 1 biti skötuselur niðursneiddir sveppir rækja hörpudiskur sneiddur ostur bananasósa Lúðunni og ýsunni er velt upp úr hveiti og þær steiktar upp úr smjöri á pönnu. Skötuselurinn er raspaður ■ Ari Dl. Huynh. Með ígerð í puttanum ■ Maðurinn, sem vinnur með mér á skrifstofunni hefur óbilandi trú á mér til að reikna út vexti og verðbætur. En að hann hefði enga trú á mér til annarra verka, vissi ég ekki fyrr en daginn sem ég fékk ígerð í fingur. Eg sagðist þurfa viku veik- indafrí, því að þetta var fing- urgómur löngutangar hægri handar og sá gómur, sem mest mæðir á við að pikka á allar vélar. Eg sýndi honum m.a.s. fingurinn sem sönnunargagn. Hann spuröi hluttekningar- laust, hvað hefði eiginlega komið fyrir þennan putta. Eg sagðist hafa stungið mig á nál og nú væri komin ígerð í hann. „Hvað ertu að meðhöndla verkfæri, sern þú kannt ekkert með að fara?" Þessi ígerð í fingrinum var vissulega óþægileg, svo að ég kom við í lyfjabúð á heimleið úr vinnu og ætlaði að fá mér spritt til að sótthreinsa hann. Stúlkan í lyfjabúðinni leit á mig eins og ég væri viðundur og sagði, að það væri hætt að flytja inn spritt. Það hefðu verið svo rnikil vandræði með rónana, sem keyptu það og drukku. Ætli sprittið heyri undir sömu reglugerð og bjórinn? Sjálfsagt verður bráðuni bannað að selja rak- spíra og kökudropa. Lím verð- ur örugglega bannað. því það er hægt að sniffa það. Þá líst mér nú á postulínsstytturnar míníir. Ég sé mig í anda fara inn í búð og biðja um lím. „Því miður, það er búið að banna að flytja inn lím. Ef þú ert í vandræðum með brotna postulínsstyttu, þá á ég hérna ágætis teygjuband." Stúlkan í lyfjabúðinni var einstaklega lipur og benti mér á eitthvað sem heitir probonol og á að gera sania gagn. Svo vantaði mig sakkarín og bað um það líka. Stúlkan sýndi mér fljótandi sakkarín í lítilli flösku, en það lá við að ég fengi hjartaáfall, þegar ég sá verðið, 173 krónur fyrir smá skíta flösku! Ég bað hana í guðanna bænum að benda mér á eitthvað sem kostaði ekki hvítuna úr augunum. Ég fékk lítið box með 500 sakkarín- töflunr á kr. 28.00 Ég fór út úr lyfjabúðinni og var hálffúl. Hins vegar hresstist ég til muna, þegar heirn kom. Ég var löglega afsökuð við matar- tilbúninginn. Þaðerstranglega bannað að eiga við mat, ef niaður hefur handarmein. Allt heimilisfólkið getur fárveikst af einhverjum stórhættulegum staf..kokkum. Þess vegna hringaði ég rnig í besta hægindastólinn, nældi mér í bók að lesa og beið þess. að börnin færðu mér matinn. þótt ekki væri á silfurbakka.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.