NT - 12.11.1984, Blaðsíða 11
m 7 Mánudagur 12. nóvember 1984 11
Ll L Útlönd
Fæðing:
Eins árs vinna
■ Vinnumálaráðherra Vestur-
Pýskalands, Norbert Bliim, hefur
skýrt frá því að barnsfæðingar
verði framvegis metnar sem eins
árs vinna við útreikningi eftir-
launa fyrir konur sem ná eftir-
launaaldri 60 ára að aldri.
Rökin fyrir þessu eru þau að
konur, sem hætta vinnu til að
eignast börn, eigi ekki að vera
refsað með lægri eftirlaunum.
Samkvæmt núverandi eftirlauna-
kerfi þýðir þetta að eftirlaun
kvenna hækka um 24 þýsk mörk
(rúml. 250 ísl. kr.) á mánuði við
hvert barn sem þær eignast. Petta
táknar einnig að konur sem ekkert
hafa unnið á vinnumarkaðinum en
eignast fimm börn öðlast rétt á
eftirlaunagreiðslum fyrir fimm ár
auk grunngreiðslu sem allir eftir-
launaþegar fá. Áður fengu þessar
konur engin eftirlaun heldur að-
eins ellilífeyri.
Reiknað er með að þessi nýju
lög taki gildi árið 1986.
Metuppskera í S-Kóreu
■ Eftir mikil flóð í Suður-
Kóreu í september á þessu
ári bjuggust margir við upp-
skerubresti þar vegna þess
að vatn flæddi yfir mörg
hrísgrjónasvæði. Jafnvel var
talað um að uppskeran
myndi verða unt 25% minni
vegna flóðanna ■, en ella.
Nú hafa uppskeru-
skemmdir vegna flóðanna
verið endurmetnar þannig að
þau virðast ekki hafa dregið
úr uppskerunni nema sem
svarar um 5 prósentum.
Hrísgrjón voru ræktuð á
1,205 milljón hekturum á
þessu ári sem er meira en
nokkurn tímann áður. Nú er
allt útlit fyrir að ársuppsker-
an hafi náð um 5,4 milljón
tonnum sem-er metuppskera.
Hrísgrjón eru niðurgreidd
í Suður-Kóreu eins og víðar
þannig að góð uppskera þýð-
ir aukin fjárútlát fyrir ríkis-
stjórnina.
Nýja Delhi-Reuter.
■ Rajiv Gandhi forsætisráðherra Indlands
dreifði í gær ösku móður sinnar yfir Himal-
ajafjöllin.
Hann dreifði öskunni úr sovéskri flugvél
af AN-12 gerð eftir að öskunni hafði verið
ekið í sérstökum lestum um helstu borgir
Indlands.
í Hintalajafjöllum eru hæstu tindar ver-
aldar. Það má því segja að líkamlegar lei'far
þessa fræga þjóðarleiðtoga séu komnar til
„himnaríkis".
Bandaríkin:
Andstæðingur
Castros fær
lífstíðardóm
New York-Reuter
■ Eduardo Arocena, helsti leiðtogi
Omega 7 hópsins, sem hefur barist gegn
Castro, var um helgina dæmdur í lífstíðar-
fangelsi og ríflega það fyrir morð og
sprengjuárásir á kúbanska stjórnarerind-
reka.
Arocena viðurkenndi við réttarhöldin að
hann hefði beitt ofbeldi og hryðjuverkum í
baráttu sinni gegn stjórn Castros á Kúbu.
Hann var dæmdur fyrir 25 glæpi, þ.á.m. að
hafa skipulagt morð á kúbönskum stjórnar-
erindrekum við Sameinuðu þjóðirnar.
Samtals hljóðaði dómurinn yfir honum upp
á lífstíð og 35 ár að auki í fangelsi.
UTBORGUN!
restin á 12 mánuðum
HTH kjör HTH möguleikar HTH gæði
Innréttingahúsið getur nú boðið HTH Þú getur auðvitað valið um fjölmargar HTH innréttingarnar eru framleiddar í
innréttingar á hreint ótrúlegum kjörum. útlitsgerðir og verðflokka, hvort sem þig stærstu innréttingaverksmiðju Norður-
Útborgunin er ótrúlega lítil og við lánum vantar innréttingu í nýtt húsnæði eða í landa, sem státar af tilrauna- og rann-
eftirstöðvarnar í 6, 9 eða 12 mánuði. eldra. Ef um endurnýjun erað ræða, þá sóknarstofu, þar sem gæði, ending og
Þegar þú íhugar kaup á innréttingu, tökum við niður gömlu innréttinguna, notagildi er haft að leiðarljósi. Þess
er markmiðið að sjálfsögðu að gera góð þér að kostnaðarlausu. vegna getur HTH boðið allar innrétt-
hthií' . ... ... Snúðuþérstraxtilokkarogviömælum in9ar meö 5 ára ábyrgð.
jor, þa sem s ip ir ma i. upp eldhúsið, teiknum og veitum ráð- ÞeSsiinnréttinghéraðofan, HTH4500,
leggingar án skuldbindinga fyrir þig. er eikarinnrétting með fulningar-
^aii Við sendum einnig bækling og ^um' Heildarverð kr. 78 000,- og
’ \ upplysingar i posti, se þess LJ,i,wi„„,mn , V
í ■ ! | || i i % óskað
HTH innrétting,
skiptir þig máli
Tæknilegar
upplýsingarog
ráðgjöf í
^söludeild okkar.^J
Háteigsvegi 3, Rvík
Söludeild s. 27344
Skrifstofa s. 27475
Bjóðumdælurtil
flestra verka. Frá
hinum þekktu
framleiðendum
= HEÐINN =
Vfl AyERZLUN-SlMl 24260
LAGER-RTRPANTANIR-ÞJÓNUSTA
Aska Indiru
í ,,himnaríki<(