NT - 12.11.1984, Page 7

NT - 12.11.1984, Page 7
Mánudagur 12. nóvember 1984 7 Frjáls verömyndun Ef ég hef skilið skrif NT rétt, er þar ekki útilokað að frjáls verðmyndun geti verið hag- stæð fyrir neytendur. Réttu skilyrðin þurfi bara að vera fyrir hendi, sem ekki væri raunin á hér á landi vegna smæðar markaðarins. Þessar viðbárur um smæð markaðar- ins hafa heyrst bæði fyrr og síðar. En þar sem ekki er deilt um hugmyndina sjálfa lieldur framkvæmd hennar við „ís- lenskar aðstæður", væri ein- faldast að bíða og sjá hvernig til hefur tekist. Verðmyndun var gefin frjáls á nokkrum neysluvörum á þessu ári. Verðlagsstofnun hefur síðan fylgst með verði á þessum vörum, en stofnunin hefur ekki látið frá sér fara neinar niðurstöður úr þeim athugunum. A hinn bóginn hafa verið að berast fréttir um að verð á einstökum vörutegundum og þjónustu hafi annaðhvort stað- ið í stað, lækkað eða hækkað minna en almennt verðlag. Með rökfræði NT væri hægt að gefa út stórar yfirlýsingar um að frjáls verðmyndun hafi gef- ist vel. Þessi einstöku dæmi eru hins vegar aðeins vísbend- ingar en gefa ekki heildar- mynd. Þróun framfærsluvísi- tölunnar fyrstu átta mánuði ársins er einnig sterk vísbend- ing um að frjáls verðmyndun hafi gefist vel. Flestar vísbendingar hníga því í þá átt að frjáls verðmynd- un hafi sannað gildi sitt, en þar til Verðlagsstofnun birtir samanburðartölur sínar, verð- ur ekkert fullyrt á grundvelli reynslunnar. Lokaorö Snúum okkur aftur að frjálsu skrokkunum. Málið snýst um hvað er hagkvæmt fyrir neytendur og hefur ein- göngu verið rætt um álagningu. Reynt hefur verið að sýna fram á að í Ijósi aðstæðna hafi hagur neytenda ekki verið fyrir borð borinn a.m.k. ekki að því marki sem haldið hefur verið fram. Hver og einn verð- ur að meta þessar skýringar fyrir sig. Svo eru aðrir hagsmunir neytenda í þessu máli. Þótt allri álagningu væri sleppt og kaupmenn tækju ekkert í sinn hlut yrði kindakjöt samt dýrt. Hvað veldur? Er það ekki stóra spurningin? Kjartan Stefánsson. Landsráðstefna mjólkurframleiðenda: Samtök framleiðenda eigi vinnslustöðvarnar - og beri ábyrgð á rekstri þeirra ■ Dagana 31. okt. og 1. nóv. sl. var haldin á vegum Félagsráðs Osta- og smjör- sölunnar, Stéttarsambands bænda og Framleiðsluráðs landbúnaðarins í Reykjavík landsráðstefna mjólkur- framleiðenda. Hana sátu 27 fulltrúar bænda frá 15 af þeim 17 mjólkursamlögum sem starfandi eru og auk þess sem gestir allmargir mjólkurbússtjórar, ráðu- nautar Bf. íslands og aðrir sem tengjast þessum málum. í upphafi ávarpaði landbún- aðarráðherra ráðstefnuna. í máli hans kom fram að hann taldi æskilegt að fram- leiðendur landbúnaðarvara réðu sem mestu um það sjálfir hvernig framleiðslu búvara væri háttað svo og öðru sem þá snerti. Hann hvatti til aðhalds í fjárfest- ingu óg góðs skipulags í framleiðslu og sölu búvara. Hann taldi að íslenskar mjólkurvörur hefðu unnið sér þá viðurkenningu að þær stæðust samanburð við það besta á því sviði. Því næst fluttu eftirtaldir 9 menn framsöguræður: Guðmundur Sigþórsson ræddi um framtíðarhorfur mjólkurmarkaðarins, Árni Jónasson, Haukur Halldórs- son og Magnús Sigurðsson ræddu um stefnumörkun og stjórn framleiðslumála og dr. Þorsteinn Karlsson ræddi um samvinnu og sameiningu vinnslustöðva. Þá ræddi Pét- ur Sigurðsson um söluskipu- lag mjólkurvara, Þórarinn Sveinsson ræddi um vinnslu og verkefnaskiptingu, Guðmundur Stefánsson ræddi um verðlagningu og Bjarni Guðmundsson ræddi um endurskoðun laga um Framleiðsluráð landbúnað- arins. í upphafi umræðna greindi Reynir Kristinsson, starfs- maður Hagvangs, frá því starfi sem hann hefur unnið á vegum Framleiðsluráðs að samræmingu á bókhaldi mjólkursamlaganna og gagn- semi slíks bókhalds fyrir stjórnendur þeirra. Að umræðum loknum var fulltrúum skipt niður í 3 starfshópa til að draga saman niðurstöður ráðstefnunnar, sem í megin atriðum voru þessar: 1. Við endurskoðun laga um Framleiðsluráð landbún- aðarins verði eftirtalin atriði höfð að leiðarljósi: a) Tekjur bænda verði ekki síðri en þær sem sambærilegar stéttir þjóð- félagsins njóta. b) Bændur fái sama verð fyrir sömu vöru hvar sem er á landinu. c) Neytendur fái mjólkurvörur á sama verði um allt land og njóti sambærilegs vöruvals eftir því sem frekast verður við komið. d) Samtökum bænda verði sem áður falin stjórnun framleiðslunnar og skipulagning vinnslu og dreifingar mjólkurvara á heildsölustigi. e) Samtök framleiðenda eigi vinnslustöðvarnar og beri ábyrgð á rekstri þeirra svo sem verið hefur. 2. í Ijósi ríkjandi ástands á heimsmaricaði verður að fallast á, að framleiðsla mjólkur hérlendis verði miðuð við innlenda mark aðinn. Þó verður ekki komist hjá einhverri um- framframleiðslu ef full- nægja á þörfum lands- manna í breytilegu árferði. Því telur ráðstefnan alls ekki rétt eða sanngjarnt að bændur gefi með öllu eftir núverandi rétt sinn á stuðningi ríkisvaldsins við útflutning mjólkurvara. 3. Lögun mjólkurframleiðsl- unnar að innlenda mark-, aðnum eykur mjög hættu á tímabundnum skorti á vissum mjólkurafurðum í öllum landshlutum og krefst því aukinnar samræmingar. Slík skipulagning er einnig nauðsynleg til að ná meiri hagkvæmni í mjólkurvinnsl- inni. Pví ber að efla sameig- inlega yfirstjóm mjólkur- iðnaðarins undir forystu Framleiðsluráðs. 4. Mjólkurframleiðendur hafa nú búið við framleið- slustjómun eftir búmarks- kerfinu í 5 ár og hafa reynst jákvæðir gagnvart henni. Nú þarf að skilgre- ina nánar jarðabúmark og setja reglur um svæðabú- mark, svo einstök héruð haldi æskilegum svæðis- kvóta þótt byggð grisjist. 5. Afla þarf lagaheimildar til stöðlunar efnainni- halds neyslumjólkur og skilgreina markmið kyn- bótastarfsins í því sam- bandi. 6. Efla þarf rannsóknir á fóðrun mjólkurkúa með aukna hlutdeild innlends fóðurs í huga. 7. Beitt verði hvetjandi að- gerðum til að bændur jafni árstíðasveiflu í mjólkurframleiðslu. (Frá framkvæmdanefnd ráð- stefnunnar) TIMIM Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Framkvæmdastjóri: Sigurður Skagfjörð Sigurðsson Markaðsstjóri: Haukur Haraldsson Ritstjóri: Magnús Ólafsson (ábm). Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson innblaðsstjóri: Oddur Óíafsson Tæknistjóri: Gunnar Trausti Guöbjörnsson Skrifstofur: Siðumúli 15, Reykjavik. Sími: 686300 Auglýsingasími: 18300 Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 25 kr. og 30 kr. um helgar. Áskrift 275 kr. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Niðurstöður skoðanakönnunar ■ Sú skoðanakönnun, sem NT hefur látið fram- kvæma og sagt er frá í blaðinu í dag, staðfestir að mörgu leyti þær tilfinningar, sem fróðir menn á stjórnmálasviðinu hafa haft um þróun mála þar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað fylgi í kjölfar BSRB verkfallsins og þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, Samtök um kvennalista halda áfram að vinna á og Framsóknarflokkurinn er á verulegri uppleið. Sú staðreynd, að Sjálfstæðisflokkurinn sé að tapa fylgi, hvort sem miðað ervið síðustu alþingiskosningar eða síðustu könnun DV, kemur ekki á óvart. Þar sem fylgistapið er fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu, hlýtur það að skrifast á afstöðu flokksins gagnvart BSRB mönnum í nýafstöðnu verkfalli. Fleira kemur þó til, eins og t.d. að kjósendum finnst nú nóg komið af frjálshyggjunni í bili. Fylgisaukning Samtaka um kvennalista ætti heldur ekki að koma á óvart, því þau hafa unnið mikið og þrotlaust starf að undanförnu og uppskera nú sam- kvæmt því. Þá njóta þau þess að hafa ekki setið við stjórnartauma, þannig að ekki er hægt enn að dæma þau af verkum í valdastólum. Styrkur samtakanna ætti að vera hinum hefðbundnu stjórnmálaflokkum ríkt umhugsunarefni, því spurningin hlýtur að vera hvort konum, helmingi kjósenda, hafi verið nægilega sinnt af þessum flokkum. í því sambandi er athyglisvert að benda á, að þau þrjú þingsæti, sem kvennalistarnir vinna, koma frá Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi. Fylgisaukning Framsóknarflokksins kemur heldur ekki á óvart en aukningin, 4,6 prósentustig miðað við síðustu kosningar, er sennilega ívið meiri en menn höfðu átt von á. Hér kemur áreiðanlega margt til, en þrjú atriði standa þó upp úr. í fyrsta lagi er ljóst, að ríkisstjórnin nýtur almenns fylgis, enda hefur árangurinn á sviði efnahagsmála verið ótvíræður; verðbólgan er horfin, full atvinna ríkir og kaupmátturinn er aftur á uppleið. Óánægðir sjálfstæðismenn hafa því valið að færa sig yfir til Framsóknar í stað þess að yfirgefa algjörlega ríkis- stjórnarflokkana. Þá hafa nýir stuðningsmenn ríkis- stjórnarinnar kosið flokkinn. í öðru lagi skiptir afstaða Framsóknarflokksins í BSRB verkfallinu áreiðanlega miklu. Þar má nefna sem dæmi, að flokkurinn vildi láta borga út laun 1. október, en fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins réð ferðinni. Fræg ræða Páls Péturssonar, formanns þing- flokksins, í upphafi þings vakti einnig verðskuldaða athygli. Þá má ekki gleyma, að skattalækkunarleið Steingríms Hermannssonar höfðaði mjög til skynsemi manna og vegur það þungt í þessu máli. í þriðja lagi hefur flokkurinn sýnt sig verðugan til að halda uppi merki félagshyggjumanna í þessari ríkis- stjórn og það hefur komið æ betur í ljós að undanförnu, að verndun velferðaríkisins er í góðum höndum framsóknarmanna. Gott dæmi um þetta kom fram í ræðu Alexanders Stefánssonar, félagsmálaráðherra, á Alþingi í síðustu viku. Þar benti Alexander m.a. á, að fjármagn til málefna fatlaðra hefur margfaldast frá 1982, þegar stjórn þessara mála var í höndum Svavars Gestssonar. Þá voru útgjöld félagsmálaráðuneytisins til þessa málaflokks rúmlega 7 milljónir. í ár verður hins vegar varið 151 milljón til rekstrar og auk þess hefur Framkvæmdasjóður fatlaðra 60 milljónir tii um- ráða. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs eigá þessar upphæðir enn eftir að hækka. Með þessu dæmi og fleiri slíkum er kjósendum ljóst, að í Framsóknar- flokknum er að finna sterkt mótvægi gegn frjálshyggj- unni í Sjálfstæðisflokknum og öflugan verndara vel- ferðaríkisins.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.