NT - 12.11.1984, Blaðsíða 21

NT - 12.11.1984, Blaðsíða 21
■ Sigurður Sveinsson Mánudagur 12. nóvember 1984 21 Knattspyman í V-Þýskalandi: Schalke lagði Stuttgart Frá Guðmundi Karlssyni fréttamanni NT í V-Þýskalandi: ■ Búndeslíga 12. leikdagur: 153 þúsund áhorfendur sáu 26 mörk. Nítján gul spjöld, þrír í banni í næsta leik, eftir fjórða gula spjaldið, og fjórtán leik- menn hafa fengið þrjú gul og verða að passa sig. Leik Bay- ern Múnchen og Borussia Mönchengladbach varð að fresta þar sem leikmenn Glad- bach sátu fastir í Póllandi vegna þoku eftir leikinn gegn Widzew Lodz á miðvikudag. Schalke-Stuttgart........ 4-3 Fjögur mörk á 32 mínútum, Stuttgart varð fyrir Schalkeeld- ingunni. Meistararnir sýndu aðeins síðasta stundarfjórð- unginn að þeir geta spilað fótbolta. 23 þúsund áhorfend- ur trúðu ekki eigin augum, 4-0 eftir 32 mínútur. Taúber skor- aði á 4. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf Kleppinger, 1-0. Taúber var aftur á ferð á 8. mínútu, lék á tvo og negldi af 13 metra færi, óverjandi, 2-0. 17. mínúta: Schatzschneider á skot, Niedermayer ætlaði að bjarga, en skoraði í eigið net, 3-0 og Benthaus stóð brjáiað- ur á línunni. 32. mínúta: Kleppinger skorar í annarri tilraun eftir sendingu Schatzsc- hneiders. Svo mikið hristu leikmenn Stuttgart hausinn á leið inn í klefann að annað eins hefur ekki sést. Meistararnir komu betur inn í leikinn í síðari hálfleik. Ail- göwer skoraði í fjórða 30 metra skoti sínu, og þá voru aðeins 15 mínútur eftir. Síðan sóttu meistararnir látlaust. As- geir gaf á Múller sem skoraði 2-4 með skalla á 80. mínútu, og Claesen skoraði af stuttu færi á 88. mínútu, 3-4. Á síðustu mínútu heimtuðu svo leikmenn Stuttgart víti, er Schatzschneider hékk á Karl- heinz Förster og reif utan af honum peysuna innan víta- teigs. En eins og Förster sagði eftir leikinn þorði dómarinn ekki að dæma víti og úrslitin urðu 4-3, og voru nokkuð sanngjörn. Ásgeir átti sæmilegan leik, fékk 4 í einkunn. Allt lið Stuttgart var með 4 og 5 í einkunn í Bild. HSV-Köln............... 3-1 HSV aftur sterkir, en Jimmy Hartwig, fyrrum leikmaður HSV skoraði fyrst gegn gangi leiksins fyrir Köln, en Weh- mayer jafnaði tveimur mínút- um síðar, 1-1 í hálfleik. Wuttke skoraði viðstöðulaust eftir fyrirgjöf Kaltz í byrjun síðari hálfleiks, og lokaorðið átti hann á 60. mínútu, eftir stungu frá Rolff. Dússeldorf-Dortmund . 0-0 Afspyrnulélegur leikur, Atli aftur í vörn og lék sæmilega. Hver getur leikið betur en það í slíkum leik? Bæði liðin þurfa miklar breytingar til að komast af botninum. Dússeldorf átti ífærin og sigur skilinn. En það verður að skora... Bochum-Úrdingen .... 1-0 Lárus byrjaði inn á, en náði lítið að sýna gegn sterku Boch- umliði. Honum var skipt útaf á 70. mín. Schultz skoraði mark Bochum. Frankfurt- Waldhof Mannheim ... 7-2 Skemmtilegasti leikur helg- arinnar. Mannheim gafst aldrei upp, og hið unga lið Frankfurt sýndi frábæran leik. Eftir 15 mínútur var staðan 3-0, í hálf- leik 4-1. 2-4 á 59. mín,en síðan komu þrjú mörk Frankfurt. Mörk Frankfurt skoruðu Kremer 3, Krot og Múller 2 hvor. Önnur úrslit: Karlsruher-Bielefeld ... 4-0 Leverkusen-Bremen ... 0-0 Kaisersl.-Braunschweig . 1-0 Bayern Múnchen hefur enn , yfirburðaforystu. Siggi skoraði 9 mörk ----“"“--i------- ■■ g#gn numnDvrg —cr mki markahæstur Frá Gudmundi Kartssyw, fréttamanni NT í V-Þýska- landi: ■ Sigurður Sveinsson átti stórleik með liði sínu Lemgo gegn Húttenberg í v-þýsku 1. deildinni í handbolta á laugardag. Lemgo tapaði leiknum naumlega 24-25, og Sigurður skoraði 9 mörk, var óstöðvandi í síðari hálfleik. Sigurður er enn markahæstur leikmanna í Búndeslígunni, hefur skorað 30 mörk í 6 leikjum. Húttenberg var yfir 13-8 í hálfleik, eftir mjög slakan fyrri hálfleik Lemgo. í síðari hálfleik fór liðið í gang og Sigurður skoraði stöðugt. Naumt í lokin og óheppni að tapa. Úrslit um helgina: Gummersbach-Grosswallstadt . 20-21 Lemgo-Húttenberg ......24-25 Marsenheim-Schwabing ..17-13 Rein. Fuchse-Dankersen.18-18 Handewitt-Hofweier ....25-22 Essen-Kiel.............22-17 Leikur Essen og Kiel þótti mjög góður, en honum var flýtt fram á miðvikudag í síðustu viku. Alfreð var besti maður vallarins ásamt markverðin- um Hacker. Alfreð skoraði 8 mörk, 3 víti. Essen er nú efst í deildinni með 10 stig eftir 6 leiki, en Kiel er í öðru sæti með 8 stig eftir 5 leiki. Úrslit í NBA: ■ Nokkrir leikir fóru fram í NBA-dcildinni, bandarisku atvinnumanna körfuboltanum á laug- ardaginn. Úrslit voru þessi: Chicago Bulls-Indiana Pacers 118-116 NY-Knicks-Kansas City Kings 113-100 Washington Bullets-Boston Celtics 112-95 Detroit Pistons-MUwakee Bucks 104-100 San Antonio Spurs-Cleveland C aval. 127-103 Houston Rockets-San Diego Clippers 117-92 Dallas Maverics-Seattle Superson. 106-102 Denver Nuggets-Utha Jazz 147-135 Atlanta Nawks-Phoenix Suns 114-107 Blak í Japan: ■ Úrslit í 8-landa keppninni í blaki sem fram fer í Japan: Á sunnudag unnu Sovétmenn Kínverja 3-0, USA vann Japan 3-0, Pólland vann Búlgaríu 3-1, Kórea vann Mexíkó 3-0. Sovétmenn eru efstir, hafa ekki tapað leik á mótinu. iiSSSií BUNAÐARBANKI ÍSLANDS Heiðraði viðskiptavinur. Nýja bókin okkar heitir á einföldu íslenzku máli SPARIBÓK meðsérvöxtum Hún á að fulinægja þörfum þeirra, sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig. Þetta er bók sem hentar þeim, sem ætla að spara til langs tíma, en vilja þó hafa aðgang að fé sínu fyrirvaralaust. Þessi bók gefur hærri ávöxtun því lengur sem innstæðan er óhreyfð eða allt að 28?ó á ári. í bókina er skráð innstæða og vextir, hér barf ekki stofnskírteini eða vfirlit. Hún kemur samt ekki í stað gömlu góðu almennu sparisjóðs- bókarinnar, en sameinar ýmsa kosti hennar annars vegar og bundinna reikninga hins vegar. Þetta er einfalt kerfi og vel skiljanlegt og þarfnast ekki upphrópana. l/erið velkomin í afgreiðslustaði bankans til að kynna ykkur þessa nýju sparibók og aðrar sparnaðarleiðir Búnaðarbankans. \lið teljum, að bankinn geti nú sinnt hinum margvíslegu þörfum viðskiptamanna með beztu ávöxtun sparifjár. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.