NT - 12.11.1984, Blaðsíða 9

NT - 12.11.1984, Blaðsíða 9
 Mánudagur 12. nóvember 1984 9 Jóhann Pétur Jóhannsson frá Finnsstöðum Eiðaþinghá Fæddur 14. febrúar 1906. Dáinn 19. ágúst 1984. Mig langar að minnast með örfáum orðum tengdaföður míns, en hann lést í Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Neskaupstað 19. ágúst s.l. eftir stutta sjúkdóms- legu og var jarðsettur 27. ágúst, og lagður til hinstu hvílu að Finnsstöðum, þar sem hann bjó lengst af æfi sinnar. Jóhann Pétur Jóhannsson var fæddur að Tókastöðum í Eiða- þinghá 14. febrúar 1906 og var sonur hjónanna Guðrúnar Sig- urbjörnsdóttur og Jóhanns Þórðarsonar. Þau áttu auk Jó- hanns eina dóttur Önnu sem var tveimur árum eldri en hann. Faðir Jóhanns lést áður en hann fæddist og var honum fljótlega komið í fóstur að Finnsstöðum. Ólst hann þar upp hjá Önnu Árnadóttur og foreldrum hennar, ásamt fóstursystur sinni Unni, sem búsett er á Eskifirði. Móðir hans flutti til Ameríku með systur hans og settust þær að þar, og sá hann móður sína ekki aftur, hún lést þar árið 1925. Jóhann kvæntist eftirlifandi konu sinni Sigurveigu Ingunni fæddri Pierson, 25. september 1937. Þau bjuggu lengst af á Finnsstöðum, eða til ársins 1973, að þau fluttu í Egilsstaði og hafa búið að Lagarási 27. Þau hjónin eignuðust 6 börn sem öll eru á lífi, þau eru: Hallbjörn kvæntur Ásdísi Jónsdóttur, þau eiga 2 börn og búa á Finnsstöðum. Anna Krist- ín gift Ástvaldi Kristóferssyni,. eiga þau 4 börn og eru búsett á Seyðisfirði. Sigurveig gift Ola Jóhannssyni. þau eiga 3 börn og búa á Reyðarfirði. Guðrún Ingi- björg gift Sigurði Leóssyni, þau eiga 2 dætur og búa í Hólsseli á Fjöllum. Jóhann kvæntur undir- ritaðri, eiga þau 4 börn og búa á Stöðvarfirði. Friðjón lngi kvæntur Sigríði Sigurðardóttur, þau eiga 2 börn og búa á Egilsstöðum. Auk þessa eiga þau 2 barnabarnabörn. Jóhann sá Önnu systur sína tvisvar. Árið 1971 fóru lnga og hann til Ameríku og voru þar í 6 vikur, og 1974 komu Anna og maður hennar til íslands og dvöldu í smátíma. Jóhann átti mikið af skyldfólki í Ameríku, og hittu þau hjónin nokkuð af því þegar þau fóru út, og eins hafa nokkrir af þeim komið til íslands. Ég kynntist Jóhanni fyrst árið 1964 þegar ég trúlofaðist syni hans. Hann var að mínum dómi geðgóður maður, og man ég ekki til að ég sæj hann skipta skapi, og hef ég þá trú að hann hafi oftast reynt að gera gott úr því sem miður var. Þau hjónin voru mjög gestrisin og var oft mikill gestagangur á heimili þeirra, og hef ég það fyrir satt að jafnvel hafi krakkarnir og stundum gestir líka sofið í hlöð- unni þegar mest var. Jólin 1970 dvöldu þau hjónin ásamt Friðjóni yngsta syni þeirra, á heimili okkar, og eru þetta ó- gleymanleg jól fyrir mig, og þá sérstaklega laufabrauðsgerðin, en Jóhann skar fallega út laufa- Kveðja Sólveig Elísabet Jónsdóttir Fædd 11. okt. 1916. Dáin 4. nóv. 1984 Sunnudaginn 4. nóv. s.l. hvarf vinkona okkar, Sólveig E. Jónsdóttir, af þessu tilverustigi. Þegar hún var flutt á sjúkrahús frá okkur í Sjálfsbjargarhúsinu áttu fæstir von á því að hún ætti ekki afturkvæmt, en raunin varð hins vegar sú, að Sólveig andaðist eftir fremur skamma sjúkrahúslegu. Sólveig var stórbrotinn per- sónuleiki. Það lýsir henni ef til vill best, að á meðal okkar á 4. hæð var hún kölluð „drottning- in" - bæði í gamni og alvöru. Henni var nákvæmni og vand- virkni í blóð borin og því vildi hún hafa hlutina í röð og reglu. Hún var vinur vina sinna og vildi flest fyrir þá gera. Hún gat verið ákveðin og föst fyrir og við tókum mikið mark á því sem Sólveig sagði, en jafnframt gat hún brugðið fyrir sig glettni og spaugimálum þegar slíkt átti við. Að leiðarlokum Sólveigar er sviðið breytt, 4. hæðin er ekki söm eftir sem áður. Það er sjónarsviptir að Sólveigu. Við, íbúar og starfsfólk 4. hæðar í Sjálfsbjargarhúsinu vottum aðstandendum Sólveig- ar samúð okkar. íbúar og starfsfólk 4. hæðar. brauð með hnífnum sínum. Hann var líka mjög lagtækur maður. og byggði mörg hús, meðal annars öll sín hús á Finnsstöðum. Um og upp úr 1970, fór Jóhann að kenna þess sjúkdóms sem að lokum dró hann til dauða. Bar hann veikindi sín með fádæma æðruleysi og dugn- aði, og klæddist hann má segja upp á hverjum degi, þangað til hann fór á sjúkrahús, tæpum þremur vikum áður en hann lést. Hann var auk þes tvívegis í nokkra daga s.l. vetur á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum. Állan tímann þar fyrir utan annaðist Inga hann í veikindum hans. Má segja að það hafi verið með eindæmum hvernig henni tókst til, og vil ég fyrir hönd barnanna þakka henni það fórn- fúsa starf. Ég sendi þér Inga mín, og fjölskyldunni allri inni- legar samúðarkveðjur og bið ykkur Guðs blessunar. Jóhann minn, að leiðarlokum kveð ég og afabörnin þín þig með sökn- uði, og við vonum að þú fáir góða heimkomu á æðra tilverustigi. I hjarta mínu erég glöð yfir því, að hafa verið hjá þér þegar þú kvaddir þennan heim. Guð blessi minningu Jóhanns Péturs Jóhannssonar. Guðný Kristjánsdóttir. Guðrún Þórðardóttir Fædd 21. júní 1930. Dáin 26. sept. 1984 Heiðan haustdag, 1. okt. sl. fylgdum við, vinir og samkenn- arar Guðrúnar Þórðardóttur henni til hinstu hvílu í Gufunesi. Hún lést í Landspítalanum 26. september s.l. Guðrún fæddist 21. júní 1930 að Odda í Ögurhreppi vestra, þar sem foreldrar hennar Þórð- ur Ólafsson útgerðarmaður og kona hans Kristín S. Helgadótt- ir bjuggu. Þar ólst hún upp fram að fermingaraldri við margvís- leg störf, bæði vanaleg sveitar- störf og við að stokka upp lóðir og beita, ásamt systkinum sínum; Helga, Cecilíu og Þór- unni. Landformaður var hún aðeins 13 ára og er slíkt fátítt ef ekki einsdæmi. Slíkt uppeldi hlýtur að hafa mótað Guðrúnu svo þróttmikil sem hún var allrar gerðar. Guðrún fékk þó eigi staðfestu við Djúp, því íbúðarhúsið brann og mestallar eigur fjöl- skyldunnar og voru þau þá fyrst 1 ár í félagsheimili sveitarinnar en fluttu svo til ísafjarðar. Guðrún minntist æskustöðva sinna í Ögri með söknuði og hlýju. Þaðan átti hún góðar minningar. Mikiðmál Njörður P. Njarðvík, Freyr Njarðarson: Ekkert mál. Setberg 1984. 200 bls. ■ Vikulega, stundum dag- lega, berast okkur hversdags- fólki fréttir af því að tekist hafi að koma upp um eiturlyfja- smygl. Margir eru farnir að skella skollaeyrum við fréttum af þessu tagi, þær eru að verða jafn algengar og fréttir um að bíl hafi verið stolið. Fáir munu gera sér fulla grein fyrir alvöru þessara frétta og enn færri munu nokkru sinni leiða hug- ann að því, að þeir ólöglegu flutningar á eiturlyfjum, sem upp komast, eru aðeins brot, kannski brotabrot af öllu smyglinu. Óll, eða a.m.k. flest, vitum við að erlendis er eiturlyfja- neysla orðin ægilegt vandamál, en þó mun hún enn vera flest- um íslendingum fjarlæg. Við skjótum okkur í þessu eins og svo mörgu öðru á bak við falska einangrun og teljum okkur trú um að svona sé þetta í útlöndum en ekki hjá okkur. Þessi bók ætti að opna augu margra, sem lítt eða ekki hafa leitt hugann að þessum málum. j henni er sögð saga ungs íslendings, sem byrjar að neyta eiturlyfja hér heima, flytur þau á milli landa og selur, sekkur æ dýpra í fenið og endar í Kaupmannahöfn, þar sem hann gerist forfallinn heróín- neytandi. Að lokum tekst hon- um þó að komast heim, þar sem reynt er að bjarga því sem bjargað verður og við bókarlok hefur lesandinn það á tilfinn- ingunni að hann hafi verið einn af örfáum sem sluppu, að nýtt líf sé framundan. Þessi bók er einstæð í samanlögðum íslenskum bók- menntum. Hún er skrifuð af mikilli ritleikni og jafnframt af sérstakri reynsluþekkingu á heimi eiturlyfjaneytenda. Höfundarnir draga ekkert undan og ganga heldur aldrei of langt. Þeir lýsa tilverunni í eiturlyfjahverfinu í Kaup- mannahöfn frá degi til dags, lýsa kvöl og angist með fáum en sterkum orðum og sýna á sérstakan hátt hvernig allt snýst um að útvega næsta skammt. Lesandinn er dreginn inn í veröld. sem er flestum okkar svo fjarlæg, svo óraun- verulega, að á köflum getur hún ekki minnt á neitt annað en skáldsögu. Það er hún þó ekki, því miður. Listrænn búningur frásagn- arinnar dregur á engan hátt úr hrollvekjandi áhrifum hennar, og bókin hlýtur að orka á okkur öll sem alvarleg að- vörun. Hér verður að bregða skjótt við, ef takast á að koma í veg fyrir að saga margra verði eins og sagan sem hér er sögð. Til þess að ganga fram fyrir skjöldu og segja hreinskilnis- lega frá, eins og höfundar þess- arar bókar gera, þarf mikinn kjark og mikið siðferðilegt þrek. Að minni hyggju stendur öll þjóðin í þakkarskuld við þá feðga fyrir að hafa ritað og gefið út þessa bók, - hún gæti bjargað mörgum. Þessa bók ætti að gera að skyldulesningu í öllum skólum landsins, hún myndi vafalaust gera þar meira gagn en ótal bæklingar um skaðsemi eitur- lyfja, samdir af fagmönnum, að þeim þó ólöstuðum. Jón Þ. Þór. Guðrún lauk gagnfræðaprófi á ísafirði en flutti svo með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur og settist í Kennaraskólann og lauk kennaraprófi 1950. Þar kynntist hún manni sínum, Guðbjarti Gunnarssyni kenn- ara. Þau kenndu fyrst í Stykkis- hólmi, síðar á Patreksfirði, í Hveragerði og Kópavogi. 1 ár voru þau í Skotlandi. Tvö börn eignuðust þau á þessum árum; Rósu sem er kennari, maður hennar er Meyvant Þórólfsson og Steinþór stúdent frá M.R. og íþróttakennari frá íþrótta- kennaraskóla í Winnipeg. Guðrún og Guðbjartur slitu samvistum. Guðrún kenndi svo í Kópa- vogi og síðustu rúm 20 árin við Hlíðaskólann í Reykjavik. Þar lauk hún starfsdegi sínum með sóma, þrátt fyrir erfið veikindi. Áhyggjur sínar bar hún ekki á torg. Állt víl og vol var henni fjarri skapi. Svo lífsglöð og áhugasöm sem hún var til hinstu stundar, er erfitt að trúa því, að hún sé ekki í okkar samfylgd lengur. Aðaláhugamál Guðrúnar voru fræðslu og uppeldismál. Hún var stolt fyrir hönd stéttar sinnar og gegndi þrásinnis ýms- um félags- og trúnaðarstöríum. Hún hafði ákveðnar skoðan- ir. Enginn þurfti að efast um, hvað Guðrún meinti, þegar hún tók lil máls á fundum. Þar var allt skýrt og afdráttarlaust. Um- hyggja hennar fyrir nemendum sínum, sem er aðall góðs kennara, var fölskvalaus, - ekki síst þeim sem minna máttu sín. Mörg námskeið sóttum við með Guðrúnu, stundum 2 og 3 á sumri. Stundum voru það einu sólskinsdagarnir. Þeir, sem unnu með Guðrúnu kynntust best vandvirkni hennar og sam- viskusemi. Þarvaraldrei kastað til höndum. Hún notaði tímann vel meðan heilsan leyfði, fór á mörg endurmenntunarnám- skeið m.a. í Kaupmannahafnar- háskóla tildönskunáms. Ferðamál og útivist voru önnur áhugamál Guðrúnar og var F.í. félagið hennar. Þar var hún fararstjóri sumar eftir sum- ar og minnast áreiðanlega marg- ir skemmtiferða með Guðrúnu. Þar naut hún sín vel, var bæði úrræðagóð og fræðandi. Landið þekkti hún eins og lófa sinn. Hjálpsemi var þá ekki undan- skilin, því ekki gleymdi hún smælingjunum. Hún var bbðin og búin að rétta einstæðu gömlu fólki hjálparhönd og munu þar margir sakna vinar í stað. Sam- kennurum sínum gaf hún jafn- vel „straum" ef á þurfti að halda, því hún var fær í flestan sjó með „startkapal" í bílnum, hvað þá annað. Þó stóðu börnin hennar auð- vitað hjarta hennar næst. Sem einstæð móðir setti hún hag þeirra ofar sínum og vandaði uppeldi þeirra og menntun sem best hún kunni. Þar var ekkert sparað. Litlu dótturbörnunum sýndi hún einlægan kærleika. „Þau bræða hjarta mitt“ sagði hún oft. Stutt finnst mér, sem þetta ritar, síðan við Guðrún skrupp- um upp í Gufunes að huga að kartöflurækt okkar og heilsa upp á Þorgeir bónda á bakaleið til að minnast horfinna góðhesta og gamalla Kjalnesinga. Einnig er skemmst að minnast ferða okkar um Esjuhlíðar bæði að vetri og sumri með viðkomu í kotinu við gömlu réttina. Þar gerðust ýmsir dularfullir hlutir: lyklar og gleraugu hurfu á yfir- nátturulegan hátt, vatn rann sjálfkrafa uppí móti, gott ef landslagið var kyrrt á sínum stað. Að lokum vorum viðorðn- ar alveg sannfærðar að þarna hittust vestfirskir galdramenn aftan úr ættum okkar beggja og gerðu þennan usla. - En nú lá leið okkar saman í Gufunes annarra erinda. Glaði hláturinn hennar Guð- rúnarokkar hljómar nú ekki lengur á kennarastofu Hlíða- skóla. Aídráttarlausar skoðanir hennar um menn og málefni vekja ekki lengur fjörugar um- ræður. En best gæti ég trúað, að andi hennar fljúgi nú frjáls mót fjallabeltum háum að leita nýrra og greiðari uppgönguleiða út í heiðríkari og bjartarj veröld. Öldruðum foreldrum og öðrum ástvinum sendum við einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðrúnar Þórðardóttur. F.h. samstarfsfólks Hlíðaskóla Unnur Kolbeinsdóttir. Afmælis- og minningar- greinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningar- greinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.