NT - 12.11.1984, Blaðsíða 3

NT - 12.11.1984, Blaðsíða 3
 Mánudagur 12. nóvember 1984 Samanburður á frystum sjávarafurðum hjá SÍS og SH: 10% verðmeiri njá Sambandinu ■ Söluverðmæti hvers punds framleiðslusamsetningu frysti- einnig er meira framleitt í dýrari náð íengra í því að nýta fiskinn, af fiski frá sjávarafurðadeild húsanna. pakkningar. Það kemur m.a. til einsogbestverðurkosið, vegna Sambandsins var um 10% meira . , f af því að fyrr á þessu ári þurfti betri tækjakosts. f uppbyggingu ... „... ,, .. Þessi mismunur stafar fyrst SH að lata draga ur framleiðslu . " ýf6,.,6, en h)a Solumiðstoð hra rys í- 0gfremstafþví,aðframleiðslu- á slíkum afurðum vegna mark- frystihusanna hefur venð lögö húsanna fyrstu sjö mánuði þessa samsetning frystihúsa Sam- aðsörðugleika, en Sambandið á það áhersla að alltaf sé hægt árs, að því er kemur fram í bandsins er hagstæðari. Hlutfall ekki. að vinna hluta af framleiðslunni athugun Pjóðhagsstofnunar á þorsks í aflanum er meira og Frystihús Sambandsins hafa í dýrustu pakkningar. Kaupogkjör: BHM hugsar sér til hreyfings ■ Bandalag háskóla- manna er farið að búa sig undir að leggja fram kröfur um kaup og kjör í kjölfar þeirra samninga sem gerðir hafa verið á vinnumarkaðinum að undanförnu. Formlegar viðræður hafa enn ekki farið fram við launadeild fjármálaráðuneytisins, en búast má við, að þær hefj- ist fljótlega eftir að úrslit eru kunn úr allsherjarat- kvæðagreiðslunni um samning BSRB og rikisins eftir helgina. Launamálaráð BHM fundaði í fyrradag og var BSRB samningurinn kynntur og háskólamenn ræddu það sín á milli hvaða grundvöllur hann væri fýrir kröfugerð þeirra. Skaðabótakröfur á hendur BSRB ■ Arnarflugi hefur ekki borist svar frá BSRB um skaðabótakröfu upp á 32 þúsund krónur vegna aðgerða verkfallsvarða við hlið Keflavíkurflugvallar þann 9. október síðastliðinn. Krafan byggist á beinum út- lögðum kostnaði og beinu fjárhagslegu tjóni, sem flugfélagið varð fyrir, er það þurfti að flytja farþega flugleiðis milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Vinnuveitendasambandið er að hefja gagnasöfnun vegna skaðabótakrafna á hendur BSRB fyrir hönd Flugleiða, ístaks og íslenskra aðalverktaka. Vill VSÍ fá úr því skorið hvort verkfallsvarsla við hlið Kefla- víkurflugvallar hafi verið lögmæt. Gagna- söfnun verður lokið í næstu viku og kröfurn- ar lagðar fram. Aukin yfirvinna á móti verkfallstapi? ■ „Ég hef nú ekki trú á að margir verði til að vinna að fullu upp með aukavinnu það sem þeir misstu í verkfallinu. Frádrátturinn var rúmlega 80% af mánaðarlaunum sem þýðir að fólk þyrfti þá að vinna yfir 80 tíma í aukavinnu umfram þá aukavinnu sem það hefði haft við eðlilegar aðstæður. Þótt einn og einn kunni að ná þessu verða það varla margir - enda verulegur hluti af störfum þess eðlis að þeim verður ekki sinnt eftir á“, sagði Indriði H. Þorláksson, deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu, spurður hvort margir ríkisstarfsmenn muni nú ekki vinna upp í aukavinnu það sem þeir misstu í launum vegna verkfalls BSRB. Jafnvel að sparaðar launagreiðslur ríkisins fari nú út aftur í yfirvinnugreiðslum. Indriði sagði engan efa á því að einhver hluti þess fjár færi í yfirvinnugreiðslur. í sumum tilvikum megi búast við að um mikla aukavinnu sé að ræða, t.d. þar sem verið sé að vinna úr pósti, skjölum og öðrum erindum sem safnast hafi fyrir í verkfallinu. Mörgum störfum verði hins vegar ekki sinnt eftir á. Lögreglan vinni t.d. tæpast auka- vinnu nú við löggæslu sem átt hefði að fara fram fyrir nokkrum vikum. Yf ir 60% sogðu ja ■ Á laugardag var talinn fyrsti hluti atkvæða í allsherjar atkvæða- greiðslu BSRB um nýgerðan kjara- samning. Þá voru talin yfir 90% greiddra atkvæða, og varð þá ljóst að félags- menn BSRB höfðu samþykkt samn- inginn. Alls voru talin 8812 atkvæði, sem féllu þannig að já sögðu 5694, nei sögðu 1170 og auðir seðlar voru 1923. Kjörsókn var 82% eða 9600 at- kvæði. Þar af voru rúm 7% skilin eftir til að telja með þeim atkvæðum sem berast utan af landi eftir helgi. Úrslitin verða að teljast sigur fyrir forystu samtakanna, þarsem stórir hópar höfðu áform um að skila auðu til að mótmæla samn- ingnum, og einnig var fólk hvatt til að fella samninginn. En með úrslit- unum lýkur einum harðvítugustu vinnudeilum í áraraðir. Hugmyma- samkeppnl lónnúiu Imikíms V V // innU mll tákn Mikil gróska er nú í starfsemi Iðnaðarbankans. Bankinn hefur vaxið ört undanfarin ár, enda lagt kapp á að mæta kröfum viðskiptavina sinna um sífellt betri þjónustu. Um þessar mundir stendur yfir víðtæk endurskipulagning á starfsemi bankans, í því skyni, að búa hann enn betur undir það markmið,.að vera nútíma banki, sem veitir góða þjónustu. Liður í þess- ari endurskipulagningu er hugmyndasamkeppni sem bankinn efnir nú til. Samkeppnin er í tveimur Iiðum: a) Um nýtt merki, skrift og einkennislit, eða liti fyrir bankann. b) Um myndrænt tákn til notkunar í auglýsingum og kynningargögnum bankans. Samkeppnin er haldin samkvæmt reglum FÍT, Félags íslenskra auglýsingateiknara og er öllum opin. Veitt verða ein verðlaun fyrir bestu tillögurnar. a) Fyrir merki, skrift og einkennislit kr. 120.000.00 b) Fyrirtákn kr. 40.000.00 Tillögur um merki skulu vera 10-15 cm í þvermál, í svörtum lit, á pappírsstærð DIN A-4. Einkenna skal tillögurnar með kjörorði, en nafn höfundar og heimilisfang fylgi með í lokuðu ógagnsæju umslagi. Þátttakendum er heimilt að senda fleiri en eina tillögu. Skal hver tillaga þá hafa sér kjörorð og henni fylgja sér umslag með nafni höfundar. Dómnefnd skipa: Bragi Ásgeirsson, listmálari, Gísli B. Björnsson, teiknari FÍT., Rafn Hafnfjörð, prent- smiðjustjóri, Tryggvi T. Tryggvason, teiknari FÍT. og Valur Valsson, bankastjóri. Ritari dómnefndar og jafnframt trúnaðarmaður keppenda er Jónína Michaelsdóttir, Iðnaðarbankan- um við Lækjargötu. Þátttakendur geta snúið sér til hennar og fengið frekari upplýsingar um samkeppn- ina og um Iðnaðarbankann. Síminn er 91 -20580. Skilafrestur tillagna er til 15. janúar 1985. Skal skila tillögunum í póst eða til einhverrar afgreiðslu Iðnaðar- bankansmerktum: Iðnaðarbankinn H ugmy ndasam keppni b/t Jónínu Michaelsdóttur Lækjargötu 12 101 Reykjavík. Dómnefnd skal skila niðurstöðum innan eins mánað- ar frá skiladegi. Efnt verður til sýningar á tillögunum og þær endur- sendar. Verðlaunaupphæðin er ekki hluti af þóknun höfundar. Iðnaðarbankinn áskilur sér einkarétt á notkun þeirra tillagna sem dómnefhd velur. Jafn- framt áskilur bankinn sér rétt til að kaupa hvaða tillögu sem er samkvæmt verðskrá FÍT. Iðnaðarbankinn -nútímabanki

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.