NT - 12.11.1984, Blaðsíða 6

NT - 12.11.1984, Blaðsíða 6
Mánudagur 12. nóvember 1984 6 Kjartan Stefánsson: Frjálsir skrokkar ■ Á síðum NT hefur nokkuð verið fjallað um frjálsræði í verðmyndun á kindakjöti bæði í leiðurum og greinum. Þeim sem þar stýra penna þykir sýnt að frjálsari verðmyndun á kjöti hafi ekki verið neytendum í hag og að „frjálsu skrokkarnir“ svonefndu séu ennfrentur dæmigerðir um það sem gerst hafi og muni gerast við frjálsa verðmyndun yfirleitt. Þar sent þær upplýsingar sem koma frarn í þessum skrifum eru flestar á einn veg er full þörf á því að skýra málið frá öörum sjónarhóli. Sexmannanefnd og könnun Verðlags- stofnunar Þær breytingar urðu í mars síðastliðnum að verð á ein- stökum hlutum lamba- og nauta- kjöts var ekki lengur ákveðið af sexmannanefnd. Verslununt var heimilt að færa til verð á einum hluta skrokks til annars, t.d. að hækka verð á lærum, en lækka það á slögum. Heildar- tekjur verslunar af einum skrokki áttu þó að vera þær sömu eftir þcssa breytingu og áður. í ágúst í sumar kannaði Verölagsstofnun verð á kjöti í yfir 40 verslunum á höfuðborg- arsvæðinu. Tilgangur þessarar könnunar var að vekja athygli neytenda á að verð gæti verið breytilegt eftir verslunum. Vegna verkfalls bókagerðar- manna reyndist ekki unnt að birta þessa könnun með þeim hætti sem fyrri kannanir Verð- lagsstofnunar hafa verið birtar. Niðurstöður um hæsta og lægsta verð voru þó sendar fjölmiðlum. Þegar verkfalli var lokið var búið að ákveða nýtt verðaá kindakjöti. Upplýsing- ar úr könnuninni um verðmun rnilli verslana voru þá orðnar úreltar. Fyrstu fréttir af könnuninni fengu landsmenn þó í umræðu- þætti í sjónvarpinu um land- búnaðarmál. Þar fullyrti einn af talsmönnum bændasamtak- anna að meðalverð kindakjöts hefði hækkað um nokkur prós- entustig ntiðað við það sent sexmannanefnd hefði gert ráð fyrir. Þetta væri frelsinu að kenna. Könnun Verðlagsstofnunar var ekki unnin með það fyrir augum að niðurstöður gætu kveðið upp dóm um gildi frjáls- ari verðmyndunar. Engu að síður verður því ekki á móti mælt að könnunin leiddi í Ijós að vcgið meðalverð á dilka- kjöti sem keypt var í hlutum í verslunum var 5,9% hærra en smásöluverð á kíló skipt að ósk kaupenda samkvæmt verð- skráningu sexmannanefndar. Við fyrstu sýn lítur dæmið ekki vel út, en þessi samanburður segir ekki alia söguna. Ekki aöcins smá- söluáiagning Enda þótt rétt sé að rneðal- verð lambakjöts hafi í ágúst verið 5,9% hærra en verð sex- mannanefndar, er ekki þar með sagt að verslunarálagning í smásölu hafi í öllum tilvikum hækkaö um sömu prósentu. Þeir sem halda slíku fram horfa fram hjá þeirri staðreynd að samkvæmt lauslegri athugun Verðlagsstofnunar kom í Ijós að vegið heildsöluverð á ein- stökum lilutum dilkakjöts frá kjötiðnaðarstöðvum er 3,5- 4,0% hærra en skráð heildsölu- verð sexmannanefndar á hcil- um dilkaskrokkum. Þetta þýðir einfaldlega að þeir kaupmenn sent kaupa kjöt í einstökum hlutum hjá kjöt- iðnaðarstöðvum hafa lítið sem ekkert svigrúm til að selja á því meðalverði sem sexmanna- nefnd ákveður. Þó að þeir nýti sér aðeins leyfða smá- söluálagningu er verðið samt hærra en verð sexmannanefnd- ar. Þetta er að vísu ekki ein- kennandi dæmi um kjötvið- skipti milli heildsala og smá- sala, en engu að síður er hluti af skýringunni á verðmismun- inum fólginn í þessu. Neytendur borga samt Á undanförnum árum hefur það verið opinbert leyndarmál að verðlagsyfirvöld hafa leyft að álagning á pakkavörum svo dæmi sé tekið sé hærri en áætlaður dreifingarkostnaður. Þetta var gert vegna þess að viðurkennt var að álagning á kjötvörum og öðrunt landbún- aðarvörum var of lág og dugði vart fyrir dreifingarkostnaði. Þótt álagningu á kjöti hafi verið haldið lágri er ekki þar með sagt að neytendur hafi sloppið við að greiða dreifing- arkostnaðinn. Því var einfald- lega komið þannig fyrir að þegar neytendur eru að kaupa pakkavöru eru þeir um leið að borga hluta af dreifingarkostn- aði á kjötvöru. Álagningar- prósenta sexmannanefndar hefur því aldrei verið góð við- miðun um hvað neytendur borga, þegar allt kemur til alls. Hvenær sem hörð samkeppni kemur upp í pakkavörunni er Ijóst að hún getur ekki staðið undir slíkum millifærslum. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um millifærslu í land- búnaðinum sem rugla allt kostnaðarmat. Lág álagning Samkvæmt þeim upplýsing- um sem ég hef aflað mér hjá kunnugum mönnum er álagn- ing á kjötvörum í Danmörku og Noregi um 25-30% svo einhver lönd séu tekin til samanburðar. Sexmannanefnd á íslandi hefur ákveðið að álagning í smásölu skuli á hinn bóginn vera 10,82%. Smásöluálagning hér á landi er ekki einasta mjög lág samanborið við nálæg lönd heldur hefur einnig smám sam- an verið klipið af henni á undanförnum árum. Þannig hefur hún ekki verið lægri í langan tíma. Ef litið er til síðustu tveggja ára sést að álagning var hæst í mars 1982, 15,63%, sem er4,81 prósentu- stigi hærri álagning en nú er leyfð. Frjálsræðið er því gefið á sama tíma og minnst tillit er tekið til dreifingarkostnaðar verslunarinnar og á sama tíma og bullandi samkeppni er í þeim vörum sem áður var ætl- ast til að gætu greitt niður kostnað við dreifingu kjötvara. Ekki er það mitt hlutverk að tala máli kaupfélaganna, en ég hef það og fyrir satt að fulltrúar samvinnuhreyfingarinnar telja að þau kaupfélög, þar sem landbúnaðarvörur eru hátt hlutfall af veltu, standi illa að vígi. Þetta er vegna þess hve álagning er lág og ekki eru kaupfélögin stofnuð til að græða á fólkinu. Að meðaltali Meðaltöl segja sjaldnast alla söguna. Þegar verið er að ræða um 5,9% verðhækkun er átt við meðaltal í rúmlega 40 versl- unum. Verslanireru misstórar og kjötverslun vegur misþungt í veltu hverrar verslunar. Niðurstöður úr könnun Verð- lagsstofnunar segir því ekkert um hve stór hluti neytenda hefur keypt kjöt hjá dýrari versiununum og hversu stór hluti hjá hinum ódýrari. Forvitnilegt er að sjá að allir stórmarkaðirnir eru í hópi þeirra verslana sem voru undir meðaltaii í könnuninni. Meiri- hluti neytenda hefur því að öllum líkindum verslað við þá sem seldu undir meðalverði. Þá buðu sex verslanir neytend- um betra verð en sexmanna- nefnd og í þeirra hópi voru tveir stórmarkaðir. Þór Magnússon þjóðminjavörður: Athugasemd um Aðalstræti 10 ■ í NT 7. nóvember er skýrt frá því á baksíðu, að til standi að opna veitingastað og þar með ölstofu í húsinu Aðal- stræti 10 í Reykjavík og að „innréttingar hefðu verið unn- ar í samráði við Húsafriðunar- nefnd.“ Einnig segir, að Húsa- friðunarnefnd hafi ekki hreyft andmælum við breytingum á gluggum hússins. Af þessu má í rauninni álykta, að Húsafriðunarnefnd hafi verið þarna með í ráðum og breytingar gerðar undir hennar umsjá. Vegna þessa vil ég undirrit- aður taka fram fyrir hönd nefndarinnar, að hér er að mestu rangt með farið. Þegar Húsafriðunarnefnd hafði veður af því, að til stæði að koma upp veitingastað í húsinu, sendi hún bygginga- ncfnd Reykjavíkur bréf hinn 30. ágúst þar sem minnt var á, að borgaryfirvöld hefðu sam- þykkt friðun hússins í B-flokki samkvæmt þjóðminjalögum og mcð samþykki Húsafriðunar- nefndar í maí 1983. Lögð var áhersla á, að rækileg bygginga- söguleg rannsókn færi fram á húsinu áður en nokkuð yrði við það gert, enda þetta eitt af Innréttingahúsunum og eitt elsta hús Reykjavíkur. Hefur og borgarstjóri lýst því yf:r aö borgin hefði hug á að eignast húsið og gera það upp fyrir 200 ára afmæli Reykjavíkur 1986. í september sl. komu svo þeir tveir, sem hafa rorgöngu um að koma upp veitingastað ■ h'":sinu í Þjóðminjasafnið og •í.v. Li; við tiiig undtrritv an .g LÚju Árnt ^óftur <im fnm- kvæmdir. Skrifuðu þeir síðan Húsafriðunarnefnd bréf þar sem þeir lögðu fram hugmynd- ir sínar um starfsemi í húsinu og breytingar, sent gera þyrfti á því. Fylgdu einfaldar teikn- ingar bréfinu. Skyldi aðal- breyting hússins í því fólgin „að setja pósta í glugga, mála húsið utan og laga niðurföll frá þakrennum. Þetta mun gera húsið mun betur útlítandi held- ur en það er í dag og einnig mun þctta útlit vera nær upp- runalegu útliti," eins og segir í bréfi þeirra. Nefndin tók erindi þeirra fyrir á fundi og í svarbréfi segir: „Fyrirliggjandi tillaga og teikningar eru víðsfjarri hug- myndum húsafriðunarnefndar um nteðferð á friðuðu húsi, einkum húsi sem vegna aldurs og sögu hefur ótvírætt varð- veislugildi. Húsiðerþesseðlis, að tryggja verður því framtíð- arhlutverk og fyrsta skref í þá átt er að á því verði gerð rækileg byggingarsöguleg rannsókn, bæði á sjálfu húsinu og skjallegum heimildum sem það snerta. Fyrst eftir að niður- stöður liggja fyrir af slíkri rannsókn er grundvöllur kom- inn til að ákveða því hlutverk við hæfi.“ Þetta þótti leigutökum held- ur neikvætt svar fyrir sig og voru í vafa um, að bygginga- nefnd mundi samþykkja veit- ingarekstur í húsinu á grund- velli þess. Vegna þessa skrifaði nefndin annað bréf, 2. október sl., þar sem segir: „vill Húsa- friðunarnefnd ítreka þá skoðun sína, að þar sem hér er um friðlýst hús að ræða og eitt af elstu húsum Reykjavíkur, frá innréttingum Skúla Magn- ússonar landfógeta, beri að vinna að því að setja húsið í upphaflegt ástand eða það ástand, sem hæfir minjagildi þess.“ Ennfremur segir: „Sú breyting, sem nú er fyrirhug- uð, að setja pósta og sprossa í gluggana á framhlið og að skipta um útihurð, getur vart talíst til sögulegrar endurgerð- ar hússins og er nánast bygg- inganefndaratriði. Til þess að endurgera húsið þarf að rann- saka það vandlega og gera af því uppmælingar, þannig að öll fyrri gerð þess og breytingar verði ljósar, og að sfðan verði hægt að taka ákvörðun um framkvæmd viðgerðar. Húsafriðunarnefnd leiðir hjá sér að taka afstöðu til þessara framkvæmda, sem nú eru fyrirhugaðar, en hún sér heldur ekki ástæðu til að leggj- ast beinlínis gegn þeim, að svo fremi að þær raski ekki minja- gildi hússins, það er upphaf- legri gerð, og að ekki þurfi að hrófla við viðum hússins. Nefndin lítur á starfsemi þá, sem þarna stendur til að hafa, sem aðeins einn lið í notkun hússins, þar til endanleg við- gerð muni fara fram. Með friðlýsingu sinni hefur Reykjavíkurborg lýst því yfir, að þetta hús sé mikilvægt sem sögulegar minjar borgarinnar. Þess vegna hlýtur að því að koma, að hafist verði handa um gagngera viðgerð þess, sem unnin verði undir stjórn sér- hæfðra arkitekta, en fram að því ber að leggja áherslu á, að húsinu sé ekki spillt frekar. það sé sómasamlega um gengið og að húsið og umhverfi þess níðist ekki frekar niður en nú er orðið. Þegar til viðgerðar kemur áskilur Húsafriðunarnefnd sér rétt til að fylgjast með breyt- ingum og framkvæmd viðgerð- ar.“ Af þessu ætti að vera ljóst, að Húsafriðunarnefnd hefur á engan hátt haft hönd í bagga með breytingum hússins nú, hvað þá að innréttingar hafi verið unnar í samráði við hana. Nefndarmenn voru í rauninni lítt hrifnir af þessum breyting- um og þeirri starfsemi, sem þarna á nú að koma á fót þótt hún sé vonandi betri en sú, sem þarna var síðast. En hins vegar sá Húsafriðunarnefnd ekki ástæðu til að leggjast beinlínis gegn þessum breyt- ingum, sem hún fór fram á að alls ekki yrðu látnar ná til neins þess sem eftir væri af upphaflega húsinu. En Ijóst var, að ekki væri á þessu stigi grundvöllur fyrir þeirri gagn- gerðu viðgerð, sem nefndin óskar eftir að fram verði látin fara á húsinu. - Um tíma voru gluggarnir á framhlið hússins með svipuðu sniði og nú er búið að setja á þá, en nefndinni þótti ófært að láta setja í þá iitað gler, og er það í rauninni hið eina, sern hún fór beinlínis fram á, að ekki yrði j>ert við liúsið. Virðingarfyllst Þór Magnússun formaður Húsafríðunamefndar ■ Innréttingum er ekki lokið í Aðalstræti 10, en póstar komnir í glugga. NT-mynd. Róbeii1

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.