NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 14.11.1984, Qupperneq 3

NT - 14.11.1984, Qupperneq 3
 Miðvikudagur 14. nóvember 1984 Ekki ný stórnar- skrá á þessu þingi en á kjörtímabilinu, segir forsætisráðherra ■ Ólíklegt er að frumvarp um endurskoðun stjórnarskrárinn- ar verði lagt fyrir það þing er nú situr. Þetta kom meðal ann- ars fram í fyrirspurnartíma sam- einaðs þings í gær. Gunnar G. Schram bar fram fyrirspurn um hvað ríkisstjórnin hyggðist fyrir varðandi endur- skoðun stjórnarskrárinnar, og sagði að þar sem unnið hefði verið að endurskoðuninni í rúma fjóra áratugi, væri kominn tími til að frumvarpið væri lagt fram. í svari forsætisráðherra kom fram að formaður nefndarinnar, sem fjallar um endurskoðunina, Matthías Bjarnason, hafi tjáð honum að ólíklegt væri að frum- varpið yrði lagt fyrir þetta þing. Hins vegar sagði Steingrímur að ríkisstjórnin hafi fullan hug á að málið verði afgreitt á yfirstandandi kjörtímabili. Gunnar G. Schram rakti störf nefnda sem unnið liafa að endurskoðuninni síðan 1944, og sagði að sú nefnd sem nú starfar hefði í janúar 1983 skilað skýrslu til þingflokkanna með tilíögum sínum, en að aðeins tveir þingflokkar, Alþýðuflokk- urinn og Alþýðubandalagið, hafi svarað erindi nefndarinnar. Einnig tóku til máls Jón Baldvin Hannibalsson og Svav- ar Gestsson. Átöldu þeir að aðrir þingflokkar hefðu ekki svarað bréfi nefndarinnar og sögðu ríkisstjórnina áhugalausa um að koma máli þessu áfram á þinginu. Sagði Svavar vel hægt að leggja frumvarpið fram á þinginú, ef vilji væri fyrir hendi. Jöfnun lífskjara - sem lofað var samtímis breytingu á kosningalögum ■ í framhaldi af umræðu á alþingi í gær, um stjórnar- skrárfrumvarpið, komu til umræðu störf nefndar er kanna á og vinna að jöfnum lífskjara í dreifbýli og þétt- býli. Þegar kosningalögunum var breytt varð samkomulag meðal formanna stjórnmála- flokkanna um jöfnun lífs- kjara. í framhaldi af samþykkt þessari hafði Steingrímur Hermannsson forgöngu um skipan ne.fndar til að vinna að þessu máli. Fram kom í máli Helga Seljan, sem sæti á í nefndinni, að nefndin hefur „unnið gætilega" undir for- mennsku Lárusar Jónssonar. Ólafur Þ. Þórðarson, sem einnig á sæti í nefndinni, sagði að innan nefndarinnar ríkti ekki sá einhugur sem hefði verið með formönnum stjórnmálaflokkanna þegar nefndin var skipuð. Sagði hann ólíklegt að nokkuð af viti kæmi útúr nefndarstarf- inu, og sagði líklegt að „mönnum þætti vissara að vera bankastjórar en á þingi er niðurstöður nefndarinnar verða birtar". Svavar Gestsson lagði áherslu á að nefndin hafi verið skipuð samkvæmt lof- orði formanna flokkanna við breytingar á kosningalögum, og ef nefndin ekki skili nein- um niðurstöðum þá sé það loforð brotið. Steingrímur Hermannsson sagðist líta svo á að nefndin starfi á vegum þingflokkanna. Karvel Pálmason tók til máls og sagði ástæðu fyrir forsætisráðherra til að hafa hönd í bagga með störfum nefndarinnar. ■ Hér sjást þeir á tali fláningsmaðurinn og fyrrverandi sláturhús- stjóri Jón Þór Aðalsteinsson og svo núverandi sláturhússjóri Norðfirðinga Árni Þórhallsson. NT-mynd: Svanfríður Slátrað í Norðfirði: Meðalþungi 17 kg og 27 sá stærsti Frá Svanfríði Hagvaag frcttarítara NT á Ncskaupstað: ■ 2500 fjár var slátrað í sláturhúsi Kaupfélagsins Fram á Neskaupstað. Meðalfallþungi var 16,9 kíló en vænstan dilk átti Björn Gíslason í Sólbrekku. Vó sá dilkur 27 skíló. Hæsta meðalvigt var aftur á móti hjá Guðjóni Magnússyni á Nes- kaupstað 19,4 kt'ló og mesta kjötinnlegg hafði Steinþór Þórðarson í Skuggahlíð; 4566,2 kíló. Þá var 80 nautgripum slátr- að í húsinu. Afurðamesta ærin var svo frá gömlum bónda inni í Nes- kaupstað sem á þessu hausti lagði af búskap og slátraði öllu sínu. Hafði ærin verið þrílembd og gekk með þau öll og vógu þau til saman 63 kíló. Sjálf vigtaði ærin svo 34 kíló. ■ Guðbrandsbiblían góða sem systkinin Ólafur og Edda Alexandersbörn gáfu Reykholtskirkju. Til vinstri á myndinni er sóknarpresturinn Geir Waage en til hægri sóknarnefndar- formaðurinn, Aðalsteinn Árnason. NT mynd Magnús Magnússon Reykholt: Kirkjan fær veglega gjöf Ýmsar framkvæmdir á döfinni Frá Magnúsi Magnússyni frcttaritara NT í Kcykhultsdal: ■ Fyrir skemmstu var Reykholtskirkju færð Ijós- prentun af Guðbrandsbiblíu að gjöf. Gefendur voru syst- kinin Ólafur og Edda Alex- andersbörn. Gáfu þau Bibl- íuna í minningu foreldra sinna, Alexanders Jóhannes- sonar fæddan að Skáney 1884, dáinn 1974 og konu hans Halldóru Ólafsdóttur fædda 1895 og dána 1982. Ljósprentunin er frá 1956, fögur bók og verðmæt. Sér Geir Waage sóknar- prestur í Reykholti og Aðal- steinn Árnason sóknar- nefndarformaður kölluðu blaðamenn í héraði á sinn fund og kynntu gjöf þessa, svo og mál safnaðarins sem nú erú á döfinni. Sagði Geir að söfnuðurinn væri þeim systkinum mjög þakklátur fyrir þessa gjöf og hug þeirra til Reykholts- kirkju. Guðbrandsbiblía hef- ur ekki verið til í bókasafni kirkjunnar. Aðalsteinn sóknarnefnd- arformaður vék að um- ræðum í söfnuðinum um byggingu nýrrar kirkju í Reykholti. Sú gamla, sem byggð var 1887, þjónar illa því hlutverki sem staðurinn gerir kröfu um. Samþykkt var á sóknarnefndarfundi 1983 að hefja byggingu nýrr- ar kirkju í Reykholti. Húsameistari ríkisins hef- ur nú unnið að teikningum að nýrri kirkju sem senn eru tilbúnar. Er þar meðal ann- ars hugað að minningarstofu um Snorra Sturluson Úttekt Þjóðminjasafnsins á gömlu kirkjunni sem gerð varl983 leiddi í ijós að hún er illa farin og mikið spillt frá upphaflegri gerð. Kirkjan tekur ekki nema um 100 manns í sæti svo að þar er ekki pláss fyrir alla kirkju- gesti innandyra við fjöl- mennar messur, jarðarfarir og fermingar. í sumar var lokið við að endurbyggja prestsetrið. Varð það mjög kostnaðar- söm viðgerð, enda kappkost- að að láta húsið halda sinni upprunalegu mynd að utan jafnt sem innan. ■ Nýjasta skip Hafskips, Hofsá, kom til Reykjavíkur á laugardag. Hofsá: Nýtt skip í flota Hafskips ■ Hofsá heitir nýtt skip, sem hefur bæst við kaupskipaflota Hafskips hf. Hún kom til Reykjavíkur síðastliðinn laugardag með fullfermi frá Evrópuhöfnum. Hofsá er sjö- unda skip Hafskips. Skipið var smíðað í Austur- ríki árið 1972, en hingað er það keypt af kanadísku skipafélagi. Hofsá er 3200 lestir að stærð og tekur 183 gámaeiningar fulllest- uð. Tólf manna áhöfn er á skipinu og skipstjóri er Guðm- undur Eyjólfsson. Hofsá verður í áætlunarsiglingum til Norður- landanna á móti Skaftá. Með tilkomu Hofsár fer spænska leiguskipið Hvítá úr leigu Hafskips og verður því skilað í byrjun næsta mánaðar. Bæjar-og héraðsbókasafninu á Selfossi berst stórgjöf: „Einstæður viðburður í íslenskri menningarsögu" ■ Hjónin frú Kristín Jónsdótt- ir og Sr. Eiríkur J. Eiríksson, fv. prófastur á Þingvöllum, hafa gefið Bæjar- og héraðsbóka- safninu á Selfossi bókasafn sitt sem hefur að geyma um 30 þús. bindi bóka. Hér er því um að ræða einstakan viðburð í ís- lenskri menningarsögu að mati starfsmanna Bæjar- og héraðs- bókasafnsins á Selfossi. í bókasafni þeirra hjóna er að finna nærri hverja einustu útgáfu af ritum íslenskra höf- unda; skáldsögur, ljóð og leikrit. Þá má nefna Guðbrands- biblíu og allar síðari útgáfur Biblíunnar á íslensku; mikið safn lögfræðirita, safn rita um íslensk fræði; bókmenntir, mál- fræði, sögu ogfornritin í flestum útgáfum auk þess sem þar eru flest íslensk tímarit frá upphafi. „{ safninu eru einnig stássgripir sem hvergi eiga hliðstæðu, og má þar nefna Sögu Ólafs Tryggvasonar sem út kom 1892“ segir í fréttatilkynningu frá Bæj- ar- og héraðsbókasafninu á Sel- fossi. Með gjöf þessari hefur bóka- eign Bæjar- og héraðsbóka- safnsins meira en tvöfaldast, en hún var tæp 19. þús. bindi um síðust áramót. f þakklætisskyni bauð bæjarstjórn Selfoss og sýslunefnd Arnessýslu þeim hjónum, börnum þeirra og tengdabörnum til kaffisamsætis 1 Tryggvaskála þar sem mættir voru allir bæjarfulltrúar og sýslunefndarmenn úr héraðinu auk annarra merkismanna. Bæjar- og héraðsbókasafnið á Selfossi verður 75 ára um þessar mundir. ■ Sr. Eiríkur J. Eiríksson og Krístín Jónsdóttir.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.