NT - 30.11.1984, Page 2

NT - 30.11.1984, Page 2
Föstudagur 30. nóvember 1984 2 Þrjár nýjar flugstöðvar á 3 mánuðum ■ Nýjar flugstöðvar hafa litið dagsins Ijós á nokkrum stöðum á landinu. Flugstöðin á Þingeyri var tekin í notkun við hátíðlega athöfn í fyrradag eins og greint var frá í NT í gær og um miðjan desember verður sams konar flugstöð vígð á Patreksfirði. Stykkishólmsflugstöðin fylgir svo fast á eftir og er áætlað að hún verði tekin í notkun í janúar á næsta ári. Flugstöðvar þessar eru hann- aðar sem einingasmíði og smíðaðar á verkstæði Flugmála- stjórnar í Reykjavík. Arkitekt er Benjamín Magnússon en driffjöðrin og hugntyndasmið- urinn á bak við þessar eininga- stöðvar er Pétur Einarsson flug- málastjóri. Að sögn Péturs verður á næsta ári ráðist í að setja upp flugstöðvarbyggingar á Vopna- firði, Neskaupstað, Blönduósi og Sauðárkróki, en eins og þeir vita, sem til þekkja, er öll aðstaða fyrir farþega á þessum stöðum mjög bágborin og því brýnt að mæta þeirri þörf sem skapast nteð vaxandi flugi til þessara staða. Frá slysstað í Hamrahlíð í gærkvöldi. NT-mynd Sverrir Fullorðin kona fyrir bíl í Hamrahlíð: Liggur þungt hald- in á gjörgæsludeild ■ Fullorðin kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Borgar- spítalans, eftir að hún varð fyrir bifreið í Hamrahlíð á móts við Stigahlíð, laust eftir níu í gær- kvöldi. Ekki tókst að afla frekari upplýsinga um tildrög slyssins áður en blaðið fór í prentun, en að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild var líðan kon- unnar eftir atvikum undir mið- nætti. Mikil hálka er nú á götum höfuðborgarinnar og má telja víst að þar sé hluta skýringar- innar að leita. Bifreiðin sem konan varð fyrrir er af Trabant- gerð. Alþingi í gærkvöldi: Álsamningurinn varð að lögum ■ Alþingi íslendinga staðfesti í gærkvöldi nýgerðan samning milli ríkisstjórnarinnar og Alu- suisse unt raforkuverð til ál- bræðslunnar í Straumsvík og fleira. 23 þingmenn greiddu samningnum atkvæði, en 12. voru á inóti. Einn þingmaður sat hjá við atkvæðagreiðsluna og fjórir voru fjarverandi. Þingmenn stjórnarflokkanna sögðu allir já, nema Magdalega Sigurðardóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins. Hún gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagðist ekki hafa haft nægilegan tíma til að kynna sér samninginn til þess að geta tekið efnislega afstöðu til hans. Áður en til atkvæðagreiðsl- unnar kom, fóru fram útvarps- umræður um álmálið og kom þar fátt á óvart. Seðlabankinn: Gefur 440 milljónir ■ Seðlabankinn hefurákveðið að endurgreiða 440 milljónir króna af endurseldum útflutn- ingslánum og fá lántakendur greitt í hlutfalii við vaxtagreiðsl- ur á síðari hluta ársins. Lán þessi eru tengd gengi sérstakra dráttarréttinda og er gengisfell- ingin á dögunum ástæða endurgreiðslunnar, svo lán þessi verði ekki óhagstæðari innlendum afurðalánum. TF-SIF: Megas-inn- lendur orkugjafi ■ Fyrirnokkrumdögumbirt- ist í erlendum fréttum NT grein undir fyrirsögninni „Sparðaorka", þar sem sagði frá nýsjálenskum vísinda- manni sem hafði reiknað út að metangas í kindaspörðum sem ein kind gefur af sér daglega nægi til að aka vörubifreið 40 kílómetra. Það er að leita langt yfir skammt að fara til Nýja-Sjá- lands eftir þessum hugmynd- um, að því er Dropar hafa sannfrétt. í innanhúss frétta- blaði Orkustofnunar frá því í mars árið 1981 er nefnilega stutt grein frá hópi vísinda- manna sem nefnist „Samstarfs- hópur um birtu og yl“. Þar segir m.a.: „( hinni miklu orkumála- umræðu undanfarandi mánaða hefur megasi alltof lítill gaum- ur verið gefinn. Megasi má skipta í tvennt, náttúrulegt megas og iðnaðarmegas. Nátt- úrulegt megas er mun orkurík- ara en það síðarnefnda en mjög erfitt er að beisla það. Það myndast þegar sauðfé leysir vind (prumpar). Getur það gerst bæði í húsi og á víðavangi. Iðnaðarmegas er unnið úr sauðataði og rýrir það síst áburðargildi taðsins þótt gasið sé numið brott. Það er því að leita langt yfir skammt að gera sér gyllivonir um mó- gröft og surtarbrand þegar óbeisluð orkan streymir undan dindlunum dag og nótt. Við erum sannfærð um, að í fram- tíðinni verður það MEGAS sem beitir birtu og yl inn á hvert heimili í landinu." Hvað er svo verið að tala um að íslendingar séu eftirbátar annarra þjóða í grunnrann- sóknum á sviði vísinda og auð- lindanýtingar. NT rekur herinn ■ Herstöðvaandstæðingar héldu nú á dögunum Lands- ráðstefnu þar sem margt bar á góma. Um kvöldið var svo mikil gleði á vegum sömu sam- taka þar sem menn lyftu glasi, tóku lagið og gerðu sér ýmis- legt til gamans. Athygli vakti á þessarri ágætu samkomu að félagar í blaðamannafélaginu voru fjór- ir og allir af sama blaðinu. Ekki þó af Þjóðviljanum eins og sumir kynnu að halda. Nei, hér voru mættir nýbakaðir blaðamenn hins nýja blaðs, NT. Á æðstu stöðum velta menn nú fyrir sér hvað sé á ferðinni. Hvort framsóknar- menn ætla sér það sæti sem trotskýistar og maóistar hafa deilt með sér undanfarin ár, nú eða þá að liðsmenn þeirra síðarnefndu hafi tekið völdin á því blaði þar sem Framsókn réði áður. En von bráðar skýrast línur því tveimur úr blaðamannafé- laginu hlotnaðist það hnoss að komast í miðnefnd. Og auðvit- að eru þeir af NT. Þumalputtaregla fyrir bíla- eigendur ■ Þennan rakst Dropateljari á í Ólsaranum, blaði þeirra Ólafsvíkinga, en þar í sveit virðast bílstjórar eiga í ein- hverjum erfiðleikum með að koma bílum sínum klakklaust í bílskúr. Ólsarinn kann ráð við þessu en það er eftirfar- andi: „Ef þú hefur orðið fyrir því, að aka helst til langt inn í bílskúrinn og reka framstuðar- ann í vegginn, þá er til gott ráð við því. Festu gúmmíbolta í bandi upp í loft í bílskúrnum á þeim stað, að þegar þú ert kominn hæfilega langt inn slá- ist hann í framrúðuna." Einfaldara getur það ekki verið, eða þannig, og er þessu ráði Ólafsvíkinga komið á framfæri við landslýð, hér með! Einn tankur en þrjú ffélög ■ Ólafur Björnsson, alþýðu- flokksútgerðamaður í Kefla- vík var einn þeirra sem kom í pontu LÍÚ þegar olíufélögin voru tekin á beinið. Hann ræddi þar hagkvæmni olíu- verslunarinnar eins og hún er núna, og sagði meðal annars: Á Raufarhöfn er bara einn tankur og einn afgreiðslumað- ur og svo þegar hann hefur afgreitt olíuna þá spyr hann bara, hjá hverjum skiptir þú og dregur síðan upp nótubók þess félags. Og hvers vegna er þetta ekki víðar svo í þessum litlu plássum í staðinn fyrir að vera kannski með þrjá tanka og þrjá afgreiðslumenn á ein- um stað. Annars minnir mig að Vil- hjálmur (hjá Esso) hafi sagt að þetta borgaði sig illa á Raufar- höfn, - ég skil þetta ekki! Þannig mæltist þeim aldna heiðursmanni Ólafi Björnssyni útgerðarmanni. En olíufélögin voru ekki af baki dottin. Ind- riði Pálsson frá Shell sagði það rangt að þrjár nótubækur væru Fyrsta sjúkra- flugið ■ í fyrrakvöld fékk hin nýja þyrla landhelgisgæsl- unnar, TF-SIF, að spreyta sig í sjúkraflugi í fyrsta sinn. Þyrlan var send eftir hjartasjúklingi að Felli í Árneshreppi á Ströndum, og lagði hún af stað um kl. 21.30 frá Reykjavík. Þyrlan var komin aftur til Reykjavíkur um kl. 1 í nótt og hafði hún þá haft stutta viðkomu á Akranesi vegna éljagangs. Flugstjóri á þyrlunni var Páll Halldórsson, flug- maður var Benóný Ás- grímsson og stýrimaður Sigurður Steinar. á Raufarhöfn . Hún væri líka sameiginleg og auk þess væru alls ekki alls staðar þrír tankar í öðrum smáplássum í landinu. Sumsstaðar væru þeir bara tveir! Glænýr hér en gamall þar ■ Eins og sagt var frá í NT nú fyrir skemmstu þá voru fjörugar umræður um olíu- verslunina á íslandi á LÍÚ þingi. Þar kom meðal annars upp í pontu Hjálmar Gunnars- son frá Þorlákshöfn. „Hér borgum við fyrir einn líter af olíu eitt kíló af fiski eða þá þrjú kíló af síld. En í Englandi, þar fékk ég 7 lítra af olíu fyrir 1 kíló af hálfsmánaðargömlum fiski, meðan hérþarfglænýjan fisk fyrir miklu minna magn." Undir dúndrandi hlátra- sköllum lauk Hjálmar svo ræðu sinni á því að skammast út í olíufélögin fyrir að útgerð- in þurfi „að borga sama verð fyrir olíuna og þeir sem eru að leika sér á skellinöðrum eða jarðýtum í torfærum uppi um fjöll." Hagstæður í verkfallinu ■ Volkswagen-bifreiðin er talin gerónýt eftir bílvcltuna á Reykjavíkur- vegi í gærkvöldi. Meöal þeirra sem á horfa eru nokkur ungmennanna sem VOru með í bílnum. NT-mynd: Sverrir Bílvelta í Hafnarfirði: Engin slys á fólki ■ Verkfallið í október hefur haft mikil áhrif á út- og innflutn- ing landsmanna, samkvæmt skýrslum Hagstofunnar. Inn- flutningurinn í mánuðinum nam aðeins rúmum 500 milljónum króna, eða einungis um 22% af því sem flutt var inn í næsta mánuði á undan. Með útflutn- inginn hefur mönnum tekist heldur betur, en hann nam 683 milljónum króna, sent er um þriðjungur útflutningsins í sept- ember. Vöruskiptajöfnuðurinn varð því jákvæður um 183 millj- ónir í októbermánuði. ■ Fjögur ungmenni sluppu með skrekkinn á tíunda tíman- unt í gær er Volkswagen Golf bifrcið rann til í hálku og valt á hliðina fyrir framan Reykjavík- urveg nr. 74 í Hafnarfírði. Að sögn lögreglunnar í Hafn- arfirði er bifreiðin gjörónýt en orsakir slyssins niunu vera of hraður akstur miðað við erfiðar aðstæður. Mikil hálka er á veg- um á höfuðborgarsvæðinu og ættu því ökumenn að gæta að sér og haga akstri eftir því. Lánamál námsmanna: Menntamála- ráðuneytið ætlar að standa við skuldbindingar sínar ■ „Það er ekkert vafamál að menntamálaráðuneytið kcmur til með að beita sér fyrir því að fjárveiting til Lánasjóðs íslcnskra náms- manna verði aukin. Það er heldur enginn vafi á því að það vcröur staðið við skuld- bindingar gagnvart 1. árs- ncnium'' sagði Inga Jóna Þórðardóttir, í menntamála- ráðuneytinu, við blm. NT í kjölfar fréttar sem birtist í blaöinu á laugardag um Ijár- veitingar til LIN. „Það cr alröng túlkun Jónasar Guömundssonar, í þessari frétt á laugardaginn, að sjóðurinn muni ekki upp- fylla skyldur sínar gagnvart fyrsta árs nemum, enda mun menntamálaráöuncytið berjast fyrir því að sjóðurinn fái það fjármagn sem honum ber lögum samkvæmt," bætti hún við. Inga Jóna gat þess að sú fjárveiting scm gert er ráð fyrir á fjárl. sé ekki í fullu samræmi viö lögin um LÍN en hins vcgar séu fjárlögin ekki frágcngin í meðförum þingsins. Auk þess er beöið eftir tölum frá LÍN um fjölg- un nema o.fl. svo ekki cr vitað enn hvort þær forsend- ur sem settar voru fyrir þcss- ari fjárveitingu standast cða ckki. Vöruskiptajöfnuðurinn

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.