NT - 30.11.1984, Page 6

NT - 30.11.1984, Page 6
Vettvangur Föstudagur 30. nóvember 1984 6 Rafmagnsveitur ríkisins: Athugasemdir við grein Jóns Arnars Arnarsonar ■ í NT þann 31. október birtist grein eftir Jón Örn Arn- arson, veitustjóra á Selfossi, undir fyrirsögninni „Svar við frétt frá Rafmagnsveitum ríkis- ins“. Umfjöllun Jóns um efnis- atriði fréttarinnar er þess eðlis, að Rafmagnsveitur ríkisins telja þörf á að gera nokkrar athugasemdir. Ennfremur varpar Jón fram 10 spurning- um, sem sjálfssagt er að reyna að svara. Rekstrarsvæðin Það er stefna Rafmagn- sveitna ríkisins, að efla rekstr- arsvæðin út um land með því að auka mannafla og bæta tækjakost. Einnig hefur birgðahald á svæðunum verið • aukið. Hvert svæði er því að verulegu leyti sjálfstæð rekstr- areining. þess vegna er það rangt , sem veitustjórinn á Selfossi heldur fram í grein sinni, að mannafli og tæki hverrar rekstrareiningar séu á sitt hverju landshorni. Að feng- inni góðri reynslu, eins og Jón reyndar tckur sjálfur undir, er Ijóst að þessi stefna RARIK hefur vcrið rétt. Eftir sem áður, njóta öll rekstrarsvæðin sameiginlegrar tækniþjónustu og fjármálastjórnar. Innkaup eru sameiginleg fyrir öll svæðin, sem og ýmis önnur þjónusta. Slíktfyrirkomulager til hagræðis og sparnaðar og því raforkunotendum til hags- bóta. Hvað verkfræðistofur varðar, þá nýta Rafmagnsveit- urnar sér þá þjónustu að sjálf- sögðu einnig, þótt þess beri að geta, að þau verkefni sem við er að fást á þessu sviði, eru mörg liver ntjög sérhæfð, og verða því oft best leyst með eigin mannafla. Verkefnin eru líka mikil og mannafli RARIK er vel nýttur. Heildsöluálagning I grein Jóns Arnar er stillt upp dæmi, sent sýna á hversu mikil álagning RARIK sé á heildsöluverð Landsvirkjunar (LV). Reiknað er réttilega út. að álagning RARIK er 12.8% til Rafveitu Vestmannaeyja (RV) og rúm 18% til annarra veitna. Skýringin á þeim mun, er sú, að RV kaupir orkukna á 33 kV spennu, en hinar veit- urnar á 11 kV spennu, sem er 5% dýrara samkævmt gjaidskrá, vegna þess kostnað- ar sem fylgir því að spenna orkuna niður. Einnig reiknar Jón Örn réttilega út, að þar sem RARIK kaupir orkuna á 66 kV spennu frá LV, þá leggjast 7% ofan á verðið, samkvæmt gjaldskrá Lands- virkjunar sem er miðuð við 132 kV afhendingarspennu. Meðalálag RARIK er því um 15.1%, en þá er eftir að reikna með þeirri orku, sem óhjákvæmilega tapast við flutning orkunnar. Með tilliti til þeirra tapa er álagningin því mun minni. Áfram er reiknað Verulegs misskilnings gætir hjá Jóni Erni, er hann tekur að reikna góða nýtingu RARIK á Suðurlandi inn í það verð sem RARIK kaupir orkukna á frá LV, en heldur nýtingu raf- vcitna sveitarfélaganna óbreyttri inni í söluverðinu til þeirra og fær þá út 22,2% álagningu af hálfu RARIK. Þarna er blandað saman smá- sölu og heildsölu RARIK og þannig fenginn betri nýtingar- tími. Orkusala RARIK í smá- sölu, m.a. vegna hitunar á marktaxta, á stóran þátt í því að skapa góðan nýtingartíma. það er viðurkennd aðferð að reikna heildsöluálagningu út frá nýtingu kaupandans. Rangar försendur Þessu næst er sleppt úr dæm- inu 7% álagningu Landsvirkj- unar og þá fæst út 30.8% álagning RARIK! Það er út í hött að fella út álagningu Landsvirkjunar og reikna RARIK hana til tekna. Eftir stendur því. að meðalálagning RARIKáSuðurlandier 15.1% og 18.3% til Rafveitu Selfoss. Orkutap í stofnlínukerfinu er reiknað 5.3%, þannig að með tilliti til þess, er meðalálagn- ingin 9.3% og til Rafveitu Selfoss er hún 12.3%. Stofnlínukeifið í greininni er dregið í efa verðmæti stofnlínukerfisins og afskriftatími línanna talinn 25 ár. Hið rétta er 30 ár. Einnig er gefið í skyn að stofnlínu- kerfið sé orðið gamalt. Þetta er aðeins rétt að litlu leyti. Á undanförnum árum hafa verið reistar nýjar stofnlínur frá Sogi að Hveragerði, frá Sogi að Selfossi, frá Búrfelli að Flúðum, allt 66 kV línur sem lokið hefur verið við undanfar- in fjögur ár. 66 kV línan frá Búrfelli að Hvolsvelli var reist eftir 1970 ogVíkurlína er að hluta ný og að öðru leyti mikið endurnýjuð. Hluti Vest- mannaeyjalínu ernýrogseinni sæstrengurinn var lagður 1978. Eftir standa því aðeins línurn- ar Selfoss - Eyrarbakki - Þor- lákshöfn, Hella - Hvolsvöllur, og Selfoss - Hella, en sú lína er að mestu leyti notuð sem varalína. Hátt í tugur nýrra eða stór- bættra aðveitustöðva hefur verið tekinn í noktun á Suður- landi síðustu árin og því þarf vart að draga í efa verðmæti kerfisins. Auk þess eru veru- legar framkvæmdir við stofn- línukerfið fyrirhugaðar á næstu árum. Byggöalínitr og rekstraröryggi Spurt er um byggðalínu fyrir Suðurland. Hlutverk byggðalína er að tengja saman raforkukerfi landsins og flytja orku frá virkjunum Landsvirkjunar á Suðurlandi til annarra lands- hluta. Rétt er það, að iðnaðar- ráðuneytið stóð fyrir fjár- mögnun byggðalína á sínum tíma, en kerfið var síðan selt, þannig að línurnar sjálfar eru nú í eigu Landsvirkjunar, en aðveitustöðvar við þær eru sameign RARIK og LV. Raf- orkukerfið á Suðurlandi er þegar tengt virkjunum Larttis- virkjunar við Sog og Búrfell, á sama hátt og aðrir landshlutar eru tengdir byggðalínu. Aðstaða Sunnlendinga er því síst verri en annarra hvað rekstraröryggi varðar. Þess vegna er tæpast þörf á sérstakri byggðalínu um Suðurland. Raforkukerfið í Vestur- Skaftafellssýslu mun væntan- lega tengjast byggðalínu (Suðurlínu) við Prestbakka á Síðu á næsta ári. Einnig má minna á hversu ör uppbygging RARIK hefur verið á Suður- landi. Spurningum svaraö í greininni er varpað fram nokkrum spurningum, sem hér verður svarað, a.m.k. að því leyti sem þær snerta Raf- magnsveitur ríkisins, þótt því sé ekki að leyna, að þær eru ntisjafnlega málefnalegar. Fyrsta spurningin er hvers vegna raforkuverð hjá RARIK sé 25% hærra en í Reykjavík? Því er til að svara, að í fyrsta lagi er meðalverð raforku hjá RARIK töluvert LÆGRA en í Reykjavík, þannigaðfullyrð- ingin í spurningunni stenst ekki. Um 60% orkusölu í smásölu er til húshitunar á lágu verði, ef miðað er við verð á raforku til almennings yfirleitt. Hins vegar er Ijóst að átt er við almenna heimilis- notkun. Munur á orkuverði til heimilisnota hjá RARIK og Rafmagnsveitu Reykjavíkur (RR) hefur farið stórminnk- andi hin síðari ár. Árið 1978 var munurinn tæplega 90%, en er nú eins og bent er á, 25%. Meginástæðan fyrir þessum verðmun er sú, að enda þótt Rafmagnsveitur ríkisins fái orkuna á 2-3 stöðum frá LV fyrir hvern landshluta, þá þurfa þær að flytja hana um langan veg eftir dýru og um- fangsmiklu stofnlínukerfi. Dreifingarkostnaðurinn hlýtur að endurspeglast í raforku- verðinu, bæði hjá RARIK og þeim rafveitum sem kaupa í heildsölu af RARIK út úr þessu sama raforkukerfi. Raf- magnsveita Reykjavíkur fær hins vegar sína orku afhenta við borgarmörkin. Ein af ástæðunum fyrir minnkandi verðmun, er sú, að við tilkomu byggðalína hefur orkuvinnsla með díselvélum nánast Iagst niður. Hækkun verðjöfnunargjaldsins hefur einnig gert RARIK kleift að draga úr þessum mun. Önnur spurningin er, hvers vegna orkuverð hjá mörgum sveitarfélagarafveitum sé hærra en hjá RARIK? Það gefur auga leið, að það er ekki í verkahring RARIK að svara þessari spurningu. Þó er hægt að geta sér til um ýmsar ástæður fyrir þessu. Ein er sú, að fjárhag sveitarfélags og rafveitu er oft blandað sam- an á einhvern hátt, t.d. bera sumar rafveitur kostnað af götulýsingu, sem sveitarfélög standa undir annars staðar. Einnig má rekja ástæðuna til uppbyggingargjaldskrár. Þessi atriði kunna að hafa nokkur áhrif, en eflaust ráða aðstæður mestu, svo sem orkukaupa- hlutfall og stærð veitnanna. Þriðju spurningunni er beint til iðnaðarráðuneytisins og verður því ekki fjallað um hana hér, en fjórða spurning er um hækkun raforkuverðs umfram verðbólgu og þar með hækkun á tekjum af verðjöfn- unargjaldi. Spurt er hvort „vaxtarbólgan sé hjá bákninu í Reykjavík", eins og komist er að orði. Á árinu 1983 urðu miklar hækkanir á raforkuverði frá Landsvirkjun, eða rúmlega 120%. Á sama tíma hækkuðu smásölugjaldskrár flestra raf- veitna um 90-100%, þar sem hækkun á heildsöluverði var ekki að fullu færð yfir á smá- sölu. Heimilistaxti RARIK hækkaði t.d. um tæplega 93%, en hjá nokkrum rafveitum var hækkunin töluvert meiri. Þar á meðal voru rafveitur sveitar- félaga í Árnessýslu. Ekki skal gert lítið úr erfiðleikum þess- ara rafveitna og fjárþörf sem þar af leiðir, því að rekstur veitustofnana er víða erfiður. Fullyrðing um „vaxtarbólgu í bákninu" hlýtur að byggjast á misskilningi. Hið rétta er að starfsmönnum RARIK í Reykjavík hefur fækkað til muna síðastliðin tvö ár. Starfs- mönnum úti á landi hefur á hinn bóginn fjölgað nokkuð, þar sem RARIK hefur leitast við að færa þjónustuna út til landshlutanna, eins og vikið er að í upphafi þessarar greinar. Þetta svarar jafnframt fimmtu spurningunni. Þar segir að á móti hverjunt starfsmanni í Reykjavík sé einn úti á landi og spurt er hverju þetta sæti. Þetta er ekki rétt. Hlutfallið er nú sem nær því tveir á móti einum landsbyggðinni í vil. í sjöttu spurningu er því haldið fram að fimm menn starfi við bílaumsjón hjá RA- RIK í Reykjavík og spurt hvaða erindi sumir þeirra eigi á bílasýningar erlendis. Hið rétta er að starfsmenn bíla- og véladeildar eru þrír, en ekki fimm. Þessir þrír menn annast margvíslega þjónustu fyrir bíla RARIK um land allt svo og ýmsar vélar aðrar og tæki. Hvað varðar spurningu um ferðir á bílasýningar, er þess að geta að starfsmenn RARIK hafa einu sinni farið á vinnuvélasýningu erlendis vegna ákvörðunar um val á vinnuvélum fyrir starfsemina. Sjöunda spurning er um bætta þjónustu á Suðurlandi við tilkomu rafveitustjóra RARIK fyrir Suðurlandssvæð- ið. Það hefur - eins og áður hefur komið fram - verið stefna RARIK í mörg undan- farin ár, að koma á fót svæð- isskrifstofum í öllum lands- hlutum sem stofnunin þjónar. Árið 1978 voru slíkar skrifstof- ur, með sérstökum rafveitu- stjóra, einungis á Austurlandi og á Norðurlandi eystra. Það ár bættist Norðurland vestra við og árið 1980 fengust heim- ildir fyrir rafveitustjóra á Vest- urlandi og Suðurlandi. Áður var rekstri svæðanna stjórnað frá Reykjavík. Ánægjulegt er að sjá, að greinarhöfundur tel- ur að hér hafi vel tekist til og að rétt sé á málum haldið af hálfu RARIK. í áttundu spurningunni er óskað skýringu á því, hvers vegna RARIK þurfi að borga 7% hærra verð fyrir raforku frá Landsvirkjun fyrir Suður- land. Svarið við spurningunni hef- ir þegar komið fram, en það er einfaldlega að gjaldskrá LV er miðuð við 132 kV spennu. Þar sem RARIK þarf að kaupa raforkuna á 66 kV spennu á Suðurlandi, eins og reyndar víðar, leggur Landsvirkjun 7% ofan á verðið, eins og stendur skýrum stöfum á gjaldskrá LV ! Níundu spurningunni er í orði kveðnu beint til Lands- virkjunar þar sem spurt er hvenær LV fari að selja al- menningsveitum á Suðurlandi raforku án milliliðs. Til þess að skýra þann þátt í starfsemi RARIK, sem felst í því að flytja raforku í gegnum stofnlínukerfi sitt frá LV til rafveitna sveitarfélaga, er ekki úr vegi að vitna í ummæli Steingríms Jónssonar fyrrv. rafmagnsstjóra, í riti hans „Um rafvæðinguna á íslandi" (SÍR 1974), en þar segir m.a.: „Á árinu 1938 komu fulltrú- ar frá Eyrarbakka og Stokks- eyri til viðtals við ráðamenn Sognsvirkjunar um að fá raf- magn frá Sogni til kauptún- anna, er höfðu aðeins rafljósa* stöðvar með dísilvélum. Var þeim bent á, að þótt þeir hefðu rétt til rafmagns frá virkjun- inni, yrðu þeir að sækja það þangað sjálfir, því það væri Sognsvirkjuninni óskylt mál að leggja línur til þeirra. Voru þá um 500 manns í hvoru kauptúninu, en á Selfossi rúm- lega 200 manns. Þeir treystust ekki til að ráðast í línulagn- ingu, sem nema myndi 30-40 km háspennulínu með tilheyr- andi spennistöðvum. Sneru þeir sér því næst til ríkisstjórn- arinnar um aðstoð. Skipaði hún nefnd til athugunar á máli þessu, og urðu til upp úr því lög um Rafmagnsveitur ríkis- ins, er samþykkt voru á Al- þingi 1942“. Tíunda og síðasta spurning er um staðsetningu aðveitu- stöðvar. Við uppbyggingu stofnlína og aðveitustöðva á Suðurlandi, hefur verið unnið eftir sömu aðferðum og í öðrum lands- hlutum. Leitast er við að gera stöðvar og línur sem best úr garði, svo afhendingaröryggi og gæði raforkunnar séu sem mest. Jafnframt er einnig leit- ast við að byggingarkostnaður sé í lágmarki svo hægt sé að halda raforkuverði sem lægstu. Aðveitustöðvar eru því stað- settar þar sem hagkvæmast telst á hverjum stað, eins og reyndar komu fram í spurn- ingunni. Með staðsetningu að- veitustöðvarinnar í Vík í Mýrdal, við díselstöðina þar, tókst vel að samræma afhend- ingaröryggi og hagkvæmni. Málefnaleg umfjöllun Rafmagnsveitur ríkisins vonast til þess, að í grein þessari hafi tekist að skýra að nokkru þá þætti raforkumál- anna, sem hér hafa verið til umfjöllunar og leggja áherslu á nauðsyn þess, að umræðan um þau sé málefnaleg. Jón Örn Arnarson Svar við f rétt f rá Raf- magnsveitum ríkisins Tímabær grein er vekur spurningar r------------------------- ■ I-.jí |>akk;i lorrúðanuinnum rcksiri I r þctta vaxtar- Að vinna. flytjaogsclja í KARIk lyrir þcssa tinialncru Inilga hja RARIk hákn- hcildsolu raforku til al- | grcin scm opnar fvrir al- imn Hi-vi • •>-t ’ m.mninn.r.a,.^--- I

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.