NT - 30.11.1984, Side 10
„Aerobics“-leikfimi
- íþrótt fyrir alla
■ Aerobics-leikfimin hefur
farið sigurför um heiminn, og
segja talsmenn hennar að „þær
æfingar séu eitt mest alhliða
form líkamlegrar þjálfunar". í
Sovétríkjunum er þetta æf-
ingakerfi þekkt sem hljóðfalls-
íþróttir, og á sér þar langa
sögu, að sögn blaðamanns hjá
APN. Þar segir að þegar á
þriðja áratugnum hafi Stúdíó
hinnar frægu Isadóru Duncan
sýnt rytmíska dansa.
íþróttafrömuðir þar í landi
hæla mjög aerobics-æfingum,
og segja að diskóhljóðfallið sé
í samræmi við hjartsláttinn
meðan á æfingu stendur, eða
120-130 slög á mínútu. Þessi
hraði slagæðarinnar er góður
fyrir fólk, sem er að gera
líkamsæfingar, þá þreytist það
síður.
En þeir í Sovét eru ekki eins
hrifnir af diskó-lögunum og af
hljóðfallinu, og segja að fim-
leikahópar eigi að reyna að
finna þjóðleg lög sem falli að
aerobic-æfingunum. Þeir segj-
ast skipta æfingatímanum í
þrjá hluta: Upphitun, æfingar,
og hvíldaræfingar. Barnaleik-
fimi á auðvitað að bera svip-
mót af leikjum, og æfingar
fyrir eldra fólk verða að vera
undir ströngu eftirliti.
Síðan koma yfirlýsingar
eldra fólks, sem telja sig hafa
haft gott af aerobic-æfingum.
Ivan Kljuev, 83ja ára, segir að
blóðþrýstingur sinn hafi orðið
eðlilegur þegar hann fór að
stunda leikfimina og 67 ára
húsmóðir segir að æfingarnar
hafi orðið sér æskugjafi og hún
hafi eignast marga vini í
leikfiminni.
^IMEI^IMIMIMMMIMIMIMMIMIEIMIMIMEMI^ISW
Hún er ríkasta gjafvaxta stúlka heims
og hennar heitasta ósk er að eignast barn!
■ Hún er sögð ríkasta stúlka
heims. Og enginn getur neitað
því að hún er falleg líka!
Nabila heitir hún, en það
merkir „hin eðla“. Og faðir
hennar umgengst hana einmitt
eins og fágaðan eðalstein. Fað-
ir hennar er enginn annar en
saudi-arabíski milljarðamær-
ingurinn Adnan Kashoggi,
sem ekki veit aura sinna tal og
munar ekki um að leysa út
konur sínar við skilnað með
óhemju fjárhæðum, það sér
ekki högg á vatni. En Nabila,
sem er 22ja ára að aldri, er
ekki bara rík, hún er líka vel
menntuð í dýrunt skólum í
Englandi og Sviss.
Æskudraumur Nabila var að
ráða yfir ríki, sem teygði sig
um allan heim, og sá draumur
hefur nú ræst, að vísu með
dyggri og kærleiksríkri hjálp
pabba. Hún er nú titluð sem
forstjóri alþjóðafyrirtækis í
eigu hans. Demanta, safíra,
rúbína og sntaragða á hún í
stórum haugum. Fötin sín
kaupir hún í dýrustu tískuhús-
um Parísar, Rómar, Flórens
og New York. Tómstundum
eyðir hún við sundlaugina við
villuna sína í Cannes.
En heinta fyrir, í Saudi-Ar-
abíu. virðist hún setja upp
aðra mynd. Þar lýsir hún því
hógværlega yfir, að sín heitasta
ósk sé að eignast barn! Og það
gerir hún sem kunnugt er varla
upp á eigin spýtur!
■ Fimleikaflokkur kvenna,
seni Irina stjórnar,
„Heilsuræktar-
rannsóknarstöð ríkisins“ lætur
fylgjast með heilsufari
þátttakenda, en skýrslurnar á
svo að nota til að sýna hollustu
fímleikanna.
■ Fimleikasérfræðingurinn
Irina Golubeva er sjálf
glæsilegur fulltrúi fyrir þá
kenningu, að aerobic-leikfimin
fegri líkamann og efli hreysti.
■ Milljarðamæringurinn og vopnasalinn Adnan Kashoggi er
aldrci stoltari en þegar hann getur sýnt sig í fylgd með
einkadótturinni Nabila, íklæddri dýrum loðfeldum og
skartgripum.
Karl-
menn
geta
líka
gifst til
fjár!
■ Nabila á þegar allt sem fæst fyrir peninga. Nú er hennar heitasta ósk að eignast barn, en hún
hefur ekki enn fundið föður að því.
30. nóvember 1984 10