NT - 30.11.1984, Síða 17
Föstudagur 30. nóvember 1984 17
Jóhannes Jónsson
frá Asparvík
Fæddur 25. desember 1906
Dáinn 20. nóvember 1984
■ í dag verður til moldar bor-
inn Jóhannes Jónsson frá Asp-
arvík, Fannborg 1, Kópavogi.
Þó að Jóhannes hafi í rösk 30
ár átt heima hér syðra þá kenndi
hann sig jafnan við Asparvík á
Ströndum, þar sem hann átti sín
bernsku- og unglingsár og í
kunningjahópi var hann líka
alltaf kallaður Jóhannes frá
Asparvík.
Jóhannes Jónsson fæddist á
Svanshóli í Bjarnarfirði í Kald-
ranarneshreppi jóladaginn 25.
des. 1906.
Foreldrar hans voru hjónin
Jón Kjartansson og Guðrún
Guðmundsdóttir. Vorið 1915
fluttist hann með foreldrum sín-
um að Asparvík í sömu sveit og
átti þar heima fram yfir tvítugt.
Árið 1927 trúlofaðist Jóhann-
es, Elínborgu Sigurðardóttur
frá Brúará. Þau eignuðust einn
son, Inga Karl framkvæmda-
stjóra, sem sjónvarpsáhorfend-
um er að góðu kunnur fyrir
þýðingar á myndum og flutning
texta með ýmsu sjónvarpsefni.
Elínborg og Jóhannes slitu sam-
vistir 1931.
Árið 1935 giftist Jóhannes
eftirlifandi konu sinni Soffíu
Valgeirsdóttur frá Norðurfirði.
Þau bjuggu á ýmsum stöðum í
Kaldrananeshreppi en lengst á
Drangsnesi. Þau fluttu árið 1954
til Reykjavíkur og áttu þar
heima til 1974 er þau settust að
í Kópavogi.
Jóhannes og Soffía voru barn-
laus en tóku fósturbarn nýfætt,
Sólrúnu Aspar, og ólu upp.
Foreldrar hennar voru Elías
Bjarnason og Jakobína Hall-
dórsdóttir. Foreldrar Jóhannes-
ar áttu mörg börn. Eins og
kunnugir vita hefur jafnan verið
harðbýlt á Bölum á Ströndum.
Jóhannes mun því snemma hafa
orðið að taka til hendinni við
ýmis störf, bæði til sjós og
lands. Hann var einn af þeim
síðustu er stunduðu hákarla-
veiðar á opnum skipum norður
í Húnaflóa um hávetur.
Jóhannes fékkst nokkuð við
barnakennslu á vetrum meðan
hann var heima í Asparvík. Á
Drangsnesi stundaði hann
verkamanna- og verslunarstörf.
Eftir að Jóhannes flutti til
Reykjavíkur vann hann hjá
Landssímanum í 22 ár eða þar
til hann varð að hætta störfum
vegna aldurs.
Á Drangsnesi gegndi Jóhann-
es ýmsum trúnaðarstörfum, var
m.a. fsóknarnefnd,skattanefnd
og í stjórn Verkalýðsfélags
Kaldrananeshrepps. Hann var
einn af stofnendum Sundfélags-
ins Grettis í Bjarnarfirði. Jó-
hannes var félagslyndur maður
og tók alltaf mikinn þátt í
félagsstarfi.
Þegar Jóhannes kom hingað
suður var nýbúið að stofna Átt-
hagafélag Strandamanna í
Reykjavík. Hann var strax virk-
ur þátttakandi í því félagi og þar
lágu leiðir okkar saman.
í lögum Átthagafélagsins sem
samþykkt voru á stofnfundinum
6. febr. 1953 segir svo ma. um
markmið félagsins: „Að varð-
veita frá gleymsku sögulegar
minjar frá Ströndum og sérhvað
það er viðkemur lifnaðarháttum
þar í héraðinu, sagnir um ein-
staka menn og atburði, lýsingu
athafnalífs og menningar
Ég fullyrði að enginn hafi lagt
rneira af mörkum til að hrinda í
framkvæmd þessu markmiði
félagsins heldur en Jóhannes
Jónsson frá Asparvík. Ég ætla
að minnast á nokkur atriði í því
sambandi.
Þegar hafist var handa um
byggingu Byggðasafns að
Reykjaskóla í Hrútafirði þá
setti Átthagafélagið á stofn
nefnd, sem kölluð var byggða-
safnsnefnd, til að vinna með
öðrum félagasamtökum að
framkvæmd þessa mikla
menningarmáls. Jóhannes var
að sjálfsögðu í þessari nefnd og
vann þar af lífi og sál. Hann,
ásamt fleirum, ferðaðist meðal
Strandamanna í Reykjavík og
nágrenni til að afla fjár til styrkt-
ar byggðasafninu og varð vel
ágengt. Einnig safnaði Jóhann-
es miklu af gömlum munum
sem varðveittir eru í safninu.
Jóhannes lét ekki staðar num-
ið við opnun Byggðasafnsins á
Reykjaskóla. Hann hélt alla tíð
áfram að forða frá glötun
gömlum munum og myndum.
Strandapósturinn, ársrit Átt-
hagafélagsins, hefur komið út
síðan 1967. Jóhannes var í
ritnefnd Strandapóstsins frá
upphafi og átti mikinn þátt í að
móta ritið. Enginn hefurskrifað
jafnmikið í Strandapóstinn bæði
f bundnu og óbundnu máli. í
greinum Jóhannesar er mikinn
fróðleik að finna. Þar er sagt frá
gömlum vinnubrögðum og lifn-
aðarháttum á Ströndum.
Jóhannes var skáld gott og í
Strandapóstinum er mikið af
ljóðum eftir hann. Þessi Ijóð
eru sum í gamansömum tón en
einnig slær hann á alvarlega
strengi. Skáldskapur og þjóð-
legur fröðlegur var honum ákaf-
lega hugleikinn.
En það var ekki nóg með það
að Jóhannes skrifaði sjálfur
mikið í Strandapóstinn, heldur
var hann líka óþreytandi að fá
aðra til að skrifa í ritið. í
hvatningu til Strandamanna
segir hann m.a.:
Ólafur H. Jónsson
skipafræðingur látinn
■ Ólafur Hreiðar Jónsson
skipafræðingur lést í Borgar-
spítalanum laugardaginn 24.
nóv. s.l.
Foreldrar hans voru Jón Ei-
ríksson skipstjóri hjá Eimskipa-
félagi íslands og Herþrúður
Hermannsdóttir Vandel.
Ólafur lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík
árið 1946 og hélt þá til náms í
skipaverkfræði í Tekniska há-
skólanum í Stokkhólmi og var
þar í fjögur ár.
Ólafur starfaði hjá ýmsum
fyrirtækjum við skipahönnun
jafnframt því sem hann kenndi
við Iðnskólann í Reykjavík.
Um nokkurra ára skeið starfaði
Ólafur hjá Siglingamálastofnun
ríkisins, eða þar til hann stofn-
aði verkfræðistofuna Skipa-
tækni hf ásamt Bárði Hafsteins-
syni skipaverkfræðingi.
Eftirlifandi kona Ólafs er
Hólmfríður Þórhallsdóttir. Þau
eignuðust sjö börn.
Minning
Guðmundur Sigurðsson
Breiðási Hrunamannahreppi
Drífið ykkur öll af stað
árin framhjá tifa.
Leitið uppi blek og blað
og byrjið strax að skrifa.
Og hann endar svona:
Skrifið, skrifið, öll sem eitt,
engu megið gleyma.
Allt er betra en ekki neitt
frá ykkur vinir heima.
Jóhannes var bundinn átt-
högunum mjög sterkum bönd-
um og hugur hans leitaði oft
norður á Strandir. í öðru liefti
Strandapóstsins segir hann m.a.
í kvæðinu „Strandir“
Betur hvergi ég mér uni
en á norðurs-slóðum þeim
þangað löngum leitar muni
Ijúft í minninganna heim...
Og í síðasta erindinu segir hann:
Strandabyggð í björtum skrúða
brosir fegurst hér á jörð
inn til dala út til flúða
eilíf hljómar þakkargjörð...
Þegar Jóhannes finnur að
breyting er skammt undan þá
segir hann m.a. í kvæðinu
„Endalokin“
Pað er svo margt aðþakkaer
lífsins stund er liðin
lokadagur nálgast með
hvíldina og friðinn.
Og meðan biðin varir er líka
Ijúft að dreyma
liðna œskudaga á ströndinni
minni heima.
Jóhannes var lífsglaður mað-
ur og átti létt með að blanda
geði við fólk. Hann var hrókur
alls fagnaðar á mannamótum og
hafði vísur oft á hraðbergi og
kunni mikið af gamansögum.
Hann var sannkallaður gleði-
gjafi hvort sem var á samkom-
um eða ferðalögum.
Jóhannes naut lítillar skóla-
göngu en var eigi að síður mjög
vel menntaður. Hann skrifaði
gott mál og átti létt með að
yrkja. Hann var einn af þessum
sjálfmenntuðu alþýðumönnum
sem við stöndum í mikilli þakk-
arskuld við.
Varðveisla þjóðlegs fróðleiks
af Ströndum er ekki einkamál
okkar Strandamanna. Með
þeirri byggðasögu er einnig
þáttur ofinn í þjóðarsöguna.
Lífi okkar má líkja við ferða-
lag. Við vitum öll hvað það er
mikils virði að hafa trausta og
skemmtilega ferðafélaga. Jó-
hannes var sannarlega góður
ferðafélagi, okkur leið vel í
návist hans.
Að leiðarlokum finnum við í
Átthagafélaginu best hvað við
stöndum í mikilli þakkarskuld
við Jóhannes frá Asparvík.
Blessuð sé minning Jóhannes-
ar Jónssonar frá Asparvík.
Eiginkonu hans, Soffíu Val-
geirsdóttur, börnum og öðru
venslafólki sendi ég samúðar-
kveðjur.
Þorsteinn Ólafsson
Hrynja brimskaflar
við björg og sker.
Hœst bar ávallt
heimabyggðin
í huga þér.
Leifturhvít fjöll
og lyngrauð hlíð.
Léttfœtt voru
Ijóðin þín
sem lindin þýð.
Falla haustlauf
á freðinn svörð.
Öll komum við
einhvern tíma
aftur til þín jörð.
Ingólfur Jónsson
frá Prestsbakka.
Fæddur 11. febr. 1920
Dáinn 26. nóv. 1984.
Guðmundur Sigurðsson flyst
að Breiðási 1979 og bjó þar
með Elínu Jónsdóttur (dóttur
minni) þar til kallið kom, sem
bar að árla morguns s.l. mánu-
dags er hann þá var í fullu starfi
í Límtrésverksmiðju á
Flúðum. Þar hafði hann unnið
um nokkurt skeið, eða frá því
að byrjað var að vinna þar á
vöktum. Mér býður f grun að
Guðmundur hafi jafnvei hclst
kosið að hann á þennan hátt
flyttist yfir móðuna miklu og er
mér kunnugt um að hann var
því viðbúinn. Ber það og til, að
Guðmundur var nú nokkuð við
aldur, óvenju starfsglaður og
því jákvætt að falla með hantar
í liönd.
í framhaldi af framansögðu
ber að geta þess að vinnudagur
Guðmundar var oft óvenju
langur, sent orsakaðist af því,
að hann vann mikið utan heim-
ilisins, - en er heim kom fannst
honum sín bíða ótal verkefni á
heimili þeirra Elínar, bæði inn-
„Ég minnist tveggja handa
er hár mitt struku einn horf-
inn dag.“ (S. Steinarr)
Fyrsti dagurinn í sveitinni
var erfiður fyrir ungan og
óframfærinn borgardreng-
inn. Nýtt fólk og nýr fram-
andi heimur. Þegar pabbi
var farinn suður aftur um
kvöldið yfirbugaðist sá litli
sem snöggvast af heimþrá og
feimni. Þá tók amma hann
sér í fang og bægði burt
öllum kvíða. Síðan var hún
óhagganlegur miðpunktur
tilverunnar í sveitinni.
Þó amma væri sívinnandi,
innan húss sem utan, bar
hún hag okkar barnanna
stöðugt fyrir brjósti. Og
gaman var að hlusta á hana
an húss og utan, sem honum
fannst hann ekki gæti dregið á
langinn að framkvæma. Tókust
þessi verk mjög vel, enda Guð-
mundur hagleiksmaður og út-
sjónarsamur. Árangurinn varð
og sá að athygli vakti þeirra er
að garði bar.
Fyrra ævistarfi Guðmundar
grennslaðist ég lítið eftir, en
það var mér þó ljóst, að hann
ntun jafnan hafa gætt „orðs og
æðis“, enda átti hann víða vin-
um að mæta.
Guðmundur var mikill nátt-
úruunnandi enda hafði hann og
ferðast vítt og breitt um landið
og séð og notið nrargs af því
fegursta er það hefur upp á að
bjóða. Var honum sumt af því
mjög kært og ríkt í huga, cf um
var rætt.
í Breiðási undi Guömundur
hag sínum vel, sem og kemur
óbeint fram í því sern áöur er
sagt. Þá gat hann og ítrekaö
ekki orða bundist varðandi
bæjarstæðið í Breiðási. „Hérer
segja sögur frá gamalli tíð af
fólki og veraldarvafstri þess
í Haukadalnum. Enn man
ég hvað hún var dreymin á
svipinn er hún sagði frá því
hvernig hún veiddi silung til
matar í svuntuna sína að
loknu dagsverki við hey-
skapinn. „Þá var fiskur í
hverjum polli,“ sagði hún.
Amma var kona gamla
tímans á íslandi. Nægju-
semi, dugnaður, æðruleysi,
kímni og trúfesta voru henn-
ar traustu dyggðir. Og þó
henni þætti stundum nóg um
lífsgæðakapphlaupið hjá
okkur fyrir sunnan stóð hún
ekki í neinu ævarandi stríði
við nýja tímann. Aldrei
kvaddi hún sveitargestina að
hátt til lofts og vítt til veggja til
allra átta og hér væru góð vinnu-
skilyrði fyrir okkar bestu lista-
menn, - mótífin eru næg, ef rétt
er að þeim staðið."
Að lokum: Guð gefi að Guð-
nrundur megi njóta góðs fram-
haldslífs og megi þar njóta
þeirnt hugðarefna er honum
voru kærust. Þá vil ég og votta
tyllstu samúð Elínu í Breiðási,
skylduliði og vinum Guðmund-
ar. Sjálfur þakka ég Guðmundi
hans góðu kynni og vináttu.
Jón Sigurðsson
Hrepphóluni
hausti án þess að læða væn-
um seðli í lítinn lófa.
Þegar hún háöldruð gisti
hjá okkur í Keflavík um
tíma sprangaði hún oftlega
ein og óstudd bæinn á enda
til að heimsækja Guðlaugu
systur.sína eða sinna öðrum
erindum - rétt eins og hún
hefði búið þar alla tíð. Lítil
og veikburða var hún jafn
kvik og örugg nteð sig í
umferðinni og þegar hún
mundaði prjónana sína í
sveitinni.
Nú er þagnað glamrið í
prjónununt hennar ömniu,
en áfram lifir hin Ijúfa
minning. Guð blessi hana.
Stefán, Ómar, Jónína, Atli
og fjölskyldur.
SNUNINGSLJOS
HALOGEN
12 volt
Verð kr. 1.750.
Póstsendum
ÞOKULJÓS
HALOGEN
m/perum
Verð aðeins kr. 910 parið
~mk )
|SL VÍSA
STEINGRIMUR BJÖRNSSON SF
Suðurlandsbraut 12, Reykjavík. Sími 32210-38365
Guðrún Stefanía Guðjónsdóttir
Litla-Vatnshorni, Haukadal