NT - 30.11.1984, Page 24
FUJIKA
30. nóvember 1984 24
STEINOLÍU-
OFNAR
afar HAGsrerTVSÐ
Skeljungsbúðin
Síðumúla33
símar 81722 og 38125
Bandarískt
korn til
Eþíópíu
Washington-Reuter
■ Bandaríska þingkonan Marge
Roukema segist hafa fengið staðfest
hjá bandarískum embættismönnum
að von væri á 10.000 tonna banda-
rískri matarsendingu til Eþíópíu
þann 16. desember næstkomandi.
Meirihlutinn af aðstoð Banda-
ríkjamanna við Eþíópíu er ekki
væntanlegur til Eþíópíu fyrr en á
næsta ári. Þingkonan telur að það
verði of seint vegna þess hvað
ástandið erorðið alvarlegt núna. En
Bandaríkjamenn segjast hafa flýtt
einni sendingunni sem sé sérstök
neyðarhjálp.
Masters-karlar 16 tegundir ^
Ljón - Vegdrekar - Tungldrekar *S
Eldflaugar 2 tegundir
Arnarhreiður m/hljómplötu
Hestar - Höll (Kastali)
Jólasending komin
Mjög takmarkað magn
Póstsendum
LEIKFANGAHÚSIÐ
Skólavörðustíg 10. s. 14806
LEIKFANGAHÚSIÐ
JL Húsinu v/Hringbr. S. 621040.
HUSGOGN OG
INMRÉTTINGAR
SUÐURLANDSBRAUT18
Vandaðar flnnskar
Veggskápasamstæður
með Ijósum í yfir-kappa
Verð kr. 24.875.-
■ Lítið barn fær loksins mat í matvæladreifingarstöðinni í Senbette. Margir Eþíópíumenn hafa að undanförnu safnast
saman í flóttamannabúðum sem Rauði krossinn og aðrar alþjóðlegar stofnanir starfrækja. símamynd-poi.Foro
Eþíópía:
Tvær nýjar matvæla-
dreifingarstöðvar
Genf-Reuter fimm öðrum hjálparmiðstöðvum Rauða Pótt margir hafi brugðist vel við
■ Rauði krossinn hefur opnað tvær krossins. Fjölmargir hafa ferðast langar hjálparbeiðni Rauða krossins vantar
nýjar hjálparstöðvar í Eþíópíu til að vegalengdir til að komast til þessara enn að minnsta kosti loforð fyrir 2000
auðveldara verði að dreifa matvælum stöðva og margir deyja á leiðinni. Nýju tonnum af matvælum á hverjummánuði
ogöðrum hjálpargögnumáþurrkasvæð- hjálparstöðvarnar eru m.a. til þess að ánæstaáritilþessaðhægtverðiaðseðja
unum þar. fólk þurfi ekki að ferðast jafn langt og fólkið á hungursvæðunum.
núna til að komast til stöðvanna og fá
Um 112.000 manns hafast nú við hjá mat.
Kínverjar auka viðskipti
við ríki í Austur-Evrópu
Budapest-Keuter.
■ Kínverjar leggja nú mikla
áherslu á að efla samskipti sín
við ríki í Austur-Evrópu ekki
síður en vestræn ríki. Þetta á
fyrst og fremst við um verslunar-
og efnahagssamskipti en menn-
ingarsamskipti hafa einnig auk-
ist mikið.
Þegar slitnaði upp úr vinátt-
unni á milli Kínverja og Sovét-
manna fyrir rúmum tuttugu
árum stöðvaðist hér um bil öll
verslun á milli Kína og austur-
blokkarinnar. Stóraukin efna-
hagssainskipti Kínverja við
önnur ríki á síðastliðnum árum
hafa fyrst og fremst beinst að
Vesturlöndum. En nú er röðin
komin að Austur-Evrópuríkj-
unum. Nýlega gerðu Kínverjar
fimm ára verslunarsamninga við
Ungverja, Tékka, Austur-Þjóð-
verja, Búlgari og Pólverja sem
allir fylgja Sovétmönnum nijög
dyggilega á alþjóðavettvangi.
Samkvæmt þessum samningum
er gert ráð fyrir mjög mikilli
aukningu viðskipta á næstu
árum.
Kínverjar hafa líka um nokk-
urt skeið haft mjög góð sam-
skipti við Júgóslava og Rúmena
sem ekki eru eins tengdir Sovét-
mönnum og aðrar Austur-Evr-
ópuþjóðir. Samkvæmt kín-
verskum heimildum er búist við
því að verslun á milli Kína og
Austur-Evrópu svari til rúmlega
eins milljarðs bandaríkjadala á
þessu ári.
Það er að mörgu leyti hag-
kvæmt fyrir Kínverja að versla
við Austur-Evrópuríkin. Þeir
fengu mikið af vélum og verk-
smiðjum frá þeim skömmu eftir
að kommúnistar komust til
valda. Þessar verksmiðjur eru
STasiiRc
fEfflSftH
. 338«
■ Framboð á ýmsum neyslu-
vörum hefur aukist mikið í Kína
að undanförnu. ísskápar og
þvotttavélar eru t.d. orðnar
eftirsóttar frainleiöslu vörur þar.
Kínverjar leggja nú alla áherslu
á öra efnahagsuppbyggingu.
Þeir eru tilbúnir til að leggja
gömul deilumál um pólitískar
skilgreiningar á hilluna ef slíkt
verður til að efla kínverskan
iðnað. Viðskipti við Austur-
Evrópuþjóðir hafa notið góðs
af þessari nýju skynsemis-
stefnu Kínverja ekki síður en
viðskiptin við Vesturlönd.
nú margar úr sér gengnar og
þarfnast endurnýjunar. Það er
miklu auðveldara að nota aust-
ur-evrópska tækni til að endur-
nýja þær þar sem Austur-Evr-
ópuríkin hafa margar svipaðar
verksmiðjur.
Sovétmenn grafa
upp háfjallaborg
Moskva-Reuter.
■ Sovéska fréttastofan Tass skýrði frá því fyrr í
vikunni að fornleifafræðingar hefðu fundið rústir
fornrar borgar hátt upp í Panúr-fjöllum, sem liggja
norður af Himalaya-fjöllum í sovésku Mið-Asíu.
Talið er að aðalatvinnuvegur borgarbúa hafl verið
silfurnámugröftur.
Borgin mun hafa verið í hvorki meira né minna en
4000 metra hæð, en borgarbúar fóru jafnvel enn
hærra upp í fjöllin í leit að silfri. Talið er að íbúarnir
hafi sest að svona hátt uppi eftir að silfurbirgðir neðar
í fjöllunum voru á þrotum.
Veldistími borgarinnar mun hafa verið mestur frá
10. til 12. aldar og þá var silfrið selt til Kínaog annarra
austurlanda. Fornleifafræðingarnir hafa fundið skjöl,
skartgripi og áhöld máli sínu til staðfestingar.