NT

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 30.11.1984, Qupperneq 25

NT - 30.11.1984, Qupperneq 25
*-*■ * f f *■* * * * * «*^»»VAV//*%%V«V*T*ViI«V.T*13t.,»^ !' W MSf lOO'fiO'ió'i .Ct' 'étwfÍ ., 't lY. | 'f í i '# Itt Föstudagur 30. nóvember 1984 25 Diisseldorf-Reuter ■ Flick-iðnaðarsamsteyp- an virðist ætla að auka gróða sinn enn meira á þessu ári en í fyrra. Þá var velta sam- steypunnar um 10 milljarðar marka og gróðinn um 294.6 milljón mörk. Flick-samsteypan er hópur fyrirtækja undir einni fjöl- skyldustjórn. Athygli manna hefur beinst sérstaklega að þessari samsteypu eftir að það upplýstist að hún hafði greitt háar upphæðir til ýmissa forystumanna í þýskum stjórnmálum. Auk þess að greiða í flokkssjóði leikur grunur á að Flick hafi greitt einstökum stjórnmála- mönnum stórar fúlgur til persónulegra nota. Efnahagsráðherra Vestur- Þýskalands, Otto Lambsdorff, neyddist til að Vestur-Þýskaland: Flick græðir eftir að hafa flekkað mann- orð pólitíkusa segja af sér embætti fyrr á þýska þingsins, Rainer þessu ári vegna ásakana um Barzel, sagði einnig af sér að hann hefði þegið mútur fyrir skömmu vegna þessa frá Flick og forseti vestur- máls. ■ Friedrich Karl Flick aðal- stjórnandi Flicksamsteyp- unnar hefur sýnt að hann kann vel að spila með stjórn- málamennina. Sjálfur þykir hann mikill glaumgosi og gleðimaður. Atökin magnast í Nýju-Kaledóníu Noumea-Reuter ■ Svokallaðir Kanakar, inel- anesískir íbúar frönsku nýlend- unnar Nýju-Kaledóníu í Kyrra- hafi, herða enn róðurinn í sjálf- stæðisbaráttu sinni. Barátta þeirra hefur nú staðið af fullum krafti í tvær vikur og í gær kostaði hún fyrsta mannslíflð. Þá skutu um 15 herskáir kan- akar aldraðan franskan bónda til bana og særðu konu hans. f höfuðborginni Noumea sprakk sprengja í bíl, en ekkert mann- tjón varð. Meirihluti íbúanna í höfuðborginni er hvítur og hef- ur verið tiltölulega friðsamt þar. Víða um sveitir hafa kanakar hins vegar reist vegatálma og trufla samgöngur. Um 2000 franskir lögreglu- menn eru nú í Nýju-Kaledóníu og talsvert af vopnum hefur verið flutt þangað frá Frakk- landi síðustu dagana. Stefna frönsku stjórnarinnar í málefnum Nýju-Kaledóníu er sú að leyfa þjóðþingi, sem kjör- ið var fyrr í þessum mánuði, að sjá um stjórn eyjanna þar til haldin verður þjóðaratkvæða- greiðsla um sjálfstæðismálið. Meirihluti íbúa í Nýju-Kal- edóníu er nú innflytjendur, flestir hvítir, sem flust hafa til eyjanna frá Frakklandi eða öðr- endurnir hafa meirihluta á þing- sjálfstæði. Kanakar eru um 43 um Kyrrahafseyjum. Innflytj- inu og eru yfirleitt mótfallnir prósent íbúa Nýju-Kaledóníu. ■ Á þessu korti sést hvar franska nýlendan Nýja-Kaledónía liggur í Kyrrahafi. Fjöldahandtökur í Jóhannesarborg Jótiannesarborg-Reuter ■ Suður-Afríska lögreglan handtók í gær um 50 manns sem voru að mótmæla fjöldahand- tökum ástjórnarandstæðingum. Kirkjunnar menn og mannrétt- indasamtök boðuðu til mótmæl- anna, en talið er að meira en þúsund manns hafi verið fangelsuð í Suður-Afríku á þessu ári án þess að verða dregin fyrir dóm. Meðal þeirra sem voru hand- teknir var John Dugard, laga- prófessor við háskóla í Jóhannesarborg.og hópur sjón- varpsmanna, sem neituðu að verða við tilmælum lögreglu um að hætta að kvikmynda mót- mælaaðgerðirnar. Neyðar- ástandi lýst yfir Uma-Reuter ■ Stjórnvöld í Peru hafa lýst yfir neyðarástandi í ríkinu vegna 24 stunda allsherjarverkfalls í gær. Neyðarástandið á aö gilda í einn mánuð. Talsmenn verkalýðsfé- laganna segja yfirlýsingu stjórnarinnar um neyðar- ástand sýna vanmátt henn- arogörvæntingu. Neyðar- ástandið verði ekki til að draga úr mótmælum gegn stjórninni heldur muni það þvcrt á móti auka á bau. Verkfallið var kallað til að mótmæla mannréttinda- brotum ríkisstjórnarinn- ar og hersins og ströngum aðhaldsaðgerðum stjórn- arinnar í efnahagsmálum. Fyrir nokkru var lýst yfir ótímabundnu neyðar- ástandi í Austur-Perú þar sem skæruliðar Hins skín- andi stígs hafa látið mikið að sérkveða. Mörghundr- uð bændaleiðtogar hafa verið sendir í vinnubúðir vegna gruns um stuðning við skæruliðana. Verka- lýðsfélögin hafa krafist þess að ncyðarástandinu verði aflétt og bændur látnir lausir. Júgóslavía: Hömlum á fjárfesting- um útlendinga aflétt Belgrad-Reuter ■ Júgóslavar hafa samþykkt ný lög þar sem regiur um fjár- festingar útlendinga eru rýmk- aðar mjög mikið. Samkvæmt þessum lögum er útlendingum Nýr þingleiðtogi hittir forsetann ■ Robert Dole, þingmaöur frá Kansas og hinn nýi leiðtogi repúblikana í Oldungadeild Bandaríkjaþings, átti í gær fund með Reagan forseta. Dole var varaforsetaefni GEralds Fords í kosningunum 1976, keppti við Reagan um útnefningu flokksins árið 1980, en heUtist fljótt úr lestinni. Ekki er talið ólíklegt að hann hugsi sér enn frekari frama í bandarískum stjórnmálum - jafnvel forseta- embættið. Dole þykir hófsemdarmaður og er kosning hans taiin sigur fyrir miðjumenn í Repúblikanaflokknum. Athygli vakti að í kosningum til þingnefnda ákvað Jesse Helms, erkiíhald og öldungadeildarþingmaður frá Norður- Karólínu, að taka ekki við hinni áhrífamiklu utanríkis- málanefnd heldur sitja áfram í landbúnaðamefndinni. Á myndinni sést Robert Dole til hægrí ásamt forsetanum og Howard Baker, fráfarandi leiðtoga meiríhlutans, sem nú sækist eftir útnefningu til forsetakjörs áríð 1988. Símamynd-Polfoto Thatcher sker nið- ur aðstoð til fá- tækra byggðarlaga London-Reuter ■ Breska stjórnin ætlar að skera niður fjárhagsaðstoð við hin fátækari svæði Bret- lands um 300 milljón ster- lingspund á næstu þremur árum, eða úr 700 milljón pundum í 400 milijón pund. Þessi frétt vakti mikla reiði meðal stjórnarandstæðinga á breska þinginu og mátti heyra þingmenn Verka- mannaflokksins hrópa „svei því!“ Norman Lamont, iðnaðar- ráðherra, sagði í þinginu að í staðinn yrði skipting þess fjár, sem eftir er, endur- skoðuð og því veitt til svæða sem nýlega hafa orðið fyrir barðinu á kreppu og atvinnu- leysi. Nýja stefnan sé, að hans sögn, miklu áhrifarík- ari. Stjórnarandstöðuþing- menn sögðu hins vegar að skammarlegt væri að skera niður þessi fjárframlög nú þegar atvinnuleysi er meira en nokkru sinni í Bretlandi. Atvinnuleysingjar eru 3.1 milljón. lan Gilmour, íhaldsmaður og fyrrum ráðherra í stjórn Margaret Thatcher, réðist einnig á efnahagsstefnu stjórnarinnar. Hann sagði að stjórnin sniðgengi atvinnu- leysisvandamálið og hefði í stað nýrra starfa skapað nýtt atvinnuleysi. heimilt að eiga meirihluta í fyrirtækjum í Júgóslavíu en áður var lögbundið að þeir mættu mest eiga 49 prósent! Skattar á slíkum fyrirtækjum verða líka tiltölulega litlir. Miklar deilur munu hafa orð- ið um þessi nýju lög þar sem sósíalisminn í Júgóslavíu byggir á sjálfstjórn verkamanna í hverju fyritæki. Andstæðingar laganna telja að fyrirtæki, þar sem útlendingar eiga meirihluta gætu haft slæm áhrif á hinn júgóslavneska sósíalisma. En iögin voru samt samþykkt í von um að slíkt myndi laða erlent fjármagn inn í landið og leiða tii innflutnings á háþróaðri tækni frá útlöndum. Forsætisráðherra Júgóslavíu, Milka Planinc, sagði í sjónvarpsviðtali í fyrrakvöld að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn teldi efnahag landsins á bata- vegi. Því væru líkur á að Júgó- siavar gætu fengið frekari lána- fyrirgreiðslu á sæmilegum kjörum hjá lánardrottnum sínum. En forsætisráðherrann varaði samt við of mikilli bjart- sýni. Hann spáði 70% verðbólgu á fyrri hluta næsta árs sem myndi síðan minnka þegar liði á árið.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.