NT - 14.12.1984, Qupperneq 10
11
Tryggvi Sigfússon
frá Þórshöfn
Fæddur 2. nóv. 1892 Dáinn 4. des. 1984
Faðir: Sigfús f. 15. 6. 1865 að
Hermundarfelli í Þistilfiröi Jóns-
sonar bónda þar, f. um 1836
Einarssonar bónda þar Gíslasonar
er bjó á Hermundarfclli 1855 mcö
konu sinni Lilju Pétursdóttur og
syni þcirra Sigfúsi Einarssyni.
Móðir Sigfúsar og kona Jóns var
Ingunn f. 1829 Guðmundsdóttir f.
um 1805, Þorsteinssonar bónda í
Svalbarðsseli í Þistilfirði 1845 og
konu hans Rósu Pétursdóttur f.
1793, ásamt dóttur þeirra Sólvcigu
1850.
Móðir: Guðrún f. 25. 1. 1864 í
Sandfellshaga í Axarfirði Guö-
mundsdóttir bónda þar í. 1834,
Þorgrímssonar og konu hans Sig-
ríðar Jónsdóttur f. 1829, ásamt
börnunt þeirra Þorgrími og Sigríði
1866.
Þegar Sigfús var á öðru ári
andaðist faðir hans á sóttarsæng.
Forcldrar hans höfðu gift sig 1854
og eignast 4 börn cr hér var
komið. Eftir því sem sögur herma
var Ingunn vcl gcfin og duglcg
kona. „Hún lét því hvergi deigan
síga". heldur hélt áfram búskap
með vinnumanni sínum Ólafi Gísla-
syni sem reyndist heimilinu sannur
hcimilisfaðir og börnum hcnnar
Einari, Guömundi, Kristveigu og
Sigfúsi góður faðir. Ingunn og
Ólafur gcngu síðar í hjónaband og
eignuöust synina Jón og Tryggva.
Börn Ingunnar voru öll mannvæn-
leg, tveir synir hennar fóru til
Ameríku og vcgnaði vcl þar í
landi. Sigfús var fríður sýnum og
mikill vextývar hann því oft kallað-
ur langi Fúsi, hann hafði þó margt
annað til að bera sem hélt nafni
Itans á lofti. Hann var glcðimaður
og hrókur alls fagnaðar hvar scm
menn komu saman, rammur að
afli og fylginn sér viö hvað cina,
nærgætinn og hjálpsamur.
í vinnumennsku á Hámundar-
stöðum í Vopnafirði kynntist hann
lífsförunaut sínum Guðrúnu
Guðmundsdóttur frá Sandfells-
haga. Tæplega tvítug að aldri
gengu þau í hjónaband 5. 7. 1884
og fluttu heim í Brimnes til lng-
unnar móður Sigfúsar. Guðrún
var einstök kona ákveðin og ein-
örð, traust og trúverðug. Hún stóð
við hlið bónda síns æðrulaus í
blíðu og stríðu, heimakær og
vinnusöm.
Fljótlega yfirgáfu þau Brimnes
og eftir 7 ára baráttu og flutninga
úr einum stað á annan réðu þau sig
í húsmennsku að Völlum í Þistil-
firði. Ég hygg að þeim hafi liðið
vel þar og Sigfús hefur að nokkru
verið í sjálfsmennsku og getað
drýgt tekjur sínar með veiðiskap.
Árið 1906 tekur Sigfús að sér
póstflutninga í héraðinu og sest að
á Þórshöfn. Honum var margt til
lista lagt svo sem afbragðs skytta
og sjósóknari. Fljótlega blómgað-
ist allt í höndum hans útgerðin óx
og hann varð að manna báta sína
mcð Færeyingum til þess að geta
haldið þeim til veiða. Heimilið var
gestkvæmt og lengi vel eini staður-
inn með gistirúm.
Tryggvi var f. 2. 11. 1892 á
Völlum í Þistilfirði og var 4. barn
foreldra sinna, hin voru Ingunn
Kristveig Sigríður f. 28. 4. 1886.
Guðvaldur Jón f. 8. 4. 1887,
Ólafur f. 19. 2. 1889, Guðmundur
f. 9. 12. 1898, Ingólfur f. 1. 12.
1900 og Einar Þorgrímur f. 25. 7.
1904.
Tryggvi var fermdur 3. 6. 1906 í
Sauðaneskirkju. Vitnisburðurinn
sem presturinn gaf honum við það
tækifæri vekur athygli, því þar
stendur, „vel, vel, vel og ágætt".
Þetta sama vor flytur fjölskyldan
búferlum inn á Þórshöfn og sest að
í Sigfúsarhúsi er hlaut nafnið af
eigandanum. Alla sína bernsku er
Tryggvi á Völlum og umgengst
búsmalann, hann fylgist með sauð-
burðinum og hjálpar lömbunum á
spena, hann situr yfir ánum um
fráfærur og smalar til rúnings og á
haustin hjálpar hann til við smala-
mennskuna. Á vetrum gefur hann
eða gengur með fénu til beitar.
Þetta lifandi starf úti í náttúrunni
féll honum vel, hann fylgdist með
öllum gróðri og hlúði að öllu lífi.
Þegar Tryggvi komst á legg
vann hann með föður sínum og
bræðrum að öllu er gat orðið
heimilinu til gagns og heilla. Hann
sótti sjóinn af dugnaði og hafði þá
ævinlega byssuna með, því margan
fuglinn og selinn kom hann með
að landi, allt frá fermingaraldri.
Eins og ég hef þegar minnst á
var mjög gestkvæmt í Sigfúsar-
húsi, þangað komu flestir sem áttu
erindi í þorpið og alltaf var kaffi á
könnunni handa þyrstum ferða-
lang. Sigfús átti það til að koma í
miðjum matmálstíma með gesti
og bjóða þeim að snæða með sér,
þessu tók Guðrún ætíð vel og átti
alltaf nóg til að bera fram. Slík var
gestrisnin og fyrirhyggjan. Tryggvi
vandist því fljótlega að vera veítull
og tileinka sér nærgætni og hlýju í
framkomu og það má segja að sú
list brást honum ekki í gegnum
lífið.
Vera hans á Völlum hafði mark-
að djúp spor í vitund hans og alla
tíðdreymdi hann umaðfátækifæri
til þess að meðhöndla búsmala úti
í hinni friðsælu náttúru. Sá draum-
ur rættist að nokkru er hann var
vetrarmaður á Álandi, sú vetrar-
vist lifði með honum alla tíð cins
og heimsreisa lifir með ferðalöng-
um nú í dag. Það voru miklir
uppgangs tímar á Þórshöfn eftir
að fyrri heimsstyrjöldin hófst og
umsvifin við heimilið jukust. Þaö
var því ráðin stúlka á heimilið,
hún átti að sjá um kost sjómanna,
því oft voru þeir í nokkra daga á
sjó í einu. Þegar þeir komu svo að
átti hún að hafa allt tilbúið og
standa svo í slorfjöru og taka á
móti fiski og gera að. Þessi stúlka
var Stefanía Sigurbjörg f. 16. 11.
1893 á Leifsstöðum við Vopna-
fjörð Kristjánsdóttir, Jakobsson-
ar, Sveinssonará Djúpalæk. Kona
Jakobs var Hólmfríður Guð-
mundsdóttir. Móðir Stefaníu var
Signý Sigurlaug Davíðsdóttir frá
Höfn á Strönd, Sigmundssonar af
Tjörnesi og Guðrúnar Jónsdóttur.
Þarna var lífsförunautur
Tryggva kominn og hún var eina
konan í lífi hans til hinstu stundar.
Þótt þau væru ólík um margt, stóð
kærleikurinn alltaf ofar. Hún var
einstök dugnaðar kona, áræðin og
framgjörn en hann trúverðugur og
traustur hæglætismaður. Brúð-
kaup þeirra fór fram 19. 9. 1919.
Tryggvi þessi trausti og trúverðugi
maður gat ekki til þess hugsað að
yfirgefa heimili foreldra sinna, þar
sem þau voru tekin að eldast og
lýjast af áratuga þrotlausri vinnu
og þurftu hans með. Brúðhjónin
bjuggu því áfram í Sigfúsarhúsi
sem var í raun og veru eins og
samyrkjubú þar sem allir unnu
heimilinu og fengu í staðinn það
sem þeir þurftu til fæðis og klæðis.
Framfaranna gætti einnig í Sigfús-
arhúsi, feðgarnir höfðu eignast
tvo mótorbáta Gylfa og Gylfa
litla. Þetta var allt annað, menn
gátu sótt lengra og verið fljótari í
förum. Aðeins 2 systkinin voru
gift. Ólafur giftist Margréti Krist-
jánsdóttur, bjuggu í Skoruvík og
Ingunn giftist Helga Eyjólfssyni
borgara Þórshöfn. Þaðfækkaði þó
ekki á heimilinu, Stefanía hafði
komið með son sinn Alfreð Hólm
Björnsson f. 1915 og næstu 17 árin
eignuðust þau 13 börn. Þau fóru
ekki varhluta af sorginni því 5
börn þeirra dóu í frumbernsku
með nokkru millibili.
Lífið var þrotlaus vinna hjá
ungu hjónunum en það var alltaf
nóg að bíta og brenna. Sigfús
Föstudagur 14. desember 1984 10
Jónsson andaðist rúmlega sextug-
ur að aldri og var harmdauði,
hann hafði verið sá ás sem flest
hvíldi á. Synir hans héldu þó öllu
í horfinu og unnu við útgerðina.
Nokkrum árum síðar lentu þau í
eldsvoða og misstu allt sitt en með
samheldni bræðranna Tryggva og
Ingólfs tókst þeim að komast í
húsaskjól og átti Ingólfur ekki
síður þátt í því er hann stóð fyrir
kaupum á Keldunesi,húsi er stóð
rétt við flæðarmálið. Húsið var
fallegt rneð járni er líktist múr-
steinahleðslu. Ævintýralegum
stórum gluggum í forstofu með
litlum mislitum rúðum og fyrir
utan var snotur blómagarður með
hvannastóði. Þetta sá ég er ég var
á ferð fyrir 40 árum og heimsótti
tengdaforeldra mína. Þá var Guð-
valdur Jón enn hjá þeim en hann
var fatlaður og Einar Þorgrímur er
hafði alla tíð verið heilsulítill.
Guðrún Guðmundsdóttir ekkja
Sigfúsar lifði hann í ll ár og
andaðist sama mánaðardag og
hann 3. 4. 1937.
Börn þeirra eru:
Guðrún f. 20. 4. 1920, var gift
Helga Helgasyni sem er látinn.
Sigfús f. 28.5. 1923 gifturGuð-
laugu Pétursdóttur.
Helga f. 1.6. 1924 var gift Pétri
Hraunfjörð.
Jakob f. 10. 10. 1926 var giftur
Guðlaugu Yngarsdóttur sem er
látin.
Ólafur f. 19. 3. 1929 giftur
Halldóru Jóhannesdóttur.
Sverrir f. 25. 3. 1930 giftur
Sigríði Þorsteinsdóttur.
Ingólfur f. 17. 5. 1934 giftur
Ágústu Waage.
Sigurlaug f. 18. 10. 1936 gift
Hauk Þórðarsyni.
Sonur Stefaníu cr ólst upp að
nokkru leyti hjá þeini er Alfreð f.
15. 7. 1915 giftur Huldu Péturs-
dóttur.
Eftir að síðari heimsstyrjöldin
skall á og ísland var hernumið fór
að losna um þau bönd er héidu
fólki í heimabyggð sinni. Fiski-
gengd fór minnkandi bæði fyrir
ofveiði erlendra skipa og einnig
var tundurdufla hættan fyrir
Langanesi gífurleg. Þetta leiddi til
minnkandi afla, minni tekna og
færri atvinnutækifæra. Synir
Tryggva voru nú óðum að vaxa úr
grasi og það var ekki að sjá að
þeirra biðu atvinnumöguleikarvið
sitt hæfi á Þórshöfn. Það var því á
því herrans ári 1944 að Tryggvi og
Ingólfur fluttu ásamt allri fjöl-
skyldunni að norðan og settust að
í Kópavogi og með samstilltu
átaki tókst þeim að koma sér upp
þaki yfir höfuðið. Eldri bræðrun-
um tókst fljótlega að fá uppskipun-
arvinnu við höfnina hjá Hallgrfmi
Ben. Tryggvi vann þar lengi í
sementi sem hafði þau áhrif á
húðina að hendur hans voru eins
og flakandi sár hvert kvöld. Ekki
kvartaði hann og alltaf fór hann til
vinnu.
Árið 1958 átti Tryggvi lengi við
vanheilsu að stríða. börnin voru
þá uppkomin og flutt að heiman
og um sjúkrabætur til lífsfram-
færslu var ekki að ræða. Svo þau
hjónin fluttu til barna sinna.
Tryggvi fórtil Jakobs sonarsínsog
konu hans Guðlaugar Yngvars-
dóttur. Þar leið honum vel og átti
miklu ástríki að mæta alla tíð í þau
rúm 20 ár sem hann bjó þar eða
þar til Guðlaug andaðist 1979.
Tryggvi hlaut nokkurn bata meina
sinna og stundaði vinnu nokkuð
fram yfir sjötugt, síðan fór hann til
dóttur sinnar Sigurlaugar og
manns hennar Hauks Þórðarsonar
í Grindavík;þar hefur hann svo
verið í 5 yndisleg ár, notið sæmi-
legrar heilsu og ferðast með þeim
norður á Þórshöfn þar sem hann
lifði upp í hugarheimi sínum, allt
sem var og gladdi og hryggði.
Þó að Tryggvi virtist fáskiptinn
og hlédrægur kunni hann vel við
sig í margmenni og hann var svo
lánsamur að heimili barna hans
vorufjölmennoggestkvæm. Hann
hélt nokkuð góðri heilsu að öðru
leyti en því að heyrnin var farin að
bila nokkuð. Sjónin var svo góð að
hann gat horft á sjónvarp gler-
augnalaust og var alltaf mættur í
stólinn sinn er fréttir hófust hvert
kvöld. Ég bjó í sama húsi og hann
í mörg ár og þó að börnin væru að
ærslast hastaði hann ekki á þau,
hvað þá meir. Eitt sinn var hann á
okkar heimili í nokkra mánuði. Þá
var hann svo undur góður við
börnin, einkum litla barnið sem
var ársgamalt að ef hann kom ekki
á réttum tíma heim varð barnið
óhuggandi og ergilegt. Þetta sýnir
gæsku hans og gæði.
Hann andaðist á Keflavíkur-
spítala eftir fárra daga legu 4. 12.
s.l.
Friður guðs veri með honum.
Hulda Pétursdóttir.
Þórarinn Þorfinns-
son - Spóastöðum
Fæddur 20. ágúst 1911 Dáinn 27. nóvember 1984
Ef ég mœtti yrkja
yrkja vildi’ ég jörð.
Sveit er sádmanns kirkja,
sáning bœnagjörð.
Vorsins söngvaseiður
sálmalögin hans.
Blúmgar ukur breiður
blessun skaparuns.
Bjarni Ásgeirsson
Þetta gullfallega erindi úr
„Söngur sáðmannsins" kom
mér fyrst í hug sem yfirskrift
minningarorða um vin minn,
Þórarin bónda á Spóastöðum.
Þórarinn hafði þann lífsmáta að
ganga ávallt jörð sína meö lotn-
ingu, því hann unni henni, hún
var hans helgidómur, bóndans
nægtabrunnur. Hann skildi þá
ábyrgð sem bóndanum var falin
í hendur, með öllu því lífi bæði
í jarðargróðri og búfé, og af
næmum skilningi tókst honum
að hlúa þannig að hvoru
tveggja, að það óx og margfald-
aðist í höndum hans. Ættartré
Þórarins stóð djúpum rótuni í
íslenskri bændamenningu, þess
vegna urðu greinarnar sterkar
og báru ríkulegan ávöxt.
Þórarinn var fæddur á Spóa-
stöðum 20. ágúst 1911, sonur
hjónanna Þorfinns bónda Þór-
arinssonar frá Drumboddstöð-
um og Steinunnar Egilsdóttur
frá Kjóastöðum. Drumbodd-
staðasystkinin voru kunn langt
út fyrir sína heimabyggð fyrir
skarpar gáfur, félagslyndi, lífs-
gleði, með brennandi hugsjóna-
eld í brjósti. Þorfinnur var þar
fremstur meðal jafningja. Stein-
unn var menntuð í Flensborgar-
skólanum og Kvennaskólanum..
Glæsikona í sjón og raun. Vinur
hennar, fjölmenntaður gáfu-
ntaður, segir að strax hafi sér
orðið það Ijóst er hann átti
orðræður við hana, að þar mætti
liann algjörum ofjarli svo yfir-
gripsmikil var þekking hennar.
Mikils var vænst af ungu
hjónunum á Spóastöðum. En
þegar síst skyldi ríða höggin
yfir, þungogóvægin. Eftirfimm
ára santbúð lést Þorfinnur. öll-
um harmdauði. Þá hófst hetju
og baráttusaga Steinunnar, og
er hún skráð í bókinni íslenskir
bændahöfðingjar. Hún gafst
ekki upp þrátt fyrir áfalliö og
mikla fötlun. Hún bjó áfram í
rúma tvo áratugi með afburða
glæsibrag, og gat með því móti
skapað börnunum traust og gott
æskuheimili og látið þau njóta
góðrar menntunar. Börnin voru
auk Þórarins, Hildur, nú látin ,
Egill og fóstursonurinn Valdi-
mar Pálsson.
Það lá í hlutarins eðli að
Þórarinn byrjaði snemrna að
hjálpa til við bústörfin, enda
viljugur og vinnufús. Þannig
teygaði liann sem barn ilminn
frá moldinni og grösunum. For-
sjónin hafði úthlutað Þórarni
því hlutskipti að verða bóndi.
Því hlaut hann menntun er
beindist að því. Hann innritað-
ist í bændaskólann á Hvanneyri.
Þar voru valinkunnir kennarar,
er beindu sjónum nemenda
sinna að lausnum þeirra marg-
víslegustu vandamála sem
bóndinn þarf að glíma við. Oft
vitnaði Þórarinn í það sem
kennararnir höfðu sagt og ver-
unnar með góðum skólafélög-
um.
Að námi loknu hófst dýrmæt-
ur skóli h'fsins. Þar notaði Þór-
arinn alla tíð til að byggja ofan
á sterkan grunn uppvaxtarár-
anna og verunnar á Flvanneyri.
Hann hóf búskap á Spóastöð-
um 1934 í félagi við fóstbróður
sinn Valdintar. Þá voru miklir
erfiðleikatímar, ekki síst í sveit-
um landsins. Valdimar hefur
svo frá sagt að búskapurinn hafi
samt gengið sæmilega og
þakkar það forsjálni Þórarins
og hvað hann var hreinskiptinn í
öllum hlutum. Eftir fjögurra
ára búskap varð Valdimar að
hætta sökum heilsubrests.
Árið 1938 var ntikið gæfuár
fyrir Þórarin . Ræður liann þá
til sín Ingibjörgu Guðmunds-
dóttur frá Innri-Hjarðardal í
Önundarfirði, sem kaupakonu
og leiddi dvöl hennar til þess að
þau gifta sig9. september 1939.
Ingibjörg er mannkostakona
sem enginn kunni betur að mcta
en Þórarinn.
Það duldist engum er til
þekkti að hjónaband þeirra var
byggt á gagnkvæmu trausti og
tillitssemi sem entist meðan
bæði lifðu.
Það má segja að bærinn þeirra
hafi staðið um þjóðbraut þvera.
Því var oft gestkvæmt, öllum
var tekið fagnandi og veitt af
rausn. Umræðuefnið gat orðið
æði víðfeðmt, þó að búskapur-
inn væri einatt efstur á baugi.
Og þó tómstundir gæfust ekki
margar var þó einatt gripin góð
bók þegar næði gafst frá önnum.
Minni Þórarins var með ólík-
indum. Hann gat endursagt orð-
ræður er hann hafði heyrt fyrir
áratugum. Það var enn þungt
fyrir fæti í íslenskum landbún-
aði fyrstu búskaparár ungu
hjónanna á Spóastöðum. En
þegar hin mikla framfarasókn
hófst í sveitum landsins, tóku
Spóastaðahjónin þátt í þeirri
ævintýralegu byltingu af ein-
stökum dugnaöi. Hús voru
endurbyggð yfir fólk og fénað,
ræktun og bústofn margfaldað-
ur og vélakostur efldur til þess
besta sem þekktist. Hitaveitu
lögðu þau um langan veg. Var
það mikið átak sem breytti öll-
um lífsskilyrðum til hins betra.
Þetta kostaði oft langan vinnu-
dag og alltaf var húsbóndinn í
fararbroddi. Þau hjónin voru
einstaklega hjúasæl og batt
kaupafólkið við þau ævilanga
tryggð.
Þannig lítur búskaparsaga
Spóastaðahjónanna út í stórum
dráttum. Árið 1980 hætta þau
búskap og selja jörð og bústofn
í hendur einkasyninum Þorfinni
og Áslaugu konu hans, en þau
höfðu búið með þeim félagsbúi
í tíu ár. Var það vel ráðið.
Uppbyggingin heldur áfram af
sama myndarskapnum og áður,
og enn er að vaxa upp ný
kynslóð á Spóastöðum sem von-
ir eru bundnar við.
Ingibjörg og Þórarinn áttu
barnaláni að fagna. Þau eignuð-
ust sex börn sem hafa orðið
nýtir og góðir þjóðfélagsþegnar.
Þau eru: Steinunn gift Garð-
ari Hannessyni, stöðvarstj.
Pósts og síma, Hveragerði.
Sigrt'ður gift Gísla Ólafssyni
rannsóknarmanni Reykjavík.
Þorfinnur bóndi, kvæntur Ás-
laugu Jóhannesdóttur, Spóa-
stöðum.
Guðríður Sólveig gift Úlfari
Harðarsyni verktaka, Flúðum.
Bjarney Guðrún gift Helga
Sæmundssyni rafvirkja, Reykja-
vík.
Ragnhildur gift Pálmari Þor-
geirssyni bifreiðastj., Flúðum.
Þórarinn var framfarasinnað-
ur félagsmálamaður þrátt fyrir
hlédrægni og naut óskoraðs
trausts sveitunganna. Eftir að
hafa verið Ungmennafélaginu
góður liðsmaður var hann kjör-
inn í hreppsnefnd Biskups-
tungnahrepps. Sat hann þar um
árabil og síðustu átta árin
oddviti. Þá voru ýmsar merkar
framkvæmdir í gangi sem hann
studdi af alhug. Ein er sú fram-
kvæmd sem hugsjónaeldur Þór-
arins brann hvað heitast fyrir,
var það bygging félagsheimilis-
ins í Aratungu. Á engan trúi ég
hallað þó sagt sé að hann hafi
verið lífið og sálin í þeim fram-
kvæmdum. Sá hann auk þess
um fjárreiður hússins í ntörg ár.
í hreppsmálum hafði hann
ætíð fastniótaðar skoðanir sem
reyndust sveitarfélaginu giftu-
drjúgar. Sem oddviti var hann
virtur fyrir að vera hreinskiptinn
og framkvæmdasamur og trú-
mennska var aðalsmerki í öllum
hans gjörðum. Störfum þessum
hætti hann meðan hann var enn
í fullu fjöri, þrátt fyrir áskoranir
sveitunganna um að halda
áfram.
Þórarinn var trúr samvinnu-
hugsjóninni. Honum fannst
„máttur hinna mörgu" besti
kosturinn til að lyfta Grettistök-
um. Af skarpskyggni sinni lagði
hann alltaf gott til málanna í
samvinnu- og búnaðasamtökum
bændanna á Suðurlandi, enda
fulltrúi sveitarinnar í þeim
öllum. En bóndinn á Spóastöð-
um þekkti sinn vitjunartíma.
Þegar aldurinn færðist yfir sagði
hann þeim öllum af sér, taldi
betra að ungir menn með fersk-
an andblæ og nýjar hugsjónir
tækju við.
Það hefur verið mér og konu
minni mikill fjársjóður að hafa
átt Spóastaðahjónin fyrir hjálp-
sama og trausta vini og ná-
granna í þrjá og hálfan áratug.
Af sinni alkunnu yfirveguðu
rósemi átti Þórarinn alltaf ráð ef
vanda bar að höndum. Var
þeirra létt að leita og gott að
þiggja. Fram í hugann leita nú
myndir minninganna, sem þó
ekki verða tíundaðar hér. Á
þær fellur enginn skuggi. Þvert
á móti, gæti ég sagt, það glitrar
á þær eins og skínandi perlur.
Þórarinn var lagður til hinstu
hvílu í kirkjugarðinum í Skál-
holti, í faðm þeirrar foldar sem
ævistarfið byggðist á. Hann
hafði alla tíð átt kirkjusókn í
Skálholt og hafði verið lengi í
safnaðarstjórn. Hann unni þess-
um stað eins og Biskupstungun-
um öllum.
Að lokum kveð ég, kona mín
og fjölskylda Þórarin með
virðingu og þökk.
Ingibjörgu og ástvinum öllum
sendum við innilegar samúðar-
kveðjur með ósk um að bjarmi
jólaljósanna ntegi milda sáran
söknuð.
Björn Erlendsson