NT - 14.12.1984, Page 16

NT - 14.12.1984, Page 16
Föstudagur 14. desember 1984 16 Vigfús Kr. Vigfússon, byggingarmeistari, Ólafsvík ■ Vinur minn og samherji, Vigfús Kr. Vigfússon, bygging- armeistari í Ólafsvík, á sextugs- afmæli í dag. Vigfús hefur með starfi sínu sem byggingarmeistari og fé- lagshyggjumaður haft mikil og heillarík áhrif á uppbyggingu í sínu byggðarlagi, Ólafsvík, í rúma þrjá áratugi. Hin öra framþróun í málefn- um Ólafsvíkur síðustu áratugi, sem vakið hafa athygli og blasir við öllum sem heimsækja staðinn, er ekki síst að þakka athafnamönnum á borð við Vig- fús Kr. Vigfússon sem hafa gert það að ævistarfi að byggja upp hús og mannvirki. Ég veit að ég mæli fyrir munn margra er ég flyt Vigfúsi á þessum tímamótum í ævi hans bestu þakkir fyrir farsæl störf hans á liðnum árum. Vigfúsi hafa verið falin fjöl- mörg trúnaðarstörf fyrir byggð- arlagið. Hann hefur átt sæti í sveitarstjórn, skipulagsstjórn, hafnarnefnd, sóknarnefnd og fleiri opinberum nefndum. Auk þess verið í kirkjukór Ólafsvík- urkirkju í áratugi, enda söng- maður góöur, eins og hann á kyn til. Vigfús er fæddur á Hellis- sandi og ólst þar upp foreldrar hans voru hjónin Vigfús Jónsson, smiður og Kristín Jónsdóttir, heimili þeirra að „Gimli“, Hellissandi var rómað fyrir glaðværð og myndarskap. Systkinahópurinn var stór, 13 talsins. Vigfús átti ekki langt að sækja áhuga fyrirsmíðum. Fað- ir hans, Vigfús Jónsson. var orðlagður í þessari iðngrein. Eftir smíðanám hjá föður sínum fluttist Vigfús til Ólafsvíkur. Eiginkona Vigfúsar er Herdís Hermundsdóttir í Ólafsvík, og eiga þau sex uppkomin börn. Með þessum fáu orðum vilj- um við hjónin flytja Vigfúsi okkar bestu hamingjuóskir á þessum tímamótum um leið og við þökkum hlýja vináttu og ánægjulegt samstarf á liðnum árum. Við sendum fjölskyld- unni bestu kveðjur. Alexander Stefánsson bindið af Dalalífi, hinum sér- kennilega og skemmtilega sagnabálki og ættarsögu Guð- rúnar frá Lundi. Petta síðasta bindi ber undirtitilinn Laun syndarinnar. Dalalíf er fyrsta skáldsaga Guðrúnar og kom út í 5 bindum 1946-1951 og gerði höfund sinn strax að mest lesna höfundi íslendinga. Þetta þriðja bindi gerist enn á Nautaflötum og þar í grennd. „Kynslóðin sem var ung í öðru bindi eldist og gránar og enn er ný að taka við. Ástir, gleði og erfiðleikar. Fram úr sumu er unnt að ráða, öðru ekki, eins og gengur í lífinu," segir í umsögn um bókina á kápu hennar. Sögusafn heimilanna: Græna- hafseyjan _C.S.LEWIS_ UÖI5IÐ, MOKmri ogskApurim ■ Bókin er eftir Victor Bridges, en ekki er getið um þýðanda. Þetta er sígild skemmtisaga en jafnframt spennandi og viðburðarík. Eilífur vetur ■ Almenna bókafélagið hefur sent frá sér ævintýrabókina Ljónið, nornin og skápurinn eftir breska höfundinn heims- kunna C.S. Lewis. Þýðandi er Kristín R. Thorlacius, en myndir eru eftir Pauline Baynes, sem myndskreytt hefur flestar C.S. Lewis-bækur hvar sem þær koma út í heiminum. Ljónið, nornin og skápurinn er að sjaffsögðu fyrst og fremst fyrir börn þó að lesendur á öllum aldri hafi skemmtun af að lesa hana. Hún segir frá töfralandinu Narníu þar §em alltaf er vetur, því að nornin sem ræður þar ríkjum vill hafa það svo. Fjögur Lundúnabörn koma að undirlagi hennar inn í þetta land, nornin ætlaði að hafa gagn af þeim, en það fór öðruvísi en hún hafði ætlað. Höfundurinn, C.S. Lewis (1898-1963) var prófessor í Cambridge í Englandi. Ævin- týrabækur hans eru komnar víðsvegar um heiminn, enda hefur lionum verið líkt við H.C. Andersen vegna þess hve snjall hann er að búa til ævintýralönd. ALDNIR HAFA S:,':OF<>*m|óí!:! Á4í<>»xs»»k •'.u»»:pft.« | *íÁ><*»!> Sjö sögumenn ■ Aldnir hafa orðið kemur út fyrir þessi jól eins og undanfar- andi. Peirsemrætterviðíþessu bindi eru Guöni Ingimarsson, Jóhannes Jónsson, Jónína Steinþórsdóttir, Skarphéðinn Ásgeirsson, Stcinþór Eiríksson, Sveinn Einarsson og Sæmundur Stefánsson. Viðmælendur eru í ólíku umhverfi sprottnir en eiga það allir sameiginlegt að hafa nokkrum fróðleik að miðla til þeirra sem yngri eru. Skjaldborg: Háski á Hveravöllum - bók um ástir og örlög blaðakonunnar Mórtu ■ Blaðakonan Marta fer til Hveravalla að kanna undarleg afdrif blaðakonunnar Kristínar og þar bíður hennar margskon- ar háski, ekki einungis af manna völdum. Alþingismaðurinn Friðrik kemur inn í líf hennar og það er ást við fyrstu sýn. Einn galli er á gjöf Njarðar, Friðrik er giftur Maríu sem ekki er á því að sleppa honum fyrir- varalaust. Háski á Hveravöllum er önn- ur bók Birgittu H. Halldórsdótt- ur og ætti að vera kjörin lesning fyrir fjölmiðlafólk og alþingis- menn yfir hátíðirnar. Pað er Skjaldborg sem gefur út. MAH!N0 l. S.G.f'ANSSON Færeysk barnabók ■ Skjaldborg gefur út nú fyrir jólin barnabókina Símon og Pétur, eftir Færeyinginn Martin Næs, sem starfar sem bókavörð- ur á Akureyri, en hefur áður hlotið barnabókaverðlaun Þórs- hafnar. Reykjaforlagið: Mínir menn ■ Þetta er vertíðarsaga eftir Stefán Jónsson fyrrverandi al- þingismann og fréttamann. Bókin var fyrst gefin út 1962 og seldist upp á skömmum tíma, enda frábær lýsing á lífi og starfi í sjávarplássi skrifuð í þeim góðglettna dúr sem Stefáni er lagið, þótt alvara hörkulegra lífshátta sjómanna gægist greinilega milli línanna. í^jpénbi /i;r savkfi Þriðja og síðasta bindi Dalalífs ■ Komið er út hjá Almenna bókafélaginu þriðja og síðasta Strákarnir sem struku Ævintýri á erlendri grund ■ Strákarnir Halli og Nonni eru 11 ára og eiga heima á Sandeyri. Þegar Stapafoss kem- ur þangað ákveða þeir að strjúka með skipinu og komast á erlenda grund, þar sem þeir lenda í ýmsum ævintýrum og erfiðleikum. Höfundur er Marinó L. Stefánsson sem áður hefur sent frá sér barnabókina Manni litli í Sólhlíð. Það er Skjaldborg sem gefur út Strákarnir sem struku. t Innilegasta þakklæti til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Vigfúsar Guðmundssonar frá Sell, Ásahrepp. Sérstakar þakkir til allra í Hátúni 10 A. Guðmundur Fr. Vigfússon, Klara Andrésdóttir, Egill G. Vigfússon, Sigríður Skúladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. UMÐOÐSMENN Akureyri Soffía Ásgeirsdóttir, Háalundi 7, s. 24582 og Halldór Ásgeirsson, Hjarðarlundi 4, s. 22594. Akranes Elsa Siguröardóttir, Deildartúni 10, s. 93-1602. Borgarnes Guðný Þorgeirsdóttir, Kveldúlfsgötu 12, s. 93-7226. Heliissandur Víglundur Höskuldsson, Snæfellsási 15, s. 93-6737. Rif Snædís Kristinsdóttir, Háarifi 49, s. 93-6629. Ólafsvík Margrét Skarphéðinsdóttir, Vallarholti 24, s. 93-6306. Grundarfjörður Jóhanna Gústafsdóttir, Fagurhólst.15, s. 93-8669. Stykkishólmur Erla Lárusdóttir, Silfurgötu 25, s. 93-8410. Búðardalur Sólveig Ingvadóttir, Gunnarsbraut 7, s. 93-4142. Patreksfjörður Ingibjörg Haraldsdóttir, Túngötu 6, s. 94-1353. Tálknafjörður Níels Ársælsson, Hamraborg, s. 94-2656 (2514). Bíldudalur Ari Ásgrímsson, Grænabakka 8, s. 94-2124 Flateyri Guörún Kristjánsdóttir, Brimnesvegi 2, s. 94-7673. Suðureyri Sigrún Edda Edvardsdóttir, Sætúni 2, s. 94-6170. Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir, Hafnargötu 115, s. 94-7366 Isafjörður Svanfríður G. Bjarnadóttir, Pólsgötu 5, s. 94-3527. Þingeyri Karitas Jónsdóttir Brekkugötu 54, sími 94-8131 Súðavík Heiðar Guðbrandsson, Neðri Grund, s. 94-4954. Hólmavík Guðbjörg Stefánsdóttir, Bröttugötu 4, s. 95-3149. Hvammstangi Baldur Jessen, Kirkjuvegi, s. 95-1368. Blönduós Snorri Bjarnason, Urðarbraut 20, s. 95-4581. Skagaströnd Ingibjörg Skúladóttir, s. 95-4885. Sauðárkrökur Guttormur Óskarsson, Skaf.braut 25, s. 95-5200. Siglufjörður Friðfinna Símonardóttir, Aðalgötu 21, s. 96-71208. Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir, Hrannarbyggð 8, s. 96-62308. Dalvík Brynjar Friðleifsson, Ásvegi 9, s. 96-61214. Grenivík Ómar Þór Júlíusson, Túngötu 16, s. 96-33142. Húsavík Hafliði Jósteinsson, Garðarsbraut 53, s. 96-41765. Þórshöfn Kristinn Jóhannsson, Austun/egi 1, s. 96-81157. Kópasker Þórhalla Baldvinsdóttir, Akurgerði 7, s. 96-52151. Raufarhöfn Ófeigur I. Gylfason, Sólvöllum, s. 96-51258. Reynihlíð Þuríður Snæbjarnardóttir, Skútahrauni 13, s. 96-44173 Breiðdalsvík Jóhanna Guðmundsdóttir, Selnesi 36, s. 96-5688. Borgarfjörður eystri Hallgrimur Vigfússon, Vinaminni, s. 97-2936. Vopnafjörður Jóhanna Aðalsteinsdóttir, s. 97-3251. Egilsstaðir Páll Pétursson, Árskógum 13, s. 97-1350. Seyðisfjörður Svanur Sigmarsson, Oddagötu 4, s. 97-2360. Neskaupstaður Marin Árnadóttir, Víðimýri 18, s. 97-7523. Eskifjörður Rannveig Jónsdóttir, s. 6382. Reyðarfjörður Marinó Sigurbjörnsson, Heiðavegi 12, s. 97-4119. Fáskrúðsfjörður Sonja Andrésdóttir, Þingholti, s. 97-5148. Stöðvarfjörður Stefán Magnússon, Undralandi, s. 97-5839. Djúpivogur Rúnar Sigurðsson, Garði, s. 97-8820. Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir, Smárabraut 13, s. 97-8255 Hvolsvöllur Bára Sólmundardóttir, Sólheimum, s. 99-8172. Hella Hrafnhildur Þórarinsdóttir, Geitasandi 3, s. 99-5904 Selfoss Helga Snorradóttir, Tryggvavegi 5, s. 99-1658. Stokkseyri Sturla G. Pálsson, s. 99-3274. Eyrarbakki Ragnheiður Marteinsd, Hvammi, s. 99-3402. Þorlákshöfn Þóra Sigurðardóttir, Sambyggð 4, s. 99-3924. Hveragerði Sigríður Ósk Einarsdóttir, Heiðabrún 46, s. 99-4665 Vík Guörún Árnadóttir, Mánabraut 14, s. 99-7233. Vestmannaeyjar Ingveldur Gisladóttir, Bröttugötu 26, s. 98-2270. Gindavík Sólveig Valdimarsdóttir, Efstahvammi 17, s. 92-8583. Garður Kristjana Óttarsdóttir, Lyngbraut 6, s. 92-7058. Sandgerði Snjólaug Sigfúsdóttir, Suðurgötu 18, s. 92-7455. Keflavík Eygló Kristjánsdóttir, Dvergasteini, s. 92-1458. Ytri Njarðvík Esther Guðlaugsdóttir, Hólagötu 25, s. 92-3299. Innri Njarðvík Guðríður Árnadóttir, Kópabraut 16, s. 92-6074. Hafnaiijörður María Sigþórsdóttir, Austurgötu 29, B, S. 54476. Garðabær Sigrún Kristmannsdóttir, Hofslundi 4, s. 43956. Mosfellssveit Jónína Ármannsdóttir, Arnartanga 57, 666481 GERIST ÁSKRIFENDUR HJÁ NÆSTA i inirQÐSMI ANNI

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.