NT

Ulloq

NT - 14.12.1984, Qupperneq 20

NT - 14.12.1984, Qupperneq 20
JlLj_____________Úfönd Heimsveldissólin endan- lega gengin til viðar - síðustu vígin falla ■ Margir álíta að í næstu viku, þegar Margaret Thatcher, felur kínverska alþýðulýðveldinu forsjá Hong Kong, verði í raun settur lokapunktur aftan við langa og sviptingasama ný- lendusögu Stóra-Bretlands. Fyrir tæpri öld blakti fáni breska heimsveldisins yfir landflæmi sem var um 10.5 milljón ferkíló- metrar. Nú eru um 5.5 milljónir undir stjórn hins hnignaða heimsveldis. Mikill meirihluti þeirra býr í Hong Kong og þegar það vígi fellur verða það aðeins urn 150 þúsund manns, sem hægt er að telja leifarnar af bresku nýlendustjórninni. Bretar afsala sér yfirráðum yfir Hong Kong frá og með árinu 1997. Þangað til eru þrett- án ár og spurning hvort þá verði nokkur vígi heimsveldisins eftir. Bretar halda enn yfirráðum yfir Gíbraltar og Falklandseyjum, en það eru viðkvæm landssvæði, sem gætu gengið úr greipum þeirra von bráðar. Nú eru það einkum eyjar og sker víða um heimshöfin, sem Bretar ráða yfir - verðlaus að mestuleyti, nema ef vera kynni vegna þeirra hafsvæða sem þeim fyigja. Um 40 landsvæði, þar sem býr tæpur milljarður manna, hafa fengið sjálfstæði frá Bret- um síðan í heimsstyrjöldinni síðari. Stundum var sjálfstæðið keypt dýru verði eins og í Ken- ya, þar sem var háð blóöugt stríð. Oftar cn ekki státa þó Bretar sig af því að hafa afsalað sér nýlendunum á óeigingjarn- an og fórnfúsan hátt, ólíkt Frökkum til að mynda. 1981 fékk síðasta nýlenda Breta í Suður- og Mið-Amer- íku, Belize, sjálfstæði, þótt enn séu þar um 2000 breskir her- menn til að varna innrás frá nágrannaríkinu Guatemala. I kjölfar samkomulagsins um Hong Kong er ekki ósennilegt að nýlendurnar haldi enn áfram að reytast af Bretum. Spánverj- ar krefjast þess að Bretar af- hendi þeim Gíbraltar og breska stjórnin segist nú vera reiðubú- inn að ræða það mál. Argentínumenn sjá sér hér leik á borði til að reyna að opna samningaviðræður um framtíð Malvinas-eyja, einsogþeirkalla það, eða Falklandseyja eins og þær eru nefndar í heimspress- unni. Argentínumenn gera enn kröfu til Falklandseyja, en Bret- ar hafa hervæðst þar og telja víst að íbúar eyjanna vilji vera áfram undir breskri stjórn. Það vilja íbúarGíbraltar, sem eru 30 þúsund að tölu, einnig, segja skoðanakannanir. Spán- verjar standa hins vegar á því föstum fótum að fá yfirráð yfir klettasnösinni og hefur málið löngum verið Þrándur í Götu góðra samskipta milli Bretlands og Spánar. Nú þegar Spánn gerist aðili að Efnahagsbanda- laginu virðist ljóst að Bretar verði að gefa eftir að einhverju leyti. Auk þessara tveggja um- deildu landsvæða ráða Bretar enn fjarlægum stöðum á borð við eyjuna St. Helenu í Suður- Atlantshafi, sem á ódauðlega frægð fyrir það að þar bar Napóleon beinin, og annarri sögufrægri eyju, Pitcairn, en þar settust uppreisnarmennirnir af skipinu Bounty að árið 1790. Bretar geta enn státað sig af því að elsta nýlenda þeirra, Bermuda, er enn undir breskri stjórn og verður það sennilega áfram, því fæstir þessara dreifðu eyjarskeggja telja sig vera betur komna með sjálfstæði. En kannski má fullyrða með sanni að nýlendusólin, sem eitt sinn settist aldrei í breska heims- veldinu, sé endanlega gengin til viðar. Umsjón: Ragnar Baldursson og Egill Helgason Föstudagur 14. desember 1984 20 Matvælaaðstoð EBE: Frá sveltandi til dauðvona Brussel-Keutcr ■ Embættismenn Efna- hagsbandalagsins hafa ásakað evrópska ríkisleið- toga um að gefa almenn- ingi villandi upplýsingar um matvælaaðstoð banda- lagsins. Ríkisleiðtogar Efna- hagsbandalagsríkjanna tíu lýstu því yfir í síðustu viku að þeir hefðu ákveðið að gefa um l,2 milljón tonn af matvælum til svelt- andi fólks á þurrkasvæð- unum í Afríku, sem væri tvöföldun frá upphaflegri áætlun. En embættismenn bandalagsins segja að þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar hafi matvæla- aðstoð við þróunarlönd í rauninni ekkért vérið aúk- í staðinn fyrir að auka heildaraðstoð sína við þró- unarlönd ákváðu leiðtogar EBE að draga úr matvæla- aðstoð við Bangladess, Egyptaland og önnur lönd í Þriðja heiminum til að fjárútlát bandalagsins ykj- ust ekki vegna aðstoðar- innar við Afríkuríkin. Háttsettur embættismað- ur kallaði þetta hræsni af verstu tegund. Matvæii væru tekin frá sveltandi fólki til að bjarga hinum deyjandi. Margrét l'hatcher, tor- sætisráðherra Bretlands, ,var sérstaklega mótfallin allri aukningu á fjárfram- lögum EBE vegna aukinn- ar aðstoðar við sveltandi fólk í þróunarlöndunum. Hungursneyðin í Afr- íku nær nú til um sjö milljóna manna. í nýrri skýrslu EBE um ástandið á þurrkasvæðunum segir að hungursneyðin muni fljótlega ná til um tíu mill- jóna nema stóraukin að- stoð komi til. LYSTUGT 0G G0TT FÖDUR ÍSMAT h/f, BREKKUSTÍG 40 - NJARÐVÍK Spilltir embættismenn ■ Ekkert lát er á herferð ítalskra rannsóknarmanna gegn mafíunni og má víst örugglega segja að árangurinn hafi verið vonum framar. Nú síðustu dagana hafa meira en hundrað grunaðir mafíósar verið handteknir á Ítalíu, einkum í Tórínó og Cataníu á Sikiley. I þeim hópi voru tveir háttsettir embættismenn, sem ákærðir eru fyrir tengsl við mafíuna og óeðlilega linku í emhættisfærslu sinni. Þeir eru Serafíno Licata (til vinstri), ofursti í lögreglunni og Pietro Parracchio, dómari frá Cataníu. Símamynd-POLFOTO Spánn: Smábær missir skatt- greiðanda til Frakka Agullana, Spúni-Reuter ■ Nokkur ringulreið og reiði ríkti í Aguliana, smábæ á landamærum Spánar og Frakklands í Pýreneafjöllunum, fyrr í vikunni eftir að ljóst var að spænska stjórnin hafði gefið Frökkum eftir um 300 fermetra landskika, sem hingað til hefur til- heyrt Spáni. Þetta er gert í samræmi við sáttmála sem Frakkar og Spánverjar gerðu með sér um landamæri sín í Pýreneafjöllum árið 1659. Þar segir að þar sem vötn falla í suður í fjöllunum skuli heita spænskt land- svæði, en þar sem þau falla í norður skuli heita franskt land. Nýverið ákváðu svo löndin að leið- rétta þessa smávægilegu misfellu á framkvæmd samningsins. „Við vitum ekki hvernig eða hvers vegna, en allt í einu er hluti af bænum okkar í Frakklandi," segir Jose Maria Tarres, bæjar- stjóri í Agullana. þar sem búa 600 manns. Þó er það svo að aðeins einn íbúi bæjarins lendir Frakklandsmeginn. Þaðer jarðfræðingur, sem á land- skika í Agullana, en býr að staðaldri í Barcelona. Hann mun halda spænsk- urn ríkisborgararétti og ekki ætti tungumálið að vefjast fyrir honum, því katlónska er töluð beggja vegna landamæranna. „En við megum ekki gleyma efnahagslegu af- leiðingunum," segir Tarr- es bæjarstjóri. „Við erum að missa skattborgara sem lagði um 50 þúsund peseta (um 12 þús. íslenskar krónur) á ári í bæjarsjóð- inn.“

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.