NT


NT - 10.01.1985, Síða 4

NT - 10.01.1985, Síða 4
Bæjarútgerð Hafnarfjarðar: Fimmtudagur 10. janúar 1985 4 Loks rætist 52áragamall draumur sjálfstæðismanna! Svar Alþýðuflokksins við kreppunni gert að hlutafélagi ■ Samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um að breyta BÚH í hlutafélag markar tímamót í útgerðarsögu Hafnarfjarðar og íslands. Bæjarútgerðin í Hafnarfírði var fyrsta útgerð- arfyrirtæki sveitarfélags hér á landi og urðu þáttaskil í ísiensku atvinnulífí er hún var stofnuð. Síðan hefur það verið algengt að sveitarfélög hafí tekið þátt í útgerð og öðrum atvinnurekstri. Með samþykkt bæjarstjórnar má segja að 52 ára gamall draumur sjálfstæðismanna í Hafnar- firði rætist, því strax eftir fyrsta rekstrarár útgerðarinnar, sem var í mínus, vildu þeir leggja hana niður og stofna í staðinn hlutafélag eða samvinnufélag um reksturinn. Hér vcrður stikláð á stóru um sögu BÚH og er að mestu leitað fanga í Sögu Hafnarfjarðar eftir Ágúst Guðmundsson sem út kom 1983 og umfjöllun fjöl- miðla síðustu daga. Afkvæmi kreppunnar Bæjarútgerð Hafnarfjarðar er talin vera stofnuð 12. febrúar 1931, þegar bæjarstjórn sam- þykkti að kaupa fiskverkunar- stöðina Edinborg og togarann Maí. Hugmyndina að stofnun hennar átti Kjartan Ólafsson bæjarfulltrúi. Hugmyndinni um togaraút- gerð bæjarfélaga var hins vegar fyrst hreyft á Hlífarfundi snemmaárs 1916, þegarstofnun Alþýðusambands Islands og Al- þýðuflokksins var til umræðu. BÚH er skilgetið afkvæmi kreppunnar en í kringum 1930 var mikið atvinnuleysi víða um land og fór Hafnarfjörður ekki varhluta af því. Horfurnar í atvinnumálum voru því allt ann- að en bjartar og greinilegt að eitthvað þyrfti til bragðs að taka. I’að var fimm manna meiri- hluti Alþýðuflokksins sem ákvað að kaupa togarann Maí gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins en kaupin á fiskverkunarstöðinni Edinborg voru samþykkt meö átta at- kvæðum gegn einu. Má því með sanni segja að BÚH sé einnig skilgetið af- kvæmi Alþýðuflokksins og félagshyggjunnar, en hún á mjög undir högg að sækja á þessum síðustu tímum. E.t.v. erafstaða alþýðuflokksmanna í atkvæða- greiðslu bæjarstjórnar í fyrra- dag enn ein sönnunin um stefnu- breytingu flokksins. Kreppudans og heims- styrjöld Rekstur BÚH var mjög erfið- ur fyrstu árin þegar kreppan var í hámarki en þó tókst að halda togurunum gangandi og kom útgerðin í veg fyrir algert hrun í bænum á þessum erfiðleikatím- um. Þegar seinni heimsstyrjöldin hófst gjörbreyttist hagur BÚH, sem og annarra útgerðarfyrir- tækja, og skilaði fyrirtækið miklum hagnaði. Gerði BÚH mikið átak í þágu atvinnulífs í Hafnarfirði og studdi fram- kvæmdir íþrótta- og menningar- mála með peningagjöfum. Að heimsstyrjöldinni lokinni var skipakostur útgerðarinnar orðinn úreltur og var megin- verkefnið næstu árin að endur- nýja hann. Togararnir Júlí og Júní voru keyptir á árunum 1947-51 og 1950 var reist mikið og vandað þurrkhús á Flata- hrauni. Nú er það Slökkvistöð Hafnarfjarðar og áhaldahús, en saltfiskverkun fer fram á öðrum stöðum í bænum. Auk saltfiskverkunar sinnti BÚH skreiðarverkun á þessum árum sem skapaði mikla vinnu og 1960 bættist togarinn Apríl í flotann en liann var keyptur frá Eskifirði. Bæjarútgerðin var ekki ein- ungis atvinnurekandi fyrstu árin, því fljótlega varð hún mesti kolasali í bænum og nam salan um 3000 smálestum á ári þegar mest var. Nýtt frystihús - en syrtir í álinn Sífellt stærri hluti sjávarafla fór til vinnslu í frystihús eftir stríð og varð BÚH að eignast frystihús. 1952 kom fram tillaga um að BÚH eignaðist frystihús en verulegur skriður komst ekki ■ Frvstihús Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar hefur staðið ónotað í 5 mánuði 1963 og var eitt höfuðverkefni þeirra að leysa vanda BÚH. Ýmsar tillögur komu fram til að bjarga málunum en hallarekst- urinn hélt áfram, þrátt fyrir að bæjarsjóður greiddi stórar upp- hæðir með fyrirtækinu til að koma því á traustan grunn. Var fyrirtækið mjög illa á sig komið og 1966 tók marga bæjar- búa aö ugga um að það yrði lagt niður og var skorað á bæjaryfir- völd að halda rekstrinum áfram. Reynt var að finna leiðir til úrbóta en lítið gekk. Þrátt fyrir endurnýjun togaraflotans og frystihússins gekk reksturinn brösulega. Pólitísk samstaða um örlagaskref Umskipti urðu á rekstri félags- ins 1979 og þá skilaði það hagnaði í fyrsta skipti í lengri tíma. Fíjótlega seig þó aftur á ógæfuhliðina og 1982 voru skuldir 100% umfram fram- leiðsluverðmæti og á þessu ári ■ Bæjarútgerðin var í upphafi svar Alþýðuflokksins við kreppu ástandi og atvinnuleysi. ■ Samþykkt á bæjarstjórnarfundi að gera Bæjarútg*erðina að hlutafélagi. Márkús Á. Einarssons hefur orðið. NT-mjnd ah á málið fyrr en í árslok 1955. Meirihluti Alþýðuflokks og Sósíalistaflokks vildi að húsið yrði eign BÚH en sjálfstæðis- menn vildu að efnt yrði til samstarfs milli einstaklinga, félaga og bæjarfélagsins um stofnun hlutafélags um smíði og rekstur hraðfrystihússins. Átti arður að greiðast samkvæmt hlutfalli innlagðs afla til að tryggja húsinu hráefni. Fiskiðjuver BÚH tók til starfa 1957 og hefur verið lyfti- stöng í hafnfirsku bæjarlífi. Upp úr 1960 fór að halla mjög undan fæti hjá BÚH og var mikið tap á rekstrinum. Togur- unum, að Maí undanskildunt, var lagt og 1964 var BÚH lokað að kröfu bæjarfógetans, vegna vangoldins söluskatts. Sjálfstæðismenn og alþýðu- flokksmenn mynduðu meirihluta voru þær orðnar 214%. Hefur átta sinnum komið til uppsagna starfsfólks s.l. fimm ár og hafa fimm stoppanna skipt mánuðum. Þrátt fyrir fjárstuðn- ing bæjarsjóðs hefur sífellt sigið á ógæfuhliðina og grundvallar- forsendan fyrir stofnun BÚH á sínum tíma, að skapa atvinnu- og atvinnuöryggi í Hafnarfirði, því löngu brostin. í þessari stöðu tók samstarfs- nefnd Bæjarútgerðarinnar loks hið örlagaríka skref, að leggja til að BUH yrði breytt í hluta- félag. Pólitísk samstaða náðist í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um þetta örlagaskref, en enn er margt óljóst um það hvernig að því máli verður staðið. Er víst að Hafnfirðingar allir svo og þeir sem að útgerðarmál- um standa, munu fylgjast grannt með framþróun mála. áþj ■ Hluti af áhöfn Maí. Myndin er tekin 1932. Myndin er tekin úr Sögu Hafnarfjarðar med leyfí útgefanda. ■ Fyrsti togari Bæjarútgerðarinnar, Maí á siglingu. Myndin cr tckin úr Sögu Hafnarfjaröar meö lcyfí útgefanda. ■ Fiskverkun á fyrstu árum útgerðarinnar. Myndin er tekin úr Sögu Hafnarfjarðar með leyfi útgefanda.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.