NT - 10.01.1985, Page 7

NT - 10.01.1985, Page 7
IÍL' Fimmtudagur 10. janúar 1985 7 ■ Rajiv Gandhi. flokksins og forsætisráöherra, þegar móðir hans féll fyrir morðingjahendi. í KOSNINGABARÁTT- UNNI hét Gandhi því að láta það vera aðalverkefni sitt að vinna að einingu þjóðarinnar, sem er margklofin í trúar- flokka og þjóðernishópa. Fyrst og fremst myndi hann snúa sér að Punjab-fylki, þar sem Sikk- ar krefiast sjálfstjórnar og öfgaflokkar þeirra hafa sótt svo fast fram, að það hefur m.a. leitt til morðsins á móður hans. Þessu næst hét Gandhi að vinna að margs konar framför- um í anda afa hans og móður, eins og að auknum hagvexti og tæknivæðingu, útrýmingu fá- tæktar, umhverfisvernd og öðrum umbótum. Gandhi hefur nýlega lokið myndun nýrrar stjórnar, en þó ekki til fulls. Hann hefur látið ýmsa ráðherra hætta, sem voru nánir samverkamenn móður hans, og teflt fram nýjum mönnum. Það verður þó ekki sagt, að hér hafi verið um neina byltingu að ræða. Hann segist vilja vinna þannig, að hann sameini bæði nýtt og gamalt. Þar sem Gandhi hefur enn takmarkaða reynslu, er því veitt mikil athygli hverjir eru nánustu samverkamenn hans. Þar er oft nefndur Arun Nehru, en þeir eru þre- menningar. Hann hefur hlotið sæti í ríkisstjórninni. Sumir giska á, að honum sé ætlað að taka við af Gandhi, ef honum hlekkist eitthvað á. Völdin yrðu þá áfram í hönd- um ættarinnar. Annar náinn samverkamað- ur hans er Arun Singh, sem er Sikki. Honum mun ætlað að reyna að ná samkomulagi við þjóðflokk sinn. Talið er, að Gandhi muni í utanríkismálum fylgja svipaðri stefnu og móðir hans. Hann muni þó leggja enn meiri áherslu á samstöðu Asíuríkja, en á vissan hátt eru Sovétríkin eitt þeirra. Hann vilji eigi að síður hafa góða samvinnu við vestræn ríki. í næsta mánuði fer hann í fyrstu utanför sína sem forsætisráðherra og mun þá heimsækja Frakkland og Bandaríkin og forsetana þar. Móðir lians hafði ákveðið þetta ferðalag sem forsætisráð- herra, en ekkert varð af því af augljósum ástæðum. ■ Hætt er við að viðræður „fjórflokkanna'1 verði ekki með þessu yfirbragði. Jón Baldvin hreinsar NT skýrir frá því í gær að Jón Baldvin vinni nú að hreins- unum í sínum flokki og ætli meðal annars að losa sig við Kristínu Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra flokksins og Hauk Helgason þinglóðs, stjórnarmann í BSRB. Þetta kemur ekki á óvart því að ljóst er að ef Jón Baldvin ætlar að ná tökum á flokknum verður hann að byrja á því að losa sig við samflokksmenn sína sem flestir hverjir hafa aðrar skoðanir á hlutunum en hann. Ástæðan fyrir því að Haukur er ekki í náðinni er að sögn fróðra manna sú að Haukur beitti sér gegn því á sínum tíma að Alþýðuflokkurinn tæki þátt í ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar, en Jón var mjög áfjáður. Jón Baldvin lítur greinilega á þetta hreins- unarstarf eins og hverja aðra vinnu og búast má við að hann taki til hendinni fljótlega því hann segir aðspurður: „Eg hef nú ekki unnið mikið að þessu að undanförnu, þar sem ég hef verið í mikilli fundaherferð á Austfjörðum". Fjórflokkaviðræður Alþýðubandalagið stefnir nú að viðræðum allra félags- hyggjuflokka nema Framsókn- arflokks og hefur í því skyni teflt fram hópi toppmanna. Verður fróðlegt að fylgjast með því í fyrsta lagi hvað Alþýðuflokkur, Kvennalisti og Bandalag jafnaðarmanna verða fús til þessarra viðræðna, svo og hver framvinda þeirra verður. Þó að stjórnarandstaðan sameini þessa flokka á marg- an hátt er Ijóst að það er fjöldamargt sem aðskilur þá, t.d. afstaðan til Atlantshafs- bandalagsins þar sem Alþýðu- bandalagið er eitt á móti aðild- inni að bandaiaginu. Raunar er fárið innan þess fiokks að brydda verulega á þeirri skoð- un að Alþýðubandalagið gerist fylgjandi NATÓ-aðild og taki þannig svipaðan kúrs og sósíal- istaflokkar í Frakklandi og á Spáni. En þó að þetta mál sé látið liggja milli hluta í viðræðum flokkanna þá er mikill munur milli þeirra í öðrum málum og ekki síður innan flokkanna. Þannig aðhyllist Bandalag jafnaðarmanna lágmarksrík- isvald og er aö flestu leyti frjálshyggjuflokkur fremur en félagshyggjuflokkur, þó gildir þetta ekki um alla þingmenn flokksins. Kvennalistakonur eiga erfitt með að stíga sameig- inlega í nokkuð annað en jafn- réttisfótinn og Alþýðuflokkur- inn hefur kosið sér formann sem liggur úti í hægra kanti töluvert frá öðrum flokks- mönnum. Það eru því ekki góðar horf- ur á merklilegum niðurstöðum úr viðræðum fjórflokkanna og eru ástæður þær sömu og hjá öðrum flokkum. Menn hafa ekki skipað sér í flokka eftir lífsviðhorfum, heldur ein- hverju allt öðru. Það er sama hvaða flokk þú tekur. Þú veist ekkert fyrir hvað hann stendur. BK Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Magnus Ólafsson (ábm). Markaðsstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gislason Innblaðsstj.: Oddur Ólalsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Siðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, iþróttir 686495, tæknideild 686538. Málefni fatlaðra eru ekki heilbrigðismál! ■ Þessa dagana ræða þingflokkar nýtt frumvarp um Stjórnarráð Islands, sem felur einkum í sér tvennt. Aukið vaid ráðherra í ráðuneytum sínum og breytta verkefnaskipan ráðuneyta. Gert er ráð fyrir að ráðherra vel ji sér ráðherrarit- ara sem verði æðsti yfirmaður ráðuneytis og ætti að tryggja það betur að ráðuneyti verði stofnanir sem framkvæma vilja ráðherra. Hitt atriðið er að ráðuneytum verði fækkað úr 13 í 10 og málaflokkum verði skipað þannig að þeir heyri saman. Báðar þessar breytingar voru tímabærar. Nú gildandi lög um Stjórnarráð íslands eru frá árinu 1969 og gefur auga leið að í þjóðfélagi örra breytinga er nauðsynlegt að aðlaga þær stofnanir sem eiga að auðvelda okkur að ná tökum á veruleik- anum, breyttum háttum. Hitt er annað að slíkar breytingar má ekki keyra í gegn til þess að auðvelda valdauppgjör í stjórnmála- flokkum. Þær má heldur ekki keyra í gegn án þess að fram fari urnræða um þær í þjóðfélaginu, því að svo vill til að margir aðrir en þcir 60 scm í augnablikinu sitja á Alþingi hafa þar margt til málanna að leggja. Þetta á við um allar breytingar á umgjörð þess stjórnkerfis sem við búum við. Ein er sú breyting sem orkar tvímælis í þessum tillögum; sú að senda félagsmálaráðuneytið í allar áttir og sameina þann hluta þess sem fæst við málefni fatlaðra heilbrigðisráðuneytinu. Þetta er mjög úr stefnu við alla þá þróun sem orðið hefur á síðustu árum þar sem byggt hefur verið upp kerfi, sem tengist sveitafélögum og fræðsluráðum um allt land, til þess að vinna að uppbyggingu og meðferðarmálum á þessu sviði. Það liggur við að það sé móðgun við fatlað fólk að steypa ntálefnum þess aftur saman við heilbrigðiskerfið og það er þróun öndverð þeirri sem átt hefur sér stað bæði hér á landi og í nágrannalönd- um okkar. Eggert Jóhannesson formaður landssamtakanna Þroskahjálpar bendir á þetta í NT í gær og segir m.a.: „Rétt er að benda á að mikilvægustu þættirnir í þjónustu samfélagsins við fatlaða eru á sviði húsnæð- is-, atvinnu- og menntamála og tengjast þannig jafnframt starfssemi sveitarfélaga. Meirihluti fatl- aðra þarf síst meiri heilbrigðisþjónustu en almennt gerist með aðra þegna þjóðfélagsins. Skipun málefna fatlaðra undir félagsmálaráðuneytið hefur reynst vel og sýnt sig vera heppileg enda rökrétt. Engar breytingar í þjóðfélaginu rökstyðja afturhvarf til fyrri yfirstjórnar. Þvert á móti sýnir uppbygging í málefnum fatlaðra frá 1980 að breytt yfirstjórn ásamt nýjum lögum hefur leitt af sér umtalsverðar framfar- ir“. Hér talar fulltrúi þeirra þúsunda sem á undanförn- um árum hafa lagt á sig óeigingjarnt starf til að vinna að hagsmunum þeirra sem erfiðast eiga með að sækja rétt sinn í einu þjóðfélagi. Það kemur fyrir að aðrir en lögfræðingar og hagfræðingar hafi vit á málum. I þessum málaflokki hefur verið unnið mjög merkilegt starf á undanförnum árum undir verndar- væng tveggja ráðherra sem hafa skilið þýðingu þessara mála, þeirra Alexanders Stefánssonar og Svavars Gestssonar. Slæmt væri að ganga með einni stjórnkerfisbreytingu þvert á þá hugsun sem mótað hefur stefnuna. Málefni fatlaðra eru ekki heilbrigðismál. Ef breyta þarf um er skynsamlegra að skipa þeim í innanríkis- ráðuneytið ásamt sveitarstjórnarmálum og hús- næðismálum.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.