NT - 10.01.1985, Blaðsíða 9

NT - 10.01.1985, Blaðsíða 9
Hvers eigum við að gjalda? Erum nærri þrisvar sinn- um lengur að vinna fyrir matnum en Hollendingar nfltM ■ Það tekur okkur íslend- inga nærri þrisvar sinnum lengri tíma að vinna fyrir matn- um ofan í okkur. heldur en Hollendinga. Ástæðurnar fyrir þessu eru fyrst og fremst tvær; maturinn er ódýrari í Hollandi og kaupið hærra. Sænska vikublaðið Land birti fyrir nokkru niðurstöður árlegrar verðkönnunar sinnar í átta Evrópulöndum. Verðið er kannað á Norðurlöndunum nema íslandi og auk þess í V-Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi og Englandi. Þegar niðurstöður eru fengnar úr þessari verðkönnun, er reikn- að út með sérstakri aðferð, hversu langan tíma það taki iðnverkamenn í þessunr lönd- um að vinna fyrir matarpakk- anum í verðkönnuninni. Maturinn dýrastur í Noregi I verðkönnuninni eru fimm- tán tegundir algengrar mat- vöru og reyndist heildarverðið að þessu sinni hæst í Noregi eða samtals nærri 2400 krónur (ísl). Þetta verð er næstum því tvöfalt hærra en greiða þarf fyrir sömu matvæli í Englandi þar sem verðið var lægst. í Englandi kostaði matarpakk- inn aðeins rúmar 1200 kr. Verðmunur milli þessara landa var í sumum tilvikum gríðarmikill og má nefna sem dæmi að nautavöðvi sem kost- ar 196 kr. í Englandi, er talinn virði 658 króna í Noregi. Dýrt á íslandi Til samanburðar við sænsku könnunina, var verð athugað á þessum fimmtán vörutegund- um hjá dæmigerðri verslun í Reykjavík. Þegar farið var að leggja saman kom í ljós að matvælapakkinn kostar hér ríf- lega 2300 kr. og ísland lendir þannig í öðru sæti næst á eftir Noregi hvað dýrleika snertir. Nokkrar vörutegundir eru dýrastar hér og getur það í sumum tilvikum munað all- miklu. Þannigersmjörmiklum rnun dýrara hér en annars staðar, nærri þriðjungi dýrara en í Finnlandi og þrisvar sinn- um dýrara en í Englandi. Mjólk og ostur kosta líka meira hérlendis, þótt þar muni ekki eins miklu. Sömu sögu er að segja af svínakótelettum. Aftur á móti njótum við íslendingar betri kjara en aðrir þegar við kaupum okkur kaffi og sykur og munar það miklu, einkum á sykri. Ekki batnar það... Það má segja að ástandið væri út af fyrir sig nógu slæmt fyrir okkur lslendinga eins og því hefur verið lýst hér að framan en heldur syrtir þó í álinn þegar farið er að bera saman tímann sem það tekur fólk í þessum löndurn að vinna fyrir matarpakkanum. Við ís- lendingar erum sem sé nærri þrisvar sinnum lengur að því en Hollendingar, sem eru fljótastir og meira en þremur stundum lengur en Finnar sem að okkur fráteknum eiga erfið- astan vinnudag í þessu sam- hengi. Ef allir hefja vinnu kl. átta að morgni dags, þá eru Hol- lendingar búnir að rubba verk- inu af skömmu fyrir kl. 12 á hádegi og geta farið að næra sig á innihaldi matarpakkans. Þjóðverjar þurfa að halda sér við efnið nærri klukkutíma til viðbótar en geta farið í mat kl. korter fyrir eitt. Englendingar, Frakkar, Svíarog Danirhverfa allir úr vinnunni milli eitt og tvö, Norðmennirnir leggja frá sér verkfærin kl. 20 mínútur yfir tvö en Finnarnir púla áfram til sjö mínútur yfir þrjú. Þá hætta þeir líka og skilja okkur íslendingana eina eftir. Og svitinn heldur áfram að boga af okkur allt þangað til klukkuna vantar korter í sjö um kvöldið, þá fyrst getum við sest að snæðingi enda trúlega orðnir vel soltnir um það leyti. Reikningsaðferðin Það er auðvitað erfitt að gera sanngjarnan samanburð af þessu tagi og trúlega verður seint fundin óumdeilanleg að- ferð til þess. Hér skal ekki lagður neinn dómur á réttmæti þeirrar aðferðar sem Land hef- ur valið, en hún er í stuttu máli fólgin í því að deilt er í heildar- verð matarpakkans með tíma- kaupi iðnverkamanns í við- komandi landi að viðbættum launatengdum gjöldum. Land rökstyður þessa reikn- ingsaðferð með því að hin launatengdu gjöld komi að lokum þjóðfélagsþegnunum til góða á sama hátt og aðrir skattar. Það væri auk heldur of flókið að reikna út skattbyrði meðaliðnverkamanna í hinum ýmsu löndum. Samanburðurinn við ísland er gerður með svipuðum hætti. Meðaltímakaup íslensks iðn- aðarmanns er tekið úr nýjasta fréttabréfi kjararannsóknar- nefndar og við það bætt nýj- ustu launahækkunum og launatengdum gjöldum samkv. Hagtölum iðnaðarins 1985. Útkoman varð sú sem að ofan greinir. Eftir stendur þá aðeins að fórna höndum og spyrja: hvers eigum við að gjalda? ■ Hér má sjá verð einstakra matvörutegunda í könnuninni, allt umreiknað í íslenskar krónur. Heildarverð innkaupakörfunnar er hæst í Noregi en lægst í Englandi. Næstdýrust er innkaupakarfan á íslandi og munar ekki miklu á verði hennar hér og í Noregi. Við íslendingar njótum þó góðra kjara við kaup á kaffi og sykri, enda eins gott, þvílíkir kaffisvelgir sem við erum og svo gott sem þykir að brúka sykur út í. 2. V-Þýskaland 4 klst 44 mín. 3. England 5 klst 15mín. 4. Frakkland 5 klst 24 mín. 5. Svíþjóð 5 klst 40 mín. 6. Danmörk 5 klst 45 mín. 7. Noregur 6 klst 20 mín. 8. Finnland 7 klst 7 mín. 9. ísland 10 klst 44 mín.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.