NT - 08.02.1985, Page 1

NT - 08.02.1985, Page 1
Háskólinn Yngsti Ítalía: með útvarps- ! bæjarstjóri Fjölbýlishús rekstur? á landinu hrundi-18dóu -sjá bls. 2 -sjá bls.4 -sjá bls. 21 Nesjavellir: 430 milljónir til rann- sókna á kjörtímabilinu ■ Rannsóknir og framkvæmd- ir vegna byggingar hitaveitu á Nesjavöilum hafa kostað Reykjavíkurborg 207 milljónir fram að síðustu áramótum og á þessu ári er áætlað að verja 220 milljónum í rannsóknir. Það hefur því verið veitt um 430 milljónum króna í Nesjavelli án þess að úrskurðað hafí verið hvort hagkvæmt er að virkja. Þetta kom fram í máli Sigur- jóns Péturssonar. fulltrúa Al- þýðubandalagsins á borgar- stjórnarfundi í gær. Hann sagð- ist vona að í Ijós kæmi að hagkvæmt væri að virkja, því annars hefði þessum peningum verið kastað á glæ. Benti hann á, að á Nesjavöllum væri nú verið að bora vinnsluholur, en ekki tilraunaholur. Fór hann fram á, að mál þessi yrðu tekin til meðferðar í borgarstjórn á næstunni og ákvarðanir teknar. Sigurjón benti á í ræðu sinni, að á kjörtímabili núverandi meirihluta hefðu taxtar Hita- veitu Reykjavíkur hækkað um 355% á meðan laun hefðu aö- eins hækkað um 135%. Efnahagstillögur ríkis- stjórnarinnar að fæðast Borgarstjórn: Loka- umræða fjárhags- áætlunar ■ Meðal breytingartil- lagna borgarstjórnar- meirihlutans, á fundi borgarstjórnar í gær- kvöld þar sem fjárhags- áætlun borgarinnar var til seinni uinræðu, var 10 niilljón króna fjárvciting til undirbúnings 200 ára afmælishátíðar borgar- innar 1986. Þá var gert ráö fyrir 12,5 milljón króna hækkun á frainlagi Hústrygginga Reykjavík- ur, til brunavarna. Miklar umræður urðu á fundi borgarstjórnar. Er NT fór í prentun var atkvæðagreiðsla á endan- lega fjárhagsáætlun borg- arinnar ekki lokið, én líkiegt þótti aö upphaf- legt frumvarp yrði sam- þykkt meö breytingartil- lögum meirihlutans. Framlaginu til afmælis- hátíðarinnar verður var- ið til þróunar- og skipu- lagssýningar, hreinsunar- átaks í borginni og til hönnunar á afntælis- merki borgarinnar. - jafnvel kynntar í dag ■ Fjögurra ntanna nefnd stjórnarflokkanna vinnurnú að því að leggja síðustu hönd á frumvarp um byggðastofn- un, sem komi í stað Byggðasjóðs. Reiknað er með að frumvarpið verði lagt fram innan skamms. Byggðastofnun verður ætlað að einbeita sér að raunhæfum byggðaverk- efnum, en vera ekki lánasjóður til atvinnulífs í öllum byggðalögum eins og Byggðasjóður er nú. bá eru í vinnslu tillögur um að steypa saman sjóðum í sjáv- arútvegi. Ráðherranefnd stjórnar- flokkanna fundaði í gær um efnahagstillögur ríkisstjórnar- innar og er jafnvel búist við að þær verði gerðar heyrum kunn- ar í dag. Sjálfstæðismenn sam- þykktu tillögurnar með nokkr- um skilyrðum í fyrrakvöld, en áður hafði Steingrímur fengið fullt umboð frá þingflokki Framsóknarflokksins. Efna- hagstillögurnar eru ekki sam- felldur lagabálkur heldur snúast þær einkum um að nýta þær lagaheimildir og þau stjórntæki sem þegar eru fyrir hendi. Gert er ráð fyrir breytingu á vægi ýmissa sk’atta og stórhert eftiríit með skattsvikum. auknum sparnaði og aðhaldi í ríkiskerf- inu og í þeim felast hugmyndir í kjaramálum sem ræddar verða við samtök aðila vinnumarkað- arins. Þá felast í tillögunum hugmyndir til lausnar vanda þeirra sem eru að drukkna í húsbyggingarskuldum t.d. að taka fé af nýbyggingariánum til endurlána til þeirra og lengingu lána. Pá er gert ráð fyrir því að í samráði við bankakerfið verði vísitölubindingu aflétt af lánum til skemmri tíma. Það er einkenni á þessunr tillögum í efnahagsmálum að línur eru lagðar en breytingar felast lítt í lagaboðum, eins og var t.d. í maí 1983 er stjórnin var nýtekin viö. ■ Sveinn Björnsson listmálari lætur ekki efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar né aðra veraldlega atburði raska stóískri ró sinni. Sveinn sýnir nú málverk í vestursal Kjarvalsstaða og stendur sýning hans til 17. febrúar. M-mynd: au Hveragerdi: Brotist inn í Kaup- félagið ■ Brotist var inn í Kaup- félagsútibú KÁ í Hvera- gerði aðfaranótt mið- vikudags og þaðan stolið um KKlkartonumafvindl- ingum og einhverju magni vindla. Að sögn Selfoss- lögreglu var plokkaður upp hleri í hurðaropi á húsinu bakatil og farið þar inn. Ekki er talið að neinu fleiru hafi verið stolið en málið er óupplýst. BÚR skuldar milljarð: ÚTSALA Á TOGARA - segja fulltrúar minnihlutans um söluna á Ingólfi Arnarsyni ■ Útsala á togara, sögðu fulltrúar minnihlutans í snörp- um umræðum á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gær, þegar meirihlutinn samþykkti sölu á togaranum Ingólfi Arnarsyni. Söluverðið er 77 milljónir króna, en minni- hlutamenn bentu á, að tryggingarupphæð togarans væri 81,2 milljónir. Fulltrúar meirihlutans sögðu, að sala Ingólfs Arnarsonar væri liður í að styrkja stöðu BÚR, en í máli borgarstjóra kom fram. að skuldir fyrirtækisins eru nú einn milljarður. Það kom fram hjá fulltrúum minnihlutans, að þeir telja ólýðræðislega að sölunni staðið, þar sem þeir hefðu ekki fengið að vita um hana fyrr en samn- ingur þar um hafði verið gerður, og skipið ekki auglýst til sölu. Þá fullyrtu þcir, að sala togarans myndi leiða til samdráttar í vinnú landverkafólks vegna skerðingar á aflakvóta. Borgarstjóri sagði, að ekki stæði til að selja fleiri togara BÚR og fyrirtækið gæti staðið undir eðlilegri vinnu með sjó- sókn fjögurra togara. Bjórinn gæti skiiað um milljarð í kassann -sjábls.3 Oxnadalsheiði: Stór bíll veltur ■ Dráttarbíli með tengi- vagni vait á Öxnadalsheiði í gærdag. Engin slys urðu á ökumanni sem var einn á ferð en talsveröar skemmdir urðu á bílnum. Skýrsla hafði enn ekki borist um atburðinn í gær- kvöldi cn að sögn Akur- eyrarlögreglu er talið aö ökumaöurinn liafi þurft aö fara út úr bifreiðinni vegna bilunar og hann þá rúllað af stað með fyrrgreindum afleiðingum. Mjög bratt er þar sem atburðurinn átti sér stað og hátt niður af vegkanti.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.