NT - 08.02.1985, Page 5

NT - 08.02.1985, Page 5
Föstudagur 8. febrúar 1985 Fisk eldi: Bændur í Kelduhverfi eignast hlut í Isnó ■ Fimm bændur í Keldu- hverfi, sem eru aðilar að veiðifé- lagi Lóna, hafa nú eignast 5% af hlutafé íslensk-norska laxeld- isfyrirtækisins ísnó, sem hefur starfað þar nyrðra undanfarin ár. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi fyrirtækisins, sem haldinn var í Bergen í Noregi í lok síðustu viku. Eyjólfur Konráð Jónsson. stjórnarformaður fsnó, sagði í samtali við NT. að þetta hefði verið gert vegna þess, að bæði fyrirtækið og bændur vildu hafa gott samstarf sín í milli. Sagði hann. að norsku meðeigendurn- ir væru rnjög ánægðir yfir að fá bændurna inn í fyrirtækið. Aðspurður sagði Eyjólfur Konráð, að á þessu stigi yrði ekki fleiri bændum í sveitinni veitt aðild að fyrirtækinu, þar sem ekki væru fleiri í veiðifcMag- inu. Hins vegar hefðu íbúar sveitarinnar forgang að vinnu við laxeldisstöðina. Fyrirtækið hefur ákveðið að efla starfsemi sína í Lónum í Kelduhverfi og fyrsta skrefið verður að auka framleiðsluna úr tæpum hundrað tonnum í fyrra í þrjú hundruð tonn á þessu ári. Fundurinn í Bergen frestaði aftur á móti að taka ákvörðun urn byggingu 5 mill- jóna seiða eldisstöðvar við Kistu á Reykjanesi. Sjúkrahússtarfsfólk á Norðurlandi: Semur um 29% kaup- hækkun Um 5-6% umfram ASÍ-samninga vegna samræmingar við BSRB Frá frcttaritara NT í Skagafirði, Ö.Þ.: ■ Samningar hafa tekist í kjaradeilu ófaglærðs starfsfólks í sjúkrahúsum norðvestanlands og vinnu- veitenda þeirra. Mið var tekið af samningum ASÍ í haust, en kauphækkun til sjúkrahúsfólksins verður sennilega um 5-6% meiri. Gildistími samningsins er frá 1. jan. til 31. des. 1985. „Mér virðist að hcildar- prósentuhækkunin á samningstímanum muni verða um 29%,“ sagði Jón Sigurbjörnsson, framkvstj. Sjúkrahúss Siglufjarðar. „I síðustu samningum þessara aðila var ákvæði urn að sam- ræma skyldi laun þessa starfsfólks við launaflokka BSRB og af þeirri ástæðu fá starfsmenn þessir held- ur meiri hækkun en urðu í almennu kjarasamningun- um í haust. Kauphækkun í þessum samningi er nokkru minni en í samn- ingum sem gerðir voru við ófaglært starfsfólk á Húsa- vík. en hins vegar nokkru hærri en gildandi samning- ur á Akureyri," sagði Jón. Umræddur samningur gildir fyrir starfsfólk sjúkrahúsa á: Hvamms- tanga, Blönduósi, Sauðár- króki og Siglufirði. Hann var undirritaður með venjulegum fyrirvara um samþykki starfsmannafé- laganna og stjórna sjúkra- húsanna. Athuga- semdvegna forsíðu- fréttar NT ■ „Réttindalausir kenn- arar eru tvenns konar, þeir sem ekki hafa lokið próf- um í uppeldis- og kennslu- fræði en hafa lokið viður- kenndu háskólaprófi og hinir, sem hvorugu hafa lokið. Aðeins síðartaldi hópurinn missir starfsald- ur verði fallist á kröfugerð BHM fyrir kjaradómi," sagði Kristján Thorlacius formaður HÍK í gær. Hann sagðist vilja árétta þetta vegna fréttar á for- síðu NT í gær um kröfu- gerð BHM. Hann ítrekaði að vanda þeirra sem kenna en hafa ekki lokið háskólaprófi yrði að leysa þegar kæmi að sérkjarasamningum I fyrir kennara. Hann Sagði | engin lífeyrisréttindi myndu skerðast þótt fallist ði á kröfugerðina. Unnið að björgun bátsins, sem sökk á dögunum, í höfninni á Skagaströnd • NT-mynd: Magnús ■ Logi Sigurfinnsson formaður nemendafélagsins afhendir Davíð Oddssyni mót- inxlaskjalið. Á bak við Loga er Vignir Sigurðsson en á milli er Árni Njálsson íþróttakennari. Nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti mótmæla: Vilja íþróttahúsnæði strax! Hlupu með mótmælaskjal á fund borgarstjóra ■ Nemendur Fjöl- brautaskólans í Breiðholti hlupu boðhlaup frá ■ Félagsmálaráðherra hefur skipað sjö ntanna nefnd til þess að endur- skoða gildandi lög um tekjustofna sveitarfélaga. Nefndina skipa Björn Friðfinnsson, fram- kvæmdastjöri, Elsa Krist- jánsdóttir, oddviti. Jón skólanum í fyrradag að skrifstofu borgarstjóra í Austurstræti þar sem hon- Gauti Jónsson, bæjar- stjóri, Jón Kristjánsson alþnt.. Magnús E. Guð- jónsson. frkvstj., Ævar ísberg, vararíkisskatt- stjóri og Húnbogi Por- steinsson, deildarstjóri. sem jafnframt er formaður nefndarinnar. unt var afhentur undir- skriftalisti þar sent nem- endur krefjast þess að hafin verði bygging íþrótta- húss við skólann. Mun borgarstjóri hafa lofað því við síöustu kosn- ingar að næsta íþróttahús ætti að rísa við Fjölbrauta- skólann í Breiöholti en ekki er ætlað neitt fjár- magn til þeirra fram- kvæmda á fjárhagsáætlun þessa árs. 2000 nemendur FB búa nú við vægast sagt slæma aðstöðu hvað leikfimiiðkun varðar og vilja þeir fá úr- bætur strax í þeim málum. Tekjustofnar sveitar- félaganna endurskoðaðir VIÐ RÝMUM VEGNA FLUTNINGA m TEPPABÚDIN SlÐUMÚLA 31

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.