NT - 08.02.1985, Side 8

NT - 08.02.1985, Side 8
Föstudagur 8. febrúar 1985 8 Alþjóðaár æskunnar: Ungu fólki í veröldinni fjölgar um 300 mill- jónir á næstu 15 árum ■ Um það bil 20% af íbúum jarðarinnar eða fimmti hver jarðarbúi er í dag á aldrinum 15-24 ára. Við upphaf þessa áratugs voru í veröldinni, sam- kvæmt upplýsingum tölfræði- deildar Sameinuðu þjóðanna, 857 milljónir manna á þessu aldursbili. Búist er við að árið 2000 verði fólk á aldrinum 15-24 ára í veröldinni 1200 milljónir. Þau miklu vandamál, sem við er að stríða í dag, að sjá þessu unga fólki fyrir atvinnu og menntun verða því sýnilega enn örðugri viðfangs á komandi árum. Þetta á ekki hvað síst við í þróunarlöndunum þar sem fólki á þessu aldursbili mun fjölga mest. Meðal annars með þessar staðreyndir í huga hefur Alls- herjarþing Sameinuðu þjóð- anna lýst árið 1985 Alþjóðaár æskunnar. Allsherjarþingiðhef- ur lagt mikla áherslu á að vekja athygli á þessari yfirlýsingu og í haust verða haldnir allmargir fundir í aðalstöðvum Samein- uðu þjóðanna í New York þar sem vandamál æskunnar verða rædd. Kvödd verður sanian al- þjóðaráðstefna Sameinuðu þjóðanna um Alþjóðaár æsk- unnar. Þetta gerist sama ár og liðin eru 40 ár frá stofnun Sameinuðu þjóðanna 1945, en einkunnar- orð og markmið er og hefur verið að skapa betri heim. Einkunnarorð Alþjóðaæsku- lýðsársins eru: „Þátttaka. þróun, friður". Miklar kröfur gerðar til þróunarlandanna Árið 1975 voru 738 milljónir manna í veröldinni á aldrinum 15-24 ára. Árið 2000 er búist við að þessi tala hafi hækkað um 60%. Fjölgunin verður hins veg- ar mjög mismikil eftir því hvort um auðug eða fátæk lönd er að ræða. í þróuðu iðnríkjunum mun þessi aldurshópur aðeins vaxa um um það bil 5%, en í þróunarlöndunum verður aukn- ingin víða allt að 80%. Nú er það svo, að mikill meiri hluti fólks á þessum aldri á heima í Afrt'ku, Asíu eða Suð- ur-Ameríku. í byrjun þessaára- tugar bjuggu 665 milljónir fólks á áðurgreindum aldri í þessunt þremur heimsálfum. Tölfræð- ingar Sameinuðu þjóðanna vænta þess, að árið 2000 muni í þessum þremur álfum búa sam- tals tæplega 900 milljónir ung- menna eða meira en % hlutar allra ungmenna í veröldinni. Þessar staðreyndir hafa auð- vitað í för með sér gífurlegan vanda á sviði efnahags- og félagsmála. Finna veröur þessu unga fólki störf og skapa því menntunarmöguleika og þetta verður að gerast í ríkari mæli en nokkru sinni áður. En það er hins vegar ekki nóg. Því verður líka að sjá fyrir fæðu, húsnæði og heilbrigðisþjónustu. Takist það ekki getur það haft í för með sér margvísleg félagsleg vandamál og óróa á stjórnmála- sviðinu. Markmið Alþjóðaárs æskunnar í greinargerð Sameinuðu þjóðanna um Alþjóðaár æsk- unnar er því slegið föstu, að ungt fólk á aldrinum 15-24 ára eigi við margvísleg vandamál að stríða hvar sem það býr í veröld- inni, - ekki síður í auðugu löndunum, þarsem atvinnuleysi er verulegt á meðal fólks á þessum aldri. Sameinuðu þjóð- irnar hafa þess vegna hvatt til þess, að settar verði á Iaggirnar landsnefndir í öllum löndum heims og hvatt til aðgerða af hálfu skóla og æskulýðssamtaka til að vinúa að þeim yfirlýstu markmiðum, sem stefna á að: • Að beina athygli yfirvalda í auknum mæli að stöðu ung- menna, þörfum þeirra og óskum. • Að beita sér fyrir marghátt- uðum umbótum á sviði mál- efna ungs fólk. Þær umbæt- ur eiga að vera óaðskiljan- legur þáttur efnahags- og félagsmálaþróunar og að- stæðna í hverju landi fyrir sig. • Að auka virka þátttöku æskulýðs í samfélaginu einkum að því er varðar þróunarmál og friðarmál. • Að styðja og styrkja hug- sjónir æskulýðsins uni frið, gagnkvæma virðingu og skilning milli þjóða. • Að hvetja til samvinnu á öllum þeirn sviðum, þar sem starfað er að æskulýös- málum. En hvers vegna hefur Alls- herjarþing Sameinuðu þjóð- anna valið Alþjóöaæskulýðs- árinu einkunnarorðin: „Þátt- taka, þróun, friður"? Þessu svarar yfirmaður þeirr- ar skrifstofu Sameinuðu þjóð- anna, sem sér urn framkvæmda- atriði í sambandi viö Alþjóða- æskulýðsárið, Muhamed Sharid: Þátttaka þýðir, að ungt fólk á rétt á að taka þátt í umræðum og ákvörðunum, sem snerta líf þess og tilveru og framtíð þess þjóðfélags, sem það býr í. Þetta þýðir að skilningur verður að ríkja á því, að æskufólk njóti jafnréttis og sjónarmið þess séu tekin alvarlega. Þróun þýðir endurnýjun og framfarir, bæði fyrir einstakl- inga og samfélögin í heild. Ungt fólk verður að fá möguleika til að njóta sín, þroskast með nýj- um hætti og í nýjar áttir, en halda samt virðingu fyrir forn- um menningararfi. Friður er ekki bara, að það skuli ekki vera stríð. Friður er skilningur, friður er jafngildi réttlætis, jafnréttis, þátttöku og þróunar. Friður er frelsi til að vera til og trygging fyrir því, að framtíðin verði einhvers virði. Þetta voru svör yfirmanns þeirrar skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Vínarborg, sem sér urn framkvæmdahlið æskulýðs- ársins. Nú er það hins vegar fjölmiðla, stjórnmálamanna og félagasamtaka að sjá til þess, að þessi einkunnarorð verði meira en orðin tóm og minnast líka meginhlutverks Sameinuðu þjóðanna, neínilega að búa okkur betri veröld. (Frá Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Raupmannahöl'n) Halldór Kristjánsson: Mest f rá okkar öld Saga Tímarit Sögufélags XXII - 1984 Ritstjórar Helgi Þorláksson og Sigurður Ragnarsson Þetta er allmyndarleg bók. liðlega 400 blaðsíður ef allt er talið og prentið er hótlegt hvað stærðina snertir. Ritstjóra- skipti hafa orðið þannig að Helgi Þorláksson hefur tekið við af Jóni Guðnasyni. Þó að skipt sé um letur og annan ritstjórann er efnisval og stefna í sama horfi og verið hefur Sjálfstæðar konur í fornöld Ólafía Einarsdóttir ritar um stöðu kvenna á þjóðveldisöld. Þetta er að stofni fyrirlestur sem Ólafía flutti á dönsku á þingi norrænna sagnfræðinga í Finnlandi 1981, - birtist hér í þýðingu Unnar Ragnarsdótt- ur. Ólafía er lektor í Kaup- mannahöfn. Sennilega þekkja íslenskir lesendur einna helst til hennar vegna athugana á tímatali og þá nt.a. ártali kristnitökunnar á Islandi. í þessu erindi heldur hún því fram að konur á íslandi hafi verið sjálfstæðari en gerðist annars staðar. Réttarstaða þeirra í hjónabandi og vald yfir eignum sanni það. Gaman er því að Ólafía bendir hér á að samkvæmt hinni fornu norrænu sköpunar- sögu skapast karl og kona samtímis og eru því jöfn að rétti og göfgi frá náttúrunnar hendi.. Hún telur líka að ís- lenskir sagnaritarar hafi ekki verið jafn kaþólskir og rithöfar annars staðar í viðhorfi sínu til kvenna. Það er hressilegur blær yfir þessu erindi Ólafíu og vakin athygli á efni sem lítt hefur verið túlkað eins og hún gerir hér. Hvað voru önnungar? Jón Hnefill Aðalsteinsson glírnir við þá gátu. í Snorra- Eddu segir að þræll heiti önn- ungur. Þar með er þó ekki afsannað að önuungur gæti líka náð yfir frjálsan húskarl. Nú skiptir það ekki miklu hvort orðið hefur verið ein- skorðað við þræla eða ekki. En í Grágás er talað urn önn- ungsverk og þá sem önn- ungsverk vinni en „það eru önnungsverk ef maður vinnur hvern dag það er búandi vill". Þeir sem önnungsverk unnu voru undanþegnir þeirri skyldu að fasta. Sumir fræðimenn hafa talið önnungsnafnið einskorðað við þræla. Jón Hnefill telur að svo hafi ekki þurft að vera. Og þetta varðar þá spurningu hvort til hafi verið á landnáms- öld verkafólk annað en þrælar. Og þá er komið að efni sern varðar þjóðfélagsgerðina býsna miklu. Enda þótt önnungur hefði eingöngu átt við þræla og önnungsverk því verið þræls- verk þá gat það lifað í máli um hin fornu þrælsverk, jafnvel eftir að allt þrælahald var af lagt. Orðalagið „vinnur hvern dag það er búandi vill" lýtur að skyldu til að vinna hvað sem er þar sem aðrir muni hafa verið ráðnir til ákveðinna verka svo sem sauðamenn, útróðramenn t.d. Jón Hnefill telur að þeir sem önnungsverk vinna hafi verið einskonar undirstétt vinnu- fólks. Afmæli Guðbrandsbiblíu 1 tilefni af 400 ára afmæli Guðbrandsbiblíu eru tvær greinar í Sögu. Aðra skrifar Tryggve Skomedal háskóla- rektor í Osló en Stefán Karls- son hina. Oft hefur verið talað um gildi biblíuþýðingar Guð- brands fyrir íslenska málvernd. Þá hefur oft verið vitnað til Norðmanna sem höfðudanskabiblíuogglötuðu tungu sinni. Skomedal ræðir um málþró- un í Noregi og í Færeyjum og þá sérstöðu íslendinga að þeir áttu lifandi ritmál og bók- menntir sem staðið höfðu gegn breytingu tungunnar. Stefán Karlsson tekur efnið svipuðum tökum og bendir á að samræmt ritmál var hvergi til í nálægum löndum fyrr en prentlistin kom til sögunnar. Jafnframt vekur hann athygli á því að ýmislegt úr biblíunni hafði verið þýtt á íslensku löngu fyrir siðaskipti og birtir t.d. boðorðin eins og þau voru 1284. Hann segir að eflaust hafi Guðbrandur „spornað við því að dönsk áhrif á íslenskt ritmál yrðu á hans dögum drjúgum meiri en raun ber vitni. Hinu er ekki að neita að nútímamönnum þykir nóg um fjölda tökuorða og erlenda setningamyndun í Guðbrands- biblíu". íslendingar og Jótlandsheiðar Sigfús Haukur Andrésson skrifar um missagnir um fyrir- hugaðan flutning íslendinga til Jótlandsheiða í móðuharðind- unum. Telur hann að miklu meira hafi verið gert úr þeim tillögum en efni standa til. Þorkell Jóhannesson benti á það að engin rök finnast fyrir því að í alvöru hafi verið talað um að flytja alla íslendinga burt af landinu. Sigfús Haukur byggir á þessu. Hann bendir á að tillögur Levetzow stiptamt- manns voru bundnar við tlutn- ing á vergangsfólki, ómögum og börnum. Áætlun um tilhög- un þessara fólksflutninga hafi aðeins verið miðuð við nokkuð hundruð, 500 eða 800: Eins minnir liann á að á erfiðum tímum löngu fyrr hafði ábyrg- um landsfeðrum dottið í hug ða flytja lausingjalýð úr landi. Allt er þetta rétt en þó af- sannar þetta naumast hvað ein- stakir menn kunna að hafa sagt enda þótt það hlyti litlar undirtektir. Sigurður Líndal fylgir þessari greinargerð Sig- fúsar eftir með stuttri athuga- semd. Hann telur að þeir Hannes biskup Finnsson og Magnús Stephensen séu það merkir menn og svo nákomnir móðuharðindunum og lands- stjórninni að taka verði rnark á frásögnum þeirra. Sigfús Haukur svarar at- hugasemd Sigurðar svo að Ijóst er að hann beygir sig ekki. Óhætt mun að segja að ald- rei hafi staðið til að flytja alla íslendinga utan. En væri nokk- ur furða þó að einhverjum hafi staðið til að flytja alla íslend- inga utan. En væri nokkur furða þó að einhverjum hefði virst 1785 að það væri eina lausnin sem gagn væri að til frambúðar? Spíritisminn Hér birtist nú þriðji hluti úr ritgerð Péturs Péturssonar um trúarlegar hreyfingar Reykja- vík tvo fyrstu áratugi 20. aldar.. Undirfyrirsögn þessa kafla er Spíritisminn og dultrú- arhreyfingin. Hér er einkum fjallað um spíritismann og guðspekina. Höfundur segir rétt og hóflega frá. Ekki verður séð þegar þessari ritgerð er nú lokið að hann hafi hallað á nokkurn aðila, heldur er rétt sagt frá boðskap hvers og eins. Að því leyti er verkið vel unnið. Annað mál er það hversu rökrétt er að taia hér unt dultrúarhreyfingar. Hvaða trú- arbrögð eru það sem ekki má kenna við dul? Allsstaðar mæta manni gátur sem eru ofurefli mannlegri hugsun og skilningi. Helgi Hálfdánarson talaði um það í kveri sínu að dauði líkamans yrði sálinni sælurík för til betri heima. Hvernig sem það fellur að hugmyndum um grafarsvefn- inn og upprisu á efsta degi var þó boðað að eftir dóminn mættu þeir hittast sem hólpnir yrðu. Er þá undur þótt sumir ímynduðu sér að það væri til þæginda að takmarka fjöldann með endurholdgun svo að þetta væri sama fólkið aftur og aftur? Hins vegar mun hér talað um dultrúarhreyfingu vegna þess hversu spíritistar skírðu ýmis dulræn fyrirbrigði og settu þau í samband við jarðlíf- ið. Allt verður vafasamara þeg- ar talað er um þátt frímúrara í þessum málum. Vel má sýna líkur til þess að eitthvað sé skylt með þeim og t.d. guð- spekinni eða spíritisma þegar litið er á hvernig sömu menn tilheyra tveimur hreyfingum eða fleiri. Hins vegar hafa frímúrarar alltaf verið fámenn- ir hér og aldrei sagt neitt upphátt, heldur starfað inn á við og því er örðugt að átta sig á þætti þeirra í trúmálum og áhrifum þaðan. Þá er vissulega vafasamt þegar reynt er að tengja vissar trúarhreyfingar ákveðnu á- standi þjóðmála. „Meginkenn- ing höfundar er sú, að dultrú- arhugmyndir brjóti sér farveg upp á yfirborðið á tímum örra þjóðfélagsbreytinga. líkt og áttu sér stað hér í upphafi aldarinnar. Þá setur liann fram þá kenningu að dultrúarhrey- fingin. þ.e. spíritismi, guð- speki og dulhyggja frímúrara, hafi gegnt ákveðnu hugmynda- fræðilegu hlutverki fyrir rís- andi borgara- og millistétt á öðrum og þriðja áratugi aldar- innar". Svo segir ritstjórinn frá en ekki munu allir lesendur sann- færast um hin dýpri rök sem hér ættu að liggja til grundvall- ar eða áhrif þeirra. Og þrátt fyrir örar þjóðfélagsbreytingar í upphafi aldarinnar miðað við það sem áður var, liafa breytin- garnar verið enn þá örari og stórfenglegri síðan. Enda þótt fylgi við trúar- hreyfingar væri ópólitískt er vandséð að þar hafi myndast sérstakt sameiningartákn þeg- ar þess er gætt að hin nýja borgarastétt var skipt milli flokka í trúmálum.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.