NT - 08.02.1985, Síða 23

NT - 08.02.1985, Síða 23
■ Guðmundur Guðmundsson Víkingur hefur hér sloppið laus og það var ekki að sökum að spyrja, mark. NT-mynd Árni Bj. Föstudagur 8. febrúar 1985 23 íþrottir Handknattleikur, 1. deild: Vantaði herslumun - hjá Stjörnunni gegn Víkingi í gær - 20-24 ■ Stjörnumenn vantaði ætíð herslumuninn til að ná undir- tökum gegn Víkingum, er liðin mættust í 1. deildarkeppninni í handknattleik í Digranesi í gær. Eftir að hafa verið undir allan tímann minnkuðu Garð- bæingar muninn í eitt mark, fyrst þegar 5 mín. voru eftir, og aftur þegar 3 mín. voru til leiksloka. En þá vantaði herslu- muninn, liðið lék ekki skynsamlega og Víkingar stungu af á lokamínútunum, ntéð skynsamlegunt leik og miklum dugnaði. Lokatölur urðu 24-20, eftir að staðan var 13-9 í hálfleik. Raunar voru Víkingar búnir að ná fjögurra marka forystu strax eftir 9 mínútna leik, 6-2. Stjörnumenn jöfnuðu, 6-6, um leið og Víkingar slökuðu á, en komust þó aldrei yfir. Víkingar höfðu yfir 13-9 í hálfleik. Þeir voru að mestu drifnir áfram af stórleik Kristjáns Sigmunds- sonar í ntarkinu, sem varði hvert dauðafærið af öðru, alls 8 skot af línu í fyrri hálfleik. Víkingar bættu við í fyrri hluta síðari hálfleiks náðu mest 6 marka forystu, 17-11. En á meðan Víkingarskoruðu næstu tvö ntörk sín skoruðu Stjörnu- menn sex, og minnkuðu svo ntuninn enn, í 19-20. En alveg eins og tveimur mínútum síðar, er staðan var 20-21, misstu Stjörnumenn mann útaf á klaufalegan hátt. Að auki voru Garðbæingar á þessunt tíma seinheppnii meðdómgæslu. En Víkingar héldu haus, og það borgaði sig. Auk jafnrar og mjög góðrar ntarkvörslu allan tímann hjá Kristjáni, var stórleikur Stein- ars Birgissonar í síðari hálfleik lykillinn að sigrinum. Hann reif sig lausan og skoraði æ ofan í æ, en Þorbergur og Viggó voru teknir úr umferð., Þá lék Viggó mjög vel, og liðsheildin vel lengst af hjá liðinu. Mörkin: Víkingur: Steinar 6, l*orberj>ur 5/2, Viggó 4/2, Hilmar 3, Einar 3, Karl 2, Cuðmundur fvrirliöi 1. Stjarnan: Sigurjón 7, Eyjólfur I og Guð- mundur l'óröar 1/1. Kristján varöi 21 skot, þar af 1 víti í marki Víkings, en Brynjar Kvaran varöi 12 skot, þar af 2 víti í marki Stjörnunnar. Óli Olsen og Rögnvaldur Erl- ingsson dæmdu þokkalega vel. Skíðamót ■ Á morgun fer fram i Bláfjöllum fyrsta punktamót vetrarins i alpagrein- um skídaíþrótta. Mót þetta átti að vera á Húsavík um siðustu helgi en ekki var fært. SkidadeUd Ármanns og brauð- gerðin Myllan munu standa ad þessu móti sera nefnist Myllumótid. Keppt verdur í stórsvigi og svigi. Stórsvigið verdur á laugardag og hefst kl. 10:30 en svigid byrjar á sama tima á sunnudag- inn. Nær allt okkar besta skidafólk verdur meðal þátttakenda og örugglega hart barist. Myllan veitir öll verðlaun i mót- inu. Handknattleikur 1. deild: Var naumt en þó létt - er Valur vann Blika - KR og Þróttur gerðu jafnt í baráttuleik ■ Tveir leikir fóru fram í Höllinni í gærkvöldi í 1. deild karla í handknatt- leik. Valur spilaði fyrst við neðsta liðið í deildinni, UBK, og sigraði auðveldlega, 24-21. Síðan léku Þróttur og KR og endaði sá leikur með jafntefli, 25-25. Leikur Vals og UBK var aldrei jafn nema fram að 3-3, þá sögðu Valsarar bæ, bæ og rúlluðu Blikunum upp fram að hléi og höfðu þá yfir 14-8. Upphaf síðari hálfleiks var enn ójafnaraog gerðu Valsmenn 8 mörk á móti 2 á fyrstu 15 mínútum hálfleiks- ins, staðan orðin 22-10. Þegar hér var komið sögu þá skiptu Valsarar öllum skiptimönnum sínum inná og það notfærðu Blikar sér með því að síga hægt og bítandi á og leiknum lauk síðan 24-21, naumt hjá Val en aldrei í hættu. Mörk Vals gerðu Júlíus og Valdimar 6 hvor, Geir 4, Jakob 3, Steindór 2 og þeir Þorbjörn Jensson, Þorbjörn Guðm., og Ingvar Guðm. eitt mark hver. Fyrir Blikana skoraði Kristján Halldórsson og Jón Þór 5 hvor, Krist- ján Gunnarsson 4, Björn og Einar Magnússon 2 hvor og eitt mark gerðu Aðalsteinn Jónsson, Brynjar og Magnús. Ekki má gleyma leik Einars Þor- varðarsonar, sem varði 19 skot, þar af 4 víti. Frábær markvarsla og samt spilaði hann ekki síðustu 10 mínútu leiksins. Leikur KR og Þróttar var hnífjafn allan tímann, KR-ingar höfðu frum- kvæðið allan fyrri hálfleik en Þróttarar jöfnuðu rétt fyrir hlé og staðan 13-13 í leikhléinu. Þróttarar komu síðan grimmir til seinni hálfleiks og komust fljótlega yfir, 17-16. Þá var Hauki Geirmunds- syni vísað af velli, fékk rautt spjald og tók ekki meira þátt í þessum leik. Þróttarar gengu á lagið og komust í 18-16. Páll Björgvinsson og Haukur Ottesen héldu þó í við Þróttara og hleyptu þeim aldrei langt fram úr. Þegar um tvær mínútur voru til loka leiksins þá komast Þróttarar í 24-23 en Ólafur Lár. jafnar með snjöllu undir- handarskoti, 24-24. Lárus kemur Þrótturum aftur yfir en á síðustu mínútu jafnar Pétur Árnason fyrir KR úr hraðupphlaupi. Tíminn sem eftir var var of naumur fyrir Þróttara til að vinna sigur. Mörkin: Þróttur: Gísli, Páll og Lár- us 5 hver, Birgir 7, Sverrir 2 og Nikulás 1. KR: Jakob og Páll 6 hvor, Haukur Ott 4, Ólafur og Haukur Geirmundsson 3 hvor, Pétur Árna 2 ogJóhannesl mark. íkvöld ■ I kvöld veröur einn leikur í 1. deild karla á íslandsmótinu í hand- knattleik. Þór og FH eigast viö í Eyjum og hefst leikurinn kl. 20:00. ■ Einn leikur verður í Úrvals- deildinni í körfuknattleik í kvöld. íslandsmeistarar Njarðvíkur fá neðsta liðið í deildinni, ÍS, í heim- sókn til Njarðvíkur. ■ Þá verða þrír leikir í blakinu í kvöld. Allir verða þeir í Digranesi. Fyrst leika HK og Þróttur í 1. deild karla en síðan keppa HK 2 og HSK í 2. deild karla. Loks mætast UBK og KA í 1. deild kvenna. Fyrsti leikurinn hefst kl. 20:00 en hinir báðir kl. 21:30. ■ V-Þjóðverjinn Markus Wasmaier sigraði í stórsvigi á heimsmeistaramótinu í Bormio í gær. Hann varð á undan Zúrbriggen, sem varð annar og Girardelli, sem varð þriðji. Hér er Wasmaier á fullri ferð. símamynd-POtFOTO Krem og lotíon taktu bestu kosti hvors um sig og þá hefurdu: CREMEDAS Jafnvel bestu lotion og bestu hörundskrem hafa ekki eiginleika Cremedas. Cremedas er nefnilega „bœði-og”: hörundskrem og bodylotion í einu. 1 Cremedas hefur mýkjandi, nœrandi og verndandi eiginleika kremsins. Þá eiginleika, sem halda húðinni mjúkri og þjálU. Cremedas er ekki feitt eins og krem og leggst þess vegna ekki í lag utan á húðinni. 2 Cremedas er þægilegt í notkun. Það er auðvelt að bera á sig og það hverfur fljótt inn í húðina, eins og lotion. Þaö gefur húðinniþann raka, sem hún þarfnast til að sporna við þurrki, ertingu og sárindum. Hin góðu áhrif haldast lengur en af venjulegu lotion. r og verndar eins og krem, smýgur fljótt inn í húðina, eins og lotion. JOPCO h.f. Vatnagörðum 14, simi39130

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.