NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 27.02.1985, Qupperneq 21

NT - 27.02.1985, Qupperneq 21
Útlönd Miðvikudagur 27. f ebrúar 1985 21 ■ Vörn Arne Treholts þykir mjög ítarleg enda segist hann nú vera aö berjast fyrir lífi sínu. Vínfundir EBE-ráðherra: Ghana: Eldar eyða uppskeru Abidjan-Reuler ■ Að minnsta kosti 1.500 manns hafa misst heimili sín í miklum kjarr- eldum sem geisað hafa í miðhéruðum Ghana sam- kvæmt frétt í opinberu nrálgagni stjórnarinnar í Ghana. Samkvæmt blaðinu hafa eldarnir líka eyðilagt hrís- og maísuppskeru bænda á þessu svæði auk þess sem fjöidi kvikfénaðar hefur farist í eldununr. A.m.k. fjórir menn fórust í eldun- um. Guðaveigar vandamál Brussel-Reuter: ■ Landbúnaðarráðherrar hinna 10 aðildarlanda Efna- Niðurgreidd- ir klossar Brusscl-Reutcr: ■ Stjórn Efnahags- bandalags Evrópu hefur ákveðið að rannsaka ásak- anir uni að Svíar greiði niður klossa eða tréskó sem séu seldir í samkeppni við hollenska og danska klossa. Hollenskir og danskir klossaframleiðendur kvarta mjög yfir miklum innflutningi á sænskum klossum sem séu seldir á miklu lægra verði en sem svari framleiðslukostnaði. EBE hefur nú orðið við beiðni klossaframleiðend- anna og aðstoðar þá við að standast innrás sænsku klossanna. hagsbandalags Evrópu funda nú stíft og eru taldir nálgast sam- komulag um leiðir til þess að losna við einhvern hluta vínsins í „vín-halinu" mikla. Ráðherrarnir sitja nú á nætur- löngum fundum urn þetta mál og voru bjartsýnir á það í gær að þeim tækist að komast að niður- stöðu. Vonuðust þeir til þess að geta hafið umræður um það í dag hvernig halda megi mjólk- urframleiðslunni í skefjum. Umsjón: Ragnar Baldursson og ívar Jónsson Arne Treholt: Vildi auka skilning milli Austur- og Vesturveldanna hafa setið slíka fundi 59 sinnum og kallað þá „vinnufundi yfir miðdegisverði". Treholt neitar því algjörlega að skjölin, sem fundust á heimili hans, hafi verið leyniskjöl. Hann segir að aðeins örfá af þeim 833 vélrituðu skjölum sem fundust heima hjá honurn hafi haft að geyma leynilegar upplýs- ingar. Hann sagði líka af og frá að hann ætti barn með tékk- neskri konu eins og haldið hefur verið fram. í varnarræöu sinni gagnrý tdi Treholt Lars Qvikstad, fulltrúa ríkissaksóknara sérstaklega fyr- ir að rifja upp ummæli sín 15 mínútum eftir að hann var handtekinn. Treholt dró síðar allt, sem hann sagði þá tilbaka í október á síðasta ári. Qvikstad heldur því frant að Treholt liafi aðeins dregið fyrri framburð sinn til baka þar sem hann hafi' talið hann hættulegan sjálfum sér. Treholt segir hins vegar að þær játningar, sem lögreglan hafi fengið sig til að gera fyrst eftir að hann var handtekinn, hafi verið knúnar franr nreð þrýstingi. Vestrænir sendifulltrúar í Osló hafa lýst furðu yfir þvf hvað Treholt er ásakaður fyrir miklar og alvarlegar njósnir og telja jafnvel að verði ákæru- atriðin sönnuð kunni slíkt að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir vestræna sam- vinnu. Mörgum þykir það sérstak- lega alvarlegt ábyrgðarleysi af hálfu norskra stjórnvalda að veita Treholt inngöngu í varn- armálaháskóla, þar sem hann hafi átt frjálsan aðgang að ýms- um mikilvægum leyniskjölum og upplýsingum, eftir að það var farið að gruna hann um njósnir. Fró Arnþrúði Karisdóttur, frettaríUra NT í Noregi: ■ Við réttarhöldin yfir Arne Treholt, í Osló í gær hélt hann því fram að hann hefði aðeins viljað auka skilning milli þjóða fyrir austan og vestan járntjald- ið með öllum fundum sínum með sovéskum aðilum Treholt var greinilega mjög vel undirbúinn. Hann hafði með sér fulla skjalatösku af máls- skjölum sem hann vitnaði óspart í. Hann vakti m.a. athygli á menntun sinni og uppvexti sem hann segir að hafi haft áhrif á áhuga hans á alþjóðastjórnmál- urn. Hann neitaði í gær fullyrðing- um ákæruvaldsins um að hann hafi setið hvorki meira né minna en 120 fundi með sovéskum aðilum fram til ársins 1983. Hann viðurkennir aðeins að ■ Pakistanir telja kosningarnar á mánudag hafa verið einstaklega friðsamar. „Aðeins“ fimm manns létust og kveikt var í nokkrum strætisvögnum. Símamynd-POLFOTO. Kjósendur styðja ekki herstjórnina Islamabad-Reuter ■ Fyrstu niðurstöður þing- kosninganna í Pakistan, sem voru haldnar í fyrradag, benda til lítils fylgis her- stjórnarinnar meðal kjós- enda. Fimm af ráðherrum stjórnarinnar náðu ekki kosningum til þingsins. Stjórnvöld segja að um 52% kjósenda hafi neytt at- kvæðisréttar síns sem þykir góð kosningaþátttaka í Paki- stan. Stjórnarandstæðingar höfðu hvatt fólk til sitja heima í kosningunum. Þrátt fyrir það virðist sem and- stæðingar stjórnarinnar hafi fjölmennt á kjörstaði þar sem margir yfirlýstir stuðn- ingsmenn herstjórnarinnar náðu ekki kjöri. Niðurstaða kosninganna hefur ekki áhrif á stjórn Zia- ul-Haq sem hefur lýst því yfir, að hann telji stuðning við stjórnarskrárbreytingar sínar í kosningum í lok síð- asta árs, viljayfirlýsingu kjós- enda um að hann sitji áfram næstu fimm ár sem forseti. Japanskur príns á Spáni ■ Akihito, krónprins Japana, og ciginkona hans, Michiko, komu í gær í fjögurra daga opinbera heimsókn til Spánar. Juan Carlos, Spánarkon- ungur, og drottning hans, Sofia, tóku á móti Japönunum á flugvellinum í gær. Kannski evrópskt kóngafólk ætli nú líka að fara að læra af Japönum á sama hátt og iðnjöfrarnir í Evrópu og Bandaríkjunum. Símamynd-POLFOTO. Norður-Kórea: 100 pró- sent kosn- ingaþátt- taka ■ Síðastliðinn sunnudag fóru fram bæjar- og sveitar- stjórnarkosningar í Norð- ur-Kóreu. Samkvæmt hinni opinberu fréttastofu í Norður-Kóreu höfðu hvorki meira né minna en hundrað prósent kjósenda greitt atkvæði um hádegis- bil á kjördeginum. Samkvæmt fréttastof- unni sýndu kjósendur „byltingarsinnaðan eldmóð“ og þegar Kim II Sung forseti kom og greiddi atkvæði „voru honum færð- ir stórir blómavendir sem sýndu takmarkalausa virð- ingu kjósenda og allra þjóð- arinnar fyrir honum“ eins og fréttastofan orðaði það. Masters-karlar 16 tegundir Ljón - Yegdrekar - Tungldrekar Eldflaugar 2 tegundir Arnarhreiður m/hljómplötu Hestar - Höll (Kastali) Mjög takmarkað magn Póstsendum LEIKFANGAHÚSIÐ Skólavörðustíg 10 s. 14806 LEIKFANGAHÚSIÐ JL Húsinu v/Hringbr. S. 621040.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.