NT - 17.03.1985, Blaðsíða 2

NT - 17.03.1985, Blaðsíða 2
Sunnudagur 17. mars 1985 HKUiAR- BLAD Umsjónarmenn Helgar- blaðs: Atli Magnússon, Birgir Guðmundsson og Jón Arsæll Þórðarson ■ Draugagangur getur verið með ýmsu móti. Fyrir nokkrum árum áttu sér mjög dularfullir atburðir stað í Vestur-Þýska- landi. Fjöldi vísindamanna var kallaður til en einu skýringarn- ar sem fengust voru dularsál- arfræðilegs eðlis. ■ Nýr íslenskur heimilisiðn- aður. Blaðamenn Helgar- blaðsins Ijósrituðu peninga í lit og voru auðugir í einn dag. Niðurstaða rannsóknarinnar varð sú að íslendingar eru grandalausir fyrir svikum af þessu tagi. ■ Meistarinn Bach á 300 ára afmæli þann 21. mars n.k. Við minnumst hans með því að rifja upp ýmis sérkenni pers- ónu hans og æviatvik. ■ Nanna Ólafsdóttir hefur nú samið fyrsta íslenska heil- kvöldsballettinn og verður hann sýndur n.k. föstudag. Við tökum Nönnu tali. Ljósmyndir: Kristján Ingi Einarsson Segjum háu verð- lagi stríð á hendur ■ „Við teljuni vöruverð komið upp fyrir öll velsæmismörk,“ sögðu þessir þrír verslunareigendur sem reka verslun við Öldugötu i Keykjavík. „ Við reynum að nýta hlutina vel og spara eftir megni. Samningar um vöruverð eru gerðirþegar viðskiptavinurinn lýsir sig fúsan til viðskipta. “ að þarfekki allt- af að vera mikið brambolt í kring- um verslunarrekstur. Rándýrar innréttingar og ljósaskilti eru hreinasti óþarfi ef varan, sem á boðstólum er, þykir sölu- leg. Ög það kenndi svo sannarlega margra grasa í þessari fyrirferðarlitlu verslun sem opnuð var á Öldugötunni nú í vikunni. Allt frá uppflettiritum um enska knattspyrnu upp í blómavasa og margt þar á milli. Eigendurnir þrír sögðu að það væri allt í lagi með það að láta taka mynd af sér ef verslunin sæist vel en hins vegar vildu þeir sem minnst láta fjalla um sig persónulega. „Það er verslunin sem máli skiptir." Aðspurðir sögðu þeir verðið á hverjum hlut fara eftir því sanrkomulagi sem næðist milli þeirra og við- skiptavinarins hverju sinni. Aðrir verslunar- nrenn mœttu taka þær stöllurnar sér til fyrir- myndar hvað þetta viðhorf snertir. Á meðan blaðamaður- inn staldraði við í verslun- inni kom ungur piltur, Þórarinn Ingi Jónsson, í fylgd nreð föður sínum. Þórarinn, sem er mikill áhugamaður um bíla, keypti bæði torfærubjl og vörubíl og borgaði fyrir með fimmtíukróna seðli. Eftir nokkrar umræður og vangaveltur voru honum réttar þrjátíu krónur til baka og verður að viður- kennast að ef þetta voru ekki reyfarakaup þá veit undirritaður ekki hvað má kalla því nafni. Þórarinn sem er rúmlega tveggja ára sagðist mjög ánægður með viðskiptin og hefði vel getað hugsað sér að versla nreira en faðir hans tók fram fyrir hendurnar á honum. Hér var þó um sögulegan atburð að ræða því þetta mun vera fyrsti díllinn sem Þórarinn hefur gert um ævina. Hann lét þess sérstaklega getið í viðræðum við blaðamann Helgarblaðsins að vöru- bíllinn væri sömu tegund- ar og vinur hans, Olafur Símonarson, bifreiðar- stjóri æki á vegum Hrað- frystistöðvar Reykjavík- ur. Og verslunin hélt áfram. Krakka dreif að úr öllum áttum og það var mikið skoðað og háværar umræður urðu bæði unr verð og gæði. Á tímabili varð þó að loka versluninni þegar tók að snjóa lítillega en um leið og sólin braust aftur fram úr skýjaþykkninu voru vörur aftur teknar fram og viðskiptin blómg- uðust á ný. Binna, einn af eigend- urn verslunarinnar sem jafnframt vann við af- greiðslustörf, sagði að vörurnar væru bæði inn- lendar og frá útlöndum. Hér væri þó um endursölu að ræða í flestum tilvikum þannig að greiðsla sölu- skatts kæmi ekki til greina. Það sér hver heilvita mað- ur að það er nóg fyrir ríkið að hirða einu sinni sölu- skatt af hverri seldri vöru. Þegar spurt var unr versl- unarleyfi var slíkum at- hugasemdum eytt á snyrti- legan hátt enda algjört aukaatriði og týpískt dæmi um skriffinnsku hinna full- orðnu. „Viltu ekki kaupa inn- rammaða mynd?" spurði einn eigendanna og um- ræðurnar snerust aftur um hluti sem skipta máli. JAÞ ■ Þórarinn Ingi: „Ég gerði góð kaup sérstaklega í vörubifreiðinni. Hann er eins og Ólabíll. “

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.